Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 34

Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Ljósmynd/Ólafur H. Torfason Fjórir listamannanna voru viðstaddir opnunina á „Icelandic Art 2000: Modern Treasures". F.v. Soffía Sæmundsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir og Þorgerður Sigurðardóttir. Ljósmynd/Ami Sigurðsson F.v. Louise D. Bloem, í sýningarstjórn Iistafélags IMF, Michiko Sugis- ^aki, heiðursforseti félagsins, og Jón Baldvin Hannibalsson sendiherra. Islensk myndlistarsýning í Washington DC Enn stórt leikrit NÚ STENDUR yfir samsýning 13 ís- lenskra myndlistarmanna á 45 verk- um í sýningarsal Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (IMF) í Washington DC og nefnist hún „Icelandic Art 2000: Modern Treasures." Þegar sýningin var opnuð héldu ræður Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar sendi- herra, og Linda Byron, forseti IMF Arts Society, listafélags starfs- manna. Signý Sæmundsdóttir söng íslensk lög við undirleik Atla Heimis Sveinssonar tónskálds og Sigurður Hall sá um framreiðslu veitinga. Viðstaddir opnunina voru fjórir listamenn sem eiga myndir á sýning- unni, Guðrún Halldórsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Soffía Sæmundsdótt- ir og Þorgerður Sigurðardóttir. Auk þeirra eiga þama verk Bragi Ás- geirsson, Daði Guðbjörnsson, Guð- björg Lind Jónsdóttir, Guðrún Krist- jánsdóttir, Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, Karólína Lámsdóttir, Magnús Þorgrímsson, Pétur Gautur Svavarsson og Tryggvi Ólafsson. Sýningin er haldin í tengslum við hátíðahöld í tilefni þess að 1000 ár em frá landnámi norrænna manna í Vesturheimi. Er hún samstarfsverk- efrn íslenska sendiráðsins í Washing- ton, landafundanefndar, IMF og Gallerís Foldar. Sýningai sljóri er Elínbjört Jónsdóttir. Seðlabanki ís- lands, Eimskip og Flugleiðir styrktu verkefhið. Sýningin stendur til loka nóvem- ber. Sýningarsalurinn er opinn kl. 9- 17 mánudaga til föstudaga í bygg- ingu IMF nr. 700 við 19. stræti NW, í nágrenni við fjöhnargar ríkis- og al- þjóðastofnanir. Sýningarsalurinn er jafnframt móttöku- og samkomusal- ur inni af anddyri stofnunarinnar og heimsækir hann að staðaldri fjöldi gesta frá öllum heimshornum. Starfsmenn í bygginguimi em 1.200. LEIKLIST Leikfélag Sell'oss ÓVITAR Höfundur: Guðrún Helgadóttir. Leikstjóri: Ólafur Jens Sigurðsson. Sunnudagur 12. nóvember 2000. EINHVERN veginn hef ég á til- finningunni að samskipti bama og fullorðinna hafi þróast til betri vegar síðan Guðrún Helgadóttir skrifaði Óvita á barnaárinu 1979. Ég held (kannski er það óskhyggja) að það sé hlustað meira á böm, þau njóti meiri virðingar og þörfum þeirra sé sýnd- ur betri skilningur nú en þá. Og ef svo er þá er loksins hægt að horfa á Óvita úr þeirri fjarlægð sem ein sker úr um hvort verkið lifir eður ei. Og það lifir svo sannarlega. Alveg burtséð frá hinni fullkomlega ómót- stæðilegu gmnnhugmynd þá er fléttan svo vel byggð, aðalpersón- urnar svo eðlilegar og skýrar og samtölin svo skemmtileg að ég set Óvita hiklaust við hliðina á Kardi- mommubænum hans Egners