Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 41 I Norræna húsinu eru verk Parantainen í þar Morgunblaðið/Halldór B. Runóifsson til gerðum ljósakössum á hjólum. Eitt verka Jyrki Parantainen í Galleríi i8, Ingólfsstræti 8. Sálkönnun eldsins MYJVDLIST <; a 11 I I i 8 o g N o r r æ n a h ú s i ð LJÓSMYNDIR JYRKIPARANTAINEN Til 26. nóvember í Galleríi i8 og 17. desember í Norræna húsinu. Opið í i8 fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18, og Norræna húsinu þriðju- daga-sunnudaga frá kl. 13-17. BÁÐAR sýningarnar eru hluti af Ljósahátíð 2000, í tengslum við menningarborgarárið, og þyrftu menn að skoða þær saman ef vel á að vera. Eins heillandi og verk Jyrki Par- antainen eru verður að segjast að myndheimur hans sé um leið óhugnanlegur. Eins og logarnir birtast í myndum hans er með engu móti hægt að tala um hlutlaus verk, eða meðtaka þau án fyrir- vara. Vissulega má segja sem svo að dágóður hluti af myndlist samtím- ans sé fráhrindandi í þeim skilningi að hann búi yfir óhugnaði. Þess háttar list er þó sjaldnast gerð til að hrífa áhorfandann með því að höfða beint til smekkvísi hans, en það er einmitt lóðið í verkum Par- antainen. Líkt og brennuvargur reynir hann að hafa áhrif á fegurðarskyn áhorfandans og lokka hann þannig inn í ómótstæðilegan heim eldsins. Það er eitthvað andstyggilegt við þessa tilraun listamannsins líkt og hann vilji gera áhorfandann sam- sekan í brennuvargahneigð sinni. Því hvað annað er hægt að kalla ástríðufullar myndir Parantainen af brennandi innviðum íbúða? Áhorfandanum verður ósjálfrátt hugsað til Verkovensky, hinnar lít- ilmótlegu söguhetju í Djöflum Dostojevskí sem segir stórbrunann kallast á við eyðingarhvöt manns- ins, og telur að jafnvel megi finna í viðkvæmustu hjörtum lágt settra opinberra starfsmanna hvað þá meir. Auðvitað er hann einungis að afsaka eigin öfughneigð með því að gera því skóna að almennt séu menn gagnteknir af bálinu. Það væri þó óréttlátt að ein- skorða Parantainen og verk hans við listræna pýrómaníu, til þess er eldurinn of táknrænn og víðfeðmur sem skáldlegt viðfangsefni. Því má ekki gleyma að skömmu fyrir stríð skrifaði franski stærðfræðingur- inn, vísindaspekingurinn og sér- vitringurinn Gaston Bachelard litla bók sem hann kallaði Sálkönnun eldsins. Hún var fyrst og merkust fjögurra bóka sem hann helgaði tengslum ímyndunaraflsins og höf- uðskepnanna fjögurra. Milli Prómeþeifs og eldsins sem hreinsandi afls sem allt skírir fjall- aði Bachelard um öll möguleg hug- myndatengsl menningarinnar við þessa viðsjárverðu höfuðskepnu sem tengist frá fornu fari karlmennskunni, andstætt kven- legri táknmynd vatnsins. Reyndar dregur Bachelard fram og dustar rykið af Hoffmann, hinum fræga þýska sagnamanni og fulltrúa róm- antísks hugmyndaflugs, og heldur því um leið fram að eldvatnið - hið kvenkarlmannlega áfengi gert úr Veður og færð á Netinu ^mbl.is ALLM^ dTTHVTAÐ NÝTl brennandi vökva - hafi verið elds- neytið sem hóf hug hans til flugs. Parantainen leynir hvergi róm- antík sinni enda telur hann sig andlega náskyldan Anselm Kiefer, rómantískasta fulltrúa hins nýja þýska málverks. Með alkemískar pælingar Kiefer í farteskinu stund- aði Parantainen löglegar íkveikjur sínar í heil fjögur ár - 1994 til 1998 - og afraksturinn má sjá í báðum sölum, Gallerís i8 og kjallara Nor- ræna hússins. Áhrifin eru vissulega sérstæð þó svo að maður hafni blá- kalt þeirri staðhæfingu brennuvar- gsins að bálið sé lúmskt heillandi. Halldór Björn Runólfsson Ný öflug iðnaðarhremsiefm Ræslivörur Stangarhyl 4 110 Reyhjavih Sími 507 4141 Blóðbankinn verður með blóðsöfnun og skráningu nýrra blóðgjafa í húsi Rauða krossins, Hafnargötu 13, Grindavlk, í dag, þriðjudag kl. 10-18. Blóðgjöf er Kfgjöf. fá) BLOÐBAFNKirSN - geföu meö hjarta HORPU TILBOÐ y Gæða ínnimaininq / I GLJASTIG I Vönduð íslensk innimálning á einstöku tilboðsverði. Verð á 4 lítra dós í verslunum HÖRPU veita reyndir sérfræðingar þér góða þjónustu og faglega ráðgjöf við val á hágæða málningarvörum. HARPA MÁLNINGARVERSLUN, BÆJARLIND 6, KÓPAVOGI. Sími 544 4411 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, SKEIFUNNI 4, REYKJAVÍK. Sími 568 7878 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, STÓRHÖFBA 44, REYKJAVÍK. Sími 567 4400 HARPA MÁLNINGARVERSLUN, DROPANUM, KEFLAVÍK. Sími 421 4790 MÁLHIHGARUERSLANIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.