Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 66
j 66 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
JÓSEF
SIG UR VALDASON
+ Jósef Sigur-
valdason fæddist
á Rútssöðum í Svína-
dal 13. aprð 1916.
Hann lést á Héraðs-
hælinu á Blönduósi
25. október síðastlið-
inn og fór útför hans
fram frá Svínavatns-
kirkju 4. nóvember.
Nú blikna lauf og falla á
freðinn svörð
og frostið nístir, limar
mergogbörk.
Svoheimtiraðeinsarf
sinnmóðir Jörð
af öllu því, sem lifir manni og björk
en seðra líf á annar mannsins þáttur -
hans andi og sál er skóp sá guðdómsmáttur,
sem kveikti sól, að klæða bera mörk.
(P.V.G. Kolka.)
Nýliðið sumar er eitt af þeim bestu
sem elstu menn muna. Spretta ágæt
og nýting á heyjum mjög góð, svo
flestir bændur eru birgir af góðum
heyfeng. Haustið einnig mjög gott og
dilkar vænir til slátrunar. Þessir
þættir gefa bændum byr undir báða
vængi, svo þeir geta litið bjartari
augum til framtíðarinnar. Að um-
ræddum árstíðum liðnum, í fyrstu
viku vetrar sveif engill dauðans hægt
og hljótt að sjúkrabeði Jósefs á Hér-
aðshælinu á Blönduósi, tók anda
hans og sál í faðm sinn og flutti til
æðri heima, en þreyttur líkami fékk
jarðneska hvíld. Andlát hans kom
engum að óvörum sem til þekktu,
æviþráðurinn að þrotum kominn.
Lífsbókinni lokað.
Laugardaginn 4. nóvember var
hann kvaddur frá sóknarkirkju sinni
af sveitungum og vinum. Sveitin sá á
bak einum af sínum bestu sonum. Eg
sem þessar línur rita var á fjarlæg-
um slóðum þegar andlát hans bar að,
og útförin um sama leyti og ég kom
heim.
Því er þessi kveðja mín svo síð-
búin. Eg horfi til baka hljóður. Þegar
ég var ungur drengur í foreldrahús-
um laust eftir 1930, var Jósef heima
hjá mér í tvo vetur í
fjarveru Guðmundar
bróður míns sem þá var
á Bændaskólanum á
Hólum. Jósef var hálfu
fimmta ári eldri en ég
og annaðist skepnu-
hirðinguna með Þor-
steini bróður mínum,
en faðir minn var mjög
heilsuveill og ekki til
mikilla verka. Þó að
Jósef væri ungur að ár-
um var hann bráðdug-
legur, viljugur og sam-
viskusamur, og vildi
hvers manns götu
greiða. Hann eignaðist strax vináttu
okkar allra á heimilinu og galt hana í
sömu mynt. Foreldrum mínum
reyndist hann frábærlega vel, alla tíð
meðan þeirra naut við. Föður mínum
og bróður reyndist hann vel við
skepnuhirðingu og annað sem til féll.
Dyggðin og trúmennskan voru
sterkir þættir í fari þessa heiðurs-
drengs.
Ég tók strax miklu ástfóstri við
þennan dagfarsprúða ungling og
kom þar fleira en eitt til. Ég var
yngstur af mínum systkinum og naut
þess líka á margvíslegan hátt, öll
voru þau jafngóð við mig, litli bróðir
þurfti ekki að vinna eins mikið á sín-
um yngstu árum og þau höfðu þurft
að gera. Nú eignaðist ég félaga bæði
í leik og starfi, og sjálfsagt höfum við
báðir haft gott af því. Jósef var mikill
lestrarhestur og las allt sem hann
komst yfir. A mínu heimili var lítill
bókakostur, en gott lestrarfélag var í
sveitinni og bætti það mikið úr skák.
Bækurnar gengu bæja á milli og oft
sóttar langt, til að komast yfir bækur
sem fólk hafði áhuga fyrir. Þessar
bækur nýtti Jósef sér vel, eins og
aðrh’ á heimilinu.
Hann var hraðlæs, næmur á efni,
mundi það sem hann las og sagði vel
frá. Hann var greindur vel, hafði
góðar námsgáfur en skólaganga á
þeim árum var ekki auðveld þeim
sem þurftu að eyða kröftum sínum til
að strita fyrir daglegu brauði.
