Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 39

Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 39 LISTIR Nýjar bækur • UT er komin bókin Fyrsta orða- bókin sem ætluð er til að kenna börnum helstu orðin í hversdagsleg- um orðaforða. I fréttatilkynningu segir: „Hún er einnig vel til þess fallin að nota við að kenna byrjendum lestur þeiiTa orða sem flestir þekkja úr nánasta um- hverfí sínu. Bókin er sérstaklega gerð svo hún henti til örvunar lestr- arnámi og með skýrum myndum og einföldu en litríku útliti er hún líkleg til að falla bömum vel í geð.“ Útgefandi er Æskan ehf. Bókin er 48 bls., prentuð og bundin í Kína. Verð: 1.890 krónur. • ÚT er komin barnabókin En hvað það var skrítið, en hún hefur að geyma gamlar bamavísur sem allar era samdar, þýddar eða endur- sagðar af Stefáni Jónssyni. Þetta er endurútgáfa bókarinnar en hún kom út árið 1949 og hefur verið ófáanleg áratugum saman. í kynningu forlagsins segir: „Verk Stefáns Jónssonar hafa skemmt íslenskum bömum kynslóð eftir kynslóð, jafnt Guttavísur sem bækurnar um Hjalta litla. „Kisa mín, kisa mín/hvaðan ber þig að?“ er ein af hinum sígildu visum sem litu fyrst dagsins ljós í þessari heill- andi vísnabók sem öll börn hafa gaman af og kveikir margar ljúfar minningar hjá þeim sem eldri era. Bráðskemmtilegar myndir prýða síður bókarinnar.“ Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og er 40 bls. Leiðbeinandi verð: 1.480 krónur. • ÚTerkomin bókin Lí Song eftir Öddu Steinu Björnsdóttur með teikningum eftir Margréti Laxness. í fréttatilkynn- ingu segir: „Sag- an segir frá Song, fjölskyldu hans og vinum. Þau eiga heima í litlu þorpi í Kína, skammt neðan varnargarðs við stöðuvatn. Eftir að rignt hefur dög- um saman brestur garðurinn og vatn fossar fram og færir þorpið á kaf. Ibúarnir hraða sér af stað með fáeina hluti í höndum til að reyna að komast upp á þann hluta garðsins sem ekki hefur látið undan. Sagan greinn- frá því hvemig íbúarnir reyna að komast undan og er jafn- framt næm lýsing á lífsháttum fólks í fjarlægum heimshluta og þeim erf- iðleikum sem þar er við að glíma.“ Útgefandi erÆskanehf. ísam- vinnu við Rauða kross íslands. Bók- in er 46 bls., prentuð í Veröld ehf. Verð: 591 krónur. • Út er komin bókin Máttur bæn- arinnar eftir Norman Vincent Peale í þýðingu sr. Kristins Ágúst Friðfinnssonar og sr. Kristjáns Vals Ingólfssonar. Þetta er endurútgáfa bókarinnar. I fréttatilkynningu segir: „Höf- undurinn varð fyrst kunnur hér á landi þegar bók hans, Vörðuð leið til lífshamingju, kom út árið 1965. Bænirnar í bókinni gáfu Peale kjark og kraft til að takast á við lífið. Sömu reynslu hafa hinir fjölmörgu lesend- ur hans upplifað. Allir geta íúndið hér bænir til að nota i gleði og sorg. Að auki geymir bókin leiðbeiningar um bænaiðkun og umfjöllun um gildi bænarinnar í daglegu lífi okkar. Þær era komnar á prent til að vera öðr- um til sama gagns. Þessi ágæta bók hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið.“ , Útgefandi er Hörpuútgáfan á Akranesi. Bókin erprentuðí Odda hf., 132 bls. Leiðbeinandi verð er 1.960 krónur. • ÚT er komin bókin Seinna lúkkið sem er saga fyrir unglinga eftir Val- geir Magnússon. Hér er á ferð fyrsta bók höfundar- ins. í kynningu forlagsins segir: „Veraleiki íslenskra unglinga er oft hrárri og hættulegri en margir kæra sig um að vita. I þeim heimi getur allt komið fyrir alla og það fá krakkarnir í þessari sögu svo sann- arlega að reyna. En þeir búa líka yf- ir þeim krafti og hugrekki sem þarf til að horfast í augu við lífið og verða að manni. Hér er fjallað á óvenju- lega hreinskilinn og opinskáan hátt um ást og kynlíf, ábyrgð, traust og heiðarleika, fíkniefnaneyslu, lygi og ofbeldi, ósigra - og sigra." Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. og er 144 bls. Leiðbeinandi verð: 2.480 krónur. • ÚTerkomin barnabókin Jóla- sveinarnir eftir Iðunni Steins- dóttur. Hér er um endurútgáfu að ræða en bókin kom fyrst út árið 1986. I kynningu frá forlaginu segir: „Jólasveinamir þrettán eru á leið til byggða með poka á bakinu - en það gengur ekki alveg þrautalaust fyrir þá að fóta sig í nútímanum því þeir era samir við sig og ýmsar freistingar verða á veg- inum. En krakkarnir sem bíða eftir að fá eitthvað í skóinn sinn era fúsir til að hjálpa þeim. Fyndin og fjörug bók um ævintýri jólasveinanna, prýdd fjölda frábærra mynda eftir Búa Kristjánsson." Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuðíPrentsmiðjunni Odda hf. og er 54 bls. Leiðbeinandi verð: 1.980 krónur. • ÚT er komin bókin Glötuð eftir sænska rithöfundinn Mats Wahl. í þýðingu Hilmars Hilmarssonar. Bókin höfðar til lesenda frá unglingsaldri og er sjálfstætt framhald bókarinnar Vetrarvíkin sem út kom árið 1995. I fréttatilkynningu segir: „I Glötuðum segir frá sænska blökkudrengnum John-John sem þrátt fyrir ýmsa smáglæpi hefur aldrei komist í kast við lögin. Inn- brotið í afskekkta húsið í Sollent- una átti engu að breyta þar um. En íbúarnir voru ekki langt undan og áform þeirra um skjótfenginn gróða voru stærri í sniðum en hans. Nauðugur tekur John-John þátt í glæp sem hlýtur að enda með ósköpum." Mál og menning gefur bókina út en hún er prentuð í Svíþjóð. Alda Lóa Leifsdóttir hannaði kápuna. Bókin er 170 bis. og leiðbeinandi verð er 1.990 krónur. • ÚTerkomin skáldsagan Tum- inn eftir Steinar Braga. í fréttatilkynn- ingu segir: „Einu sinni var turn og á turninum var turnhús sem var í laginu eins og dropiafvatnisem er við það að falla til jarðar. Turnhúsið var gegnsætt og er vel var að gáð mátti sjá glitta í tvö lítil börn, strák og stelpu, sem stóðu hvort við sitt kringlótt opið á tumhúsinu og horfðu út, brosandi." Þannig hefst fyrsta skáldsaga Stein- ars Braga sem áður hefur vakið mikla og verðskuldaða athygli fyrir vel heppnaðar ljóðabækur sínar.“ Útgefandi er bókaútgáfan Bjart- ur. Bókin er prentuð íprentsmiðj- unni Odda hf., 80 bls. Kápugerð ann- aðist Snæbjörn Amgrímsson. Verð: 2.980 krónur. • Út er komin spennusagan Sá er úlfinn óttast eftir Karin Fossum. Erna Árnadóttir þýddi. I fréttatilkynningu segir: „Hall- dís gamla Horn finnst látin við húsið sitt og sá sem finnur hana er tólf ára strákur af barnaheimili í grennd. Hann hefur líka þá sögu að segja að á svæðinu hafi hann séð Errki Johrma sem nýstrokinn er af geðveikrahæli. Lögreglu- foringinn geðþekki Konrad Sejer fær málið til rannsóknar og þegar hann þarf daginn eftir að ranns- aka bankarán sem framið hefur verið fer hann að sjá undarlegt samhengi í þessum málum báðum. Kaiin Fossum hóf feril sinn sem efnilegt ljóðskáld en er nú einn vinsælasti spennusagnahöfundur Norðmanna.“ Útgefandi er Uglan - íslenski kiljuklúbburinn. Bókin er 260 bls., unnin í Danmörku. Leiðbeinandi verð: 1.599 krónur. • ÚT er komin bókin Líf á nýj- um nótum eftir Nicky Gumbel. Hún er útskýring á Filippíbréfinu í Nýja testamentinu. í fréttatilkynningu segir: „Sum- um finnst Biblían vera úrelt og leiðinleg bók, sem höfði engan veginn til nútímamanna. Höfundur bókarinnar er á öðru máli og sýnir hvernig finna má skýr og afger- andi svör við mörgum spurningum nútímafólks í hinu gamla en síunga riti. Höfundurinn, Nicy Gumbel, nam lögfræði í Cambridge og guð- fræði í Oxford og starfaði sem lög- fræðingur áður en hann var vígð- ur til prestsstarfa við Holy Trinity Brompton kirkjuna í London. Hann hefur samið fjölda bóka. Svo kölluð Alfa-námskeið, sem fjalla um grundvöll kristinnar trúar, hafa farið sigurför um heiminn eftir að hann gaf út bókina Quest- ions of Life. Líf á nýjum nótum er hugsuð sem framhald Alfa- námskeiðanna." I^jartan Jónsson þýddi bókina. Útgefandi er bókaútgáfan Salt. • ÚT er komin ný útgáfa bókar- innar Maturinn hennar