Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 51
HVER veit nema að
frjálshyggjan taki við
af fegurðinni og ríki
ein í stað fegurðarinn-
ar sem ríkti í Heims-
ljósi Halldórs Lax-
ness. Hvort sem
frjálshyggjan er fögur
eður ei. Starkaði rat-
aðist sennilega rétt
orð á munn í einræð-
um hans sem birtar
voru í [Sögum og]
kvæðum, ljóðabók
Einars skálds Bene-
diktssonar, þegar
hann sagði m.a., að
aldrei væri sama sinn-
ið hjá tveim. Hver
skyldi þá ætla að fjöldahreyfing á
borð við Samband ungra sjálfstæð-
ismanna, að maður tali ekki um
alla þjóðina, sé jafn heilluð af
frjálshyggjuhugleiðingum og
draumórum einstakra félagsmanna
Heimdallar.
Sumir hverjir af félagsmönnum
Heimdallar sem eru býsna áber-
andi vegna skoðana sinna, setja
sig og sitt í öndvegi. Sjálfstæðis-
flokkurinn þrífst á stuðningi al-
mennings við sjálfstæðisstefnuna
og störf sjálfstæðismanna. Sjálf-
stæðisstefnan er víðsýn, reyndar
svo víðsýn að þröngsýnir menn
geta þrifist innan Sjálfstæðis-
flokksins, en þröngsýnir menn
mega hvorki gera Sjálfstæðis-
flokkinn þröngsýnan né gefa sjálf-
stæðisstefnunni
þröngsýnan lit. Sjálf-
stæðisflokkurinn lifir
fyrir þau atkvæði sem
honum eru greidd í
kosningum. Það er
agnúi á lunderni
frjálshyggjumanna,
sem gegna veigamikl-
um embættum á vett-
vangi flokksins, að
skeyta engu um
hvernig flokknum
reiðir af.
Til eru Heimdell-
ingar sem nota m.a.
skammaryrðið
„kommúnisti" óspart
og halda því fram að
þeir sem falla ekki undir skilgrein-
inguna „geðlaus jámaður" eigi best
heima í öðrum flokkum. Þessir fé-
lagar í Heimdalli fyrirlíta „komm-
únista“ mikið. Sumir Heimdelling-
ar dæma marga þeirra sem
sammælast þeim ekki í einu og
öllu, oftar en ekki full hastarlega
til „kommúnisma". Líta þeir þá
jafnan á sig sem mestu dómara
allra tíma er kveða upp nær óaft-
urkræfa dóma, óskeikula og jafnan
þá allra hæfustu. Er dómurunum a
tarna svo vel við ódæmdar sálir að
þeir vara við hinum dæmdu sem
sjúkum mönnum og reyna að kom-
ast af með sem allra minnst sam-
skipti við þá dæmdu svo koma
megi í veg fyrir smit. Tel ég þá
sem boða frjálshyggju ættu að
Stjórnmál
*
Við Islendingar megum
ekki við því, segir Arn-
ljótur Bjarki Bergsson,
að tapa fleiri einstakl-
ingum í ómennsku,
hörmung og volæði á
borð við „kommúnisma“.
vera opnastir fyrir mismunandi
skoðunum og fjölbreytilegum sjón-
arhomum þar sem þeir tala mikið
um frelsi einstaklingsins til orðs
og æðis.
Ég fyrir mitt leyti vil ekki
nokkrum manni það illt að úthrópa
menn „kommúnista", allra síst til
þess eins að afla mér vinsælda og
ná mér niður á þeim sem halda
einhverju fram sem ég get ekki
sætt mig fyllilega við. Því hver
veit nema sá sem verður saklaus
fyrir slíkum aðdróttunum taki
mark á þvíum líku. Trúi þeim dómi
sem nýju neti og fari að leita uppi
sína líka með logandi ljósi. Trúi
því statt og stöðugt að hann sé
„kommúnisti“ og sé ófáanlegur of-
an af þeirri skoðun sinni og sé
ekki „viðbjargandi". Læri einfald-
lega að haga sér sem „kommún-
isti“.
Við íslendingar megum ekki við
því að tapa fleirum einstaklingum í
ómennsku, hörmung og volæði á
borð við „kommúnisma“. Við þurf-
um dugandi einstaklinga með þor,
áræði og kjark sem geta tekið af
allan vafa um hvers við íslending-
ar eru megnugir í samskiptum
þjóðanna. Ég tel ótækt að samtök
eins og Samband ungra sjálfstæð-
ismanna sem byggja á jafn
víðsýnni hugsjón og sjálfstæðis-
stefnan er skuli hafa menn sem
skýli sér bak við niðurdrepandi
vinnuaðferðir með því að reyna að
efna til hjaðningavíga eða hreins-
ana ef ekki er um hjaðningavíg að
ræða. Sjálfstæðisstefnan er víðsýn
framfarastefna, því fer þröngsýni
sjálfstæðismönnum ekki. Sjálf-
stæðismönnum fer heldur ekki að
múlbinda sig við erlendar öfga-
stefnur sem miða að því að leysa
allt sem heitir ríkisvald upp.
