Morgunblaðið - 14.11.2000, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 49
Einokunarstöð
gæludýra í Hrísey
í MORGUNBLAÐINU hinn 8.
nóvember sl. birtust upplýsingar
Halldórs Runólfssonar, yfirdýra-
læknis, og Hákonar Sigurgrímsson-
ar, deildarstjóra landbúnaðarráðun-
eytisins, vegna
reksturs Einangrunar-
stöðvar gæludýra í
Hrísey. í greinargerð
þessari er margt, sem
orkar tvímælis en eftir-
farandi ummæli þeirra
er nauðsynlegt að leið-
rétta. Þeir segja: „Ein-
angrunai’stöð gælu-
dýra í Hrísey er í eigu
landbúnaðarráðuneyt-
isins. Gerður hefur ver-
ið samningur við aðila í
Hrísey, sem hefur um-
sjón með rekstri stöðv-
arinnar. Samkvæmt
lögum um innflutning
dýra nr. 54/1990 er ekki
heimilt að veita einkaaðila heimOd til
rekstm-s einangrunarstöðvar." (Tilv.
lýkur).
Þetta er rangt. í lögum þessum er
ekkert slíkt ákvæði og þvert á móti
ei-u þar mjög rúmar heimildir fyrir
landbúnaðarráðaherra til að veita
ýmsar undanþágur fyrir innflutningi
dýra og eru mörg dæmi um slíkt. Ef
þessar heimildir væru ekki í lögun-
um væri landbúnaðarráðherra marg-
faldur lögbrjótur og varla eru fram-
angreindir embættismenn að halda
því fram.
Hinn 4. janúar 1994 bauð landbún-
aðairáðuneytið út rekstur Einangr-
unarstöðvar gæludýra í Hrísey og í
útboðsgögnunum segir: „Landbún-
aðarráðuneytið leitar eftir aðila til að
taka að sér rekstur á sóttkví gælu-
dýra við Einangrunarstöðina í Hrís-
ey. “ (Tilv. lýkur.) Þrír aðOar gerðu
tilboð í reksturinn og hinn 25. maí
1994 samdi landbúnaðarráðuneytið
við Stefán Björnsson. Hinn 11. ágúst
sl. tilkynnti Stefán til firmaskrár Ak-
ureyrar að hann reki með ótakmark-
aðri ábyrgð einkafirmað Gæludýra-
stöðina, Kríunesi, Hrísey. Tilgangur
félagsins er rekstur
sóttvarnarstöðvar fyrir
gæludýr og annan
tengdan rekstur.
„Prókúru hef ég einn
og rita þannig: Pr.pr.
Gæludýrastöðin, Stef-
án Bjömsson.“ (Tilv.
lýkur.) Sannleikurinn
er því sá, að frá árinu
1994 hefur framan-
greindur Stefán
Björnsson ekki aðeins
haft umsjón með
rekstri Einangrunar-
stöðvar gæludýra í
Hrísey, heldur hefur
hann rekið einangrun-
arstöðina alfarið á eigin
ábyrgð í 6 ár. En Einangrunarstöð
gæludýra í Hrísey er aðeins ein af
a.m.k. 12 einangrunarstöðvum fyrir
innflutt dýr, sem reknar eru víðsveg-
ar um landið af einkaaðilum. Hinn 6.
september sl. sendi yfirdýralæknir
upplýsingar frá sérgreinalæknum
varðandi faglegt eftirlit þeirra með
rekstri þessara stöðva. Og hvaða
stöðvar er svo yfirdýralæknir að tala
um? í bréfi héraðsdýralæknisins á
Akureyri frá 25. ágúst sl. kemur m.a.
fram að í Hrísey eni starfræktar 3
einangrunarstöðvar fyrir nautgripi,
svín og gæludýr. Rétt er að upplýsa
það að Einangi-unarstöð nautastöðv-
ar Landssambands kúabænda ehf.
