Morgunblaðið - 14.11.2000, Qupperneq 76
-^76 ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
MYNDBONP
Hringleika-
hús íþrótt-
anna
Sunnudagar til sælu
Any Given Snnday
I) r a m a
★★★
Leikstjóri: Oliver Stone. Handrit:
John Logan. Aðalhlutverk: AI Pac-
ino, James Woods, Lauren Holly,
Dennis Quaid, Jamie Foxx. (157
mín.) Bandarikin. Sam myndbönd,
1999. Myndin er bönnuð
innan 16 ára.
TONY D’Amato er búinn að þjálí'a
Miami Sharks í mörg ár en félaginu
hefur aldrei gengið eins illa og á nú:
verandi leiktíð. í
einum leiknum
meiðast tveir aðal-
liðsstjórar hans og
verður hann að
grípa til þess ör-
þrifaráðs að notast
við nánast því
óþekkta stasrð,
Willie Berman.
Berman byrjar
glæsilega þ.e. hann kastar upp á leik-
völlinn sem síðar verður að einkennis-
merki hans. Þótt Berman standi sig
ekki sérstaklega í sínum fyrsta leik þá
sér D’Amato að hann býr yfir tals-
verðum hæfileikum og ekki h'ður á
löngu að Sharks byrja að vinna hvem
leikinn á fætur öðrum. Inn í þetta
blandast pólitík innan vallar og utan.
það er alltaf áhugavert þegar Oliver
.-j.,Stone sendir frá sér mynd og mega
áhorfendur oftast vera vissir um að
vænn skammtur af boðskap leikstjór-
ans fylgi með. I þessari mynd hkir
hann amerískum fótbolta við þá bar-
daga sem áttu sér stað í hringleika-
húsinu á tímum rómversku keis-
ai-anna. Það eru mörg sterk atriði í
myndinni, sérstaklega inni á vellinum
og leikararnir standa sig allir mjög
vel. Sérstaklega er eftirminnileg sen-
an á milli Dennis Quaid og Lauren
Holly þar sem Quaid segist ætla að
hætta að spila, viðbrögð eiginkonunn-
ar em ógleymanleg.
Ottó Geir Borg
, Lærðu að
njóta lífsins!
Leyndarmál herra Rice
(Mr. Rice’s Secret)__________
I) r a m a
★
Leikstjóri: Nicholas Kendall. Hand-
rit: J.H. Wyman. Aðalhlutverk:
David Bowie, Bill Switzer, Teryl
Rothery. (90 mín.) Bandaríkin.
Bergvík, 1999. Myndin er
öllum leyfð.
OWEN er 12 ára gamall krabba-
meinssjúklingur sem hatar það líf
sem honum hefur verið gefið. Eini
vinur hans er herra
Rice (Bowie) en f
byrjun myndarinn-
ar stendur jarðar-
för hans einmitt yf-
ir. Owen erfir
dulmálshring Rice
og finnst honum
það harla ómerki-
legur hlutur í byrj-
un en þegar hann
að sniglast um hús
hins látna þá finnur hann bréf sem er
stílað á sig og er skrifað á dulmáli.
vilefst nú Owen handa við að ráða
leyndarmál Rice en hinn látni virðist
hafa undirbúið þennan leik langt fyr-
ir dauða sinn og brátt byrjar Owen
að vera jákvæðari í garð tilverunnar.
Þetta er ósköp sæt fjölskyldumynd
og stendur hinn ungi Bill Switzer sig
mjög vel. Þótt Bowie gegni veiga-
miklu hlutverki í myndinni þá era at-
_ >»riðin með honum sárafá.
Ottó Geir Borg
Strcep í Óskarsverðlaunahlutverki Sophie ásamt
Peter MacNicol í Sophie’s Choice.
Forræðisdedan í Kramer vs.
Kramer snerti við mörgum.
Meryl Streep og Kevin Kline í hlutverkum sínum í
myndinni Sophie’s Choice.
HÚN er búin að vera skærasta
kvenstjarna heimsins í tæpan ald-
arfjórðung. Vinna til allra helstu
verðlauna, og eiga veigamikinn
þátt í fjöld a-gæða- og gangmynda.
Það þekkir hana hvert mannsbarn.
Hún heitir Meryl Streep, er orðin
fimmtug og gengur atvinnulaus.