Að sjá ekki bjálkann í eigin auga
fyrir flísinni í auga bróður síns er
forn breyskleiki mannsins. Það að
skoðun einhvers stangist á við
aðra og ef til vill vinsælli skoðun
þarf ekki endilega að vera sönnun
á rangindum hinnar óvinsælu
skoðunar. Menn sem vilja vera fín-
ir, flottir og frjálsir í fasi líta ef til
vill á það sem manndómsraun sína
að úthrópa einhverja sem „komm-
únista“ og reyna að benda á ím-
yndaða dauðakippi „kommagrýl-
unnar“. Reyndar skiptir minnstu
máli hvað aðrir telja þig vera, það
skiptir mestu máli hvað þú vilt
vera.
En ég tel meira vera mat en
heimsendar flatbökur, meira vera
stjórnmál en nornaveiðar, hjaðn-
ingavíg og eilíft frjálshyggjuraus
og meira vera menningu en inn-
rammaðar málaðar myndir á vegg.
Höfundur er formaður Varðar
FUS á Akureyri.
„Og frjálshyggjan
mun ríkja ein“
Arnljótur Bjarki
Bergsson
búast við að Ari Skúlason eigi
væna daga í vændum.
Hitt er svo annað mál að hug-
sjónaleysið opinberast á ámátleg-
an hátt í greinarskrifum Ara
Skúlasonar. Úr því skal ekki dreg-
ið að launamenn í landinu áttu
sinn stóra þátt í því að ráða niður-
lögum landlægrar verðbólgu með
því að taka á sig ómældar byrðar
og undir með Ara skal tekið að
verðbólga og efnahagsleg óáran
leika þá verst sem hallast standa.
Hinu mega menn ekki gleyma
að framfaraskeið í landinu undan-
farin ár, með fullri virðingu fyrir
Ara og síst vel launuðum umbjóð-
endum hans, er ekki síst reist á
þanþoli nýrra atvinnugreina sem
fyrst og fremst byggjast á vel
menntuðu starfsfólki og flestum er
nú orðið ljóst, nema kannski
Haarde, Oddssyni og Bjarnasyni,
að hagvöxtur og framfarir á Vest-
urlöndum munu í náinni framtíð
ráðast af gæðum menntunar.
Það er full ástæða til að benda
Ara Skúlasyni á það að margir al-
þýðumennirnir úr launabaráttu
síðustu aldar töldu það sínar
mestu ánægjustundir þegar þeir
gátu séð syni sína og dætur lyfta
stúdentshúfunni á fögrum vordög-
um eins og æviminningar þeirra
margra staðfesta. Og er þá orðin
löng leiðin frá hugsjónabaráttu
launamanna fyrr á árum til að-
ferða vonbiðilsins um embætti for-
seta ASÍ.
Ef sagan endurtekur sig aftur á
móti ekki, eins og á stundum ger-
ist, verður formaður ASÍ ekki
öfundsverður í starfi þegar góðær-
inu lýkur, fiskimiðin hrynja,
kreppa skellur á, eða eitthvað enn
þá verra, og þrengist um á vinn-
umarkaðinum og nýjar atvinnu-
greinar verða ekki til að veita
vinnufúsum höndum atvinnu.
Þá er hætt við að ýmsir kunni að
þurfa að eyða kröftum sínum í
annað og heldur óskemmtilegra en
að fjargviðrast út í kennarastétt
landsins sem leyfir sér að benda á
að undirstaðan, sem helst mun
skapa sóknarfæri framtíðarinnar,
er í stórhættu.
Höfundur er kennari við
Verzlunarskóia íslands.
Hafrannsóknastofn-
un valdi erlenda próf-
essora til að staðfesta
að nýtingarstefna um
25% aflareglu hafi leitt
til að það týndust um
200 þúsund tonn af
þorski. Talsmaður
hópsins er sami John
Pope og stofnunin
valdi 1992 til að stað-
festa týndan þorsk þó.
Viðkomandi er því með
reynslu í að staðfesta
útreikning á týndum
þorski.
Engin markviss
endurskoðun er í
gangi um þær forsend-
ur sem lagðar eru til grundvallar.
Núvemdi „endurskoðun“ er því
bara stærðfræðileg „endurskoðun"
hvort tölvur margfaldi eins á;
Skúlagötu 4 í Reykjavík, í Kaup-
mannahöfn hjá Alþjóðahaf-
rannsóknarráðinu, hjá John Pope
eða háskólum í USA. Niðurstaða er
að tölvur og reiknivélar margfaldi
svipað á þessum stöðum.
Hvað þarf að
endurskoða?
Nýtingarstefnan hefur verið 25%
aflaregla og friðun smáþorsks,
hvort sem þorskurinn hefur fæðu
eða ekki. Reynslan hefur sýnt, og
ég hef margbent á, að þetta virðist
stórhættuleg stefna, eins og týndi
þorskurinn er þögult vitni um!