Hrísey er rekin af Landssambandi
kúabænda. Einangrunarstöð SFÍ,
Svínai’æktarfélags Islands í Hrísey,
er í eigin húsnæði og rekin af Svína-
ræktarfélagi íslands. Og Einangrun-
arstöð gæludýra í Kríunesi, Hrísey
er rekin af Stefáni Bjömssyni. í bréfi
Gæludýr
Einangrunin, segir
Sigríður Asgeirsdóttir,
er rofin mörgum sinnum
á leið frá Keflavík
til Hríseyjar.
dýralæknis alifuglasjúkdóma fra 5.
september sl. kemur m.a. fram að
þegar fluttir era inn holda- og varp-
stofnar eru eggin flutt til útungunar-
stöðvar Stofnunga sf. á Hvanneyri og
klakin þar út og ungarnir hafðir í
sóttkví hjá Stofnunga sf. á Hvann-
eyri og Mófellsstöðum í Skorradal og
hjá Reykjagarði hf. í Jóvflí, Árborg.
Kalkúnaegg era flutt í Einangrunar-
stöð Reykjabús ehf. á Kanastöðum,
Austur-Landeyjum, og ungarnir
hafðir þar í sóttkví. Andaregg og
ungar era í sóttkví Stjörnueggs hf. á
Skarshömram, Norðurárdal. Búr-
fuglar fyrir einstaklinga era hafðir í
heimasóttkví inni á heimili eigandans
en búrfuglar fyrir rekstraraðila era
fluttir af eigendum sínum í viður-
kenndar sóttkvíar en þær era í dag
Islensk tækni hf., Reykjavík, Fiskó,
Kópavogi, og Dýrahald í Mosfellsbæ
er í skoðun. Sami háttur er hafður á
við innflutning nagdýra, svo sem
hamstra og kanína. Sé beðið um inn-
flutning ætluðum til sölu fara þau
dýr í sóttkví með leyfi landbúnaðar-
ráðherra. Sé hins vegar um búferla-
flutninga að ræða er hægt að fá
heimild til heimaeinangrunar. Hins
vegar er heimaeinangran aldrei leyfð
vegna innfiutnings á hundum og
köttum. I bréfinu segir dýralæknir
alifuglasjúkdóma: „Aflar þessar sótt-
kvíar era einkareknar". (Tilv. lýkur.)
Sigríður
Ásgeirsdóttir
Einelti
Á GEÐVERNDARDEGI barna
vilja landssamtökin Heimili og skóli
minna á þá vá sem einelti er börnum.
Einelti er samfélags-
legt vandamál sem
snertir okkur öll og því
ber okkur öllum skylda
til að bregðast við því.
Barnið sjálft eða fjöl-
skylda þess getur ekki
leyst vandann upp á
eigin spýtur, heldur
þarf að leysa hann með
samvinnu margra í
samfélaginu, s.s. for-
eldra, starfsfólki skóla
og annarra fullorðinna
leiðbeinenda barna.
Börnum á að líða vel
í leik og starfi og þau
eiga að geta verið ör-
ugg í umhverfi sínu
hvort sem það er í skóla, íþróttaiðk-
un eða annarri tómstundastarfsemi.
Afleiðingar eineltis
Einelti er ofbeldi og félagsleg út-
skúfun sem hefur alvarlegar afleið-
ingar í för með sér fyrir þolandann.
Afleiðingarnar koma fram í mikilli
vanlíðan, hræðslu, öryggisleysi og
tortryggni. Sársauki, reiði, niður-
læging, sektarkennd og ótti era eðli-
leg viðbrögð við óeðlilegri fram-
komu, sem einelti er. Barninu getur
fundist að það sé eitthvað frábrugðið
öðram börnum. Sjálfsmyndin skekk-
ist og sjálfstraustið hverfur. Barnið
verður spennt og gjarnan utangátta í
skólanum og það er ekki óalgengt að
áhuginn á skólanum fari dvínandi.
Þar fyrir utan hefur það sýnt sig að
einelti setur þolandann í sérstaka
áhættu gagnvart neyslu áfengis og
annarra vímuefna.
Hversu alvarlegar afleiðingar ein-
eltisins verða er háð mörgum mis-
munandi þáttum. Það fer t.d. eftir
því hversu illt gerandinn hefur í
huga þegar hann leggur einhvem í
einelti, hversu ógnandi eineltið er og
yfir hve langt tímabil
það á sér stað.
Hvað er hægt
að gera?
