Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 50
MORGUNBLAÐIÐ
, 50 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
UMRÆÐAN
Astmi á Islandi
fyrr og nú
AÐ TILSTUÐLAN
Landlæknis var októ-
bermánuður helgaður
sjúkdómnum astma.
Þetta gaf mér tilefni til
að rifja upp hvað vitað
er um tíðni þessa sjúk-
dóms hér á landi fyrr og
nú.
Astmi er einn þeirra
sjúkdóma sem koma í
kjölfar ofnæmis. Þetta
þarf þó frekari skýring-
ar við. Astmi, sem byij-
ar á fyrstu þremur til
fjórum aldursárunum,
er sjaldan vegna of-
næmis en einkenni hans
versna í kjölfar veiru-
sýkinga. Astmi, sem byi'jar á barna-
skólaaldri og unglingsárum, er hins
vegar oftast vegna ofnæmis. En eft-
ir það hefur ofnæmi minna að segja
og eftir fertugt er sjaldgæft að of-
næmi valdi astma.
t Ofnæmi hefur aukist mikið á und-
1 anförnum áratugum. Sumstaðar
hefur það aukist um helming á síð-
ustu tíu árum. Er skemmst frá því
að segja, að tíðni ofnæmis er lægri á
Islandi en í öllum þeim löndum sem
við höfum borið okkur saman við. Ef
miðað er við niðurstöður úr ofnæm-
isprófum má nefna að 20% Reykvík-
inga á aldrinum 20-44 ára hafa of-
næmi, en 50% íbúa í Melbourne í
Ástralíu, en þar er ofnæmi hvað al-
gengast í heiminum.
Ekki er vitað hvort aukning hefur
orðið á ofnæmi og
astma hér á landi að
undanförnu. Leiða má
að því líkum að
lungnasjúkdómai-, og
þar með talinn astmi,
hafi verið algengir
fyrr á öldum. Ekki
þarf mikið hugmynda-
flug til að skilja að
saggafylltir torfbæir
voru ekki heilsusam-
legir dvalarstaðir og
vinna i myglu og hey-
i'yki var hlutskipti
margra karlmanna. A
stuttri starfsævi lækn-
is hef ég orðið var við
þau jákvæðu áhrif sem
breyttir búskaparhættir hjá bænd-
um hafa haft á tíðni heysjúkdóma,
eftir að rúllubaggar komu til sög-
unnar.
Af skiljanlegum ástæðum er
þekking okkar takmörkuð á heilsu-
fari landsmanna fyi-r á öldum. Menn
gerðu sé þó grein fyrir sambandi
lungnaeinkenna og vinnu í heyryki.
Þannig segir í kvæði sem talið er frá
fyrri hluta átjándu aldar: „...læt í
meysa mjólka og dreg, mæddur af
heysóttinni".
Jón Pétursson, sem var læknir í
Norðlendingafjórðungi og bjó í
Skagafírði, skrifar 1794 undir yfír-
skriftinni „Um líkamlega við-
kvæmni“: Brjóstþröng eða brjóst-
þyngsli þau sem margur maður yfir
kvartar hér á landi, kalla ég heysótt
Astmi
Með nútíma þekkingu á
astma, segir Davíð
Gíslason, hefði reynst
auðvelt að létta þeim
byrðum af skáldinu,
sem það lýsir í
Steinarnir tala.
til aðgreiningar frá öðrum brjóst-
sjúkdómum. Þessi veikleiki er ekk-
ert annað en það er læknar kalla
asthma convulsivum," og seinna seg-
ir í greininni: „Því verður ekki neit-
að, að heysóttin illa umhirt, eða
lengi forsómuð, verður margra
manna bani hér á landi.“
Af orðum Jóns má ráða, að um
velþekktan sjúkdóm hafi verið að
ræða og raunar líklegt að hann hafi
sett undir einn hatt astma, berkju-
bólgu, lungnaþembu og heysótt;
sjúkdóma sem læknar þekkja hjá
bændum enn í dag.
Stundum verða í veginum frá-
sagnir af astma við lestur bók-
mennta fyrri tíma. I ævisögu eld-
klerksins Jóns Steingrímssonar
segir hann um tímabil ævi sinnar
eftir fertugt: „Um þessi ár fór að
heimsækja mig brjóstveiki svo
þung, að eitt sinn hlaut ég að taka 4
Davíð
Gíslason
Leti geð-
sjúklinga
OFT gæti maður hald-
ið að geðsjúkir væru
haugalatir, margir
þeirra koma engu í verk
dögum saman, sofa fram
yfir hádegi, jafnvel heilu
sólarhringana, og tiltölu-
lega fáum tekst að fóta
sig á vinnumarkaðinum.