Ég hef alla tíð verið stirðlæs og
seinn að læra en það sem komist hef-
ur inn fyrir skelina hefúr orðið mér
notadrjúgt. Þá tvo vetur sem við vor-
um saman á mínu æskuheimili fylgdi
ég honum eftir eins og ég gat. Hann
endursagði mér lestrarefni úr Is-
lendingasögunum og öðrum bókum
og gerði það á svo lifandi hátt að ég
lifði mig inn í söguþráðinn, gleymdi
bæði stað og stund og sá sögupers-
ónurnar standa mér ljóslifandi fyrir
hugskotssjónum. Þá fjóra vetur sem
ég var í barnaskóla var farskóli í
sveitinni og var ég fimm vikur á vetri
hverjum í skóla. Einn mánuð heilan í
einu og eina viku fyrir vorpróf. Þann-
ig var skólamenntun mín og annarra
í minni sveit undir fullnaðarpróf. Ég
tel mig hafa verið sæmilega settan
með þessa skólagöngu, en baðstofu-
skólinn heima fyrir var mér mikils
virði, og átti þar stóran hlut að máli
Signý Sæmundsdóttir frá Gafli
sem var heima hjá mér öll mín
bernsku-, æsku- og uppvaxtarár. Við
þetta bættust svo kynni mín af Jósef
sem urðu mér gjöful á fróðleik og
frásagnir. Þessir tveir þættir hafa
skapað mér auðlegð sem hefur orðið
mér gott veganesti á langri ævi. Vin-
átta barnsins er einlæg, traust og
trygg og ég vona að Jósef hafí notið
hennar á einhvern hátt, eins og ég
hefi notið vináttu hans frá æskuáram
mínum til hinsta dags.
Barn að aldri, 10 eða 11 ára, flutti
Jósef með fjölskyldu sinni frá Gafli í
Svínadal að Eldjárnsstöðum í
Blöndudal. Þá var fjölskyldustærðin
hjónin með átta börn, fimm fædd í
Gafli en þrjú fædd áður, Jósef næst-
elstur. A Eldjárnsstöðum bættust
tvær dætur við hópinn svo nú var
fjölskyldustærðin tólf manns. Nærri
má geta að mikils þurfti með að fæða
og klæða svo stóra fjölskyldu, en
tókst þó. Merk saga í sögu sveitar-
innar talar sínu máli þó að hún sé
hvorki skráð eða skrifuð. Hetjur
hversdagslífsins hjónin á Eldjárns-
stöðum, Guðlaug og Sigurvaldi,
reistu sér bautastein með börnum
sínum sem alls staðar hafa komið
fram til góðs og öllum þykir vænt um
sem þekkja þau best.
Gafl er nytjalítið heiðarbýli sem
fór í eyði rétt eftir að fjölskyldan
flutti þaðan. Eldjárnsstaðir voru á
sínum tíma talin sæmileg jörð en af-
ar erfið, stendur á bökkum Blöndu
þar sem er mjög lítið undirlendi en
brattur háls að vestan sem nær upp á
heiðarbrún. Veðursæld er mikil,
hvessir aldrei og norðanhríðar ná
tæpast svo langt inn í landið. Vega-
lengd til Blönduóss nær 50 km.
Ræktunarskilyrði lítil og engjar að
mestu í heiðarflá sem nú er komin
undir inntakslón Blönduvirkjunar.
A þessu sést að hart þurfti að berj-
ast til að hafa til hnífs og skeiðar við
slíkar aðstæður. Börnin hafa fljótt
þurft að taka til hendinni, þau voru
hraust og sterk, og hafa ekki lifað við
matarskort á uppvaxtarárunum sem
víða þekktist, þó ekki í minni sveit
sem bæði er grösug og gjöful.
Eiðstaðir eru næsti bær norðan
við Eldjárnsstaði, miklu betri jörð.
Þá jörð eignuðust Jósef og Hallgrím-
ur bróðir hans, fyrst að hálfu leyti en
síðan alla. Á þeirri jörð bjuggu þeir
góðu búi og farnaðist vel. Hvorugur
þeirra giftist og báðir barnlausir.