og leik- gerðunum á Astrid Lindgren. Húrra fyrir Guðrúnu. Af hverju hefur hún ekki skrifað fleiri leikrit? Hefur hún aldrei verið beðin um það? Eða vill hún það ekki? Ef eitthvert núlifandi íslenskt leikskáld getur skrifað betri senu, en þegar vinnualkinn,. faðh' Guðmundar, syngur úr sér sam- viskubitið yfir vanrækslunni á börn- unum án þess að átta sig á að það er ekki Guðmundur sem hann ávarpar heldur strokudrengurinn Finnur, þá þætti mér gaman að vita hver það er. Óvitar veita leikfélögum fágætt tækifæri til að leiða saman krafta af öllum kynslóðum. Bæði til að leika saman en líka og ekki síður til að spegla atferli hvers annars, bömin sýna okkur fullorðna fólkinu hvemig þau sjá okkur og við fáum útrás íyrir barnið sem við eram, að við höldum, vaxin upp úr. Og viðsnúningurinn setur síðan viðhorfin, fordómana og skeytingarleysið sem við sýnum hvort öðra undir myndvarpann og gerh' allt svo augljóst og klárt. Það er ekki heiglum hent að koma sýningu á borð við þessa fyrir á svið- inu í litla leikhúsinu þeirra Selfyss- inga. Óvitar er mannmargt leikrit, þó sumir taki ekki mikið pláss, og það gerist á mörgum stöðum, þó að- allega á einu heimili sem þýðir að mest verður að leggja í þá mynd og láta hinar mæta afgangi. Ólafur Jens hefur leyst þetta verkefni prýðilega, þó stundum örlaði á vandræðagangi hjá leikhópnum við að komast leiðar sinnar um sviðið. Oft var hann reyndar viðeigandi, enda húsakynn- in hönnuð með þarfir hinna full- orðnu, hinna litlu, í huga. Af leikhópnum mæðir mest á Guð- mundi og fjölskyldu hans. Ég hygg ekki að á neinn sé hallað þó ég segi að Guðmundur Karl Sigurdórsson í hlutverki nafna síns beri þessa sýn- ingu uppi. Guðmundur er fullkom- lega eðlilegur sem hjartagóði lúðinn sem er alltof stór, en líklega þroskaðasti einstaklingurinn í verk- inu. Tímasetningar og líkamsbeiting hans er bráðfyndin. Helstu mótleik- arar hans stóðu sig einnig með prýði, Marinó Fannar Garðarsson sem Finnur, Guðrún Katrín Oddsdóttir sem móðirin, Brynjar Öm Sigur- dórsson sem pabbi og unglingssyst- irin Dagný sem Ása Ninna Karls- dóttir lék. Fleiri áttu góða takta en upptalningu verður að linna einhvers staðar. Mikið veltur á að samskipti og af- staða bama og fullorðinna séu skýr í verkinu. Hluti af gamninu er að sjá valdið sem smáfólkið hefur jdir börn- um sínum. Á stundum þótti mér sem þessu hefði ekki verið gefinn nægi- legur gaumur. Ólafur Jens hefði að ósekju mátt aga eldra liðið sitt örlít- ið, þó vissulega sé gaman að sjá virðulegar húsmæður og mektar- menn hegða sér óvitalega. Á hinn bóginn vora yngri leikararnir jafnvel of prúðir á köflum, jafnvel svo að það sem þeir höfðu að segja kafnaði í fyr- irganginum í óþekktarormunum af eldri kynslóðinni. En þetta vegur satt að segja ekki stórt. Sýningin skilar þessu snjalla verki til nýrrar kynslóðar og er sannarlega kjörin fyrir börn og for- eldra til að sækja heim, skoða og ræða svo saman, í bróðerni og á jafn- réttisgrandvelli. Óvitar era stórt leikrit og það verður varla lítið úr þessu. Þorgeir Tryggvason ag|BarV m 1 P Jrúl ' ja Drengjakúr Laugarneskirkju. Unglingakór Selfosskirkju. Strákar og steipur syngja TðNLIST II ó m k i r k j a n KÓRTÓNLEIKAR Á TÓNLISTARDÖGUM DÓMKIRKJUNNAR Drengjakór Laugarneskirkju og eldri félagar drengjakórsins og Unglingakór Selfosskirkju sungu erlend og íslensk kórverk. Stjóm- andi Drengjakórsins var Friðrik S. Kristinsson og pfanóleikari Peter Máté, en stjórnandi Unglingakórs Selfosskirkju var Margrét Bóas- dóttir og undirleikari Jörg Sonder- mann. Sunnudagkl. 