Það er áfall fyrir alla
foreldra að komast að
því að bamið þeirra er
lagt í einelti eða að það
leggi önnur böm í ein-
elti. Þetta er staða sem
ekkert foreldri getur
sætt sig við, en hvaða
stefnu málið tekur
byggist mjög mikið á
viðbrögðum foreldr-
anna. Það góða í stöð-
unni er að margt er
hægt að gera sem get-
ur stuðlað að lausn vandans. For-
eldrar verða að taka vandamáflð al-
varlega, trúa baminu og standa með
því. Hlutverk foreldra er að hjálpa
barninu að öðlast sjálfstraust og
trúna á að það ráði við ástandið. Það
er mikill stuðningur fyrir barnið að
finna að foreldrar hafi stjórn á að-
stæðunum.
Foreldrar verða að hlusta af þolin-
mæði og fá eins sannar upplýsingar
frá barninu og hægt er án þess að
beita löngum yfirheyrslum. Ef ein-
eltið á sér stað í skólanum ættu for-
eldrai’ strax að hafa samband við
bekkjarkennarann og/eða skóla-
stjómendur. Skólum er skylt að vera
með áætlun um hvemig tekið skuli á
einelti komi það upp. Margir skólar
hafa gert slíkar áætlanir og starfa
eftir þeim. Þá er gott að hafa sam-
band við foreldra annarra barna í
bekknum og athuga hvort þeir hafi
svipaða reynslu. í samráði við skól-
ann er svo ákveðið til hvaða aðgerða
þarf að grípa og þeirri ákvörðun
Einelti
Með aukinni þekkingu
og samvinnu, segír
Jóhann Thoroddsen,
er auðveldara fyrir
okkur að taka skýra
afstöðu gegn einelti.
fylgt. Ef unnið er skipulega að lausn
málsins era mjög miklar líkur á því
að árangur náist og eineltið hætti. Ef
upp kemur ágreiningur milli for-
eldra og skólans eða ef skólinn skýt-
ur sér undan ábyrgð er rétt að leita
til fræðsluyfirvalda.
Þekking
Einelti fer oft mjög leynt og þol-
endurnir segja ekki alltaf frá. Einelti
getur hafa staðið yfir í langan tíma
áður en það kemst upp. Það er því
mikilvægt að allir sem koma að
bamauppeldi hafi þekkingu á hvað
einelti sé þannig að hægt sé að grípa
fyiT inn í þá óheilla þróun sem í
gangi er. Slík þekking er stuðningur
við börn hvort sem þau era þolendur,
gerendur eða „saklausii’ áhorfend-
ur“. í þessu sambandi hafa lands-
samtökin Heimili og skóli, með styrk
frá Hagkaupum, gefið út bækling
um einelti sem er sérstaklega ætlað-
ur foreldrum. í honum era nytsam-
legar upplýsingar til foreldra um
einelti, einkenni þess og afleiðingar,
þolendur/gerendur og hvað foreldr-
ar geta gert. Þennan bækling ásamt
ýmsu öðra efni er hægt að nálgast á
skrifstofu Heimilis og skóla. Með
aukinni þekkingu og samvinnu er
auðveldara fyrir okkur að taka skýra
afstöðu gegn einelti.
Höfundur er sálfræðingur, vara-
formaður landssamtakana Heimili
og skóli.
