Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 14.11.2000, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 67, FRETTIR Yfirlýsing frá hjúkrunar- fræðingum á Austurlandi Aukið álag og verri þjónusta AUSTURLANDSDEILD Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu varðandi rekstrarerfiðleika Heil- brigðisstofnunar Austurlands: „Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum á Heilbrigðisstofnun Aust- urlands við rekstrarerfiðleika að stríða. Viðbrögð stofnunarinnar eru m.a. fólgin í því að ferilverk eru lögð niður á Sjúkrahúsinu í Neskaupstað og ekki er mannað í veikindaforföll- um á deildum heilbrigðisstofnana í fjórðungnum. Stjórn Austurlandsdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vill koma því á framfæri að sú ráðstöfun að manna ekki í veikindaforföllum starfsmanna nema í neyð, veldur auknu álagi á þá sem eru í vinnunni og leiðir til verri þjónustu fyrir skjól- stæðinga. Þegar starfsfólk vantar er þörfum skjólstæðinga forgangsrað- að á annan hátt en þegar hægt er að halda daglegu skipulagi. Það að ferilverk hafa verið stopp- uð fram að áramótum leiðir til þess að einstaklingar sem þurfa á viðkom- andi rannsókn og/eða meðferð að halda þurfa að fara til Reykjavíkur eða Akureyrar til að fá viðeigandi þjónustu. Væntanlega er ferðakostn- aður greiddur af Tryggingastofnun ríkisins, kostnaður sem fylgir við- komandi rannsók og/eða meðferð greiðist af þeirri stofnun sem við- komandi fer tíl. Fari einstaklingur- inn á stofu hjá sérfræðingi fær hann væntanlega meðferðina að hluta greidda frá Tryggingastofnun gegn framvísun kvittunar og/eða afslátt- arkorts. Tryggingastofnun ríkisins er rekin af fjálögum frá ríkinu og til- heyrir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytinu eins og heilbrigðis- stofnanir og sjúkrahús. I viðbót við þann kostnað sem fell- ur á ríkisstofnanir, er vinnutap og aukinn kostnaður einstaklingsins sem þarf að sækja þjónustu um lengri veg. Stjórn Austurlandsdeildar FÍH telur að þegar upp er staðið sé heild- arkostnaður ríkisins meiri með svona aðgerðum en ef auknir fjár- munir væru veittir til Heilbrigðis- stofnunar Austurlands.“ Málstofa í guð- fræðideild HÍ BISKUP íslands, Karl Sigurbjörns- son, flytur fyrirlestur fimmtudaginn 16. nóvember kl. 17 í málstofu Guð- fræðistofnunar sem hann nefnir: Klerkar í klípu - eða prestar í afhelg- uðu samfélagi. Fyrirlesturinn verður haldinn í V. stofu aðalbyggingar Háskóla íslands og er öllum opinn, segir í fréttatil- kynningu. Morgunblaðið/Þorkell Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross íslands, takast í hendur eftir undirritun samningsins. Samningur Rauða krossins og heilbrigðisráðuneytisins Markmiðið að efla kunnáttu í skyndihjálp HEILBRIGÐIS- og trygginga- málaráðuneytið og Rauði kross ís- lands gerðu nýverið með sér sam- komulag sem hefur þann tilgang að efla og bæta skyndihjálpar- kunnáttu almennings. í kjölfarið mun Rauði krossinn efla verulega áherslu á útbreiðslu skyndihjálp- arkunnáttu meðal almennings. Samkvæmt samkomulaginu hef- ur Rauði krossinn forystuhlutverk í skyndihjálparkennslu