Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MENNTUN MORGUNBLAÐIÐ Oefni forsetaefna Það er ekkert lík afveruleikanum, og það ekki að ástœðulausu: raunveruleik- inn er ekki dauður, hann er horfinn. Jean Baudrillard Vð vorum minnt á það enn einu sinni hversu veikum fótum raun- veruleikinn stendur í valdamesta ríki heims þegar nokkrar stærstu og, að flestra mati, áreiðanlegustu fréttastofur þess lýstu yfir kjöri George W. Bush sem forseta Bandaríkjanna á kosninganótt. Heimurinn brást við á viðeigandi hátt og óskaði forsetasyninum til hamingju með að vera orðinn for- seti sjálfur. En hvorki heimurinn né hann vissu að þeir voru fórnar- lömb eftirlíkingarinnar, „W“ var ekki orðinn forseti i reynd heldur aðeins í sýnd, í sýndarverulegum heimi upplýsinganets rafboðanna sem æ oftar kemst upp á milli okkar og veruleikans eins og við höfum þekkt hann. Þeir voru skyndilega orðnir að ofurveruleg- um táknum í VIÐHORF Eftlr Þröst Helgason eftirlíkingu af veruleikanum, eftirlíkingu sem var svo raunveruleg að hún var raunveru- legri en raunveruleikinn sjálfur, svo raunveruleg að þótt menn vissu skömmu síðar að eftir- líkingin var aðeins það en ekki raunveruleikinn sjálfur hegðuðu þeir sér eigi að síður eins og hún væri raunveruleg. Um stund var „W“ (sem er þar að auki eins og snýttur út úr nefi föður síns, for- setalíki) forseti í Disneylandi sjónvarpsgeima. Og kannski verð- ur hann það áfram. Um það hefur heimurinn að minnsta kosti ekk- ert að segja. Hann bara fylgist með á skjánum og vonast til þess að geta fengið eitthvað samhengi í sápuna áður en útsendingu lýkur. Uppákoman sýndi vel hvemig ofurveruleikinn „sýndarveruleik- inn sem sjónvarpið og eftir- líkingar þess í beinni útsendingu, upplýsingaflóðið og táknílóðið í tölvugeimnum gjörvöllum skap- ar“ getur haft áhrif á veruleikann, hvernig heimurinn getur orðið að leiksoppi þessa veruleikalíkis. Atburðarásin var lygileg. í kapphlaupi um að verða fyrstar með fréttirnar tilkynntu hinar virtu sjónvarpsstöðvar CNN, ABC, NBC og CBS að Bush hefði verið kjörinn forseti Banda- ríkjanna þegar spár sýndu að hann hefði unnið sigur í Flórída, ríkinu sem átti að hafa úrslita- áhrif á úrslitin. Dagblöðin átu fréttina upp eftir þeim og til- kynntu um sigur Bush með stríðs- letri daginn eftir en þá var öllum hins vegar orðið ljóst að endan- legar niðurstöður kosninganna voru enn ekki komnar á hreint. Skömmu eftir að sjónvarpsstöðv- arnar höfðu lýst Bush næsta for- seta Bandaríkjanna þurftu þær að draga frétt sína til baka vegna þess að spár um úrslit í Flórída reyndust ekki réttar. Þegar sjónvarpsstöðvarnar höfðu sleppt orðinu tóku menn það hins vegar sem gott og gilt, og um stund vék raunveruleikinn fyrir ofurmætti rafboðanna og heimurinn endurspeglaði ástand- ið sem sjónvarpið lýsti. Skilin milli sýndar og reyndar, ímynda og veruleika máðust burt og sýnd- arveran ríkti. Eins og samkvæmt handriti stigu valdamenn heims- ins inn á sviðið þegar „kjúið“ kom og sendu Bush hamingjuóskir sín- ar. Gore hringdi í andstæðing sinn og viðurkenndi ósigur líkt og sannir keppnismenn eiga að gera. (Allir lentu þeir í þeirri afkára- legu aðstöðu að þurfa