17. ÞAÐ verður seint ofmælt hvað tónlistarappeldi bama skiptir miklu fyrir samfélagið. Það er gaman að horfa á fallega krakka standa sig vel og taka þátt í uppbyggilegu starfi eins og kórstarf er. Og samfélagið andvarpar af feginleik yfir því að á meðan að minnsta kosti séu bömin ekki að aðhafast eitthvað verra. Rök- um af þessu tagi er gjarnan beitt þeg- ar fjallað er um nauðsyn tónlistar- uppeldis í skólum. En oft gleymist aðalatriðið; tónlistin sjálf - samband bamsins og tónlistarinnar, og sú upp- lifun þess að fá að ryóta sín í skapandi list. Tónlistaruppeldi er fyrst og fremst persónuþroskandi en síðar samfélagsbót. Þar fá böm að reyna á músíkhæfileika sína, sem einstakl- ingar en einnig í hóp. Tónleikar tveggja bama- og unglingakóra á Tónlistardögum Dómkirkjunnar voru gott dæmi um það góða starf sem unnið er með bömum í tónlLst. Drengjakór Laugameskirkju söng einn og með eldri félögum sínum und- ir stjóm Friðriks S. Kristinssonar, og Unglingakór Selfosskirkju söng und- ir stjóm Margrétar Bóasdóttur. Kór- amir sungu líka saman nokkur lög. Drengjakórinn hefúr á að skipa úr- valsröddum. Hijómur kórsins var góður, en stundum var íyrsti sópran ekki alveg nógu hreinn. Það hefði líka mátt beita meiri dýnamík til að laða fram blæbrigðaríkari söng. Það besta þjá drengjakómum var Heilagi Guð á himni og jörð eftir Heinrieh Schútz og Leið mig Guð eftir Samuel Seb- astian Wesley, en í báðum lögunum sungu eldri félagar kórsins með. Unglingakór Selfosskirkju, undir stjóm Margrétar Bóasdóttur, hefur á að skipa eldri stúlkum. Hljómur kórs- ins er einstaklega heilsteyptur og fal- legur, og jafnvægi milli radda mjög gott. Fyrsti sópran söng klingjandi hreint og fallega og gaman var að heyra hvað neðri raddimar vora líka öraggar og góðar. Stúlkumar sungu mjög músíkalskt og reyndi vel á allt litróf blæbrigða í söng þeirra. Það besta hjá Unglingakór Selfosskirkju var Öll veröldin fagni fyrir Drottni eftir Tiyggva M. Baldvinsson, sem var hreint frábærlega sungið, og Sanctus úr Messu heilagrar Sesselju eftir Gounod. Þá er komið að því að lofa einsöngvara kóranna. í messu- þætti Gounods söng Halla Dröfn Jónsdóttir einsöng með kómum, og var dæmalaust góð. Rödd hennar er einstök og söngurinn músíkalskur. Tryggvi Valdimarsson úr Drengja- kór Laugarneskirkju söng Pie Jesu úr Sálumessu eftir Gabriel Fauré. Tryggvi hefur ákaflega góða og fal- lega rödd og söng þessa bæn dásam- lega vel. Þetta voru finir tónleikar og gam- an að heyra krakkana syngja af inn- lifun og ánægju. Bergþóra Jónsdóttir Nýjar plötur • ÚT er kominn geisladiskurinn Ég hlakka til með Ingu J. Back- man sópransöngkonu. Á