Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
AP
Fyrirgefning afhjúpuð
Rómferill glæstra vona
SKÚLPTÚRINN Fyrirgefning er
hér afhjúpaður af David Trimble,
forseta heimastjórnar Norður-
írlands og aðstoðarmanni hans
Seamus Mallon við þinghiísið í Bel-
fast nú á dögunum.
Fyrirgefning er gjöf til íbúa
borgarinnar Belfast á Norður-
Irlandi frá dómkirkjunni í borginni
Coventry á Englandi, en þar er til
húsa alþjóðadeild sátta og fyrir-
gefninga hjá kirkjunni.
TONLIST
D ó m k i r k j a n
ORGELTÓNLEIKAR
Bach: Fantasía og fúga í g BWV
542. Reger: Tokkata og fúga í a Op.
80. Gunnar A. Kristinsson: Drei
Orgelstiicke (frumfl.). Guilmant:
Sónata nr. 4 Op. 61. Steingrímur
Þórhallsson, orgel. Laugardaginn
11. nóvember kl. 17.
TÓNLISTARDAGAR Dómkirkj-
unnar, sem standa frá 28.10. til 22.11.
á þessu hausti, hófu fimmtu tónleika
af alls sjö sl. laugardag þegai- ungur
organisti að norðan gekk inn púlpít-
úrinn. Einskis var getið í tónleikaskrá
um flytjandann, né heldur hafði und-
irritaður áður haft af honum pata, en
fram kom þó í lokin þegar söngmála-
stjóri aíhenti námsstyrk úr Minning-
ai’sjóði Kai'ls Sighvatssonar, að
Steingrímur Þórhallsson stundar nú
framhaldsnám í Rómaborg og mun
eiga ættir að rekja til Húsavíkur.
Hvassasti prófsteinn allra tíma á
orgelleik má óhikað kalla J.S. Bach,
er samdi mörg einstæðra verka sinna
fyrii- konung hljóðfæra til að láta
reyna á nýsmíðuð söngpipuvirki víðs-
vegar um Þýzkaland. Að verkin
skyldu ekki skipuð í bálk, líkt og Org-
elforleikirnir og Tríósónötumar,
bendir einmitt til slíkra stakra tilefna,
svo og til hljómleikahalds er snilling-
urinn stóð sjálfur fyrir; ókrýndur
konungur síðbarokkorganista eftir að
Marchand hinn franski lét sig vanta í
boðuðu orgeleinvígi þeirra, eins og
frægt varð. Fantasían í BWV 542 er
talin samin íyrir 1712, sem er merki-
lega snemma vegna stórbrotinnar og
djarfrar hljómaframvindu og furðu-
nútímalegra módúlasjónasekvenzna
undir lokin gegnum megnið af tiltæk-
um tóntegundum. Fúgan er talin frá
seinni Weimarárum Bachs; dæmig-
erð „Spielfuge“ með áherzlu á dans-
andi virtúósa þætti og frjálsa milli-
spilskaíla. Leikur Steingríms í báðum
þáttum var oftast mótaður af skýru
öryggi, góðu hraðavali og stöðugri
hrynrænni tjáningu; blessunarlega
laus við ýkt stakkató, rúbató og álíka
tiktúrur sem iðulega má nú heyra úr
herbúðum upphafstrúarflytjenda.
Tokkata og fúga Max Regers í
a-moll er úr Tólf stykkjum hans fyrii-
orgel undir ópusnúmerinu 80 frá
1904. Hið fremur stutta verk er
dæmigert fyrir espressífan stíl Reg-
ers, „villingsins“ meðal æskurina,
kannski einkum glæsilega dramatísk
tokkatan, þótt fúgan um skringilegt
hoppandi stef sverji sig meir í
spilfúguanda Bachs. Hvor tveggja
kom mjög vel fram í öruggri túlkun
Steingi'íms.
