Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 58

Morgunblaðið - 14.11.2000, Page 58
j68 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Hver er þungamiðjan f starfí Landssambands hestamannafélaga? * Togast á um sjónarmið keppni og útreiða Umræðan um áherslur í starfsemi Lands- sambands hestamannafélaga hefur verið áberandi undanfarið. Togast þar á sjónar- mið keppnismanna og hins almenna út- reiðarmanns og spyrja margir í síðarnefnda hópnum hvað samtökin geri fyrir þá. ^ Valdimar Kristinsson kannaði innviði LH í fróðlegu samtali við Sigrúnu Ögmundsdótt- ur skrifstofustjóra og Sigrúnu Qlafsdóttur, gjaldkera stjórnar. OFT HEYRAST gagnrýnisraddir um skrifstofu LH, þar sem sagt er að þetta sé allt of dýr rekstur sem litlu skili til aðildarfélaganna eða hins al- menna félagsmanns. Þær nöfnur -cvoru sammála um að margt af því sem unnið er á skrifstofunni væri ekki vel sýnilegt fyrir hestamenn víða um land, Sigrún gjaldkeri sagðist alltaf undrast þegar hún kæmi á skrifstofuna og hún gerði sér grein fyrir hversu margþætt starfsemin væri. En af þeim verkum sem unnin væru á skrifstofunni Sigrún skrifstofustjóri að fyrst væri að nefna daglegan rekstur skrifstofunnar og samtakanna. Síðan mætti tína til ým- is árstíðabundin verkefni eins og und- irbúning fyrir ársþing samtakanna. Þar inn í er gerð ársskýrslu bæði frá stjóm og nefndum og sagði Sigrún að mjög mæddi oft á skrifstofunni við gerð þeirra. Þá þarf að flokka inn- sendar tillögur, fjölfalda þær og senda til þingfulltrúa og stjórnar- manna. Sagði Sigrún það myndi létta talsvert á skrifstofunni að fækka þingum þannig að þau yrðu haldin annað hvert ár. Þá tæki undirbúning- ur stjómarfunda nokkurn tíma, öflun upplýsinga fyrir fundina og bréfa- skriftir væm alltaf nokkrar fyrir og eftir fundina. Sama gilti um nefndar- fundi sem oftast em haldnir í húsa- kynnum samtakanna. Reiðvegamálin tímafrekust Þá hefur samstarf við ÍSÍ verið töluvert við að ganga frá inngöngu ýmissa hestamannafélaga í íþrótta- hreyfinguna, að fínpússa lög og reglur félaganna og koma hlutum í það horf sem þeir eiga að vera í. Þá nefndi hún að reiðvegamál hefðu verið einn af tímafrekustu málaflokkunum í starfsemi samtak- anna og einn stærsti pósturinn. Þar væri um að ræða að taka á móti um- sóknum um reiðvegafé og ganga frá úthlutun. Mikill tími fer í símtöl þar sem veittar em upplýsingar um eitt í brekkunni á landsmóti situr saman keppnis- og útreiðarfólk sátt og glatt með glæstar sýningar en með skiptar skoðanir á því á hvaða málaflokka hestamennskunnar ber að leggja mesta áherslu. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Innan stjórnar LH er gott jafnvægi hvað varðar arma keppninnar og almenningsútreiðanna. Flestir stjómar- manna hafa komið nálægft keppni en allir eru um leið útreiðarfólk sem einnig stundar ferðalög. og annað er varðar umsóknir og út- hlutun reiðvegafjárins. Skrifstofan heldur síðan utan um gerð mótaskrár LH, vinnu sem er meira og minna uppi á borðum í tvo til þijá mánuði. Á sumrin færi talsverður tími í að- stoð við aganefnd LH, þar þyrfti að afla ýmissa gagna sem er að mestu leyti í höndum skrifstofu, ná í menn er málin varða og boða fundina. I sumar hefði starfíð verið óvenjuanna- samt því ein 24 mál bárust nefndinni sem er mikil fjölgun frá fyrri árum. Þá héldi skrifstofan utan um málefni beggja dómarafélaganna. Nefndi hún sem dæmi að ef dómarar forfallast á síðustu dögum fyrir mót væri oftar en ekki