Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Að segja
sannleikann
í GREIN í Mbl miðvikudaginn 8.
nóvember sl. gerir forstjóri Happ-
drættis DAS nokkrar athugasemdir
við yfirlitsgrein undirritaðs um stöðu
leyfa og einkaleyfa á hérlendum
happdrættismarkaði.
Greinarhöfundur
kvartar yfir því að und-
irritaður skuli ekki
gera grein fyrir fjár-
veitingum til rann-
sóknastarfsemi við Há-
skóla íslands. Hann
heldur fram þeirri rök-
leysu að vegna þess að
vísindamenn sem starfa
við Háskóla íslands
geti sótt um styrki úr
sjóðum, sem m.a. séu
lagðar £ skatttekjur rík-
isins af happdrættis-
rekstri HÍ, þá séu þeir
fjármunir sem Háskól-
inn hafi tál eigin ráðstöf-
unar í raun ekkert skertir þrátt fyrir
það að honum hafi verið gert að
greiða skatta (einkaleyfisgjald) af
sjálfsaflafé. Bið ég greinarhöfund að
hugleiða í hvers konar öngstræti
hann kæmist ef hann notaði sömu
röksemdafærslu um aðra skattlagn-
ingu og fjárframlög ríkisins.
Sú staðreynd er óhögguð að álagn-
ing sérstaks einkaleyfisgjalds vegna
sjálfsaflafjár Háskóla Islands rýrir
það fé sem hann getur ráðstafað í
brýn verkefni sín. Það er ákvörðun-
aratriði yfirválda hvort halda eigi
uppi skattlagningu af þessu tagi. Sé
það niðurstaðan að skattleggja eigi
leyfisbundinn happdrættisrekstur
telur undirritaður að eðlilegt sé og
reyndar sjálfsagt að eitt verði látið
yfir alla ganga í þeim efnum.
Það var aldrei ætlunin að fjalla um
fjárframlög til rannsóknastarfsemi
Háskóla íslands né yfir höfuð til ann-
arrar rannsóknastarfsemi í landinu.
Vísindamenn, hvort heldur sem þeir
vinna innan eða utan Háskóla Is-
lands, afla gjaman fjár-
muna til starfsemi
sinnar með umsóknum
í sjóði, bæði innlenda
og erlenda, þar með
talið í sjóð RANNÍS,
eins og nefnt hefur ver-
ið. Hvort ríkisvaldið
leggur til fé í slíka sjóði
af eymamerktum
sköttum eða tekur slíkt
af almennum sköttum
er varla mikið innlegg í
þessa umræðu. Ég tel
það alfarið rangt og
reyndar mjög ámælis-
vert að halda því fram
Ragnar að undirritaður hafi
Ingimarsson sagt einhvem hálf-
sannleika í grein sinni vegna þess að
ekki var fjallað um það hvemig ríkið
ákveður að ráðstafa skattpeningum.
Happdrætti
HHÍ hefur ekki talið
það sitt hlutverk, segír
Ragnar Ingimarsson,
ROSNER
Kvensíðbuxur
þrjár skálmalengdir
mikið úrval
Suðurlandsbraut 50, slmi 553 0100,
(bláu húsin við Fákafen).
Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16.
að fylgja þvi eftir að
farið væri að lögum
í þessum efnum.
í grein sinni tekur höfundur undir
ábendingu mína um að ýmsir hafi
einkaleyfi til reksturs peningahapp-
drætta þó svo að HHÍ greiði eitt
happdrætta einkaleyfisgjald. Ég
benti á, að gagnstætt ákvæðum í lög-
um greiði Happdrætti DAS í raun
vinninga út í peningum. Forstjóri
heldur því fram að þessa ábendingu
mína megi skilja þannig að um pers-
ónulega skoðun mína sé að ræða sem
bundin sé í lögum og vilji hann leið-
rétta það. Nú verð ég að játa að ég
get alls ekki skilið þessa röksemd.
Eftir stendur að vinningar í vöm-
happdrættum hafa um langt árabil í
raun verið greiddir út í peningum,
stundum gegn framvísun reikninga
af einu tagi eða öðru eða ljósritum af
þeim. HHÍ hefur ekki talið það sitt
hlutverk að fylgja því eftir að farið
væri að lögum í þessum efnum. Vilji
forstjórinn halda því fram að um-
rædd fullyrðing, þ.e. um greiðslu
vinninga í peningum, sé röng er unnt
að leggja fram gögn til að sanna
hana..