Sá sem þetta ritar var
greindur með geðklofa-
sjúkdóm, eða schizo-
phrenia eins og sjúk-
dómurinn er kallaður á
fræðimáli fyrir 16 árum
og hefur fram að þessu
fengið þijár mismunandi
undirgreiningar eftir
tímabilum. En þær eru:
Heberfreni, schizo affective og paran-
oia auk þess sem ég var upphaflega
greindur „aðallega þunglyndur".
Ég tel rétt að upplýsa þessa þætti
varðandi sjálfan mig, þar sem það
sem hér fer á eftir getur varla talist
fræðigrein heldur er einvörðungu um
að ræða mína upplifun á þessum sjúk-
dómi auk annars sem ég hef séð og
heyrt hjá samsjúklingum mínum, inn-
andeildarogutan.
Ég er reyndar svo heppinn að hafa
að mestu sloppið við ofskynjanir.
En hegðan mín, þegar ég er lyfja-
laus, getur verið með þeim hætti, að
hvorki nánustu ættingjar mínir né
samfélagið tekur í mál að ég „gangi
laus.“
Þrisvar sinnum hef ég verið nauð-
ungarvistaður og einnig alloft farið
fyrir áeggjan ættingja og lækna en
_ einnig, einkum fyrstu árin, að eigin
^ frumkvæði inn á geðdeild.
Ég hef nær alltaf verið lagður inn á
geðdeild fv. Borgarspítala sem nú
heitir víst Landspítalinn - háskóla-
sjúkrahús, Fossvogi.
Meðferðinni má í sem allra stystu
máli lýsa með einu orði: Lyfjameð-
ferð, og skilst mér að svipað sé uppi á
f teningnum á öðrum geðdeildum
landsins en lyfjameðferð virðist vera
forsenda þess að fólki
sé boðið upp á aðra
meðferð samhliða og er
mér reyndar kunnugt
um fleiri en eitt dæmi
þar sem sjúklingum
hefur einfaldlega verið
vísað burt af geðdeild
þegar þeir neituðu að
þiggja lyfjameðferð.
Lyfjameðferð er í
stuttu máli mjög öflug
aðferð til að hemja
sjúkdóminn og bæla
niður einkenni hans.
En það sem minna
er talað um, og nánast
því aldrei minnst á, er
að þau bæla nánast alla
aðra þætti persónunnar í leiðinni.
Menn verða ekki eins tilfinningaríkir,
maður getur orðið sljór, syfjaður og
almennt fjarar lífsgleðin út og tilfinn-
Geðsýki
Nánast aldrei er minnst
á það, segir Axel Haug-
en, að geðlyf bæla niður
nánast alla aðra þætti
persónunnar í leiðinni.
ingin fyrir því, að það sé gaman að
vera til deyr þurrum lyfjadauða.
Það er ekki að undra þótt nær allir
sem taka inn geðlyf geri einhvem
tímann tilraun til að hætta á þeim.
í stuttu máli má líkja því, að vera
lyfjalaus, við það, að virða fyrir sér
fagra fjallasýn í heiðskíru og frost-
björtu sólskinsveðri. En það að vera á
lyfjum er eins og að virða fyrir sér
þessa sömu fjallasýn í hinu sama
veðri í gegnum skítuga rúðu!
Við ofanritað bætist svo, að mönn-
um er nánast því stillt upp við vegg að
taka inn þessi lyf eða „éta það sem úti
Axel
Haugen
frýs“ að öðrum kosti. Mér persónu-
lega finnst ekkert undarlegt við það,
að einstaklingar sem missa með þess-
um hætti frumkvæðið í eigin lífi og/
eða persónulegt sjálfstæði, vilji helst
af öllu sofa, nenni engu og séu al-
mennt ekki vinnufærir.
En ofan á þetta allt saman bætist
svo, í þaðminnsta er það mín reynsla,
að tíminn líður hreinlega „ekki neitt“ í
vinnunni, þegar maður er á lyfjum, og
virðist þá líða hægar eftir því sem
skammtamir em stænn og/eða lyfja-
sortimar fleiri, að auki, eins og þetta
dugi ekki, þá truíla lyfin einbeiting-
una og er það líkast því að samvinna
hugar og handar sé rofin.
Einnig má nefna, a.m.k. í mínu til-
viki, að sé ég á lyfjum og vakna syfj-
aður, þá „rjátlar“ syfjan ekkert af
mér eftir því sem líður á morguninn,
eins og ég minnist svo skýrt að gerð-
ist þegar ég var lyfjalaus, heldur er ég
áfram syfjaður þar til ég gefst upp og
fer aftur upp í rúm. I stuttu máli er
erfitt að vera á lyfjum og fullur vinnu-
dagur að gera ekki neitt.