þessari fyrstu hljóm- plötu Ingu era 24 sönglög eftir íslensk tónskáld við mörg af feg- urstu ljóðum skáldanna. TVö laganna eru eftir bróður Ingu, Arnmund S. Backman. Píanó- leik annast Ólaf- ur Vignir Albertsson. Inga J. Backman er fædd og uppalin á Akranesi og stundaði þar m.a. píanónám hjá Hauki Guð- laugssyni. Inga er stúdent frá MH og lauk söngkennaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 1988. Hún hefur sótt fjölda nám- skeiða, m.a. á Italíu og í Þýska- landi, en undanfarin ár hefur hún notið leiðsagnar Dóru Reyndal söngkennara. Inga hefur komið víða fram sem einsöngvari. Auk einsöngstónleika hefur hún sungið einsöng með ýmsum virtustu kórum landsins, sungið í óratoríum og tveimur óp- erum eftir Puccini, hlutverk Suor Angelicu í samnefndri óperu og Mimiar í La Bohéme. Inga hefur stjórnað kór eldri borgara í Nes- kirkju undanfarin 10 ár og sungið með Neskirkjukórnum og Hljóm- kórnum. Inga hefur um árabil starfað með Ólafi Vigni Albertssyni píanó- leikara. Á þessari plötu er að finna mörg uppáhaldslög þeirra beggja. Ólafur Vignir Albertsson píanó- leikari lauk burtfararprófi frá Tón- listarskólanum í Reykjavík árið 1961. Hann stundaði fram- haldsnám við Royal Academy of Music í London. Auk ótal tónleika á íslandi hefur Ólafur Vignir leikið í mörgum löndum Evrópu, í Bandaríkjunum og Kanada, einnig í útvarpi, sjón- varpi og inn á hljómplötur. Hann starfar nú sem píanókennari við Söngskólann í Reykjavík. Platan var hljóðrituð í Víðistaða- kirkju í sumar sem leið. Halldór Víkingsson annaðist upptökustjórn og hljóðvinnslu. Ljóðin við lögin fylgja með plötunni, og einnig á ensku, en Rut Magnússon þýddi þuu. Guðjón Reynir tók ljósmyndir á hulstri ogplötuumslagi. Ernst J. Backman sá um útlitshönnun. -------M-*--------- Nýjar bækur • ÚT er komin bókin Að sniía aft- ur, ijóðaþýðingar Gyrðis Elíasson- arrithöfundar. I fréttatilkynningu segir: „Að snúa aftur er safn ljóðaþýðinga - eftir allmarga samtímahöfunda sem Gyrðir Elíasson, eitt helsta skáld okkar, hefur valið og þýtt. Höfundarnir eiga það m.a. sameig- inlegt að þótt flestir þeirra séu löngu viðurkenndir meðal helstii skálda í sínum löndum, hafa fá ljóð verið þýdd eftir þá á íslensku hing- að til. Meðal þeirra má nefna Banda- ríkjamennina Richard Brautigan, Raymond Carver, James Wright, John Haines og Leo Dangel; Þjóð- verjana Ralf Thenior, Barböru Köhler, Kito Lorenc og Wolfgang Schiffer; Tékkann Miroslav Holub og Danina Jens August Schade og Erik Knudsen. Þá era í bókinni Ijóð eftir persneska skáldið Jala- luddin Rumi, sem uppi var á 13. öld; Kínverjana fornu Han Shan; Wang Wei og Tu Fu; og einnig er í bókinni ljóð eftir þjóðskáld Portú- gala, Femando Pessoa. Allar eru þýðingarnar gerðar af þeirri dæmafáu vandvirkni og ljóð- rænu gáfu sem einkennir verk Gyrðis Elíassonar.“ Utgefandi er Mál og menning. Bókin er 118 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda h.f. Kápuna hannaði Margrét E. Laxness, en Ijósmynd á kápu tók Nökkvi Elías- son. Verð: 3.490 krónur. Inga J. Backman

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.