Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 6
6 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐID
—O— Fyrirhuguð breikkun
1—Mislæg gatnamót
Hafnarfjörður
Straums- /Js,
,Garður
Keflavík
Kúagerði
Innri-
Njarðvík
Kefiavikur-
flugvöllur
^^drindavík
Reykjanesbraut
Sand-
geröi
Helgafell
Stafnes \
Lætur
af starfi
hæsta-
réttar-
dómara
HJÖRTUR Torfason, hæstaréttar-
dómari, hefur fengið lausn frá
störfum við Hæstarétt íslands frá
og með 1. mars
2001 að eigin
ósk. Forseti ls-
lands skipaði
hann dómara við
réttinn frá og
með 1. mars
1990. Hjörtur
sagði í samtali
við Morgunblaðið
að hann hefði
farið að hugleiða Hjörtur
að hætta dóm- Torfason
arastörfum eftir að hann náði 65
ára aldri í september sl. Stjórn-
arskráin gerir ráð fyrir að hæsta-
réttardómarar geti þá látið af störf-
um án þess að launakjör þeirra
skerðist.
„Ég er að hætta til að geta verið
á lausum kili og snúið mér að ýms-
um störfum. Bæði lögfræðistörfum
og jafnvel einhverjum ritstörfum,"
segir Hjörtur. „Síðan vill þannig til
að ég get núna einmitt um þessar
mundir fengið verkefni sem lög-
fræðilegur ráðgjafí fyrir Lands-
virkjun. Það verður töluverð vinna í
sambandi við það núna á næst-
unni.“
Mun einkum sinna orkusölu-
samningum til stóriðju
Þar mun Hjörtur einkum sinna
orkusölusamningum til stóriðju en
hann var lögfræðilegur ráðunautur
Landsvirkjunar í 25 ár áður en
hann hóf dómarastörf. Sem slíkur
kom hann m.a. að gerð orkusölu-
samninga við álverið í Straumsvík.
„Þetta er vinna sem ég þekki vel og
hafði mikla ánægju af á sínum
tíma,“ segir Hjörtur. Starfíð hjá
Landsvirkjun hafi þó ekki ráðið úr-
slitum um starfslok sín. Hann hefði
þó líklega hætt störfum síðar á
árinu hefði það ekki boðist.
Auk þess að sinna lögfræði- og
ritstörfum býst Hjörtur við að sitja
áfram í Evrópunefnd um lýðræði
með lögum sem starfar á vegum
Evrópuráðsins. Nefndin fjallar að-
allega um stjómarskrármálefni,
réttarfar og kosningareglur. Hjört-
ur var skipaður fulltrúi Islands árið
1998. Nefndinni er einkum ætlað að
vera ríkjum A-Evrópu sem nú vilja
hyggjast ganga í Evrópuráðið til
ráðgjafar.
Morgunblaðið/Högni Sigurþórsson
VEGAGERÐIN hefur lagt fram
tillögu að matsáætlun fyrir breikk-
un Reykjanesbrautar milli Hafn-
arfjarðar og Njarðvíkur sem unnin
var af Hönnun hf. Áætlunin lýsir
framkvæmdinni og hvernig hún
samræmist skipulagsáætlun svæð-
isins. Kynnt er áætlun um á hvaða
þætti umhverfis verður lögð mest
áhersla í skýrslu um mat á um-
hverfisáhrifum.
Breikkun Reykjanesbrautar er
matsskyld þar sem nýir vegir utan
þéttbýlis sem eru 10 km eða lengri
eru matsskyldir. Skipulagsstofnun
kveður upp úrskurð um áætlunina
í janúar og í febrúar á að senda
stofnuninni matsskýrslu. Frestur
til athugasemdar er fram í apríl og
úrskurður Skipulagsstofnunar á að
liggja fyrir í maí. Gert er ráð fyrir
að verkhönnun hefjist á næsta ári
og standi fram á 2002 þegar fram-
kvæmdir eiga að hefjast. Sam-
kvæmt áætlun er gert ráð fyrir
fjárveitingum í verkið árin 2002 til
2010.
Ekki farið um
óraskað svæði
í matsáætluninni er fjallað um
breikkun Reykjanesbrautar milli
marka Hafnarfjarðar og að Seylu-
bi-aut í Njarðvík og er kaflinn 24
km langur. Á þeim kafla eru mis-
læg vegamót á fjórum stöðum: Við
Vatnsleysustrandarveg og Keilis-
veg, við Vogaveg, við Grindavík-
urveg og við Seylubraut og Hafnir.
Undirbúningur að breikkun og
hugsanlegum flutningi Reykjanes-
brautar í Hafnarfirði verður unnin
samhliða endurskoðun á aðalskipu-
lagi bæjarins og segir í inngangi
áætlunarinnar að því sé ekki tíma-
bært að fjalla um þann kafla nú.