Við, sem emm geðsjúk, höfum bara
ekkertval.
Þegar bjátar á andlega sviðinu
bendir allt þjóðfélagið á sálfræðinga,
geðlækna og geðdeildir, og það era
engar fréttir að erfiðustu tilfellin
lenda á læknum og geðdeildum en
læknarnir era gjarnir á að beyta lyfj-
um eins og þeir hafa menntun til.
Nú kynni einhver læknir að segja
að slen, framtaksleysi og tilfinninjga-
leg flatneskja séu dæmigerð bæld
einkenni geðklofasjúkdóms. En ég
spyr á móti hversu margir sjúklingar
með bæld einkenni geðklofa era lyfja-
lausir? Spyr sá sem ekki veit.
Ég hef nú samt, og vil að það komi
fram, skilning á afstöðu lækna og
starfsfólks geðdeilda, vegna þess
ástands sem geðsjúkir geta komist í, í
sturlunarástandi, og þekki það reynd-
ar af eigin raun.
Það vottast því að ég hef enga lausn
á þessu leiðindamáli en tilefni grein-
arinnar var jú einungis það að benda
þeim, sem telja okkur geðsjúklingana
vera letingja, á, að það er þokkalega
góð ástæða fyrir letinni og vona ég að
mér hafi a.m.k að einhveiju leyti tek-
ist að koma því til skila hver hún er.
Höfundur er geðklofasjúklingur
ogfærlyfið Trilafon dekanoat.
andartök að þessum orðum: „Drott-
inn sé með yður... Sú brjóstmæði
batnaði mér þó mikið, er ég kom
hingað á Síðuna undir hreinna loft.“
Varla getur verið um annan sjúk-
dóm að ræða en astma þar sem ein-
kenni hans bötnuðu við að flytja bú-
ferlum.
Þórbergur Þórðarson segh- svo
frá heilsu sinni í æsku: „Þessi sjúk-
dómur sem þjáði mig mest áður en
ég man eftir mér, hafði víst ýmis
konar ískyggileg einkenni. Eitt var
það, að ég náði varla andanum, blán-
aði allur upp í framan og var næst-
um kafnaður. Þessi andþyngsli
komu yfir mig í köstum og á milli
kastanna var ég alltaf eitthvað veik-
ur... Köfnunarköstin og uppblásn-
ingarnar vora hætt, þegar ég man
fyrst eftir mér, og ég var farinn að
leika mér með fullfrískum krökkum.
En nokkrar drefjar af sjúkdómnum
loddu ennþá lengi við mig. Þær lýstu
sér í afskaplegri mæði, þegar ég
hljóp dálítið langt og líka þegar ég
gekk móti brekku. Það suðaði og
sogaði niðri í mér, og ég varð að
draga andann djúpt með stuttu
millibili til þess að létta mér and-
artaksstund fyrir brjóstinu. Stund-
um varð ég að hósta til þess að léttir
yrði nokkur. Ef einhver var með
mér, reyndi ég að láta sem minnst
bera á suðinu og leitaði lags með að
snúa mér undan, á meðan ég tók
djúpu andartökin, því þá lét hæst í
sogunum... Suðið og sogið voru
meiri í köldu veðri en hlýju. Þegar
ég gekk á jafnsléttu með skaplegum
hraða kenndi ég venjulega engrar
mæði og ekki heldur, þótt ég hlypi
stutta spretti. I fylgd með þessari
óskiljanlegu og ólæknandi mæði-
veiki var almennt pastursleysi og
linka... Þegar ég var kominn undir
fermingu, fór mæðin að smáréna...
og þegar ég var sextán til seytján
ára mátti heita, að ég væri nokkurn
veginn albata."
( Steinarnir tala, 6 kafli, Helgafell
1956).
Því er þessi frásögn meistara Þór-
bergs rifjuð hér upp að tæplega
verður annars staðar fundin betri
lýsing á ungbamaastma og síðan
áreynsluastma, sem er algengasta
form astma á barnaskólaaldri og
fram yfir kynþroskaaldur. I þéttbýl-
inu er ofnæmi fyrir dýram eða ryk-
mauram oftast orsök áreynsluastma
en heymauraofnæmi í sveitunum.
Skyldu böm okkar tíma reyna að
láta sem minnst bera á suðinu eins
og drengurinn á Hala á sínum tíma?
