Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 63
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 63
eignuðust það og ber nú glögg merki
um elju, lagni og útsjónarsemi hús-
bóndans.
Ég þakka samfylgd góðs vinar í yf-
ir30 ár.
Gunnar E. Hiibner.
Elsku afi minn, með söknuð í
hjarta kveð ég þig og trúi þvi að þú
breiðir vængi þína yfir mig eins og
englarnir. Ég vil þakka þér fyrir allt
það góða sem þú kenndir mér og allar
góðu stundirnar sem þú veittir mér
frá því ég kom til ykkar ömmu.
Blessuð sé minning þín og guð
geymi þig.
Dýpsta sæla og sorgin þunga
Svífa hijóðlaust yfir storð.
Þeirra mál ei talar tunga,
Tárinerubeggjaohi
(ÓlðfSigurðardóttir.)
Þín
Helga Guðný.
Það var einkennileg tilfinning, sem
um okkur fór, þegar okkur barst
fréttin um andlát Elíasar Amlaugs-
sonar. Okkur setti hljóð. Það var
stutt síðan Elías kom í heimsókn og
drakk kaffi með okkur. Hann var að
koma úr hjartaskoðun og fékk góða
úrlausn. Það var alls ekki í huga okk-
ar að þetta væri í síðasta skiptið sem
við sæjum Elías ofar moldu, en svona
er lífið og tilveran. Elías andaðist á
heimili sínu laugardaginn 4. nóvem-
ber og verður jarðsettur í dag.
Það eru rúmlega fimmtíu ár síðan
kynni okkar hófust. Við kvæntumst
hvor sinni systurinni og hafa fjöl-
skyldur okkar verið sérstaklega sam-
rýmdar alla tíð, bæði í blíðu og stríðu.
Elías og Gyða gengu í hjónaband
árið 1949 og hófu búskap við Seljaveg
hér í borg. I tímans rás eignuðust þau
sjö böm og ólu upp tvö barnabörn.
Þau misstu tvö bama sinna af slys-
föram. Þetta vora erfiðir og sár-
saukafullir tímar hjá fjölskyldunni,
en lífið heldur áfram og margar vora
ánægjustundimar og oft glatt á
hjalla hjá stórri fjölskyldu, að
minnsta kosti naut dóttir okkar þess
að dvelja hjá þeim ágætu hjónum og
alltaf var rúm fyrir einn í viðbót enda
vora þau hjón miklar bamagælur og
húsmóðirin sérstaklega lagin við að
búa íjolskyldu sinni fallegt og aðlað-
andi heimili.
Elías var vinnusamur alla tíð, lærði
ungur að áram bifvélavirkjun og
starfaði sem slíkur í áraraðir, gerðist
síðan kennari við Iðnskólann í
Reykjavík og kenndi þar bifvélavirkj-
un fram að 67 ára aldri er hann varð
að hætta vegna aldurs. Auk þess að
vera frábær bifvélavirki var Elías
sérstaklega handlaginn maður, eink-
um við trésmíðar og annað, sem
þurfti viðgerðar við á heimilinu. Það
kom berlega í ljós þegar þau hjón
keyptu húsið Bjarg á Stokkseyri fyr-
ir nokkram árum. Þar þurfti að taka
til hendi og kom þá iðni og lagni El-
íasar að góðum notum.
Greiðvikni og hjálpsemi var Elíasi í
blóð borin og þeir era margir, sem
leitað hafa til hans í gegnum tíðina,
þegar svo bar við.
I dag kveðjum við með söknuði
góðan vin og félaga í.gegnum tíðina,
en minningin mun lifa.
Við flytjum eftirlifandi eiginkonu
hans, Gyðu, og fjölskyldu okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Biðjum góðan Guð að styrkja þau í
sorg sinni.
Þórður, Svana, Guðrún
og fjölskylda.
