Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 61 ^ settu bú sitt saman í Mosfellssveit- inni. Halldór hóf þá störf á Reykja- lundi og var þar starfsmaður til ævi- loka, lengst af í plastverksmiðjunni. Dóri tók ævinlega mikinn þátt í fé- lagslífl, einkum söng. í Álafosskórn- um var hann frá upphafi, síðar í Reykjalundarkórnum og jafnframt í Kirkjukór Lágafellssóknar um ára- tuga skeið. Þá söng hann um tíma með Karlakómum Stefni og sjálf- sagt fleiri kórum sem ég kann ekki að nefna. Hann var eftirsóttur kór- maður og söng af innlifun og ágæta vel sína tenórrödd. Halldór Kjartansson er kvaddur hinstu kveðju með þökk fyrir sam- fylgdina. Astvinum hans færi ég inni- legar samúðarkveðjur. Minningin lifir. Jón M. Guðmundsson. Laugardaginn 4. nóvember vökn- uðum við félagar í Alafosskómum fullir eftii-væntingar því klukkan 5 áttum við að syngja á 20 ára afmæl- istónleikum kórsins. Um hádegið breyttist eftirvæntingin í sorg og trega þegar við fréttum af andláti góðs félaga. Víkingurinn okkar hann Dóri var fallinn frá. Þessu var erfitt að trúa og alla setti hljóða. Dóri hafði verið með okkur, hress og kátur að vanda, á síðustu æfingu og þá datt engum í hug að við væram að sjá hann í síð- asta sinn. Dóri var einn af stofnfélög- um Alafosskórsins og hafði tekið virkan þátt í öllu hans starfi, söng og félagsmálum, þau tuttugu ár sem kórinn hefur nú starfað. Afmælistónleikarnir vora því með öðru yfirbragði en til stóð því við sungum döpur í hjarta í minningu Halldórs Kjartanssonar. Við fengum það sterklega á tilfinninguna að hann hafi í raun sungið með okkur á þess- um tónleikum. Mörg okkar hafa sungið með Dóra í fjölmörg ár í Álafosskórnum og í minningunni er hann ávallt sami ljúfi drengurinn. Á kóræfingum, söng- skemmtunum eða á ferðalögum var alltaf stutt í grínið og gleðina hjá Dóra. Hann kunni ógrynni af skemmtisögum og vísum, sem komu hópnum til að hlæja. Þeir sem tóku þátt í ferð kórsins til Akureyrar fyrir mörgum árum, muna eflaust eftir því að Dóri gekk norður á meðan aðrir sátu í rútu. Já, hann gekk fram og til baka í rútunni og sagði sögur, söng og fór með vísur alla leiðina norður og síðan suður aftur tveim dögum síðar. Það sama var uppi á teningn- um þegar við fórum í söngfei'ðalög til Rússlands, Finnlands og víðar, þá gekk hann fram og til baka og hélt uppi fjöri með söng og gleði. Nú þegar góður vinur er fallinn frá rifjast upp fyrir okkur allar þær góðu minningar sem hann skilur eft- ir sig og þá fyrst áttum við okkur á því hvað við höfum misst. Já, tilveran er grárri í dag því Dóri gaf lífinu lit og veitti þeim sem um- gengust hann ómælda gleði og ánægju. Kæri vinur, við kveðjum þig með söknuði og megir þú hvíla í friði. Elsku Kiistín, við biðjum guð að styrkja þig og fjölskyldu þína í ykkar miklu sorg. Félagar í Álafosskórnum. í dag kveðjum við kæran vin og fé- laga, Halldór Kjartansson, sem lést langt um aldur fram á heimili sínu þann 4. nóvember síðastliðinn. Það var okkur mikið áfall þegar við feng- um þau dapurlegu tíðindi að Halldór eða Dóri eins og hann var kallaður væri látinn. Maður spyr sig hver til- gangurinn sé og hvað valdi? En fátt verður um svör. Dóri var mikill gleð- innar maður og söng í mörgum kór- um. Hann kunni ógrynni af vísum og lét þær falla þegar við átti, einnig var hann skemmtilegur og hafði góða frásagnargáfu. Dóri hafði létta lund og aldrei sáum við hann öðruvísi en brosandi og glaðan. Það er með söknuði sem við kveðjum góðan fé- laga en Dóri var félagi í Kirkjukór Lágafellssóknar í um 20 ár. Við biðj- um góðan guð að blessa fjölskyldu Dóra og veita henni styi’k í þessum óvæntu erfiðleikum. F.h. Kirkjukórs Lágafellssóknar, Valgerður Magnúsddttir. ÞORGERÐUR INGIBERGSDÓTTIR + Þorgerður Ingi- bergsdóttir fæddist í Reykjavík 23. nóvember 1919. Hún lést á Kumbara- vogi á Stokkseyri 7. nóvember sfðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Ingibergur Jónsson, skósmiður í Reykjavík og Mál- fríður Jónsdóttir, húsmóðir. Þorgerð- ur var sjötta af 11 systkinum. Útför Þorgerðar fer fram frá Aðvent- istakirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Elsku litla systir. í huga mér varst þú alltaf litla systir þótt