Það er utan við efni þessa greinar-
koms að segja frá því að Þórbergur
vissi aldrei hvað að honum gekk í
æsku. Hann sagði herbergisfélaga
sínum veikindasögu sína og sá kvað
upp úr með það, að þetta myndi hafa
verið hjartabilun. Meistari Þórberg-
ur bar mikið traust til dómgi’eindar
þessa félaga síns. Því gekk hann
með þá grillu, að hann væri alvar-
lega hjartabilaður.
A síðustu þremur áratugum hafa
orðið stórstígar framfarir í meðferð
á astma og heyrir það fremur til
undantekninga ef sjúkdómurinn
leiðir til verulegs heilsubrests og ör-
orku. Astmi er hins vegar mjög al-
gengur sjúkdómur. Á íslandi er talið
að 5% fullorðinna hafi sjúkdóminn
en meðal barna er hann miklu al-
gengari. I nýlegri könnun, sem birt
var í Læknablaðinu, eru 28% fjög-
urra ára barna talin með astma og
13% átta ára barna. Þótt astminn sé
vægur í langflestum tilfellum getur
hann þó háð börnum í skóla og vald-
ið félagslegri einangi-un. En með ár-
vekni foreldra og kennara er þó
hægt að forða börnum frá þeirri erf-
iðu lífsreynslu sem varð hlutskipti
drengsins úr Suðursveit.
Höfundur eryfírlæknir á Vífílsstöð-
um, sérfræðingur í lyflækningum og
ofnæmissjúkdómum.
Endurtekur
sagan sig?
VATNASKIL núm-
er tvö urðu í starf-
semi Alþýðusamtak-
anna síðastliðinn
þriðjudag en þá
geystist fram á rit-
völlinn helsti vonbið-
illinn um starf forseta
ASÍ, Ari Skúlason. í
góðæri undanfarinna
ára hefur heldur lítið
heyrst frá þeim ASI-
mönnum og því
merkilegra mun það
teljast og tekur í
hnúkana að margra
viti þegar verklýðs-
frömuður telur það
standa sér næst að
senda tóninn öðrum
launamönnum í landinu og hafa af
því þungar áhyggjur hvað þeir
kunni að bera úr býtum í harðri
launadeilu.
Grein Ara er merkileg í ljósi
sögu síðustu tíu ára. Verðandi
vonbiðlinum skal bent á það að
vatnskil númer eitt í sögu Álþýðu-
samtakanna urðu á árinu 1990 þeg-
ar sett voru bráðabirgðalög á
kjarasamninga sem háskólamennt-
aðir ríkisstarfsmenn, þ.m.t. kenn-
arar, gerðu á árinu 1989. Þessi lög,
sem voru afar umdeild og harðlega
fordæmd af öðrum núverandi
stjórnarflokknum, voru sett á
launamenn hjá ríkinu fyrir þrýst-
ing, aðallega frá ASÍ, sem taldi
eigin samninga í bráðri hættu ef
sanngjörn leiðrétting til háskóla-
manna næði fram að ganga. Þótti
þá mörgum að nýr kafli hæfist í
sögu launabaráttunnar.
Það er ómaksins vert að varpa
fyrrgreindu sögulegu ljósi, svona í
framhjáhlaupi, að hetjum þeim
sem stóðu fyrir bráðabirgðagjörn-
ingnum árið 1990 en eftir það áttu
þeir það sameiginlegt með mann-
inum sem gekk á
vatninu að vegir
þeirra urðu órannsak-
anlegir. Þeim, sem
fremstur fór í flokki,
hefur nú verið lyft
upp í æðsta embætti
þjóðarinnar, þar sem
hann nú talar fjálg-
lega til þingmanna um
gildi menntunar, og
meðreiðarsveini hans,
þáverandi mennta-
málaráðherra, hefur
hlotnast sá fáheyrði
frami að vera skipað-
ur sendiherra í ríki
nokkru í vestri án
þess að nokkur þar í
landi færi fram á það.
Embættisveitingin er glöggt dæmi
um það hve hugsjónir mega sín lít-
ils í íslensku vinasamfélagi sam-
Kennarar
Ýmsir kunna að þurfa
að eyða kröftum sínum í
annað, segir Árni
Hermannsson, en að
fjargviðrast út í
kennarastétt landsins.
tryggingarinnar því sá, sem sendi-
herrann skipaði, er núverandi
forsætisráðherra. (Svo undrast
ráðamenn virðingarleysi þegnanna
fyrir stjórnmálamönnum!) Sá, sem
ákafast gelti að kennurum árið
1990, skipaði þá það embætti, sem
Ari Skúlason sækist nú eftir, og sá
hinn sami er nú orðinn
bankaframkvæmdastjóri. Þar sem
sagan endurtekur sig í sífellu má
Árni
Hermannsson