mömmu í ritstjórn Áslaugar Ragnars. í fréttatilkynningu segir: „Þetta er bókin sem kennir okkur öllum að búa til matinn hennar mömmu, gamla, góða hversdagsmatinn og hátíðarmatinn sem við þekkjum öll. Hér eru allar uppskriftirnar sem oft þarf að grípa til og alltaf vantar, íslenski heimilismaturinn, ljúffengur og kunnuglegur og listi- lega tilreiddur, og hér er líka hversdagsbaksturinn og gómsætu kökurnar sem allir muna eftir. Bókin er ekki aðeins mikið þarfa- þing í hverju eldhúsi, heldur vek- ur hún jafnframt ljúfar minningar um góða daga og gómsætan mat. Hún er prýdd fjölda glæsilegra ljósmynda sem endurvekja stemmningu liðinna daga.“ Útgefandi er Iðunn. Bókin er 112 bls. Leiðbeinandi verð: 2.480 krónur. • ÚT er komin bókin Minningar geisju eftir Arthur S. Golden. í fréttatilkynningu segir: „Nitta Sayuri talar með visku ellinnar og rödd hennar er bæði seiðandi og furðulega nákomin þegar hún seg- ir söguna af geisjuævi sinni. í þessari bók gengur lesandinn inn í heim þar sem ytra borðið skiptir öllu máli, þar sem meydómur ungrar stúlku er seldur hæstbjóð- anda, þar sem konur eru þjálfaðar í að skemmta valdamönnum lands- ins og þar sem litið er á ástina sem tálsýn." Sverrir Hdlmarsson þýddi bók- ina sem kom fyrst út hjá For- laginu á síðasta ári. Útgefandi er Uglan - íslenski kiljuklúbburinn. Minningar geisju er 499 bls, prentuð í Danmörku. Verð: 1.599 krónur. • ÚT er komin bókin Dýrin i Tónadal eftir Olgu Bergmann. í fréttatilkynningu segir: „Þar segir frá lífinu langt fyrir ofan jörðina, uppi í sjöunda himni, þar sem ævintýralandið Tónaland svíf- ur. Þarna búa dýr sem syngja og spila til að lífið verði skemmtilegt. Krillarnir í Krillafjalli þola hins vegar ekki tónlist og þess vegna ákveða þeir að ráðast á tónadýrin. Átökin verða hörð og spennandi að vita hvort tónadýrunum tekst að sleppa undan óvinunum. Olga Bergmann hefur áður unn- ið sér vinsældir með bókunum Hanna frænka fer upp í sveit og Stelpan sem var hrædd við dýr.“ Mál og menning gefur bókina út sem prentuð er í Danmörku. Bók- in er 27 bls. og leiðbeinandi verð er 1.790 krónur. Adda Steina Björnsddttir Iðunn Steinsddttir Steinar Bragi ÉRMERKT HANDKLÆÐI & HÚFUR Hellisgata 17 - 220 Hafnarfjörður Sími 565 0122 Fax 565 0488 myndsaumur@myndsaumur.is Netverslun: www.myndsaumur.is Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Innlausnardagur 15. nóvember 2000. 1. flokkur 1989: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 1.366.444 kr. 50.000 kr. 136.644 kr. 5.000 kr. 13.664 kr. 1. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 500.000 kr. 1.206.402 kr. 50.000 kr. 120.640 kr. 5.000 kr. 12.064 kr. 2. flokkur 1990: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 2.425.386 kr. 100.000 kr. 242.539 kr. 10.000 kr. 24.254 kr. 2. flokkur 1991: Nafnverð: Innlausnarverð: 1.000.000 kr. 2.254.454 kr. 100.000 kr. 225.445 kr. 10.000 kr. 22.545 kr. 3. flokkur 1992: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 9.948.952 kr. 1.000.000 kr. 1.989.790 kr. 100.000 kr. 198.979 kr. 10.000 kr. 19.898 kr. 2. flokkur 1993: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 9.178.618 kr. 1.000.000 kr. 1.835.724 kr. 100.000 kr. 183.572 kr. 10.000 kr. 18.357 kr. 2. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 8.036.916 kr. 1.000.000 kr. 1.607.383 kr. 100.000 kr. 160.738 kr. 10.000 kr. 16.074 kr. 3. flokkur 1994: Nafnverð: Innlausnarverð: 5.000.000 kr. 7.889.995 kr. 1.000.000 kr. 1.577.999 kr. 100.000 kr. 157.800 kr. 10.000 kr. 15.780 kr. Innlausn húsbréfa fer fram hjá íbúðalánasjóði, í bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum og liggja þar einnig frammi upplýsingar um útdregin húsbréf TÚ' Ibúðalánasjóður Borgartúni 21 I 105 Reykjavík I Sími 569 6900 I Fax 569 6800 Stjörnuspá á Netinu ^mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.