Það er skammt stórra högga í milli
þetta árið í kennarahópnum sem kom
til starfa í verknámsdeildum Iðnskól-
ans í Reykjavík á áttunda áratugn-
um. Nú síðast varð Elías Amlaugs-
son, kennari í bifvélavirkjun,
bráðkvaddur á heimih sínu á Stokks-
eyri. Elías hóf kennslustarf í bifreiða-
deildinni við skólann þegar stórhuga
menn höfðu stuðlað að því að verkleg
kennsla yrði tekin upp í iðngreininni
til viðbótar bóklegri kennslu sem
einnig var aukin til muna. Elías var
ágætur fagmaður og naut þess við
hvort tveggja verklega og bóklega
kennslu. Það fór hins vegar svo að
hann sinnti meira því síðarnefnda þai-
sem saman fóra góðir hæfileikar til
að útskýra flókna hluti á einfaldan
hátt og þolinmæði við nemendur sem
sumum var hentara að nota hendurn-
ar til að skrúfa en að sitja við skriftir.
Þegar Elías kom til starfa voru náms-
bækur af skornum skammti og þær
sem buðust á erlendum tungumálum.
Hann gerði sér þá lítið fyrir og snar-
aði bókinni á íslensku og var hún not-
uð í handriti um nokkurra ára skeið.
Handrit hér merkir að fyrst í stað var
bókin skrifuð með fallegri rithönd El-
íasar sem vandalaust var fyrir alla að
lesa. Þessi bók er ennþá notuð og
grannur hennar er þýðing Elíasar.
Fleira námsefni útbjó Elías, m.a.
námsefni í iðnreikningi sem notað var
meðan kennsla í bfiiðnum var í Iðn-
skólanum. Margir nemendur sem
áttu í námserfiðleikum leituðu að-
stoðar hjá Ella og varð oft af því vin-
skapur sem enst hefur til þessa dags.
Við samkennarar Ella fengum þó
mest því hann var sérstaklega félags-
lyndur maður og skemmtilegur, jafn-
lyndur og hafði oft gamanmál á hrað-
bergi. Margir kennaranna við
skólann áttu hauk í horni þar sem
Elli var með ráðleggingar vai’ðandi
bfla eða viðgerðir ef svo bar undir og
sjaldnast var rætt um peninga í þeim
viðskiptum. Elías var stéttvís maður
og gegndi starfi trúnaðarmanns fyrir
Kennarasambandið um margra ára
skeið. Við vinnufélagar, samkennarar
og vinir minnumst góðu áranna sem
við áttum með Elíasi í Iðnskólanum í
Reykjavík með þakklæti. Gyðu, eftir-
lifandi eiginkonu Ella, vottum við
samúð okkar og óskum að almættið
gefi henni styrk á þessum erfiðu tím-
um.
Félagar úr Iðnskólanum
í Reykjavík
og Borgarholtsskólanum.
Elías Amlaugsson var kennari í
Iðnskólanum í Reykjavík um margra
ára skeið, eða frá 1977.
Hann var meðalmaður á hæð, með
mikið hvítt hár sem fór honum vel.
Hann var manna kurteisastur og
hægverskastur. Oft var grannt á
glettni og gamansemi. Elías var hið
mesta göfugmenni og vinsæll meðal
nemenda og samstarfsmanna sem
Guðmundur, fyrsti rektor Mennta-
skólans við Hamrahlíð, bróðir hans,
var. I daglegu fasi minnti hann að
ýmsu leyti á göfugan enskan lávarð.
Hann var bæði fróður og áhugasam-
ur varðandi allt sem laut að kennslu
og fræðslu í sérgrein hans, vélfræði
og bifreiðafræðum. Manna hjálpsam-
astur, bóngóður og úrræðagóður,
búinn öllum þeim kostum sem piýða
má góðan kennara.
