Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR + Ástkær eiginkona mín, MARÍA INDRIÐADÓTTIR, Borgartúni, Ljósavatnshreppi, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri sunnudaginn 12. nóvember. Arnór Benediktsson. + Ástkær sambýlismaður minn, HELGI ÖRN FREDERIKSEN verður jarðsunginn frá Digraneskirkju fimmtu- daginn 16. nóvember kl. 15.00. Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda, Ester Elín Bjarnadóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, STEFANÍA Þ. ÁRNADÓTTIR, Ægisíðu 46, Reykjavík, lést þriðjudaginn 7. nóvember. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju miðviku- daginn 15. nóvember kl. 13.30. Guðrún Inga Bjarnadóttir, Árni Þór Bjarnason, Ásdís A. Þorsteinsdóttir, Gunnar Viðar Bjarnason, María Elíasdóttir, Birgir Sveinn Bjarnason, Kristín Porter, Stefán Bragi Bjarnason, Iðunn Bragadóttir, barnabörn og systur. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og útför elsku- legrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og systur, UNNAR SIGURÐARDÓTTUR frá Bolungarvík, Hagamel 31, Reykjavík. Sérstakar þakkirtil starfsfólks á Felli, Skipholti 21, Reykjavík, og lungna- deildar Landspítala Vífilsstöðum, fyrir einstaka alúð og umhyggju. Sigurður Viggó Kristjánsson, Svanhildur Svavarsdóttir, Kristján Sigurðsson, Inga Valsdóttir, Svandís Unnur Sigurðardóttir og systkini. + Innilegar þakkir sendum við ykkur öllum, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför BJARNHEIÐAR GISSURARDÓTTUR, Stórási 9, Garðabæ. Gísli Ólafsson, Sigrún Gísladóttir, Hjördís Gísladóttir. + Þökkum hlýjar kveðjur og samúð við andlát og útför HELGA ÞORLÁKSSONAR fyrrverandi skólastjóra. Sérstakar þakkir til Langholtssöfnuðar, kirkju- kórs og organista. Gunnþóra Kristmundsdóttir, Þorkell Helgason, Helga Ingólfsdóttir, Þorsteinn Helgason, Guðlaug Magnúsdóttir, Þorlákur H. Helgason, Kristjana Sigmundsdóttir, Þorvaldur Karl Helgason, Þóra Kristinsdóttir, Þorgeir S. Helgason, Laufey Tryggvadóttir, Þóra Elín Helgadóttir, Einar Bragi Indriðason, barnabörn og barnabarnabörn. ELÍAS ARNLA UGSSON + Elías Arnlaugs- son fæddist í Reykjavfk 8. nóvem- ber 1925. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu 4. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Arnlaugur Ólafsson, bóndi og verkamað- ur, f. 8.8. 1888, og Guðrún Guðmun- dsdóttir, f. 6.9. 1884. Elías var næstyngstur í hópi átta systkina: Guð- mundur, f. 1.9. 1913, d. 9.11. 1996; Skúli, f. 30.9. 1916, d. 8.6. 1917; Sigríður, f. 18.1. 1918; Ólafur, f. 2.3. 1920, d. 28.11. 1984; María, f. 19.6. 1921; Helgi, f. 17.3. 1923; Hanna, f. 29.7. 1928, d. 13.1. 1984. Hinn 9.4. 1949 kvæntist Elías eftirlifandi konu sinni, Gyðu Guðnadóttur, f. 9.11. 1926. Börn þeirra eru: 1) Jórunn Rannveig, f. 29.10. 1947, giftist 3.3. 1967 Sigurði Má Davíðssyni, f. 5.9. 1944. Þau fórust í flugslysi 15.7. 1973. Börn þeirra eru Dav- íð, f. 19.11. 1964 og Helga Guðný, f. 9.7. 1968, þau ólust upp hjá ömmu sinni og afa þaðan í frá. Son- ur Davíðs er Sigurð- ur Már, f. 26.9. 1984, sambýliskona hans er Þorbjörg Yngvadótt,- ir, f. 22.2. 1973. Helga Guðný giftist 30.9. 1995 Jóni Hauki Ingvasyni, f. 21.4. 1969. 2) Erna, f. 9.8. 1949, giftist 1.5. 1971 Gunnari E. Hubn- er, f. 3.10. 1949. Synir þeirra eru Helgi Már, f. 17.4. 1974, Reynir Þór, f. 31.5. 1976, og Egill Árni, f. 17.3. 1979. 3) Helgi, f. 3.10. 1950. Helgi lést af slysförum 22.3. 1968. 