Að því er látið liggja að HHÍ hafi
kært auglýsingar á vegum DAS og
SIBS til Samkeppnisstofnunar á
þeim grundvelli að þessir aðilar væru
að auglýsa peningavinninga. Þetta er
alfarið rangt: HHÍ hefur aldrei kært
þessa aðila á þessum grundvelli til
Samkeppnisstofnunar. HHÍ hefur
hinsvegar séð sig knúið til að leita til
Samkeppnisstofnunar vegna auglýs-
inga frá Happdrætti DAS þar sem
röngum fullyrðingum og blekkingum
er beitt gagnvart viðskiptavinum
happdrætta. Samkeppnisstofnun
hefur undantekningalítið tekið undir
athugasemdir HHI og krafist að
þeim yrði breytt eða hætt. HHI hef-
ur ekki beitt sér frekar í þessum mál-
um t.d. með því að birta niðurstöður
Samkeppnisstofnunar opinberlega.
I lok greinar sinnar fjallar for-
stjórinn nokkuð um heimildir til
happdrættisreksturs og telur hallað
á happdrætti DAS. Ljóst er þó að
þessi aðili hefur sérstakt leyfi til
happdrættisreksturs og að hann hef-
ur rekið happdrætti sitt sem næst
eins og peningahappdrætti. Það er
hinsvegar líklegt að gott eða slæmt
gengi mótist m.a. af því hversu vel
happdrættin bjóða. Að því er snýr að
rekstri flokkahappdrætta er t.d.
sennilegt að til langs tíma litið komi
það niður á miðasölu þegar vinnings-
hlutfall er lækkað niður í aðeins 40%
eins og Happdrætti DAS hefur nú
gert á sama tíma sem aðrir aðilar
bjóða mun betur, sbr. t.d. HHÍ, sem
býður 70% vinningshlutfall. Að gefnu
tilefni er í þessu sambandi einnig rétt
að benda á að hvergi í hinum vest-
ræna heimi er óheftur happdrættis-
rekstur heimilaður. Nefna má sér-
staklega að í Evrópusambandinu er
nú viðurkennt að happdrættisrekst-
ur eigi að hafa sérstöðu, heimilt sé að
viðhafa einkaleyfaveitingu, og að um
slíkan rekstur gildi ekki sömu reglur
og um önnur viðskipti þar sem sam-
keppni er sem næst óheft.
Höfundur er forstjóri Happdrættis
Háskóla íslands.
Mikil menn-
ingarveisla
GREINARHOFUNDUR er að-
standendum Kristnihátíðar sem
haldin var á Þingvöllum 1. og 2. júlí
innilega þakklátur fyrir að hafa feng-
ið að njóta alls þess sem í boði var á
hátíðinni og vera þannig aðnjótandi
mikillar menningar-
veislu þar sem hver
listviðburðurinn rak
annan, með frábærum
íslenskum listamönnum
svo á betra varð vart
kosið, því boðið var upp
á það besta á hverju
sviði.
Það sem snart mig
hvað mest var þegar
þjóðsöngurinn var
sunginn við undirleik
Sinfóníuhljómsveitar-
innar og hljómsveitar-
stjórinn sneri sér að há-
tíðargestum sem tóku
undir með kórunum og
sungu „Ó Guð vors
Guðríður Bryndi's
Jónsdóttir
lands; Ó, lands vors Guð..“ til enda.
Fyrir mig varþessi stund heilög.
Mér fannst eftirtektarvert að sjá
hve margt ungt fólk klæddist ís-
lenska þjóðbúningnum. Einkum var
mér starsýnt á lasburða, eldri konu
klædda skautbúningi og kom mér þá í
hug það sem öldruð frænka mín sagði
eitt sinn, að þegar henni væri boðið í
veislu klæddist hún sínu fegursta
skarti, íslenska þjóðbúningnum,
gestgjöfunum til heiðurs. Böm og
unglingar, ungir sem aldnir settu
sinn fallega svip á hátíðina.
Gestgjafinn var að mínu mati
Drottinn sjálfur, sem gaf okkur hina
einstöku veðurbh'ðu og fegurð. Ég
var því þakklát fyrir það að fá að
þiggja veitingar og blessun af borði
hans sem þjónar hans útdeildu til
okkar líkt og við fjallræðuna forðum.
Það var unun að sjá hve vel var fyr-
ir öllu séð. Lögregla og aðstoðarfólk
veittu allan stuðning sem hugsast gat
og samhugur meðal gesta hátíðarinn-
ar var einnig einstakur.
Ég vona svo innilega að við sem
finnum okkur ekki sem þátttakendur
í hinum venjulegu útihátíðum versl-
unarmannahelga fáum aftur að njóta
hátíðar sem þessarar, þó smærri
verði í sniðum.
