Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 84

Morgunblaðið - 14.11.2000, Side 84
PÓSTURINN m, fa Einn heimur - eitt dreifikerfi! www.postur.is MORGUNBLADIÐ, KRINGLUNNI 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÓLF 3M0, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJmBLIS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTII ÞRIÐJUDAGUR 14. NÓVEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Mikill óróleiki á ASÍ-þingi vegna stjórnarkjörs og skiptingar sæta í miðstjórn Stefnir í átakakosningu ’um forseta og miðstjórn ALLT útlit er fyrir að mikil átök verði við kosn- ingu á þingi Alþýðusambandsins um næsta forseta sambandsins og fulltrúa í 15 manna miðstjórn ASÍ. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Ari Skúlason, framkvæmdastjóri sambandsins, hafa báðir lýst yfir framboði sínu til embættis forseta. Mikil spenna og óróleiki var meðal þingfulltrúa sem rætt var við í gær vegna yfirvofandi forseta- kosninga og óvissu um skipan miðstjórnar. „Þetta er allt saman algjörlega í loftinu," sagði einn af forystumönnum sambandsins í gærkvöldi. Formaður kjörnefndar lýsir stuðningi við Ara Skúlason Halldór G. Björnsson, formaður Starfsgreina- sambandsins, sem er formaður kjörstjómar ASI- þingsins, segir ljóst að kosningar muni fara fram um forseta. Níu manna kjörnefnd hefur verið falið að gera tillögu til þingsins um forsetaefni, varafor- seta og miðstjórn. Halldór segir ólíklegt að kjör- nefnd muni ná samkomulagi um eina tillögu í emb- ætti forseta nema annar hvor frambjóðandinn dragi framboð sitt til baka. Aðspurður sagðist Halldór sjálfur hafa lýst því að hann hallist að því að styðja Ara Skúlason, „vegna þess að ég tel að við þurfum að fá einhverja breytingu. Þeir eru báðir mjög góðir menn en Al- þýðusambandið þarf að verða sýnilegra en það hefur verið undanfarin ár,“ sagði hann. Skv. dag- skrá þingsins fara kosningar fram síðdegis á mið- vikudag. Ari lýsti því yfir á þinginu í gær að hann hefði ákveðið að verða við áskorunum margra félaga sinna og gefa kost á sér sem forseti sambandsins fari kjömefnd þingsins fram á það. Grétar Þorsteinsson sagði að framboð Ara kæmi ekki á óvart og breytti engu um ákvörðun hans að gefa kost á sér til endurkjörs. VR tekur ekki þátt í starfl kjörnefndar Mikil óvissa er einnig um hvort eitthvert sam- komulag næst um kjör í 15 manna miðstjóm sam- bandsins en skv. tillögum um breytingar á lögum ASÍ, sem liggja fyrir þinginu, fækkar miðstjómar- fulltrúum úr 21 í 15. Gæta þarf jafnvægis á milli landssambanda, stærstu aðildarfélaganna, sem em Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Efling, og á milli landshluta og kynja. „Það er mjög ei-fitt að gera svo öllum líki, menn telja að þeirra hlutur eigi ekki að skerðast en staðreyndin er sú að það er verið að fækka um sex manns og það kemur ein- hvers staðar niður,“ sagði Halldór. Hann sagði að ákveðin forvinna hefði átt sér stað um skipun í miðstjórn en verslunarmenn hefðu lítið viljað koma að þeirri vinnu sem hafi valdið erfiðleikum. VR á ekki fulltrúa í kjömefnd- inni og sagði Halldór að félagið hefði ekki viljað taka þátt í neinni undirbúningsvinnu. „Ég skil það ekki almennilega vegna þess að það er félagsleg skylda félaga að taka þátt í þessu,“ sagði hann. Látum þetta afskiptalaust „Við látum þetta afskiptalaust og það mun hver fulltrúi greiða atkvæði eins og samviskan býður,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður VR, að- spurður um þetta í gærkvöldi. Miðstjórn Rafiðnaðarsambandsins kom saman sl. föstudag og samþykkti stuðning við Ara Skúla- son í embætti forseta. ■ Teikn um/42 Viðgerð á brúnni yf- ir Djúpá lokið BRÚARFLOKKUR Vega- gerðarinnar, undir forystu Sveins Þórðarsonar verkstjóra, lauk síðdegis í gær viðgerð á brúnni yfir Djúpá í Fljóts- hverfi. Miklar skemmdir urðu á brúnni á föstudagskvöld. Styrktarbitar sem halda henni saman að ofan brotnuðu þegar stór vörubíll með trakt- orsgröfu á pallinum ók yfir brúna. Grafan rakst þá í styrktarbitana og braut þá alla af. Við þetta minnkaði burðar- þol brúarinnar verulega og var aðeins hleypt yfir hana bílum sem vom ekki yfir fimm tonn að þyngd. Töfðust flutningabílar því nokkuð en um síðir var þeim hjálpað yfir ána á vaði. Að sögn Gylfa Júlíussonar, reksti-arstjóra Vegagerðarinn- ar í Vík í Mýrdai, em 5 metrar frá gólfi að bitunum en hámarkshæð ökutækja er 4,20 m. Unnið í kuldanum KALT var á starfsmönnum Vikur- vara ehf. í Þorlákshöfn í gær þegar þeir stóðu á vikurhaug og voru að gera við færibandið. Þurftu þeir að nota heitt vatn til að geta hreyft bandið. Vikurvinnsla liggur niðri í frosti vegna þess að þá skekkjast færiböndin auk þess sem vikurinn frýs í köggla. Yó salt á bakka Lækjarins OKUMAÐUR missti stjóm á bíl sín- um vegna hálku við Lækinn í Hafn- arfirði seint í gærkvöldi með þeim af- leiðingum að bíllinn fór með framendann ofan í Lækinn og vó salt á bakkanum. Bflstjórinn var einn á ferð og stóð hann á bremsunum þegar að var komið til þess að bíllinn færi ekki of- an í Lækinn og fljótlega var sett tóg í vs' -annan bfl til að halda við. Síðar kom dráttarbíl og snaraði honum upp á götuna aftur. Maðurinn slapp ómeiddur frá óhappinu, að sögn lög- reglu. Morgunblaðið/Rax Microsoft Offiœ 2001 aoo Skaftahlíð 24 • Síml 530 1800 • Fax 530 1801 Knúið á um staðfestingu íslenska ákvæðisins TEKIST verður á um hvort stað- festa beri „íslenska ákvæðið“ á sjötta fundi ráðstefnu aðildarríkja ramma- samnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sem hófst í Haag í Hollandi í gær. Þar eru sendinefnd- ir um 180 þjóða og Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra sækir fundinn á síðari stigum ásamt fjölmörgum ráð- herrum annaira aðildarríkja. Að sögn Sivjar er mikilvægi fund- arins gríðarlegt fyrir Island enda hyggist íslensk stjórnvöld freista þess að fá „íslenska ákvæðið" viður- kennt en í því felst að tekið sé tillit til lítilla hagkerfa þar sem einstök stór- iðjuverkefni geta haft mikil áhrif á heildarlosun gróðurhúsalofttegunda. Islenska leiðin felst í að losun frá nýjum iðjuverum eða stækkun eldri vera sem leiðir til meira en 5% aukn- ingar á heildarlosun í viðkomandi ríki á tímabilinu 2008-2012, verði haldið utan við losun landsins að uppfylltum tilgreindum skilyrðum. „Eg er hóflega bjartsýn. Þetta er hins vegar gífurlegt hagsmunamál fyrir okkur,“ segir ráðherra. ■ ísland og álið/30-34

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.