Eftir Gunnar Andreas Kristinsson
frumflutti einleikarinn næst verkið
„Drei Orgelstúcke“. Gunnar hefur
áður látið frá sér heyra á tónleikum
,Atonal Future" í Iðnó og með kór-
verki í Skálholti. Hann setti hér fram
áheyrilega kortérslanga verka-
þrennu; fyi’st með mínímalískulegum
en þó allfjölbreyttum þrástefjavinnu-
brögðum, þar sem í inngangsverkinu
mátti m.a. greina áhrif frá bæði ís-
lenzkri kvæðaskaparhrynjandi og
rokki. II. stykkið var hægferðugt og
mótað af dulrænu lagferli sem verk-
aði stundum eilítið tilgerðarlegt á
undirritaðan, þótt ekki væri þar um
að kenna skyldleikann við fjóra upp-
hafstóna Liljulagsins sem greina
mátti hér og þar. III. stykkið, eins
konar postrómantísk og víða allkrass-
andi orgelútfærsla á lúðrafanföru,
var hins vegar hins vegar hressilega
samin og nógu hugmyndarík til að
vekja væntingar um viðameiri úr-
vinnslu en stuttaraleg meðhöndlun
tónskáldsins náði að efna. Verkið
naut góðs af öguðum og rytmískum
leik Steingiíms, sem trúlega hefur
einnig lagt hönd á plóginn í blómlegu
raddavali.
Lokaatriði tónleikanna var Sónata
nr. 4 Op. 61 eftir franska síðróman-
tíska tónskáldið
Alexandre Guilmant (1837-1911),
er jók mjög alþýðuvinsældir orgels-
ins á sínum tíma með fjölskiúðugu
verkefnavali. Þykja sónöturnai’ átta
fyi-ir orgel standa upp úr öðrum tón-
smíðum hans. Þær eru frjálslegar í
formi en oft gæddar lagi'ænum
sjarma og auðkyngdum léttleika sem
hefur staðizt tímans tönn.
Nr. 4 er þrískipt. Eftir fallega
söngmótaðan Andante þáttinn fór
Steingrímur á kostum í einföldum en
kraftmiklum Menúett er skartaði un-
aðssælum tríókafla til mótvægis, og
leiftraði á öllum rafskautum út frá
glæsilegri spilatækni eftir anguivær-
an inngang í tápmiklum Finale-loka-
þættinum, svo aðeins vantaði meiri
eftirhljóm til að fullkomna upplifun-
ina. Sem kunnugt er þykir hinn að-
eins sekúndulangi eftirhljómur
Dómkirkjunnar enn heldur skorinn
við nögl eftir nýlegar endurbætur, og
útheimtir sjálfsagt stáltaugar að leika
erfið orgelverk í þvílíkri akústískri
þuiTkví.
Hér var engu að síður aldeUis
glæsilega að spilverki staðið, og til-
kynningin um Kai’lsstyrkinn eftir
lokatóna Guilmants gat tæpast komið
mörgum áheyrendum á óvart, eftir að
hafa orðið vitni að öðrum eins tjáning-
arþroska og tæknilegu öryggi til
handa og fóta hjá aðeins hálf-
þrítugum organista í nýhöfnu fram-
haldsnámi. Er sá vissulega ekki öf-
undsverður af vonum þeim sem við
hann hlutu að bindast eftir þessa
frammistöðu.
Ríkarður Ö. Pálsson
Endurminningar,
hugleiðingar og
skoðanir
Mtísíkalskir og
hressir drengir
TOIVLIST
II I j ó nnl i s k a r
FJÓRTÁN FÓSTBRÆÐ-
UR-SYNGIÐ MEÐ
ásamt Ellý Vilhjálms og hljóm-
sveit Svavars Gests.
Umsjón með endurútgáfu:
Eiður Arnarsson.
Lokahljóðvinnsla: Stúdíó Irak.
SKÍFAN íslenskir tónar.
