Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Rax
Fossinn Dynkur í Efri-Þjórsá.
Ráðstefna um loftslagsbreytingar hafin í Haag
Stjórnvöld berjast fyrir
„íslenska ákvæðinu"
Siv Fridleifsdóttir umhverfisráðherra.
Sjötti fundur aðildar-
ríkja rammasamn-
ings Sameinuðu þjóð-
anna um loftslagsbreytingar
hófst í borginni Haag í Hol-
landi í gær. Fjölmenn sendi-
nefnd frá Islandi sækir ráð-
stefnuna, þar á meðal Siv
Friðleifsdóttir umhverfis-
ráðherra, en stefnt er að því
að leysa á fundinum ágrein-
ingsefni sem varða Kyoto-
bókunina.
Siv segir að um gríðar-
lega mikilvægan fund sé að
ræða, þar sem íslensk
stjórnvöld hyggist beijast
fyrir þvf að „islenska
ákvæðið", sem svo hefur
verið nefnt, verði viður-
kennt.
„Okkar málflutningur allt
frá Kyoto-ráðstefnunni hef-
ur verið sá, að taka verði til-
Iit til lítilla hagkerfa, þar
sem einstök stóriðjuverkefni
geta haft mikil áhrif á heild-
arlosun gróðurhúsalofttcg-
unda vegna smæðar hag-
kerfísins,“ segir Siv.
Hún bendir á að þetta
vandamál hafi komið upp á
lokastigum Kyoto-
ráðstefnunnar á sínum tima
og setja átti Islandi losunar-
mörk. „Þess í stað var sam-
þykkt sérstakt ákvæði um
að taka á þessum vanda."
Island lagði fram tillögu
fyrir tveimur árum um út-
færslu á þessu ákvæði, „ís-
lensku leiðina" svonefndu.
Hún gengur út á að Iosun frá
nýjum stóriðjuverum eða
stækkun eldri vera sem leið-
ir til meira en 5% aukningar
á heildarlosun í viðkomandi
ríki á fyrsta stigi skuldbind-
ingartimabilisins, þ.e. 2008-
2012, verði haldið utan við
losun landsins að uppfylltum
ströngum og skýrt tilgreind-
um skilyrðum. Auk þess
hafa verið settar niður við-
miðanir til frekari skilgrein-
ingar á ákvæðinu frá Kyoto,
t.d. hvað flokkist undir lítið
hagkerfí o.s.frv.
„Um er að ræða svo ójafna
stöðu. Eitt stóriðjuverkefni
hjá okkur losar 11-13% mið-
að við viðmiðunarárið 1990,
meðan það losar miklu
minna annars staðar, jafnvel
innan við 0,1 %. Þess vegna
þarf að taka tillit til okkar
sérstöðu og þeirra aðgerða
sem við réðumst í fyrir 1990;
stórfellda minnkun kola- og
olíukyndingar híbýla með
tilkomu hitaveitunnar. Áður
notuðum við upp undir 45%
af olíu og kolum í þessum til-
gangi, en nú nánast ekki
neitt. 99% af því rafmagni
sem við notum er endur-
nýjanleg orka, frá vatnsafli
og jarðvarma. í raun erum
við heimsmeistarar í nýt-
ingu vistvænnar orku al-
mennt, eða um 67%, en eng-
in önnur ríki hafa víðlíka
hlutfall. Árið 2020 ætla rfld
Evrópusambandsins þannig
að reyna að freista þess að
ná 12% markinu íþessu sam-
bandi. Nú keyra þessi ríki
sín hagkerfí nær algjörlega
á kolum, olíu og kjarnorku."
Verkáætlun Kyoto-
samningsins gerir ráð fyrir
því að íslenska ákvæðið, sem
verið hefur til umfjöllunar á
vettvangi samningsins,
verði tekið til lokaafgreiðslu
á fundinum í Haag.
„Ég er hóflega bjartsýn,"
segir umhverfísráðherra.
„Við höfum rætt við þau ríki
sem okkur hefur fundist
sýna þessu minni skilning en
önnur og mér finnst vera
komið ágætt hljóð, þótt auð-
vitað sé erfitt að meta það á
þessari stundu. Þetta er hins
vegar mjög mikilvægur
fundur og gífurlegt hajgs-
munamál fyrir okkur Islend-
inga.“
Avegum Landsvirkjunar er
nú unnið að mati á umhverf-
isáhrifum þriggja virkjana
hér á landi, Kárahnjúka-
virkjunar á Austurlandi,
Búðarhálsvirkjunar á Suður-
landi og stækkunar Kröflu-
stöðvar á Norðurlandi. Um er að ræða viða-
mestu vinnu við mat á umhverfisáhrifum
hér á landi til þessa. Við þetta bætist að
unnið er að umhverfismati á tveimur ál-
verksmiðjum, annars vegar allt að 420 þús-
und tonna álveri og rafskautaverksmiðju í
Reyðarfirði og hins vegar stækkun Norður-
áls á Grundartanga allt að 300 þúsund tonn-
um á ári. Það er því ljóst að uppgrip eru um
þessar mundir hjá fyrirtækjum þeim sem
sérhæfa sig í gerð umhverfismats, ekki síst í
tengslum við stóriðju.