Undirritaður varð fljótlega dálítið
málkunnugur Elíasi eftir að eg hóf
starf haustið 1994 við bókasafn skól-
ans. Áður hafði eg kynnst ögn Guð-
mundi bróður hans meðan eg stund-
aði nám við MH og lauk stúd-
entsprófi þaðan vorið 1972. Fljótlega
eftir eg var kominn í hóp starfs-
manna skólans var eg kynntur fyrir
Eh'asi með þeim orðum að þar færi
bróðir rektorsins í MH. Meira þurfti
ekki að segja, því fljótlega kom í Ijós,
að mannkostir þessara beggja
bræðra vora mjög áþekkir.
Þessi vetur, 1994-95, var að eg
best veit síðasti heili veturinn sem
Elías kenndi við skólann. Það var
verkfallsvetur og reyndi töluvert á
þolrif og hug kennara, nemenda sem
starfsmanna skólans. Næsta sumar
tók Elías að sér verkefni í sumamám-
skeiði sem skólinn hélt þá um suma-
rið í samvinnu við Reykjavíkurborg.
Var námskeið það sem Élías hafði á
sínum snærum tengt sérgrein hans,
bflum og viðhaldi þeirra. Var það
einkum ætlað unglingum sem ekki
höfðu af einhverjum ástæðum orðið
sér úti um sumarvinnu en nokkurt at-
vinnuleysi var meðal skólafólks á
þessum árum. Elías kom að máli við
mig áður en námskeiðið hófst, bað
mig um að útvega á sem hagkvæma-
stan hátt 30 eintök af bók einni og
fjallaði um viðhald og umhirðu bíla.
Éftir nokkuð margar símhringingar
til bókfróðra kollega eða um 4 horn
eins og Þjóðvetjar nefna svo, hafði eg
upp á verslun sem höndlaði með
gamlar bókaleifar. Eintökin fengust
á eins góðum kjöram eins og mögu-
legt var og ekkert því til fyrirstöðu að
Elías gæti hafið kennsluna. Fengu
allir nemendurnir eintak í hendur og
ætlast var til þess, að þeir skiluðu
bókunum aftur í hendur kennarans
til þess að unnt væri að nota þær aft-
ur. Margir nemendur týndu tölunni á
námskeiði þessu, vora komnir í vinnu
eða nenntu ekki að sækja námskeið-
ið. Meðal nemenda vora því ýmsir
sem ekki vora sérlega hirðusamir og
urðu heimtur á bókunum fremur
slæmar í lok námskeiðsins. Þeim sem
er trúað fyrir bókum, eru misjafnir
eins og gengur. Bókamönnum er
annt um bækur og má vísa til frá-
sagnarinnar um Ingimund prest í
Sturlungu. Við ræddum nokkram
sinnum hvernig við gætum rakkað
inn þessar bækur en svo fór að lok-
um, að hætt var frekar við þá iðju
enda árangur lítill en fyrirhöfnin þess
meiri. Urðum við sammála um, að
vonandi yrðu bækumar þessum
brotthlaupnu nemendum þó að ein-
hverju gagni í framtíðinni og þar með
varþaðútrættmál.
Eftir að Elías lauk störfum við Iðn-
skólann vegna aldurs, var orðinn lög-
legt gamalmenni eins og hann tók
sjálfur einhvern tíma til orða á sinn
alkunna gamansama hátt, hafði hann
þann vana að koma í heimsókn á
kaffi- og matstofu kennara og hitta
gamla starfsfélaga sem enn vora ekki
orðnir að löglegum gamalmennum.
Ætíð var gaman og fróðlegt að ræða
við hann. Síðast kom hann í heimsókn
á kaffistofuna tveim dögum áður en
hann hnaut niður örendur austur á
Stokkseyri þangað sem hann hafði
flutt fyrir nokkni þar sem hann
hugðist dvelja í elli sinni.
Aðstandendum er vottuð innileg
samúð. Þakkað er samstarf við góðan
dreng. Við eigum góðar minningar í
huga okkar um góðan samferða-
mann.