að draga heillaóskir sínar til baka skömmu síðar.) Bush sjálfur tók þegar að hegða sér eins og forseti og til- kynnti fjölmiðlum í hvítu húsi rík- isstjórans í Texas (sem af mynd- um að dæma er eins og smækkuð eftirlíking af sjálfu Hvíta húsinu) hverjii' myndu verða helstu sam- starfsmenn sínir í embætti. Jafnvel þegar ljóst var orðið að niðurstöður kosninganna væru enn á huldu hegðaði heimurinn sér eins og frétt sjónvarpsstöðv- anna hefði lýst raunverulegum úrslitum. Daginn eftir fylgdu á annan tug vopnaðra varða Ðick Cheney, varaforsetaefni Bush, til vinnu um tómar götur miðbæjar Austin, höfuðborgai- Texasríkis, rétt eins og hann hefði þegar ver- ið kjörinn í embættið. Sjálfur virt- ist Cheney ekki hafa náð sam- bandi við veruleikann eftir hið öfluga skammhlaup og sagði í fyrstu yfirlýsingu sinni þennan morgun að hann vonaðist til þess að endurtalningin í Flórída myndi ekki taka mikinn tíma, „svo við getum snúið okkur að því sem skiptir máli, stjórnarskiptunum". Bush virtist álíka ringlaður eftir þennan stutta samslátt sýndar og reyndar og hélt fundi með tilvon- andi samstarfsfólki sínu í Hvíta húsinu. A sama tíma barðist Gore um á hæl og hnakka við að losa sig og aðra undan þéttriðnu neti sýndar- verunnar. Raunverulegar niður- stöður, raunverulegur vilji þjóð- arinnar yrði knúinn fram hvað sem það kostaði. Og það myndi kosta sitt. Það yrði að endurræsa gríðarlega umfangsmikla kosn- ingavél Demókrataflokksins. Og það sem meira er. Að mati sumra ráðgjafa Gores gæti baráttan fyr- ir því að fá fram rétt eða raun- veruleg úrslit kosninganna skað- að ímynd flokksins, forsetaefnisins og forsetaembætt- isins meira en svo að hún borgaði sig. En Gore er engin Kíkóti og berst ekki við vindmyllur, að minnsta kosti ekki lengur. Eins og sannur riddari raunverunnar ákvað hann réttilega að krefjast endurtalningar svo hið sanna verði leitt í ljós. Hann hefur hins vegar fengið að reyna að veruleik- inn er líka háll ís þar sem ýmis- legt býr undir niðri. Sumir af áhrifamestu mönnum Demó- krataflokksins eru til dæmis ekki hrifnir af þessu daðri Gores við veruleikann og telja það geta skaðað þjóðina og auðvitað hefur komið í ljós að talið var vitlaust í öðrum ríkjum en Flórída og þá Gore í hag. En hvað sem úrslitum kosning- anna líður standa bandarískir fjölmiðlar enn einu sinni uppi rún- ir trausti. Trú þeirra á spádóma talnameistara hefur í raun fært eitt voldugasta tækni- og iðnaðar- ríki heims aftur til miðalda þegar spádómar seiðkarla og galdra- skjóða voru jafnraunverulegir og þrítugur klettur í hafi. Ekkert hefur breyst, nema hvað að- ferðafræðin á bak við spádómana lýtur nú traustum lögmálum vís- indalegrar hugsunar. Eins og á miðöldum geta spádómarnir meira að segja haft áhrif á raun- veruleikann, jafnvel úrslitaáhrif. Tungumál/ Hvernig á að kenna fámennum og dreifðum hópi tungumál? Gunnar Hersveinn skoðaði vefínn norr.ismennt.is. Morgunblaðið/Jim Smart Nemendur fá tilfinningu fyrir því að námið sé fyrir þá sjálfa en ekki kennarann. Ingegerd, Brynhildur og Gry. Skólastofa á N etinu fær viðurkenningu • Þróunarverkefni krefjast tíma, peninga og óþreyttra starfsmanna. ERLEND