værir eldri. Brosið þitt er mér alltaf minnis- stætt, þegar við gerðum eitthvað fyr- ir þig eins og að taka þig heim til okk- ar við ýmis tækifæri. Ég minnist brossins þegar við fóram á ball með þig með íbúum Kópavogshælis og þegar við komum í afmælin þín þang- að. Þú varst svo glöð, ég sé þetta bros alltaf fyrir mér. Þú fékkst slæman sjúkdóm ný- fædd, barðist vel, en fékkst ekki full- an sigur. Þrátt fyrir það fórst þú í Heyrnleysingjaskólann og lærðir að skrifa og lesa, sem nýttist þér vel meðan heilsan leyfði. Þú varst svo ættrækin og minnug, t.d. mundir þú afmælin okkar og varst dugleg að halda systkinasam- bandinu með því að hringja í okkur af ogtil. Við eldumst öll og fjarlægðin varð meiri þegar þú fórst á þetta góða heimili í Kumbaravogi á Stokkseyri. Þar varst þú í góðri umönnun í yfir 20 ár og þakka ég hana heilshugar. Ég kveð þig, elsku systir, megi Guð vera með þér alla tíð. Þín systir, Þorbjörg. Föðursystir mín og kær frænka er látin á áttugasta og fyrsta aldursári. Þegar Gerða var innan við árs gömul veiktist hún alvai’lega af kíghósta og hlaut af varanlegan skaða sem háði henni ævilangt. I æsku gekk hún í Mál- og heyrnleysingjaskólann, þar lærði hún að lesa og skrifa og síðar ýmsar hannyrðir. Þetta nám var henni afar dýrmætt og veitti henni lífsfyllingu í gegnum árin. Lengst framan af héldu Gerða og amma saman heimili, eða svo lengi sem amma hafði heilsu og þrek til. Saman ræktuðu þær vel fjölskylduböndin og komu oft í heimsókn, stundum beint úr kirkjunni sinni, þá uppábúnar, amma á íslenskum búningi og Gerða í sínum bestu sparifötum. Það vora skemmtilegar stundir að hlusta á eldra fólkið rifja upp æskuminningar um hjásetur, smalamennsku eða um menn og málefni og mörg orð voru höfð um fegurð Austfjarða. Aust- fjarðaþokuna, sem læddist inn fjörð- inn og setti þokuband í Búlandstind og allt varð ljómað ævintýrabjai-ma. Gerða hafði mjög gaman af að spila og lærðist okkur krökkunum íljótt að ekki var sanngjamt að vinna of oft. Hún hafði yndi af að lesa og átti margar uppáhaldsbækur, eins og Pollýönnu, Öddubækurnar og Heiðu. Stundum las hún upphátt fyrir okkur krakkana og útslcýi’ði þá af heim- speki hvað var gott og vont, rétt og rangt, og engin bók var góð án góðs endis. Þá gat hún gleymt stund og stað við hannyrðir, það vora hennar sælustundir. Hún hafði alltaf með sér eitthvað fallegt, sem hún var að vinna að, og kom sér þá fyrir í góðum stól í stofu og sat þar í ró og næði og saumaði út. Ef henni var færður kaffibolli með sykurmola eða köku- bita ljómaði hún sem sól og sagði: „Nú er ég bara eins og prinsessa.“ Gerðu þótti fjarska vænt um allt sitt fólk og mundi afmælisdaga allra. Þegar ég var búsett erlendis sendi hún mér oft afmæliskort eða sendi- bréf. Á góðum stundum þegar henni leið vel gat hún sagt: „Stína mín, hefði ég ekki fengið þessa veiki ætti ég í dag góðan mann og mitt eigið heimili" og þegar ég gifti mig var hún jafn- hamingjusöm og ég, því nú hafði ég fengið góð- an mann og mitt eigið heimili. Gerðu var ljóst að það dýrmætasta sem nokkur maður getur átt er gott heimili. Sem betur fer era aðstæður þessa fólks nú gjör- breyttar með tilkomu sambýla. En Gerða varð svo lánsöm að eignast sitt eigið heimili, þegar hún flutti að Kumbaravogi í Stokks- eyrarhreppi. Þar leið henni afar vel, bæði á sál og líkama, í fallegu og góðu umhverfi, þar ríkti heimilisfrið- ur og ró sem hún þráði. Þar fann hún sig heima. Við ættingjar Gerðu þökk- um af alhug öllu því góða fólki sem þar starfar fyrir fórnfúst og göfugt starf. Guð blessi ykkur öll. Kristín Schmidhauser Jónsdóttir. Til eru fræ, sem fengu þennan dóm; að falla í jörð, en verða aldrei blóm. Eins eru skip, sem aldrei landi ná, og iðgræn lönd, er sökkva í djúpin blá, og von, sem hefur vængi sína misst, ogvarir, sem að aldrei geta kysst, og elskendur, sem aldrei geta mæzt, og aldreí geta sumir draumar ræzt. Til eru ljóð, sem Iifna og deyja í senn, og lítil böm, sem aldrei verða menn. Þetta ljóð Davíðs Stefánssonar kemur mér í hug þegar ég minnist frænku minnar Þorgerðar Ingi- bergsdóttur. Hún lét oft í ljós söknuð yfii’ því sem hún hafði misst. í bemsku varð hún mjög veik og var vart hugað líf á