Hallgrímur er dáinn fyrir nokkrum
árum, ári yngri en Jósef. Hann var
heljarmenni að burðum og eins var
með Georg bróður þeirra sem einnig
er látinn. Sigurvaldi faðir þessara
systkina var talinn sterkasti maður í
minni sveit þegar ég var að alast upp,
þótt margir væru heljarmenni að
burðum sem mér eru minnisstæðir.
Þegar ég vai’ 1 göngum ungur að ár-
um man ég eftir atviki sem líður mér
ekki úr minni. Áð var í Áfanga á
frameftir leið. Þá höfðu margir ef
ekki allir haft hestaskipti. Sigurvaldi
var með í taumi, rauðan fola, stóran
og stæðilegan en lítt taminn og bald-
inn að sjá. Folinn færðist undan að
Sigurvaldi kæmi á hann hnakknum,
svo hann kallaði á mann úr hópnum
sem hann treysti vel og bað hann að
koma hnakknum á gripinn og sagði
um leið: „Ég ætla að styðja við hann
á meðan.“
Síðan greip hann tauminn sem var
býsna langur, spyrnti í vallgróna
þúfu, tók fast um tauminn svo folinn
fékk engu við komið. Það var eins og
hann væri bundinn við jarðfast
bjarg. Hnakkurinn lagður á hestinn,
vel girtur með gjörð og reiða. Sigur-
valdi steig á bak og haldið af stað í
næsta áfanga, Kúlukvíslarskála.
Þéttvaxinn knapi á fallegum fóla sem
bar sig vel og fimur til fótanna.
Flest haust síðan ég var drengur
hefi ég farið í Auðkúlurétt, þó að ég
sé búinn að vera hér í borg í rúma
hálfa öld. Ég hefi notið þess að fara í
réttir, þó sérstaklega meðan ég dró
kindur í dilka. Alltaf var jafn gaman
að hitta Eldjámsstaðabræður og
ekki síst að finna kindur þeirra í al-
menningi og koma þeim í réttan dilk.
Hófsmaður var Jósef á öllum sviðum
en pelarnii’ voru oft á lofti þegar við
hittumst í réttum. Hann kunni vel að
veita og líka að þiggja þegar honum
var boðið í góðvina hópi. Fyrir rúmu
ári hitti ég hann í Auðkúlurétt. Þá
leyndi sér ekki að þrekið var á þrot-
um en viðmótið það sama sem
vermdi mig inn að hjartarótum.
Hinsta kveðja hlý og falleg eins og
aftangeislar frá hnígandi sól.
Á síðastliðnu hausti mætti ég í
réttir en vinur minn ekki. Nú beið
hann á Héraðshælinu eftir þeirri
ferð sem bíður okkai’ allra. Nú voru
aðeins tveir í mínum aldursflokki í
réttunum sem ég man eftir.
Jósef gerði ekki víðreist um dag-
ana, heiðin var hans heimur, þar var
hann kunnugur og undi sér vel við
veiði í vötnum, göngur og aðrarfjár-
leitir. Mikil vinátta ríkti milli bræðra
minna, Þorsteins á Geithömrum og
Guðmundar í Holti, og Eldjáms-
staðasystkina, ég held ég megi segja
að enginn skuggi hafi fallið á þá vin-
áttu.
Það er mikil auðlegð að eignast
vináttu fólks, sem leggur fram það
besta sem í hjarta þess býr. Eld-
járnsstaðasystkinin voru alls tíu tals-
ins, sex eru látin, fjögur á lífi en þrjú
með skerta heilsu. Öll komust þau til
manndóms og þroska, dugleg, vinnu-
söm og vinsæl. Við sem þekktum þau
best stöndum í þakkarskuld við
þennan stóra og samrýnda systkina-
hóp.
Að síðustu kveð ég svo vin minn
Jósef með erindi úr kvæði Þjóð-
skáldsins Davíðs Stefánssonar frá
Fagraskógi, „Höfðingi smiðjunnar".
Hann tignar þau lög, sem lífið
með logandi eldi reit.
Hann lærði af styrkleika stálsins
aðstandaviðöllsínheit.
Hann lærði verk sín að vanda
ogverða engum til meins.
Pá væri þjóðinni borgið,
efþúsundirgerðu eins.
Jakob Björgvin Þorsteinsson.
Iðnaðarhúsnæði sala/leiga
á stór-Reykjavíkursvæðinu
225 fm, 8 m lofthæö, 5 m innkeyrsludyr.
150 fm, 8 m lofthæð, 4 m innkeyrsludyr.