Guðjón Jensson.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin,
vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit tölvusett er æskilegt,
að disklingur fylgi útprentun-
inni. Það eykur öryggi í texta-
meðferð og kemur í veg fyrir
tvíverknað. Þá er enn fremur
unnt að senda greinarnar í
símbréfi (569 1115) og í tölvu-
pósti (minning@mbl.is).
Nauðsynlegt er, að símanúm-
er höfundar/sendanda fylgi.
Um hvern látinn einstakl-
ing birtist formáli, ein uppi-
stöðugrein af hæfilegri lengd,
en aðrar greinar um sama ein-
stakling takmarkast við eina
örk, A-4, miðað við meðallínu-
bil og hæfilega línulengd, -
eða 2.200 slög (um 25 dálk-
sentimetra í blaðinu). Tilvitn-
anir í sálma eða Ijóð takmark-
ast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir
að hafa skírnarnöfn sín en
ekki stuttnefni undir greinun-
um.
GARÐH EIMAR
BLÓMABÚÐ STEKKJAKBAKKA 6
SÍMI 540 3320
h
H
H
H
H
H
Erfisdrykkjur
¥■-
P E R L A N
Sími 562 0200
□ljlxxixxxiijxjlxxxjC
JÚLÍUS J.B.
DANÍELSSON
+ Júlfus J.B. Dan-
íelsson útgerðar-
maður fæddist í
Garðabæ 27. ágúst
1910. Hann lést á
Hrafnistu í Hafnar-
firði 6. núvember síð-
astliðinn og fér útför
hans fram frá
Grindavíkurkirkju
11. nóvember. Jarð-
sett var frá
Utskálakirkjugarði.
Mig langar í örfáum
orðum að minnast
tengdaföður míns.
Þegar ég kom fyrst til Grindavíkur
fyrir rúmum fjöratíu árum, tóku á
móti mér elskuleg hjón. Það vora
þau Júlli og Sigga í Brautarholti.
Þau reyndust mér og okkur öllum
yndislega vel og með okkur tókst
vinátta sem ekki
gleymist og ber ekki
skugga á út allt lífið.
Ég man líka og dáðist
að því hvað þú varst
góður við Siggu þegar
hún var orðin svo mik-
ið veik. Þú varst ekki
sami maður eftir frá-
fall hennar. Mér varð
á orði um daginn hvað
við Ingólfur eigum að
gera á sunnudögum,
en þá voram við vön
að eiga góðar stundir
saman og munum við
örugglega sakna
þeirra.
Elsku Júlli minn, Guð blessi þig
og varðveiti og ég veit að þú ert
þegar búinn að hitta hana Siggu
þína hjá honum.
Rún Pétursdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé
handrit töivusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins
í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf-
undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli
að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallinubil og hæfilega línulengd — eða
2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlý-
hug við andlát og útför litlu drengjanna okkar,
ÞÓRIS og ELÍASAR.
Elísa Davíðsdóttir, Hlynur Ómar Björnsson,
Þóra Sveinsdóttir, Davíð Óskarsson,
Sigþrúður Zóphóníasdóttir, Björn Björnsson.
t
Þökkum innilega samúð, vináttu og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns,
KRISTJÁNS ÞORLÁKSSONAR,
fyrrv. hvalveiðiskipstjóra
frá Súðavík,
Álfaskeiði 72,
Hafnarfirði.
Ingibjörg Sigurgeirsdóttir
og fjölskylda.
t
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát
og jarðarför
KRISTJÖNU HREFNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hrefnutanga,
Selfossi.
Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Sjúkra-
húss Suðurlands og Ljósheima fyrir góða
umönnun.
Arnold Falk Pétursson,
Elín Arnoldsdóttir, Ragnheiður Arnotdsdóttir,
Guðmundur Pétur Arnoldsson, Hildur Einarsdóttir,
Björn Arnoldsson, Elín Eyfjörð,
Ásgeir Arnoldsson, Gunndóra Viggósdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t .....—— ......
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
s,Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
V
896'8242
Íj^^^Psfmi 895*9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is
V