Viðamesta umhverfismatið til þessa
Matið á Kárahnjúkavirkjun er eitt og sér
það viðamesta sem ráðist hefur verið í hing-
að til. Þar koma að yfir 20 fyrirtæki og
margir tugir sérfræðinga úr hinum ýmsu
fræðigreinum. Matsáætlun hefur verið sam-
þykkt, en þar er gert ráð fyrir að mati á
umhverfisáhrifum verði lokið ekki síðar en í
marslok á næsta ári, með það fyrir augum
að Skipulagsstofnun geti kveðið upp sinn úr-
skurð fyrir mitt ár, eða í júní 2001.
Borið hefur á gagnrýni á hversu skammur
tími sé til stefnu miðað við umfang umhverf-
ismatsins. Verkefnisstjórinn, Sigurður St.
Arnalds, verkfræðingur hjá Hönnun hf.,
segist hafa heyrt þessa gagnrýni og viður-
kennir að sjálfur vildi hann gjarnan hafi ei-
lítið meiri tíma til þessa verks.
Hins vegar bendir hann á að sérstaklega
hafi verið fjölgað í hópi rannsakenda vegna
tímarammans og kveðst bjartsýnn á að nið-
urstöðum verði náð á tilsettum tíma.
„Umfangið sést vel á hinum mikla kostn-
aði við það, sem er á þriðja hundrað milljón-
ir króna,“ segir Sigurður. „Þegar lagt var
upp með þessa vinnu var ljóst að tímaramm-
inn myndi taka mark af Noral-samkomulag-
inu. Landsvirkjun leggur upp úr því að fá
niðurstöðu úr þessu umhverfismati upp úr
miðju næsta ári til þess að geta haft grund-
völl til ákvarðanatöku um frekari fjárfest-
ingar, til dæmis rannsóknir við virkjunina
sjálfa, hönnun og útboðsgagnagerð, en slíkt
er allt mjög kostnaðarsamt.“ Sigurður segir
ennfremur að ljóst hafi verið að um fremur
þröngan tímaramma hafi verið að ræða.
„Þetta er samt gerlegt og okkar áætlun
stendur enn. Þetta er hins vegar mikil vinna
og ekkert leyfir af öllum þessum tíma. Hins
vegar má segja að allar þær rannsóknir sem
við lögðum upp með í vor og sumar fyrir
austan hafi allar tekist og þeim lokið með
ágætum.“
Einn þeirra sem hefur gagnrýnt tíma- |
ramma matsvinnunnar og sagt hann naum- |
an er Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræð-
ingur og fv. alþingismaður. í grein sem
birtist í Morgunblaðinu nýlega rekur hans
matsferli Kárahnjúkavirkjunar og segir að
margir hafi dregið í efa að þessar tímaáætl-
anir standist, m.a. í ljósi þeirra athuga-
semda sem gerðar hafi verið við matsáætl-
anirnar á síðasta sumri. „Þannig taldi
Hafrannsóknastofnun sig ekki geta lokið
sínum þætti nema til kæmi rannsókn á ýms- §
um mikilvægum þáttum í sjó í Reyðarfirði
sem nái a.m.k. yfir heilan ársferil. Svipuðu
máli gegnir um ýmislegt er snýr að mati á
virkjunarhugmyndunum. Eg tel ólíklegt að
fyrir liggi endanleg niðurstaða mats á um-
hverfisáhrifum fyrr en kemur fram á árið
2002 og tímasetningar Noral-verkefnisins
muni riðlast, einnig af þeim sökum.
Þessum stóriðjukór á að vísa frá á þeim
augljósu forsendum, að fyrst verði að liggja
fyrir skýr stefna um það, hvernig menn ætla
að nýta orkulindir landsmanna til heilla í
fyrirsjáanlegri framtíð og samræma nýtingu
og náttúruvernd. Þau sem kvödd hafa verið
til vinnu að rammaáætlun undir kjörorðun-
um Maður - Nýting - Náttúra eiga á þvi
skýlausa kröfu að fá að vinna verk sín
ótrufluð af þrýstingi og skammtímaviðhorf-
um. Álverksmiðjur leysa ekki vanda lands-
byggðarinnar. Þar verða að koma til viðhorf
sem taka mið af sjálfbærri þróun og stuðn-
ingur stjórnvalda við frumkvæði og aðgerðir
heimamanna á sém flestum sviðum,“ segir
Hjörleifur í greininni.
Hjálmar Arnason, alþingismaður, segir