4) Guðrún, f. 8.3. 1954, gift- ist 18.4. 1981 Agnari Kofoed- Hansen, f. 7.4. 1956. Þau eru skil- in. Börn þeirra eru Agnar Eld- berg, f. 29.12. 1980, Emelía Björg, f. 30.1. 1985 og Elías Helgi, f. 8.5. 1991. 5) Ingvar, f. 23.5. 1958, á Elías Rúnar, f. 10.2. 1977, og Önnu Guðmundu, f 23.2. 1979. Ingvar kvæntist 29.5. 1982 Sigríði J. Sigurðardóttur, f. 24.9. 1955. Börn þeirra eru Hildur Sjöfn, f. 23.2. 1976, Davíð Örn, f. 2.3. 1983, og Sigríður Sara, f. 13.7. 1992. 6) Guðni, f. 30.1. 1961, kvæntist 1.12. 1981, Sigrúnu Kristjánsdóttur, f. 24.1. 1962. Þau skildu. Börn þeirra eru Kristján Már, f. 5.9. 1981, Gyða og Jón Óskar, f. 21.12. 1982. Guðni kvæntist 21.6. 1997 Álf- hildi Guðbjartsdóttur, f. 7.7. 1972, og eiga þau Birtu Dögg, f. 23.10. 1999. 7) Rósa Þórey, f. 9.7. 1964. Sonur hennar er Jökull Logi Arnarsson, f. 23.6. 1992. Elías lærði bifvélavirkjun og starfaði við þá iðn lengst af en gerðist síðan kennari við Iðnskól- ann í Reykjavík þar sem hann kenndi 18 vetur eða þar til hann fór á eftirlaun. Útför Elíasar fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku pabbi minn. Um huga minn sveima margar minningar sem ég hef átt með þér, frá því að ég var lítil stelpa, hvað þú varst skilningsríkur ef eitthvað bjátaði á, alltaf varst þú tilbúinn að hugga mann og hjálpa ef þú mögulega gast. Ég man þær stundir er mömmu var faríð að lengja eftir þér í matinn á Rauðalæk, þá átti hún til með að segja greyið mitt Gunna farðu og sæktu hann pabba þinn út á verkstæði. Þetta lýsir hon- um, hann var alltaf út í skúr eitthvað að dútla við bíla eða bara í vinnunni, honum var ekki tamt orðið Nei ef ein- hver bað hann um aðstoð. Sjaldan tók hann sér sumarfrí en hann gaf sér þó tíma til að heimsækja mig til Danmerkur þegar ég bjó þar, það voru yndislegar tvær vikur. Agn- ar Eldberg fékk að fara í bílana í Tív- olí með afa og ekki veit ég hvor skemmti sér meir. Elsku pabbi minn, ég þakka þér fyrir alla þá hughreystingu sem þú hefur sýnt mér í sumar þegar ég átti um sárt að binda, það eru ófá símtölin sem fóru á milli okkar, það var eins og þú fyndir á þér þegar mér leið illa, þá hringdir þú og spurðir hvort ekki væri allt í lagi eða hvað ég væri að gera? Elsku mamma, þú sem ert alltaf svo sterk, ég vona að guð gefi okkur Varanleg minning er meitluð ístein. m S.HELGASONHF STEINSMIÐJA Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is öllum styrk til að horfa fram á við eins og pabbi gerði, sá ljósu hliðarnar á öllu. Ég þakka þér fyrir allt, elsku pabbi minn. Þín dóttir, Guðrún. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er, ef það er dæmigert fyrir einhvem þá var það fyrir þig eða eins og þú sagð- ir; maður lifir bara einu sinni. Ég kynntist þér fyrst, sem Ella pabba hennar Gunnu, þegar við Gunna urðum góðar vinkonur 16 og 17 ára gamlar heima á Hellu. Einu sinni sem oftar þurftum við að fá lán- aðan bíl því ferðinni var heitið upp í Hraunteig um hvítasunnuhelgi. Elli og Gyða áttu þá stóran amerískan bíl eins og svo oft síðar og var það mikið atriði fyrir okkur að fá hann lánaðan til fararinnar. Þessa helgi átti að ferma bróður Gunnu og hún átti að hjálpa til við undirbúninginn og ferminguna sjálfa svo þetta var nú ekki auðsótt mál. Þú skildir okkur vel og það varð úr að þú lánaðir okkur bílinn og Gunna fékk fararleyfi. Það var nóg fyrir mig til að fá leyfi til ferðarinnar að ég var með dóttur Ella og Gyðu. Það