Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 53

Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 5|» SKOÐUN skiptanna fram um mjög djúpan ál sem liggur milli skerjanna og Alftánessins. Særok og ísing er nokkurt vandamál, við bæði Lönguskerja og N-S brauta valkostina, en Löngusker hafa þann kost að ódýrara er að gera sérstakar gróf- ar fyllingar þar, til að drepa niður ölduna, og minnka þannig ágjöfina. Annar valkostur í að minnka afl ölduslóðanna inn fjörðinn, er að setja gróft grjót ofan á skerin úti á Valhúsagrunninu, en þau loka nær alveg leiðum fyrir ölduslóðana inn fjörðinn. Þegar lagðar eru fram tillögur um uppfyllingar til að vinna annað land í staðinn, þarf að reikna út hvað stórt landið er sem vinnst, og hversu mikils virði landið sem losnar yrði, ef byggt yrði á því. Augljóst er að Lönguskerjaval- kosturinn kemur þar miklu sterk- ar út en N-S brautarvalkosturinn. Tvær sænskar stúlkur vinna nú að því, sem meistaraprófsverkefni, hjá undirrituðum og Birgi Jóns- syni í verkfræðideild HÍ, að meta verðgildi flugvallarsvæðisins, ef flugvöllurinn yrði fluttur og borg- arbyggð reist í staðinn. Verða nið- urstöður ritgerðarinnar nauðsyn- legar til að geta metið hvað kostnaður við uppfyllingar getur skapað eigendum flugvallarsvæðis- ins, - borginni og ríkinu, - miklar tekjur. Margföldun á lóðaverði í útboðinu á lóðum í Grafarholtinu gefur nokkra vísbendingu. Verðmæti Vatnsmýrarinnar fyr- ir þekkingariðnað framtíðarinnar á Islandi er mikið. Kemur þetta t.d. fram í því að íslensk erfðagreining var tilbúin að greiða 64 milljónir aukalega til háskólans fyrir það eitt að fá lóð þessa. Nítján stúdentar undirritaðs í umhverfisskipulagi við HÍ, eru nú að kanna þá möguleika sem opnast myndu í uppbyggingu „Þekkingar- þorps“ I Vatnsmýrinni ef flugvöll- urinn færi. Ljóst er, að þó allmikið myndi vinnast með að færa N-S flugbrautina til suðurs, yrði að reikna þarna með miklu óbyggðu aðflugssvæði í Vatnsmýrinni, alveg að flugbrautarendanum, - í raun hliðstæðu svæði að stærð og Tjörnin og Hljómskálagarðurinn, sem nú er aðflugssvæði þessarar flugbrautar. Auk þess myndu aðrir aðflugsfletir einnig takmarka alla byggingarmöguleika í Vatnsmýr- inni mjög. Þessar kannanir í skipulagsþýðingu valkosta í flug- vallarmálinu verða birtar í byrjun desember. Eitraða peðið í greininni á baksíðu Mbl. 11. október, er haft eftir Stefáni Ól- afssyni, formanni nefndarinnar sem er að undirbúa tillögu um hvaða valkosti borgarbúum verður gefinn kostur á að velja um, segir: „... að líklega verði kosið um hvort flugvöllurinn skuli vera óbreyttur, hvort innanlandsflugið skuli flutt til Keflavíkurflugvallar og þriðju tillöguna sem yrði einhver milli- leið“. í greininni má sjá að mest vinna hefur verið lögð í N-S valkostinn sem millileið, og virðist þetta eiga að vera þessi eina millileið sem boðið verður upp á. Virðist sem að á bak við tjöldin sé verið að möndla með þetta mál og til að hanna niðurstöðu kosninganna fyr- irfram, því í raun koma valkostirn- ir; óbreytt ástand og Keflavík, ekki til greina. Þessi nýi N-S brautar valkostur er dálítið spor í rétta átt en hann er í raun eitrað peð í skák Reykvíkinga við stjórn- málamennina, því með að taka þetta peð og setja þannig enn meira fé í flugvöllinn verður hann aldrei fluttur. Og muna skal að samkvæmt reglu stjórnmálaflokk- anna er samgönguráðherrann aldrei úr Reykjavík. Því munu samgönguráðherrar landsbyggðar- innar halda áfram að dæla pening- um í flugvöllinn á komandi skipu- lagstímabili, til að koma í veg fyrir að hann verði nokkurntímann fluttur. Þessi grein hefur sýnt að Lönguskerjaleiðin er valkostur sem fyllilega er eðlilegt að borgar- búar fái að segja álit sitt á. Þessi hugmynd