Slíkur er veruleikinn sem blasir
við kvenleikurum kvikmynda-
heimsins. Um leið og hrukkunum
fjölgar fækkar hlutverkunum. Þau
stóru og feitu hætta að berast; þau
eru skrifuð fyrir ungu veðhlaupa-
hryssurnar á framabraut Holly-
wood-borgar. Meginreglan er sú
að konur eiga að vera í auka-
hlutverkum og til uppfyllingar um
Ieið og þær nálgast breytinga-
skeiðið. Eins og það hálfa sé ekki
nóg. Streep stendur þó vel að vígi,
hefur átt tiltölulega fáa skelli á
glæsilegum ferli og hefur aldrei
verið betri leikari né fegurri kona.
Skítt með það. Hún má bíða uns
Scorsese hugkvæmist að gera
mynd um Katrínu miklu eða Spiel-
berg um systur Teresu.
Streep er þekktust fyrir að geta
brugðið sér í nánast hvaða hlut-
verk sem er. Það stendur fátt í
vegi fyrir henni; gamanmyndir,
spennumyndir, dramatík, þá á hún
einkar gott með að túlka persónur
af ólíkum þjóðernum, þjóðfélags-
stéttum, almennar bændakonur
sem eðalbornar. Streep er einstak-
lega gáfuð og lagin leikkona með
tignarlegt útlit.
Heimildum ber ekki saman um
hvenær Mary Louise Streep fædd-
ist. Sumar segja 1949, aðrar ’51.
Við skulum fara milliveginn og
segja hana fimmtuga. Það gerðist
allavega í fylkinu New Jersey, þar
sem hún stundaði skólanám og
komst fyrst í kynni við leiklistina.
Lék í allnokkrum skólaleikritum
og hóf markvisst nám í leiklist og
klassískum söng 12 ára gömul. Að
skyldunámi loknu nam Streep við
nokkra af frægustu háskólum
austurstrandarinnar; Vassar, Dar-
mouth og útskrifaðist að endingu
frá leiklistardeildd Yale-háskóla,
þar sem hún kom fram í á fjórða
tug hlutverka. Þaðan lá leiðin
beint á Broadway þar sem henni
óx ásmegin, var t.d. tilnefnd til
Tony-verðlaunanna fyrir leik í
verki Tennessees Williams, 27
Wagons Full ofCotton, ’75. Þá tók
við þátttaka í The New York
Shakespeare Festival og ári síðar,
’77, kom Streep fram í fyrstu sjón-
varpsmyndinni, The Deadliest
Season. Sama ár brá henni einnig
fyrir í fyrsta hlutverkinu á hvíta
tjaldinu, í Juliu, mynd Freds
Zinnemans. Það fór ekki ýkja mik-
ið fyrri henni á móti Jane Fonda
og Vanessu Redgrave. Leikkonan
unga vakti hins vegar heimsat-
hygli fyrir magnaðan leik í Helför-
inni - Holocaust, þáttunum
ógleymanlegu um útrýmingar-
herferð nasista á hendur gyðing-
um í síðari heimsstyrjöldinni.
Þeir færðu henni Emmy-
verðlaunin og aðalhlutverkið í álit-
legri mynd Iítt reynds leikstjóra,
Michaels Ciminos. Hún nefnist The
Deer Hunter (’78), og almennt tal-
in ein af undirstöðumyndum ofan-
verðrar 20. aldarinnar. Á þessum
tíma var Streep í haningjusam-
legri sambúð með John Cazale,
einum leikaranna í myndinni.
Hann var fársjúkur orðinn af
krabbameini þegar hér var komið
MERYLSTREEP
sögu og lést skömmu
síðar. Sfðar á árinu
brá henni fyrir í
Manhattan í litlu en
krassandi hlutverki
lesbíu, fyrrverandi
eiginkonu leikstjór-
ans og aðal-
leikarans, Woodys
Allens. Ári síðar
kom hún enn á óvart
í hárfínum, drama-
tiskum Ieik í klúta-
myndinni Kramer Vs
Kramer.
Níundi ára-
tugurinn gekk í garð
og Streep var komin
í hóp eftirsóttustu og
virtustu leikkvenna
kvikmyndaiðnaðar-
ins. Hún byrjaði ag miklum krafti í
þeirri ágætu mynd The French
Lieutenant’s Woman (’81), og
fylgdi henni eftir með jafnvel enn
glæsilegri frammistöðu í mynd Al-
ans J. Pakula, Sophie’s Choice
(’82)en kúventi Streep ári síðar, er
hún lék ofur venjulega verkakonu
við kjarnorkuver í ádeilunni Silk-
wood sem er byggð á sönnum at-
burðum; konan hvarf sporlaust
rétt áður en hún átti að bera vitni í
umfangsmiklu máli sem snerti ör-
yggismál í þessum umdeildu orku-
verum. Streep var tilnefnd til Ósk-
arsverðlaunanna.