„Breytilegur veiðanleiki“ er fyndið
hugarflug sem dugar skammt þegar
týnist þorskur fyrir 40 milljarða.
Það vita flestir (sem vilja vita) að
þegar ekki mátti veiða þorskinn fyr-
ir 2-3 árum var þorskstofninn
neyddur til að éta upp rækjustofn-
inn, éta laxaseiði fyrir Norðurlandi,
eitthvað af sjálfum sér, en samt
vantaði fæðu. Nú er þorskurinn
týndur. Stærðfræðilegar vangavelt-
ur um að í dag séu mælingaraðferð-
ir „afar trúverðugar" -
en mælingarnar í fyrra
18% rangar með ná-
kvæmlega sömu að-
ferðinni bæði árin -
sýnir hvers konar
sjálfsblekkingar tröll-
ríða húsum. Hvergi er
þeim möguleika gefið
tækifæri í opinskárri
umfjöllun að dánar-
stuðull hafi hækkað
vegna vannýtingar
þorskstofnsins. Hækk-
aður dánarstuðull
vegna minni fæðu er
því óræddur mögu-
leiki. Dánarstuðullinn
er það sem þarf að
endurskoða.
Þeir sem eiga að endurskoða for-
sendur dánarstuðuls eru hlutlaus
Þorskstofninn
Niðurstaða prófessora-
hópsins er, að mati
Krístins Péturssonar, í
beinni mótsögn við fall-
andi vaxtarhraða þorsks
og minnkandi þorskafla.
ráðgjafarfyrirtæki, t.d. rekstrar-
verkfræðingar, sem aldrei hafa far-
ið á hlýðninámskeið í tölfræðilegri
fóðurgjöf þorsks. Ráðgjafar eiga
ekki að endurskoða hugsanleg eigin
mistök.
Hvað á að gera?
Mjög brýnt er að tekið verði
strax upp mánaðarlegt eftirlit með
vaxtarhraða og fæðunámi smá-
þorsks í öllum fjörðum og flóum við
landið. Sé fæða næg og vaxtarhraði
yfir meðallagi eru forsendur til að
friða smáþorsk. Sé hins vegar vaxt-
arhraði lélegur, þorskurinn horaður
og fæða lítil þarf strax að auka sókn
á því svæði eða gefa þorskinum
fæðu, sem er óræddur möguleiki.
Bara þessir tveir möguleikar eiga
að liggja til grundvallar sé fæða
takmörkuð, þar sem þorskur nærist
ekki á tölfræðilegri fæðu.
Annað afar mikilvægt endurskoð-
unaratriði er að endurskoða dánar-
stuðul og hegðun kynþroska þorsks.
I ríkisstjónvarpinu í febrúar sl. var
viðtalsþáttur Hannesar Hólmsteins
við dr. Jón Jónsson, fyrrverandi
forstjóra Hafrannsóknastofnunai'.
Þar kom fram að samkvæmt rann-
sóknum Jóns Jónssonar árin 1950-
1960 hefði hver þorskur hrygnt að
meðaltali - aðeins 1,23 sinnum. Að-
eins 23% hrygningarstofnsins
hrygndi því oftar en einu sinni sam-
kvæmt þessu. Gögn til að fram-
kvæma endurskoðun á þessu mikil-
væga atriði liggja fyrir hjá
stofnuninni en samanburður hefur
ekki verið framkvæmdur.
Niðurstaða prófessorahópsins í
dag um að „ráðgjöf sé trúverðug"
er stórhættulegt stærðfræðilegt
hugarflug, í beinni mótsögn við fall-
andi vaxtarhraða þorsks og minnk-
andi þorskafla. Mér finnst öll heil-
brigð skynsemi benda til þess að
25% aflaregla sé líklegur orsaka-
valdur að því að það týndust 200
þúsund tonn af þorski! Þó er
óreiknað tjón af hundruð þúsunda
tonna rækjuáti þorsks sem bannað
var að veiða! Þama eru horfin verð-
mæti fyrir meira en 100 milljarða.
Vaxtarhraði 7 ára þorsks hefur fall-
ið um 12% sl. þrjú ár. Batnandi
sjávarskilyrði sl. ár hefðu einmitt
átt að hækka vaxtarhraða - hefði
næg fæða verið til staðar. Endur-
skoðun á dánarstuðlum þorsks og
25% aflareglu er það sem þarf að
endurskoða.
Höfundur er frainkvæmdustjóri.
Endurskoðun hjá
Hafrannsóknastofnun
Kristinn
Pétursson
z Babinnréttíngar
Vantar þig nýtt og betra
bab fyrir jólin?
Gull
er gjöfin
Gullsmiðir
Netverslun - www.hillur.is
fyrir öll
fyrirtæki
Smelltar og
skrúfulausar
heildarlausnir
ÉSOldehf.
Umboðs- og heildverslun
Nethyl 3-3a -110 Reykjavík
Sími 53 53 600 - Fax5673609
Heildarlausnir fyrir
lagerinn.verslunina, heimilið,
bílskúrinn.