hefur fengið stuðning margra málsmetandi aðila gegnum tíðina og má þar nefna verkfræð- ingana Guðmund G. Þórarinsson og Steingrím Hermannsson, með þingsályktunartillögu þeirra 1975, og könnun Friðriks Hansen og Is- lenskra aðalverktaka 1997. Eins og fýrr var sagt þarf að endurhanna Lönguskerjahug- myndina, sem og að kostnaðar- útreikna hana að nýju. Vinnur hópur sérfræðinga með undirrituð- um að því nú. Ef hafna á því að gefa Reykvíkingum kost á að taka líka afstöðu til þessa valkosts, verða þeir stjórnmálamenn sem ráða undirbúningi kosninganna, að koma fram með mjög skýr rök fyr- ir því á hvaða grundvelli þeir leyfa ekki að þessi valkostur sé skoðað- ur og tekinn með í skoðanakönn- uninni á meðal borgarbúa. Höfúndur er dósent í umhverfis- og skipulagsfræðum við verkfræðideild Háskóla íslands. Allt á hvolfi... Risa * Hreysti opnar nýja og breytta verslun árið 2001 Verslunin hættir sölu á fatnaði Gríðarlegur afsláttur af t.d.: úlpum, buxum, snjóbrettafatnaði, föngufatnaði, gönguskóm, bomsum, húfum, vettlingum, sokkum, akpokum, ferðapokum, fleecefatnaði, treflum, tækmlegum fatnaði, skyrtum, stuttermabolum, peysum, íþróttaskóm, sandölum, stuttbuxum, rennilásabuxum, anorökkum, próteinum, orkudiykkjum, vítamínum, raförvunartækjum o.m.m.m.fl. Allt á að seljast! Opið kL9.CX)-18.00 HREYSTI ÆFINGAR - ÚTIVIST - BÓMULL --Skeifunni 19 - S. 568 1717- www.hreysti.is Russell Athletic - Columbia - Convert - Jansport - Gilda Marx Avia - Tyr - Schwinn - Slendertone - Polar - Weider - Metaform - ABB - EAS Muscletedi - Twinlab - Designer - Labrada Natures Best - Leppin - MLO Mineral snyrtivörulínan inniheldur steinefni og næringefni úr náttúrunni. Steinefni og raki gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að umhirðu húðarinnar, því án steinefna og raka getur húðin orðið þurr og viðkvæm, jafnvel elst fyrr vegna ótímabærrar hrukkumyndunar. Mineral línan er án allra aukefna, þ.e. engum rotvarnarefnum né ilmefnum er bætt í vörurnar. / Apotheker N, / SCHELLER \ NATURKOSMETIK R Á N Á T T 0 R U í Apótekinu Smiðjuvegi og í Spönginni Kaupaukar Ap^tekíð hþiirð vg l-pgrv ven? Apótekiö Smiöjuvegi - S. 577 3600 Apótekið Spönginni - S. 577 3500 N N A R H f N D 567 2277 NÝJA BÍLAHÖLLIN Funahöfða 1, www.notadirbilar.is vi Toyota Landor. VX bensín árg. 04.'98 Ek. 31þ. km. kóngablár, ssk, leður, rafm. 1 sætum, 35’ breyttur, cd, spoiler, þjófav. kast og grind, gullmoli, verð 3.890.000 áhv. lán 2.100.000 ath. skipti. Nissan Tarrano II SETDI 10.2000 ek 2 þ.km 33" breyting samlitur. 6 cd magasín. litað gler sóllúga þjófav. verð. 3.390.000 áhv.lán 1.200.000 ath skipti. Toyota Landcr VX TDI 05.1994 36’ breyting sóllúga kastararv.2.790 þ. Eigum einnig '94 gx td 35" breyttan v. 2.950 þ. áhv. 1.250 ssk gullfallegir bílar. u Toyota Landcr VXTD árg. 1992 ek 145.þ km 33" breyting v.2.300.000 Mazda 323E 6T1800 09.1999 ek 14.þ km ssk 5 dyra rauður dr.krókur l.gler.cd.spol. álf. s+v d á felg. ABS. spólv. v. 1.690 þ tilb. 1.390 þ. Eigum einnig til mazda 323f 1500 01. 00 ek 2þ km. Blár SSK 5.d v. 1.390.000 Subanj Impreza Turbo 01.1999 ek 35þ km. grár. álf sóll. cd s+v d. Verö. 2.300.000 áhv 1.450.000 ath. skipti. Alfa Romao 2.0 11.1997 ek 52 þ.km 17' álf,cd,s+v dekk. Spolerkitt Verð. 1.570.000 áhv. 600.000 ath.sk. VW Passat Comfort 01.1999 ek 33 svartur, cd. 16" áíf l.gler. Þjófav. verð 1.630.000 ath.sk.þ. Ákv lán 800 þ. Gullmoli. Toyota RAV 2.0 árg'95 ek. 96þ km ssk. sóll’ Cd. Áif. Verð. 1.090.000 áhv. 600.000 ath.sk. Charokee Laredo 4.01 árg 1989 blár ek 188þkm. Upph. 31" ný dekk og krómf. ssk. sóll. smurb. loftd. kast krókur. Cruise contr. Gott eintak. v. 590.000 ath.skipti. Vantar bíla á skrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.