tímabili. Eftii- veik- indi hennar kom í Ijós að hún hafði hlotið varanlegan skaða. Engir sér- skólar eða sérkennsla vora þegar Gerða var að alast upp, en hún fékk einhverja skólagöngu og náði ágæt- um tökum á lestri, einnig skrift og handavinnu. Ein af mínum elstu minningum um Gerðu er þegar hún var að lesa fyrir mig. Hún saumaði mikið út og það besta sem hún fékk í jóla- eða afmælisgjöf var handa- vinna. Það veitti henni mikið að sauma út og skapa sjálf og hefur ör- ugglega stytt henni stundirnar. Það var mesta ánægja Gerðu að gefa, þegar hún hafði lokið við að sauma dúk, púða eða mynd var hún komin með gjöf til að gleðja einhvern. Ég minnist þess þegar hún kom í heim- sókn, þá byi’jaði hún strax að láta mig vita að hún væri með gjöf til mín. Ég á bæði púða og dúk sem Gerða saumaði og gaf mér. Þótt einhverjir hnökrar væru á saumaskapnum skipti það ekki máli, það var gefið með svo mikilli gleði. Hýra brosið hennar Gerðu gleymist ekki. Þegar börnin okkar flytja að heiman gleðj- umst við, þau era orðin sjálfstæð og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af þeim meir. Það er annað með fatlað barn, því verður að finna samastað, svo að foreldrarnh’ geti verið öruggh’ um hag þess, þegar þeirra nýtur ekki lengur við. Gerða frænka mín fór á Kópavogshælið þegar hún fór frá ömmu og var þar í nokkur ár. Hún naut þess að vera með systkinum sín- um og tók þátt í öllum fjölskylduboð- um, ef eitthvað var um að vera, þá var hún þai’. Öll systkini hennar og fjölskyldur þeirra bjuggu á höfuð- boi’gai’svæðinu, en þegar breytingai’ urðu á Kópavogshæli varð það hlut- skipti hennar að flytjast í annað sveitarfélag. Nú var lengi’a að heim- sækja hana og systkini hennar farin að eldast. Síðustu árin bjó hún á Kumbaravogi í Stokkseyrarhreppi, heimili fyi’h’ aldraða. Þar leið henni vel á notalegu heimili sem var mátu- lega stórt til þess að vera heimilis- legt. Blessuð sé minning Gerðu frænku minnar.^ Áslaug Jónsdóttir. t Elskuieg systir mín, GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR, Baldurshaga, Akureyri, lést föstudaginn 10. nóvember. Barði Benediktsson. t Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir, systir og tengdadóttir, ÁRNÝ ÓLÍNA ÁRMANNSDÓTTIR, Grenigrund 24, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness föstudaginn 10. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju mánu- daginn 20. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Kraft, stuðningsfélag krabba- meinssjúkra (í versiuninni Módei, Akranesi, og hjá Krabbameinsfélaginu í Reykjavík). Freysteinn Barkarson, Monika Freysteinsdóttir, Ingunn Ástvaldsdóttir, Vilberg Guðmundsson, Ármann Stefánsson, Ásta Vilbergsdóttir, Valgerður Sigurðardóttir, Börkur Jónsson og aðrir aðstandendur. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, sonur og bróðir, EÐVALD VILBERG MARELSSON, Bröttukinn 8, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 17. nóvember kl. 15.00. Gréta Húnfjörð Sigurðardóttir, Sigurður Eðvaldsson Elva Dögg Pedersen, Sigrún Eðvaldsdóttir, Margrét Eðvaldsdóttir, Árni James Collett, Snorri, Kristófer, Arnar Freyr, Marel Eðvaldsson, Lilja Bergþórsdóttir, Ingibjörg Marelsdóttir, Örn Marelsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HALLDÓR KJARTANSSON, Hlíðarási 5, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju í dag, þriðjudaginn 14. nóvember, kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsam- legast bent á Oddssjóð á Reykjalundi. Kristín Vigdís Valdimarsdóttir, Valdimar Páll Halldórsson, Laurie Anne Berg, Bjarni Ingvar Halldórsson, Lóa Björk Óskarsdóttir, Björk Halldórsdóttir, Dögg Halldórsdóttir, Emma Ashtey Valdimarsdóttir. Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar. Vesturhlíð 2 Fossvogi Sími 551 1266 www.utfor.is Við Útfararstofu kirkjugarð- anna starfa nú 14 manns með áratuga reynslu við útfaraþjónustu. Stærsta útfararþjónusta landsins með þj5nustu a||an sólarhringinn. £ £ Prestur Kistulagning Kirkja Legstaður Kistur og krossar Sálmaskrá Val á tónlistafólki Kistuskreytingar Dánarvottorð Erfidrykkja UTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA EHF.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.