í bréfi dýralæknis fisksjúkdóma
frá 25. ágúst sl. kemur m.a. fram að
innflutningur skrautfiska, vatna-
snigla, smákrabba, froska og salam-
andra er á vegum aðila, sem hafa til-
skilin leyfi til verslunarrekstur með
slík gæludýr og verða þeir að hafa
aðstöðu til einangranar, sem dýra-
læknir fisksjúkdóma tekur út og
samþykkir. Jafnframt fá einstakling-
ar, sem flytja búferlaflutningum, að
hafa þessi dýr í „heimasóttkví". „Ár-
lega hafa 3-7 aðilar fengið leyfi til
innflutnings skrautfiska og vatna-
dýra og að meðaltali einn einstakl-
ingur hefur fengið slíka undanþágu á
ári.“ Bréfinu fylgdi eftirfarandi listi
yfir 7 viðurkenndai’ sóttkvíar fyrir
skrautfiska og vatnadýr: Dýrahald,
Kópavogi; Dýraland, Reykjavík;
Dýraríkið, Reykjavík; Gæludýrabúð-
in Trítla ehf., Reykjavík; Gæludýra-
verslunin Fiskó, Kópavogi; Skraut-
fiskur ehf., Reykjavík og
Vatnaveröld (Vatnahöllin ehf.),
Keflavík. í bréfi dýralæknis loðdýra-
sjúkdóma frá 31. ágúst sl. segir orð-
rétt: „Ríkið hefur ekki rekið einangr-
unarstöð fyrir loðdýr. Hefm’
innflutningur ýmist verið á vegum
heildarsamtaka loðdýrabænda,
landshlutasamtaka loðdýrabænda og
í nokkram tilfellum einkaaðila og
hafa sérstök bú verið tekin í sóttkví."
(Tilv.lýkur.) Til að fyrirbyggja allan
misskilning skal tekið fram að fram-
angreind heildarsamtök og lands-
hlutasamtök loðdýrabænda eru einn-
ig einkaaðilar.Þegar
Einangranarstöð gæludýra í Hrísey
var tekin í notkun fyrir um það bil
áratug varð strax mikil óánægja
meðal hunda- og kattaeigenda, sem
þurftu að senda dýrin sín þangað, en
önnur gæludýr voru höfð í heimaein-
angran eða hjá innflutningsaðilum,
eins og verið hafði áður. Eingrunar-
gildi stöðvarinnar í Hrísey er mjög
dregið í efa og ekki að ástæðulausu,
því einangrunin er rofin mörgum
sinnum á leið frá Keflavík til Hríseyj-
ar og einangran eftir það er nánast
sýndarmennska. í mörg undanfarin
ár hafa ýmsir einkaaðilar sótt um
leyfi til landbúnaðarráðherra til að fá
að reka aðra einangranarstöð fyrir
gæludýr nær Keflavíkurflugvelli en
öllum slíkum umsóknum hefur land-
búnaðarráðherra hafnað umsvifa-
laust á þeirri forsendu að „aðeins op-
inberir aðilar megi reka einangr-
unarstöðvar á íslandi, samkvæmt
lögunum". Þetta er að sjálfsögðu
rangt og staðreyndin er sú að það er
geðþóttaákvörðun landbúnaðarráð-
herra að veita Stefáni Björnssyni
einokunaraðstöðu með rekstri Ein-
angranarstöðvar gæludýra í Hrísey.
Þessari geðþóttaákvörðun ráðherra
hefur verið skotið til umboðsmanns
Alþingis og er nú beðið með eftir-
væntingu eftir umsögn hans.
Höfundur er lögfræðingur.
úlpudagar
OUTLET 10
+++merki fyrir minna+++
Faxafeni 10, s. 533 1710
Merkjavara og tískufatnaður á
50 — 80% lægra verði
Diesel
adidas
Casall
D.C.
Everlast
Fila
Nike
Osiris
Puma
Freshjive
Sparks
Spiwak
Stussy
Levis
CK Jeans
G-star
4-you
All saints
DKNY
French
connection
Hudson
Uoyds
Matinique
Obvious
Parks
Paul Smith
Van Gils
Kookai
Morgan
InWear
Imitz
Nice Girl
Part two
Tark
Bronx
BullBoxer
Roobins
Shelly's
Vagabond
Zinda
Verðdæmi áður nú
EVERLAST úlpur —8^00 1.900
FILA úlpur JUðW 3.900
KOOKAl úlpur 3.900
EVERLAST dúnúlpur J&ZWr 3.900
MATINIQUE úlpur +6t«ro 7.900
DIESEL peysur -6v9AO- 2.900
LEVIS buxur -6r99tr 3.500
OBVIOUS jakkaföt -29r900 9.500
STUDIO dragtir 44r40tT 6.600
ROOBINS vetrarskór JOrOOO 3.900
Opið:
Mán.-fim. 11.00-18.00
Fös. 11.00-19.00
Lau. 11.00-17.00
OUTLET 10
+++merki fyrir minna+++
Faxafeni 10, s. 533 1710