tungumál sem fá- ir læra á íslandi er kjörið að kenna í netskóla, sem gerir námið óháð búsetu. Norr.ismennt.is er slíkur tungumála- vefur á Neti og fékk hann Evrópu- merkið 2000 (European Label) í liðn- um mánuði, en það er viðurkenning á vegum Evrópusambandsins fyrir framúrskarandi verkefni á sviði tungumála. Vefurinn er í umsjá Gry Ek Gunnarsson og Ingegerd Narby og með þeim í þróunarverkefninu voru einnig Brynhildur Anna Ragn- arsdóttir og Þorvaldur Ragnarsson. Norr.ismennt.is er sniðinn fyrir nem- endur í sænsku í 9. bekk og í norsku í 9. og 10. bekk grunnskóla. Til að geta fengið Evrópumerkið þarf verkefni að standast eftirfarandi kröfur: Að vera heildstætt, fela í sér ávinning (gæði), vera hvetjandi, auka vitund um Evrópu og kunnáttu og skilning á tungumáli og menningu viðkomandi málsvæðis, fela í sér nýj- ungar sem yfirfæra megi á aðrar að- stæður. Ailt þetta stóðst vefurinn. Hópurinn sem stendur að vefnum hefur þróað hann með fulltingi Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Þetta er fjamámsvefur með (net) kennslustofum sem nemendur fara inn í hvenær sem er en þó helst á skólatíma, t.d. meðan aðrir eru í hefð- bundnum dönskutíma. Á netinu eru bekkir og þar má finna nöfn og mynd- ir af nemendum og kennara. Nám- skrá og ítarleg kennsluáætlun sem auðveldar foreldrum að fylgjast með námsframvindu, og þetta fyrirkomu- lag eykur yfirleitt áhuga þeirra á námi bama sinna. Einnig geta ein- staklingar stjómað hraðanum á námi sínu að einhveiju leyti sjálfir. Óvið- komandi er bannaður aðgangur að öllum slíkum síðum. Á vefinn setur kennarinn verkefni og nemendur ljúka þeim þar og skila og fá aftur. Einnig er hægt að hefja netsamræður um tiltekin efni. Eitt einkennið er að í verkefnum eru alltaf nýjustu upplýsingar, því á honum eru krækjur (links) í nýtt efni. „Þemaverk- efni tengdust t.d. Ólympíuleikunum þegar þeir stóðu yfir í Sydney," segir Brynhildur þegar blaðamaður skoðaði vefinn með henni og Gry Gunnarsson (Ingeberg var í útlöndum). Gry segir að Norðmenn leggi mik- inn metnað í að setja vandað efni á Netið um menningu og sögu landins, m.a. til notkunar í skólum landsins. Þar er einnig norska orðabókin með ný- og bókmálsnorsku. Þetta góða efni sparar nemendum það að fjár- festa í nokkrum bókum. Annað verk- efni sem kjörið er að gera á Netinu segja Gry og Brynhildur vera heims- fréttir. Hægt er að láta nemendur lesa íslenska og norska netfrétt um sama málið. Það hafi oft heppnast vel. Fjamámsvefurinn gefur kennm-um einnig tækifæri til að búa til skemmti- leg málfræðiverkefni. Dæmi um það er að nemendur eigi að rita orð í eyður og láta svo forritið fara yfir. Umbunin eða refsingin kemur strax og án þess að kennarinn þurfi að fara yfir það Norska - sænska Kennsla í norsku eða sænsku stendur til boða nemendum sem hafa sérstök tengsl við Noreg eða Svíþjóð og kemur kennslan þá í staðinn fyrir dönskukennslu og hefst á sama tíma og dönskukennsla hefst i grunnskólum. Nem- endahópurinn í norsku og sænsku hefur þá sérstöðu að vera fámennur og dreifður. Fjarkennsla er æskilegur kostur fyrir þennan hóp. Aðalnámskrá, bls. 47. með rauðan penna í hönd. Einnig vaknar sú tilfiiming