250 fm, 8 m lofthæð, 4 m innkeyrsludyr.
Mjög hagstæð langtímalán geta fylgt.
Upplýsingar í síma 893 3087.
Skrifstofuhúsnæði 54 fm
Til sölu er skrifstofuhúsnæði á 3. hæð við
Ármúla, sem skiptist í eitt skrifstofuherbergi
og stóra afgreiðslu. Húsnæðið verður laust
31. desember nk. Söluverð er kr. 4.690.000.
Upplýsingar veitir Hanna Rúna í síma 515 5500.
ÞJÓNUSTA
Bókhaldsþjónusta A.B.
Getum bætt við okkur bókhaldsverkefn-
um fyrir fyrirtæki og einstaklinga með rekstur.
Bókhaldsþjónusta A.B.,
Háholti 1, 220 Hafnarfirði,
s. 694 3715, bokhald@islandia.is .
HÚSNÆOi ÓSKAST
2ja herb. íbúð óskast á leígu
Kona óskar eftir að taka 2ja—3ja herb. íbúð á leigu
sem fyrst á Reykjavíkursvæðinu, þar sem sann-
gjörn leiga er í boði og heiðarlegir leigjendur.
Á móti eru öruggar greiðslur, góð umgengni,
reglusemi og meðmæli ef óskað er.
Upplýsingar í síma 691 5722.
Til sölu Hraðmynd, sem er framköllunarþjón-
usta og sérvöruverslun á besta stað í bænum.
Um er að ræða vaxandi rekstur sem býður upp
á mikla möguleika.
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Gunnlaugs-
son, fasteignasali, í síma 470 2202.
Fasteigna- og skipasala Austurlands ehf.
J6na» A. Þ. Jónuon. hdi. XampnatfZ
Hllmtr Gunnlaugtton, hdl. Símb 4V0 7200/Fw: 470 2201
IflggiMr og ibpaMUc Nwfangi íaM«jgna*a**«ji»urUn<i
Frábært atvinnutækifæri
ó EnilcctöAmYi
Til sölu
ritfanga- og gjafavöruverslun á besta
stað í Þorlákshöfn. Miklir möguleikar
fyrir duglegt fólk. Upplýsingar í símum
483 3300, 855 0802 og 892 2588.
I.O.O.F.R.b.1 = 15011148-9.III.*
áf
Guðspeki-
samtökin
í Reykjavík
Jan Ruben, ritari Guðspekisam-
takanna á Norðurlöndum, heldur
fyrirlestur um hin Nýju Alheims-
trúarbrögð föstud. 17. nóv. kl. 20
í húsnæði Nýju Avalon mið-
stöðvarinnar, Hverfisgötu 105, 2.
hæð. Jan verður einnig með
námskeið laugard. 18. nóv. frá kl.
10—17 um hópstarf á nýrri öld. Á
námskeiðinu verður farið í hóp-
æfingar auk fræðilegs innleggs
um hópstarf út frá guðspeki og
nútíma sálfræði. Upplýsingar og
skráning á námskeiðið er í síma
562 4464 og 567 4373.
FÉLA6SLÍF
□ HLlN 6000111419 IVA/ H.v.
□ Hamar 6000111419 I
□EDDA 6000111419 I Frl 1
AD KFUK
Holtavegi
Fundur í kvöld kl. 20.00.
„Rafiki" er hópur ungs fólks
sem fór til Eþíópíu sl. sumar.
Þau heimsækja okkur með Afr-
íkuminningar sinar.
Allar konur velkomnar.
www.kfum.is .
DULSPEKI
Skyggnilýsingafundur
í kvöld
Margrét
Hafsteinsdóttir
miðill verður með
skyggnilýsinga-
fund í kvöld, 14.
nóv., á Sogavegi
108, Rvík, 2. hæð
(fyrir ofan Garðsapótek). Húsið
opnað kl. 19.30. Fundurinn hefst
kl. 20.30. Miðaverð kr. 1.300.
ÝMISLEGT
„ Au-paír til Gautaborgar
Óskast til að passa 3ja ára strák í
Gautaborg, Svíþjóð.
Upplýsingar veitir Hrafnhildur í
síma 0046 3184 1238 eftir kl. 19.
Fréttir á Netinu Hmbl.is
ALLTAF e/TTHVAÐ NÝTl