hér á landi og skuldbindur sig til að bjóða fólki um allt land aðgang að nám- skeiðum í skyndihjálp. Jafnframt mun Rauði krossinn gefa út nauð- synlegt fræðslu- og kennsluefni og sjá um menntun leiðbeinenda. Þá felst í samningnum að heil- brigðis- og tryggingamálaráðu- neyti og Rauði krossinn gefi sam- eiginlega út viðurkenningu til þeirra einstaklinga og vinnustaða sem sótt hafa skyndihjálpar- námskeið á vegum félagsins. Menning’artengt þýskunám í Freiburg Lýst eftir vitnum EKIÐ var á bifreiðina A-2006 fimmtudaginn 9. nóvember þar sem hún stóð mannlaus á gangstétt á Njálsgötu rétt við Klapparstíg. A-2006 er Toyota Camry-fólksbif- reið grá að lit. Tjónvaldur var að bakka úr stæði og vitað að þetta er hvít lítil sendi- bifreið, svokölluð skutla. Tjónvaldur svo og vitni eru beðin að hafa sam- band við umferðardeild lögreglunn- ar í Reykjavík Við Öldugötu 14 í Reykjavík var ekið á bifreiðina UT-162 sem er hvít- ur Cherokee-jeppi og skemmdist hann á hægra afturhorni. Vitað er að litur á bifreið tjónvalds er dökkblár. Atvikið mun hafa gerst einhvern tíman frá þriðjudeginum 7. til laug- ardagsins 11 nóvember. Vitni eru beðin að hafa samband við umferðar- deild lögreglunnar í Reykjavík. -------*+*-------- ■ FÉLAG áhugafólks um Downs- heilkenni heldur félagsfund þriðju- daginn 14. nóvember nk. kl. 20:30 í sal Þroskahjálpar, Suðurlandsbraut 22. Yfirskrift fundarins er „Munu erfðavisindi bæta mannkynið?" Ást- ríður Stefánsdóttir, læknir og MA í heimspeki, dósent við Kennarahá- skóla íslands, mun flytja erindi. Á eftir verður kaffi og umræða. I ljósi allra tækninýjunga og framfara í erfðavísindum og fósturgreiningu finnst stjórn félagins full ástæða til að koma saman og ræða um siðferð- isleg viðhorf. Viljum við útrýma fötl- unum? Er réttur fatlaðra annar? Hvaða skilaboð er verið að gefa börnunum okkar? Á að vera hægt að velja um hvernig barn við viljum eiga? Foreldrar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að koma á fundinn. ------------------ ■ AÐALFUNDUR fslenska dys- lexíufélagsins verður haldinn í húsa- kynnum samtakanna Heimilis og skóla Laugavegi 7, 2. hæð, miðviku- daginn 15. nóvember kl. 20.30. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundar- störf samkvæmt lögum félagsins. HRAÐNÁMSKEIÐ ætlað þeim sem vilja á stuttum tíma ná hámarksár- angri í þýsku verður haldið í Frei- burg dagana 21. janúar - 1. febrúar, 2001. Megináhersla verður lögð á þjálfun talmáls. Þetta er í þriðja sinn sem hópur nemenda heldur til Freiburg en nám- skeiðið er samstarf Endurmenntun- arstofnunai- HÍ og Sprachenkolleg. Bryddað er upp á ýmsum nýjungum á námskeiðinu svo þátttakendur hafi bæði gagn og gaman af. Þýsku- LANDSSAMBAND stangaveiðifé- laga samþykkti eftirfarandi álykt- anir á aðalfundi sínum 28. október sl.: „50. aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga varar eindregið við fyrirhuguðu kvíaeldi á norskum laxi við Islandsstrendur. Margt bendir til þess að villtum laxastofn- um stafi gríðarleg hætta af stór- felldu kvíaeldi á laxi og þess er kraf- ist að náttúran njóti vafans meðan ekki hefur verið sannað að eldið sé með öllu skaðlaust. Rannsaka verð- ur gaumgæfilega hugsanleg áhrif sem kvíaeldi kann að hafa á um- hverfið og náttúru Islands. Glapræði væri að hefja kvíaeldi í stórum stíl að óathuguðu máli og stofna þannig villtum laxastofnum í hættu.