Ég verð því ákaflega hrygg þegar
ég heyri alla þá neikvæðu umræðu
um Kristnihátíð sem gengið hefur
sem faraldur, síðan að spurðist um
undirbúning hennar. Einkum hvem-
ig veist og vegið hefur verið að
kirkjunni, kristinni trú og menningu.
Þó særir það mig hvað mest þegar
okkar aldni og djúpvitri kennimaður,
hr. Sigurbjöm Éinarsson, varð fyrir
ómaklegum árásum fyrir það eitt að
verja það sem hverjum kristnum
manni er heilagt og að
svara eins og honum
bjó í brjósti, þegar hann
var spurður, sem síðar
var lag't út á hinn versta
veg.
Víst má gagnrýna
eitt og annað í fram-
ferði ýmissa kirkjuleið-
toga á liðnum öldum.
Það vita kirkjuhöfðingj-
ar í dag og ásamt páfa
hafa harmað það á opin-
beram vettvangi og
draga enga dul á. Samt
virðast kirkjuhöfðingj-
ar helst ekki mega
svara fyrir sig né
kirkjuna þegar ómak-
JVtti tktóSm
Við höfum opnað
Antíkbúðina
á horni Laugavegs og
Snorrabrautar
(Laugaveg 101)
10% opnunartilboð
Brjálaða útsalan til vors í Aðalstræti
lega er að henni og þeim ráðist.
Einna síst virðast þefr mega minnast
á höfuðóvini kirkjunnar, kommún-
Kristnihátíð
Það var unun að sjá,
segir Guðríður Bryndfs
Jónsdóttir, hve vel var
fyrir öllu séð.
isma (Mars- Lenin- Stalin- isma) nas-
isma, né ásatrú, sem nasistaleiðtogar
heilluðust af. Sennilega ekki heldur
Mao-isma eða Pol-Pot, enda of langt í
burtu.
Allir ofantaldir ismar hafa litað 20.
öldina blóðrauða, ekki einungis með
fánalitum, heldur blóði og táram og
öðram þvílíkum hörmungum að
aldrei verður upp talið. Samt má ekki
minnast á þá, né vara við þeim og er
það alvarlegt mál, vegna þess að enn
era hreyfingar að skjóta upp kollin-
um sem viija halda uppi kenningum
þeirra. Þeir sem muna hvemig þessir
ismar læddust að fólki og höfðuðu til
réttlætiskenndar og göfugra hug-
sjóna, en breyttust síðan í andhverfu
sína hljóta ætíð vera uggandi og kom-
ast í vöm.
Pólland var klemmt á milli tveggja
öflugustu ismanna og þykir krafta-
verk að þrátt fyrir öfluga óvini á báð-
ar hendur, fátækt og kröm stóðu þeir
óvini sína af sér. Veldi kommúnisma
og nasisma hrandu beggja vegna við
þá. Það sem bjargaði þeim var kristin
trú og kirkjurækni, staðhæfir einn
merkasti sagnfræðingur 20. aldar,
Paul Johnson, sem fjallar um það í
bók sinni „The quest for God“, bls. 16.
Þar lýsti hann því hvemig báðir þess-
ir ismar gerðu harða atlögu að pólsku
kirkjunni og reyndu að tortíma henni,
en hún stóð þá af sér og trúarlífið
varð sterkara með hverri atlögu.
Sem samtímabam Önnu Frank,
veit ég við hvaða vá hr. Sigurbjöm
átti við. Hann þekkti hana þessa vá
frá samtíð sinni og lái honum hver
sem vill, að hann fari óþýðum orðum
um þær stefnur sem ollu hörmulegu
óláni þjóða og þar með milljóna
manna.
Vegna úrskurðar siðanefndar
presta í máli hr. Sigurbjöms Einars-
sonar, sem ég er enn furðu lostin yfir,
sennilega vegna þess að ég þekki ekki
starfsreglur né umboð þeirrar nefnd-
ar, vona ég að þeim sem i henni sitja
verði fyrirgefið með orðum frelsar-
ans:
„Guð, fyrirgef þeim því þeir vita ei
hvað þeir gjöra.“
Ég þakka Guði fyrir að hafa gefið
okkur hr. Sigurbjöm Einarsson,
biskup og fengið að njóta leiðsagnar
hans og bið fyrir þakklæti til hans
fyrir það að halda vörð um trú okkar,
velferð og hamingju í trúnni á Jesús
Krist.
Höfundur er ritari Bandalags
kvenna í Reykjavík.