betur með nem- endum að þeir séu að læra fyrir sig sjálfa en ekki fyrir kennarann. Og í æf- ingum geta þeir jaínvel keppt við sjálfa sig. „En allt krefst þetta sjálf- stæðis og ábyrgðar, og að ganga á nýj- an hátt til verka sinna,“ segir Bryn- hildur. Vissulega er það misjafnt hvernig nemendum gefst að hefja netnám og sumum ftnnst það eiga illa við sig og vera erfiðara. En höfundarnir segja hinsvegar að einungis þurfi að læra vinnubörgðin. Nokkrum finnst leiðin- legt að þurfa að vera einsamlir í nám- inu. Þar sem fleiri en einn nemandi er í norsku eða sænsku geta þeir aftm’ á móti farið saman í tölvuver skólans og stundað námið á sama tíma. Það getur gefið stuðning. Gry segir að nemendur eigi mögu- leika á að skrifast á og tala saman á vefnum. „Einnig eru þau sýnileg bæði í nærveru sinni og fjarveru. Hægt er að sjá hverjir eru inni í (net) stofunni og hverjir ekki. Fjamámsvefurinn í norsku og sænsku er á vegum Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur, en öðnim sveitarfé- lögum á landinu stendur til boða að kaupa aðgang fyrir nemendur sína. Skólar hafa almennt tekið vefnum vel. Núna eru nemendur t.a.m. frá Vest- mannaeyjum, Neskaupstað, Húsavík, Dalvík og Seltjamamesi. Sennilega stunda um 120 nemendur nám í norsku í grunnskólum landsins og um 250-300 í sænsku, og þeir em dreifðir út um allt land. Vefurinn er þróunarverkefni en Brynhildur efast um að hann væri í notkun nema vegna þess tækifæris sem þau fengu til að þróa hann. „Það þarf rými til að gera þetta, það gerir enginn eftir fullan vinnudag," segir hún og segist vera þakklát fyrir fjár- hagslegt rými sem menntamálaráðu- neytið hafi gefið og velvilja og starfs- aðstöðu Fræðslumiðstöðvarinnar. „Þróunarverkefni krefjast tíma, pen- inga og óþreyttra starfsmanna, næðis og aðgangs að góðu fólki,“ segir hún og að staðan sé þannig núna að sá sænski er á tilraunastigi en sá norski er kominn af því. Næstu verkefni snúast um möguleika á markvissri hlustun og talæfingum, sem núna em mjög takmarkaðir. Núna er vísað á t.d. norska útvarpið (og jólalögin). Vefurinn er hýstur af ismennt.is eða Islenska menntanetinu. Evrópumerkið • Evrópumerkið (European label) er samstarfsverkefni á vegum framkvæmda- stjórnar EBS. Það er viðurkenn- ing sem veitt er árlega einu tungumálaverkefni í hverju landi. • Mai'kiðið er að vekja at- hygli á mikilvægi tungumála- kennslu og stuðla að aukinni færni í tungumálum. Einnig að vekja athygli á nýbreytni á sviði tungumálanáms og -kennslu og hvetja til þess að aðferðir sem þar er beitt nýtist sem flestum. • Umsóknir eiga að sendast Alþjóðaskrifstofu háskólastigs- ins, Neshaga 16, 107 Reykjavík. Umsjón með merkinu hefur Ragnhildur Zoéga, netfang: i-z@hi.is, sími 525 5813. Á heima- síðu inenntamálaráðuneytis www.mrn.stjr.is er einnig að finna umsóknareyðublað á tölvu- tæku formi. • Umsóknarfrestur er til 31. marz ár hvert. Hér á landi er hægt að sækja um viðui-kenningu fyrir verkefni á sviði tungu- málakennslu og -náms, bæði inn- an og utan opinbera skólakerfis- ins. Eingöngu tungumál innan Evrópusambandsins (eða EES) koma til greina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.