Sápuóperan um Karen Blixen,
Out of Africa (’85), færði Streep
enn eina tilnefning-
una fyrir góða
frammistöðu í oflof-
aðri og holly-
woodseraðri sagn-
fræðiglansmynd. Þá
hafði hún lokið við
tvær, lítt eftir-
minnilegar myndir:
Plenty (’85) ogFall-
ing In Love (’84). Því
næst fór hún með að-
alhlutverkið á móti
Jack Nicholson í
hálfmislukkaðri,
sjálfsævisögulegri
kvikmyndagerð bók-
arinnar Heartburn
(’86), eftir Noru
Ephron, hand-
ritshöfund og leik-
stjóra. Þá var röðin komin að
óþekkjanlegri Streep, sem heilsu-
veilum róna með brenndar tennur
á tímum kreppunnar, í Ironweed.
Sú mynd var sigur fyrir alla sem
að henni komu og færði Streep
Óskarsverðlaunin.
Ári síðar var leikkonan en og
aftur í verðlaunaham, var tilnefnd
fyrir ski'nandi frammistöðu móður
grunaðrar um morð á öræfum
Ástralíu, í A Cry in the Dark.
Myndin færði Streep verðlaun sem
besta leikkonan í Cannes það árið,
og sama heiður frá vandfýsnum
gagnrýnendum fjölmiðla New
York-borgar. 1989 kom skrýtin
mynd eftir sérstakri bók Fay
Meryl Streep hefur
verið ein eftirsóttasta
leikkonan í Hollywood
í rúma tvo áratugi.
SIGILD MYNDBOND
THE DEER HUNTER (1978)
★★★★
Myndin hefst á löngum kafla í stál-
iðnaðarborg í Pennsylvaníu, þar sem
vinirnir De Niro, Savage og Walken
era að ljúka vinnu og er stefnan tek-
in á Víetnam sem er ævintýri í þeirra
augum. Stór hluti hans er brúð-
kaupsveisla Savage, sem jafnframt
er kveðjuveisla félaganna og síðasta
hamingjustund þeirra saman, og
táknræn veiðiferð til fjalla. Síðan er
áhorfandanum, sem persónunum,
grýtt inní blóðbaðið í Víetnam og því
lýst hvernig vinirnir þrír bregðast
við hörmungunum. Síðasti hlutinn
fjallar svo um eftirhreyturnar,
hvernig stríðið lék þá. Myndin er
minna um stríðið en heiðarlegar
manneskjur sem reyna að sætta sig
við kringumstæður sem þær skilja
ekki. Epískt snilldarverk um mann-
raunir og djöfulskap, en ofar öllu
tryggð og vináttu. Ein sterkasta
stríðsádeila kvikmyndasögunnar.
Streep fer með frekar lítið en veiga-
mikið hlutverk vinkonu þeirra félag-
anna. Býður í festum eftir Walken,
sem aldrei mætir, en elskar De Niro.
Er afburðagóð og færði leikkonunni
sína fyrstu óskarstilnefningu og
verðlaun samtaka gagnrýnenda
New York.
IRON WEED (1987) ★★★★
Mögnuð mynd eftir stórkostlegri
bók um mannlega bresti og h'fið á
botninum. Aðalpersónurnar era
drykkjusjúklingar og flækingar und-
ir lok fjórða áratugarins í Albany,
N.Y, þó ekki dæmigerðir rónar.
Hann (Jack Nicholson) er gamall
hornaboltakappi á eilífum flótta und-
an sáram minningum, hún (Meryl
Streep) er vel menntuð, hæfileikarík
og af efnafólki komin, en einhvers
staðar farið útaf sporinu á leiðinni.
Og nú eru þau stödd í Albany, þar
sem öll ósköpin byrjuðu. Grípandi
mynd sem dregur upp dekkri hliðar
mannlífsins á erfiðum tímum þegar
landhlauparar áttu hvergi höfði sínu
að halla. Nicholson og Streep eiga
góðan dag í hlutverkum óhamingju-
fólks sem er að bergja síðustu
römmu dreggjarnar á mislukkuðu
æviskeiði. Minniháttar meistaraverk
í alla staði.