“ „Að marggefnu tilefni beinir 50. aðalfundur Landssambands stanga- veiðifélaga þeim eindregnu tilmæl- um til landeigenda og allra annarra, sem kunna að ráðast í framkvæmdir við veiðiár og vötn, að virða í einu og kensla, menning og mannlíf er fléttað saman undir öruggri handleiðslu reyndra kennara við Sprachenkolleg. Kennt verður í 40 kennslustundir en þar við bætist lífleg dagskrá þar sem þátttakendur kynnast menningu, at- vinnulífi og daglegu lífi íbúa þessarar fallegu borgar í Svartaskógi, segir í fréttatilkynningu. Flogið verður beint til Frankfurt og þaðan ekið með rútu til Freiburg. Þar verður gist á nýju hóteli í hjarta borgarinn- ar. Kennsla fer fram í nýjum húsa- öllu lög um lax- og silungsveiði nr. 76/1970. í 43. gr. þeirra laga segir: „Nú er fyrirhugað að taka jarðefni eða gera mannvirki í eða við veiði- vatn sem hætta er á að hafi áhrif á lífríki vatnsins, og skal þá veiðimála- stjóri láta fara fram líffræðilega út- tekt á viðkomandi veiðivatni áður en ráðist er í framkvæmdina. Kostnað af úttektinni greiðir sá er að fram- kvæmdum stendur. Þegar niður- staða liggur fyrir skal heimilt að ráðast í viðkomandi framkvæmdir enda samþykki veiðimálastjóri til- högun þeirra.“ Mörg dæmi, gömul og ný, eru um að bæði einka- og opinberir aðilar hafi virt lög þessi að vettugi og verð- ur ekki við það unað. Ákvæðið var sett til verndar viðkvæmu lífríki og er það krafa stangaveiðimanna að framkvæmdaraðilar sýni sérstaka aðgæslu og fari að lögum, þegar þeir ráðast í verkefni, sem kunna að raska bú- og uppeldissvæðum fiska eða hafa áhrif á fiskveg og fisk- gengd.“ kynnum Sprachenkolleg við Kappler StraBe. Umsjón með þessu námskeiði hafa Danfríður Skarphéðinsdóttir, dr. Oddný G. Sverrisdóttir dósent við HÍ og Stefan Pflaum deildarstjóri í Sprachenkolleg í Freiburg. Kynning fer fram í húsakynnum Endur- menntunarstofnunar, Dunhaga 7, miðvikudaginn 15. nóvember, kl. 20. Skráningarfrestur er til 1. desember. Upplýsingar fást hjá Endurmennt- unarstofnun HÍ og á vefsíðunum. Málþing um höfundar- rétt á efni í söfnum FÉLAG um skjalastjóm stendur fyr- ir málþingi á morgun, miðvikudaginn 15. nóvember, um höfundarrétt á efni í skjala-, ljósmynda- og minjasöfnum. Þingið hefst í Þjóðarbókhlöðunni, kl. 13 og stendur til kl. 16. Fyrirlesarar em: Páll Sigurðsson, prófessor í lögfræði við Háskóla ís- lands, Ólafur Ásgeirsson þjóðskjala- vörður, Ögmundur Helgason, for- stöðumaður handritadeildar Landsbókasafns Islands - Háskóla- bókasafns, Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, Magnús Guð- mundsson, skjalavörður Háskóla ís- lands, Knútur Braun, lögfræðingur Myndstefs, María Karen Sigurðar- dóttir, forstöðumaður Ljósmynda- safns Reykjavíkur, Rósa Þorsteins- dóttir, deildarstjóri á Stofnun Árna Magnússonar, og Hallgerður Gísla- dóttir, deildarstjóri þjóðháttadeildar Þjóðmipjasafns