HÉR er um að ræða endurútgáfu
á tveimur plötum Fjórtán Fóst-
bræðra frá 1964 og ’65. Við endur-
gerðina komu aðeins í leitimar seg-
ulbönd fyrir seinni plötuna og þurfti
því að notast við aíritun af hljóm-
plötu við gerð hinnar fyrri. Allt hef-
ur þetta samt tekist vel, þó að
hljóðritun vitni um aldur sinn, en
hún ber aldurinn vel og ekki undan
neinu að kvarta. Fjórtán Fóstbræð-
ur nutu mikilla vinsælda og gera
væntanlega enn, enda veldur end-
urkynning engum vonbrigðum,
nema síður sé. Söngur þeirra var
alltaf einstaklega fijálslegur og
hressilegur um leið og hann var ag-
aður og vandaður í alla staði, bar
sem sé vott um kunnáttu og góða til-
finningu fyrir tónlistinni, og ekkert
síður þó hún væri í léttari kantinum
sem oftast mátti flokka undir dæg-
urlög. Þetta voru líka vinsæl lög og
„húsgangar" á sínum tíma; á seinni
plötunni gaf m.a. að heyra Jóns
Múla-syrpu, Sigfúsarsyrpu og lög
úr söngleiknum My Fair Lady. Allt
sungið af miklu örlæti og smitandi
sönggleði. Elly Vilhjálms syngur
með í tveimur lögum í síðastnefndu
syrpunni og gerir það auðvitað ynd-
islega eins og alltaf, enda með fínni
stíl og meiri tilfinningu fyrir músík
af þessu tagi en gengur og gerist.
Ekki er nokkur vafi á að þessi
endurútgáfa verði mörgum kær-
komið tilefni til að endumýja kynn-
in við gamla og góða slagara (og
raula jafnvel með) og músikalska og
hressa drengi með kunnáttu og góð-
ar raddir.
Oddur Björnsson
Sársaukafull saga um ást
KVIKMYJVDIR
II á s k ó I a b í ó
LULU Á BRÚNNI
„LULU ON THE BRIDGE“
★ ★ 'k
Leikstjórn og handrit: Paul Auster.
Aðalhlutverk: Harvey Keitel, Mira
Sorvino, Willem Dafoe, Vanessa
Redgrave, Mandy Patinkin.
PAUL Auster er einn af athyglis-
verðari rithöfundum Bandaríkjanna
í dag en verkum hans hafa Islend-
ingar kannski fyrst og fremst
kynnst í gegnum bíómyndirnar;
hann gerði handrit „Smoke" og
„Blue in the Face“, tveggja öndveg-
ismynda úr óháða geiranum vestra.
Auk þess hefur hann verið þýddur á
íslensku. Lulu á brúnni eða „Lulu
on the Bridge“ er fyrsta bíómyndin
sem rithöfundurinn leikstýrir og
þótt hún sé ekki eins góð og fyrr-
nefndar myndir tvær, Auster hefur
fyrir það fyrsta ekki hið fínlega
sjálfsöryggi leikstjórans Wayne
Wangs, er leitun að grátlegri ástar-
sögu í bænum.
Uppbygging myndarinnar minnir
að nokkru leyti á Stiga Jakobs eftir
Adrian Lyne í draumkenndri, jafn-
vel martraðarkenndri frásögn sinni.
Harvey Keitel, sem greinilega hefur
hið lífsreynda andlit er hæfir sögum
Austers, leikur djassistann Izzy sem
verður fyrir skoti og við það tekur
líf hans talsverðum breytingum.
Hann finnur töfrastein í öngstræti
þar sem liggur maður skotinn í höf-
uðið en steinninn bindur hann Lulu,
sem Mira Sorvino leikur, ungri
gengilbeinu er þráir að gerast leik-
kona.
Úr verður ástarsamband sem
reynist of gott til að vera satt og eft-
ir að Willem Dafoe kemur til sögu á
höttunum eftir töfrasteininum fer
mjög að halla undan fæti hjá djass-
istanum. Harvey Keitel er fimagóð-
ur sem Izzy, fetandi sig varlega í
heimi sem reynslan hefur kennt
honum að er hverfull. Mira Sorvino
er ekki jafn staffírug og oft áður og
heldur kannski óþarflega mikið aft-
ur af sér. Vanessa Redgrave er til-
gerðin uppmáluð sem kvikmynda-
leikstjóri, Dafoe er skemmtilegur
sem ógnandi góðmenni og Mandy
Patinkin er fínn sem framleiðandi.