hringt á skrifstofuna sem hefði þá milligöngu um að fmna lausn. Á skrifstofunni væru fáanlegar allar Morgunblaðið leggur fiminni lið HESTAMANNAFÉLAGIÐ Gustur yg Morgunblaðið munu í febrúar standa saman að fimimóti þar sem einvörðungu verður keppt í fimi- æfingum. Dagsetning mótsins hef- ur ekki verið ákveðin en líklegast verður um að ræða fyrstu eða þriðju helgina í febrúar. Mótið verður haldið í reiðhöll Gusts í Glaðheimum og er gert ráð fyrir að það standi yfir í einn dag. Keppni í fimi hefur átt mjög f vök að verjast og telst til undan- tekninga að keppt sé í greininni á mótum. Helst er að þátttaka náist á íslandsmótum en oftast er þar fáa keppendur að ræða. Mörg- um þykir þetta dapurleg þróun þar sem mikilvægt gildi góðra fimiæfinga til uppbyggingar á reiðhesti er aimennt viðurkennt. Hér áður fyrr var talið að fimiæf- ingar eða hlýðniæfingar eins og þær voru kallaðar hefðu í sjálfu sér ekki mikinn tilgang í þjálfun jgpg uppbyggingu fslensks töltara og því síður að þær hefðu ein- hvern hagnýtan tilgang við þjálf- un skeiðs. Hér væri fyrst og fremst um að ræða keppnisgrein fyrir stóra þriggja gangtegunda hesta en finna mætti einn og einn islenskan hest sem hentaði vel til þessarar iðju. Síðar hafa fimiæfingar fyrir ís- lenska hesta þróast og í dag tekur fimikeppni sú sem keppt er í á ís- lenskum hestum mun meira mið af upplagi og hæfileikum hans. Sem dæmi má nefna að hér áður fyrr völdu knapar að ríða annað- hvort tölt eða brokk en í dag eru gerðar kröfur um báðar þessar gangtegundir en auk þess stökk og fet eins og áður var. Með stöðugt fjölgandi reiðhöll- um eða reiðskemmum vfða um Iand er talið tfmabært að ýta und- ir iðkun þessara æfinga. Haustið eða fyrri hluti vetrar er góður tími til að byggja reiðhestinn upp með liðkandi og safnandi æfing- um. Þær geta aukið næmi hestsins sem og knapans, gefa knapanum Morgunblaðið/V aldimar Núverandi ísiandsmeistari í fimikeppni, Eyjólfur ísólfsson á Rás frá Ragnheiðarstöðum, fær nú gott tækifæri til að sýna snilli sína ásamt fjölda annarra unnenda fimiæfinga. betur færi á að stilla hestinn rétt fyrir gangtegundirnar. Þá styrkja rétt útfærðar æfingar bakvöðva og vöðva í afturparti hestsins og er það öðru fremur hið hagnýt- asta fyrir gangtegundaþjálfun. Fimikeppni er út af fyrir sig skemmtilegt og gagnlegt við- fangsefni en segja má þó að aðal- atriðið sé að fimiæfingar f þjálfun verði almennt stundaðar. Slfkt stuðlar mjög að framförum og gefur af sér hugsandi reiðmenn með skiining á verkefnunum. Keppnin sem slík getur verið mik- ilvægt tæki til að auka áhugann og f framhaldinu skilning á gildi og gagnsemi fimiæfinga. Aukin ástundun fimiæfinga mun einnig leiða til þess að nýting og nota- gildi alls þess fjölda reiðhalla sem risnar eru mun aukast. Skipuð hefur verið þriggja manna undirbúningsnefnd fyrir mótið en í henni eru Pjetur Pjet- ursson, Hulda Geirsdóttir og Valdimar Kristinsson. Fyrirkomu- lag mótsins í smáu og stóru verð- ur kynnt á hestasíðunni jafnharð- an og ákvarðanir verða teknar. Þá verður fram að móti birt ýmis- konar fræðsluefni um fimikeppni. En nú er sem sagt tímabært að sækja góðan, fiman hest f hagann, járna hann og hefja undirbúning fyrir mótið. Keppt verður í þrem- ur styrkleikaflokkum og mikil áhersla lögð á að laða til keppn- innar þá sem teljast til almennra útreiðarmanna ekki sfður en að fá fremstu reiðmenn landsins til þess að sýna listir sfnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.