SOPHIE’S CHOICE (1982)
★★★★
Eitt eftirminnilegasta afrek
Streep á tjaldinu er túlkun hennar á
Sophie, pólskættaðri gyðingakonu í
Brooklyn sjötta áratugarins. Hún
býr yfir hræðilegri harmsögu, lífs-
reynslu sem mai'kar hvert fótmál
hennar. Á tímum síðari heimsstyrj-
aldarinnar sat Sophie í illræmdum
fangabúðum naista í Auschwitz og
var neydd til að taka afdrifaríkustu
ákvörðun lífs síns. Omennska, ægi-
legri en orð fá lýst. Hin illu öfl í öllu
sínu veldi samsamast í ákvörðun
djöflanna í Auschwitz. Streep verður
þessi langþjáða kona, jafnvel fram-
burðurinn er ótrúlegt afrek. Myndin
segir einnig frá ástarsambandi henn-
ar við andlega vanheilan snilling og
sjarmör, afar vel leikinn af Kevin
Kline, og saklausan, upprennandi
rithöfund frá SuðuiTÍkjunum sem
Peter MacNicol ljáir barnslegt sak-
leysi og skáldlegt innsæi. Hann er
vísast byggður á bókarhöfundinum
sjálfum, William Styron.
Weldon, Ástir ogævi kvendjöfuls -
She-Devil. Rosanna Arquette er
illþolandi í drottnandi hlutverki en
Streep kemst engu að síður mjög
vel frá sinni litlu og kisulegu rullu
sem gaf henni óvenjulegt tækifæri
í hlutverki minnipokamanneskj-
unnar. Death Becames Her (’89),
brellum hlaðinn gamanhrollur eft-
ir Zemeckis, ein af hæpnari mynd-
um þess ágæta manns. Árið eftir
var leikkonan enn og aftur til-
nefnd fyrir stormandi frammi-
stöðu sína í aðalhlutverkinu í Post-
card From the Edge. Þar tekur
Streep meira að segja lagið. Mynd-
in er byggð á sjálfsævisögulegri
upprifjun viðskipta leikkonunnar
Carrie Fisher við sína frægu og
skapmiklu móður, prímadonnuna
Debbie Fisher, sem Shirley Mc-
Laine leikur með ámóta tilþrifum.
Á eftir fylgdi eitt af aðal-
hlutverkum kvikmyndagerðar
annarrar, frægrar metsölubókar -
Húsi andanna (’93), eftir Isabel
Allende. Mynd Billes Augusts fékk
mjög misjafna dóma, Streep stend-
ur sig vel, líkt og flestir í fagmann-
lega samvöldum leikhóp.
Nú var komið fram á tíunda ára-
tuginn og tími kominn til breyt-
inga. Streep hafði farið á kostum í
gamansömum hlutverkum og
dramati'skum, því tók hún að sér
dæmigert karlahlutverk í spennu-
tryllinum River Wild (’94). Lék
harðsoðna kvensu sem á í höggi
við morðingja, ofan á ógnir fossa
og flúða straummikillar ár. Minnir
nokkuð á Deliverance, og þolir illa
samanburðinn. Streep var engu að
síður í essinu sínu. Þá var röðin
komin að sfðasta, umtalsverða
hlutverki Streep á svipmiklum
ferli. Hún fer undurvel með hlut-
verk bóndakonu sem fellur fyrir
töfrum aðvífandi Ijósmyndara og
heimsmanns, sem skýtur upp koll-
inum til að mynda brýrnar í sveit-
inni hennar þegar bóndi og börn
eru í nokkurra daga kaupstaðar-
ferð. Clint Eastwood leikur á móti
henni og leikstýrir þessari ágætu
mynd, Brýrnar í Madison-sýslu -
The Bridges of Madison County
(’95). Streep hlaut óskarstilnefn-
ingu, hvað annað?
Síðan hefur heldur hallað undan
fæti. Streep stóð sig með ágætum
á móti Leonaddo Di Caprio og
Diane Keaton í Marvin’s Room
(’96), áður en hún vann til enn
einnar tilnefningarinnar fyrir há-
dramatískt hlutverk krabbameins-
sjúklings, eiginkonu og móður í
One True Thing('88). Hún var í
stuttu máli; mynd of margra klúta.
Streep býr sig afar vel undir
hvert og eitt hlutverk. Gott dæmi
um vandvirknina og ögunina er að
hún lærði á fiðlu fyrir tökur Music
ofthe Heart (’99). Sex stundir á
dag í tvo mánuði. Streep tók við
hlutverkinu þegar Madonna hætti
við það (dæmigert fyrir ástandið),
það færði henni tólftu óskars-
verðlaunatilnefninguna og skipaði
Streep við hliðina á Katherine
Hepburne, sem sú leikkona sem
flestar hefur hlotið. Ekki ónýtur
félagsskapur það. Sama ár var hún
valin besta leikkona samti'mans af
hinu víðlesna tímariti, Entertain-
ment Weekly. Streep er hamingju-
söm í einkalífinu og hefur, þrátt
fyrir allt álagið, gefið sér tíma til
að eignast 4 börn með bónda sín-
um.
Sæbjörn Valdimarsson