sem ég dáðist strax að var hvað þú varst bóngóður og hlýr maður, þú gast alltaf galdrað upp einhver úi-ræði. Það var ekki algengt í þá daga að karlmenn sinntu heimilisstörfum með konunni en ósjaldan þegar ég kom heim til Gunnu, komst þú heim í hádeginu og varst þá að hjálpa til við matargerð eða önnur heimilisstörf. Á þessum árum varst þú verkstæðis- formaður hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu og varst afskaplega vel liðinn af bændum, sem þurftu að leita eftir þjónustu til þín með sínar vélar, oft með litlum fyrirvara og alltaf varstu tilbúinn að finna leið út úr þeirra vanda jafnvel þótt vinnudagurinn væri á enda eða komin helgi. Þetta hefur nú örugglega bitnað á henni tengdamóður minni með sinn stóra bamahóp en hún vissi að þú hafði RÁÐHÚSBLÓM Opiii frá kl. 10-21 alla áaga. mikið yndi af því að umgangast og vinna með bændum. Þegar ég síðar giftist syni þínum Ingvari, en það var sá sem var að fermast um hvítasunnuhelgina forðum, fékk ég tækifæri til að eiga svolítið í þér og er mjög stolt af. Núna fyrir tveimur árum eða u.þ.b. 26 árum eftir fyrmefnda hvítasunnu voram við Gunna ásamt fleiram aftur saman komnar hjá þér að hjálpa þér við að mála húsið Bjarg á Stokkseyri en það að ráðast í að festa kaup á þessu húsi og gera það upp lýsir best þeim dugnaði og eljusemi sem þú og Gyða bjugguð yfir. Það að þú værir að færast of mikið í fang eða réðir ekki við þetta eða hitt, ég held að sú hugsun hafi ekki verið til í þinni orða- bók. Alltaf varstu boðinn og búinn að hjálpa okkur ef eitthvað bjátaði á og þau era ófá símtölin frá þér og Gyðu þar sem þú vildir bara vita hvort ekki væri allt í lagi. Þú varst kletturinn í fjölskyldunni, sem allir treystu á og gátu alltaf gengið að vísum, en nú ertu farinn í þína síðustu ferð. Elsku Gyða mín, missir þinn er þó mestur. Ég kveð ég þig með söknuði og þakka þér fyrir öll árin. Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það semégfæekkibreýtt kjark til að breyta því seméggetbreyttog vit til að greina þar á milli. Þín tengdadóttir, Sigríður (Sirrý). Minningamar hrannast upp þegar ég hugsa til tengdaföður míns. Þegar ég var að fá hjálp hans við að halda bílnum mínum gangfæram eða fá ráð hjá honum vegna hverskyns vanda- mála. Elli var einstaklega þolinmóð- ur við mig og hjálpsemi hans átti sér engin takmörk. Hann var skarp- greindur, athugull og fróður, hafði ráð undir rifi hveiju og var alltaf til- búinn að leysa úr hvers manns vanda. Elli var einstaklega vinnusamur maður. Hann vann á mörgum vinnu- stöðum um ævina og var hvarvetna mikils metinn og vinsæll meðal sinna samferðamanna. Hann kunni vel að meta góða skemmtun og gat verið hrókur alls fagnaðar þegar sá gállinn var á honum en yfirleitt var hann samt rólegur og yfirvegaður. Ég átti því láni að fagna að daginn sem hann dó ræddum við lengi saman. Mér fannst liggja sérlega vel á Ella og það var ljúft samtal. Honum virtist líða vel og var ánægður með alla hluti. Fegurð fjallahringsins var honum hugleikin og þennan dag þegar sól glampaði á hvíta kolla, var sú fegurð sem aldrei íyrr. Hann var rétt að verða búinn að gera upp bílinn, sem var í bílskúmum og hann lýsti fyrir mér, með glampa í augum, hvað hann væri búmn að gera við hann. Og hús- ið hans, Bjarg, hefur tekið algjöram stakkaskiptum frá því þau hjónin BAIUKASTRÆTI 4 SÍIVII SS1 6690
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.