Þar segir einnig: „Rétt er að geta
þess að í meginatriðum er verið að
leggja nýjan veg samsíða núver-
andi Reykjanesbraut og því ekki
verið að fara um svæði sem er
óraskað. Umhverfisáhrif breikkun-
ar stofnbrautar eru því ekki eins
umfangsmikil og ef verið væri að
leggja nýja stofnbraut um áður
óraskað svæði.“
I matsskýrslunni á að kynna
hver áhrif framkvæmdanna verða
á umferðaröryggi og verður slysa-
kort fyrir Reykjanesbraut lagt
fram. Þá verður í matsskýrslunni
fjallað um aðra kosti, svo sem að
breikka veginn í þrjár akreinar
þar sem miðreinin yrði eingöngu
notuð til framúraksturs, til skiptis
í hvora átt. Einnig verður gerð
grein fyrir áhrifum þess að halda
veginum óbreyttum.
Markmið breikkunar Reykjanes-
brautar er að auka öryggi og bæta
þjónustu á veginum. Talið er að
um 800 þúsund rúmmetra efnis
þurfi í veginn og nást 300 þúsund
rúmmetrar úr skeringum í veg-
inum en sækja þarf um 500 þús-
und rúmmetra í námur sem nota á
í fyllingar og burðarlög vegarins.
Verður sunnan
núverandi vegar
Nýja akbrautin verður sunnan
núverandi vegar og verða að með-
altali 11 metrar milli akbrautanna.
í áætluninni segir að á nokkrum
stöðum megi búast við að breiddin
milli þeirra verði aukin og verði
bilið verulegt verður leitast við að
halda landinu óröskuðu. Þá er gert
ráð fyrir því að fjarlægja eða fylla
hættulegar ójöfnur í 10 m fjarlægð
frá vegöxl beggja megin vegar.
Jafnframt því sem breikka á
Reykjanesbraut verður kannað
hvort núverandi vegi verði breytt
við Kúagerði og kemur m.a. til
greina á þeim kafla að færa braut-
ina frá sjó.
I matsáætluninni kemur fram að
náttúrufar svæðisins hafi verið
nokkuð vel rannsakað og staðhætt-
ir. Verða notuð fyrirliggjandi
rannsóknargögn en einnig aflað
nýrra gagna og nýjar rannóknir
munu fara fram, m.a. á gróðurfari,
dýralífi og unnin hefur verið út-
tekt á fornleifum á framkvæmda-
svæðinu.
Matsáætlun vegna Reykjanes-
brautar send Skipulagsstofn-
ef þú kaupir HP stafræna myndavél
g Ijósmyndaprentara hjá BT. Nýttu
iér þetta ótrúlega tilboð og taktu
stafrænar myndir um
þessi jól
Gildir meöan
birgöir endast!
Miivfíí
—-----Skeifunni * Hafnarfirði • Kringlunni
Grafarvogi • Reykjanesbæ • Akureyri • Egilsstöðum
Spegilmynd af Flateyri
Flateyri - Stundum má varla í milli sjá hvort snýr
upp og niður þegar myndarvélarauganu er beint að
spegilsléttum haffletinum. Það er því skrýtið til þess
að vita að þótt fjörðurinn sé svona spegilsléttur get-
ur allt eins verið haugabræla á miðunum úti fyrir
fjarðarmynninu.
Þrotabú íslenskrar midlunar
á Vestfjörðum
Kröfurnar nærri
50 milljónir króna
LÝSTAR kröfur í þrotabú íslenskr-
ar miðlunar á Vestfjörðum nema
tæplega 49 milljónum króna. Þar af
eru lýstar forgangskröfur vegna
launa og launatengdra gjalda um 24
milljónir. Af þeim samþykkti skipta-
stjóri 21,8 milljónir. Þar af eru bein
laun 15,8 milljónir en lífeyris-
greiðslur og félagsgjöld 5,9 milljónir.
Bæjarins Besta á Isafirði greindi frá
þessu í gær, en þessa dagana er
Ábyrgðarsjóður launa að ganga frá
launagreiðslum til starfsfólks. Segh-
blaðið að hér sé á ferðinni kærkom-
inn jólaglaðningur til þeirra starfs-
manna sem hafa átti inni laun allt frá
því snemma á þessu ári.
Starfsstöðvar íslenskrar miðlunar
á Vestfjörðum voru vígðar haustið
1999. Þær voru síðan innsiglaðar í
júlí sl. og hafði reksturinn þá ekki
gengið samkvæmt áætlun.
Tungnamenn
vilja Sinfóníu-
tónleika
HREPPSNEFND Biskups-
tungna hefur samþykkt að
óska eftir því að Sinfóníu-
hljómsveit íslands haldi tón-
leika í nýbyggðu íþróttahúsi
Tungnamanna. Frá þessu er
gi-eint á vefsíðu Sunnlenska
fréttablaðsins og þar kemur
fram að dagskrá hljómsveit-
arinnar sé ákveðin nokkuð
langt fram í tímann. Því gera
Tungnamenn sér vonir um að
hljómsveitin geti komið og
leikið fyrir íbúa uppsveita vor-
ið 2002.