Islands. Fundarstjóri er Magnús Guðmundsson, skjala- vörður Háskóla Islands. Tími - orka - peningar - TIMI - orka - peningar er heiti á nýju námskeiði Ásmundar Gunn- laugssonar, jógakennara, sem hefst næstkomandi mánudag, 20. nóvem- ber. „Námskeiðið hentar öllum sem vilja gæða líf sitt meiri velgengni án þess að fórna andlegri og líkamlegri heilsu,“ segir í fréttatilkynningu. Ennfremur segir að kennt verði hvernig hægt er að nota jóga til að losa um uppsafnaða streitu og spennu, starfa án ótta og streitu, draga úr áhyggjum, auka orku, minnka eirðarleysi og ófullnægju og skapa aukið frelsi fyrir sig og fjöl- skyldu sína. Engin þekking á jóga er nauðsyn- leg en kenndar verða nokkrar jóga- stöður, öndunaræfingar og slökun. Ásmundur Gunnlaugsson hefur kennt miklum fjölda íslendinga jóga og frá árinu 1994 haldið fjölmörg námskeið undir yfirskriftinni Jóga gegn kvíða þar sem kenndar hafa verið leiðir til að nota jóga til að tak- ast á við kvíða, þunglyndi og fælni og í fréttatilkynningu segir að þau nám- skeið verði haldin áfram en nýja námskeiðinu sé ætlað að koma til móts við þarfir þeirra sem vilja leita nýrra leiða til að komast undan erf- iðu álagi í daglegu lífi. Námskeiðið hefst mánudaginn 20. nóvember. Kennt verður í sjö skipti, á mánudögum og miðvikudögum klukkan 19.30. Skráning og nánari upplýsingar era í síma Yoga stúdíós, Auðbrekku 14, Kópavogi. ------♦_*_♦----- Fyrirlestur um einkenni rúmenskrar tungu MAURO Barindi flytur opinberan fyrirlestur í boði heimspekideildar Háskóla Islands í stofu 101 í Lög- bergi miðvikudaginn 15. nóvember kl. 17.15. Mauro Barindi er fræðimaður á sviði rúmenskrar tungu. Hann út- skrifaðist með Laureatus-próf í rúm- ensku frá háskólanum í Padóvu 1992 og hefur dvalist síðan í Rúmeníu þar sem hann hefur fengist við rann- sóknir á rúmenskum þýðingum úr ít- ölsku. ^ I fyrirlestri sínum mun Barindi lýsa einkennum rúmenskrar tungu og byggingu hennar, og fjalla um upprana hennar og stöðu meðal róm- anskra mála. Rúmenska á rætur að rekja til þeirrar latínu sem töluð var á Balkanskaganum þegar Rómverj- ar réðu ríkjum (106 til 272 e. Kr.) í nýlendu sinni þar, sem þeir nefndu Dakíu. Þrátt fyrir langan viðskilnað frá öðram rómönskumælandi þjóð- um, og ágang slavneskra þjóða og Ungverja, tókst Rúmenum að varð- veita mál sitt. Það hefur um margt sérstöðu meðal rómanskra mála, m.a. vegna þess að það hefur að hluta til haldið fallbeygingum latín- unnar, og vegna þess að orðaforðinn er mjög mótaður af slavneskum" áhrifum, en einnig áhrifum frá ung- versku, tyrknesku, frönsku og ít- ölsku. Allir era velkomnir á fyrirlestur- inn. ---------------- Námskeið um meðvirkni FJÖSLKYLDURÁÐGJÖF Stefáns Jóhannssonar verður með námskeið. um meðvirkni, samskipti, tjáskipti og tilfinningar, föstudagskvöld 17. nóvember og laugardaginn 18. nóv- ember í kórkjallara Hallgríms- kirkju. Dagskráin er sett saman með stuttum fyrirlestrum, vinnublöðum, hópvinnu og videómyndum. Öllum er heimil þátttaka og fer skráning, fram á skrifstofunni. Vara við stór- felldu kvíaeldi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.