Myndin gerist æ drungalegri þeg-
ar á líður og tími kemur fyrir Izzy
að mæta örlögum sínum en hún
verður aldrei þunglamaleg og
myndin gengur upp í lokin sem
sársaukafull saga um ást.
Arnaldur Indriðason
BÆKUR
Endiirniinningar
S a> nm n il ii r B e r g m a n n
Elimundarson
HUGLEIÐINGAR OG
MINNINGABROT
Gefið út sem handrit af höfundi í til-
efni 85 ára afmælis hans 6. október
2000. Prenthúsið, 184 bls.
ÞESSI sérstæða bók er gefin út
sem handrit í 100 tölusettum eintök-
um. Ætti hún þó að mínum dómi er-
indi til fleiri en fárra útvalinna.
Hér lítur háaldraður, gáfaður al-
þýðumaður yfir farinn veg jafnframt
því sem hann skoðar nútíðina með
langan sjóð reynslu í farteskinu.
Hollt kann að vera að hlusta á hvað
hann hefur að segja.
Venjan er þegar fólk ritar ævi-
minningar sínar að byrja á ætterni
og bernsku og rekja síðan lífsþráð-
inn áfram í tímaröð. Þessi höfundur
hefur nokkuð annan hátt á að hluta
til. í átta aðalköflum bókuar virðist
mér í stórum dráttum fylgt tímaröð,
en þó í brotum, eins og titill bókar
segir.
En innan kaílanna raskast röðin
og er sveiflast milli nútíðar og for-
tíðar.
Það þó ávallt með skipulegum
hætti og efnisþættir vel aðgreindir.
Hver kafli skiptist í undirgreinar og
hver undirgrein er auk titils merkt
eftir efni: minning, skoðun eða hugs-
un. Allt er þetta vel ski-ifað og ljóst í
framsetningu. I rauninni orka þess-
ar stuttu greinar og brot stundum á
mann líkt og órímuð ljóð væri og
bera vitni um talsverða skáldhneigð
höfundar. Á seinustu árum hefur
raunar listhneigð hans brotist fram í
vatnslitamyndum, sem nokkrar ljós-
myndir eru af (svarthvítar) í bókar-
lok.
Enda þótt bókin sé samin með
þeim hætti sem ég hef lýst - eða
kannski er það vegna þess - fær
maður smátt og smátt einstaklega
skýra mynd af persónuleika höfund-
arins. Hann lætur eftir sér að hugsa
upphátt, ef svo má segja. Lýsa skoð-
unum sínum á mönnum og málefn-
um. Róttækur er hann býsna og ekki
eiga sægreifar nútímans upp á pall-
borð hans. Frásön hans er gerð af
mikilli einlægni og trúnaði við les-
andann. Ósjálfrátt fer manni að
þykja vænt um þennan gáfaða og til-
finningaríka mann, sem vissulega
hefur ekki farið á mis við erfiða lífs-
reynslu. Barnamissir, konumissir,
fátækt og margs kyns annað mótlæti
hefur ekki gengið fram hjá dyrum
hans. Frásögn hans situr því í minni
lesandans og gleymist ekki eins og
svo margt annað sem út gengur á
prenti.
Sjálfsagt má eitt og annað að
þessu ritverki finna frá formlegri
hlið bókrnennta skoðað. En það læt
ég mér í léttu rúmi liggja. Hinn sjálf-
sprottni gróður er ekki alltaf lakari
en ræktuð garðaprýði.
í bók þessari er talsvert af mynd-
um. í bókarauka eru smákaflar um
foreldra höfundar. Talin eru hin tíu
systkini hans. Átta þeirra náðu full-
orðins aldri og eignuðust afkomend-
ur, sem hér er getið. Þá eru og af-
komendur höfundar, tuttugu talsins,
einnig upp taldir.
Guðmundur, sonur höfundar, hef-
ur annast frágang texta, umbrot og
útlit bókar og virðist þar vera vel frá
öllu gengið.
Sigurjón Björnsson