Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Mikil aðsókn í matar- og fatagjafír mæðrastyrksnefndar
Neyð folks mikil o g
síst minni en fyrri ár
Morgunblaði/Þorkell
Þingmennirnir Guðmundur Hallvarðsson og Ögmundur Jónasson fræddust um starfsemi mæðrastyrksnefndar.
Biðröð hefur verið hjá
mæðrastyrksnefnd og
segir talsmaður nefnd-
arinnar að fátækt sé
félagslegt vandamál á
Islandi.
BIÐRÖÐIN við húsnæði mæðra-
styrksnefndar er löng og allir í röð-
inni eru að bíða eftir aðstoð nefnd-
arinnar til að fá brýnustu
nauðþurftir íyrir jólin, mat og föt.
Rétt um 1000 umsóknir um aðstoð
hafa þegar borist mæðrastyrksnefnd
og reynt er að sinna öllum. Stórar og
þykkar möppur með umsóknum
skjólstæðinga um hjálp segja söguna
eins og hún er. Öryrkjar, einstæðar
mæður, barnmargar fjölskyldur,
aldraðir, húsnæðislaust skuldum
vafið lágtekjufólk; dæmin eru jafn
ólík og þau eru mörg en allir um-
sækjendur eiga sameiginlegt að
þurfa aðstoð til að halda jól.
„Svona er þetta alltaf,“ segir As-
gerður Flosadóttir, formaður
mæðrastyrksnefndar. „Það er örtröð
hjá okkur og við höfum neyðst til að
hleypa fólki inn í hópum. Það er
mjög sárt þegar við þurfum að loka
dyrunum í dagslok og það er enn fólk
sem bíður úti.“
Að sögn Ásgerðar er neyðin mikil
og síst minni nú en fyrri ár hjá þess-
um fjölmenna hópi fólks, „falda
hópnum“, eins og hún kallar það.
„Okkur sýnist enginn munur vera á
þörfinni nú og fyrir fimm árum. Ef
eitthvað þá hefur fólk enn minna á
milli handanna og margir eiga ekki
fyrir brýnustu nauðþurftum. Fólk
kemur hingað í örvinglan og grætur,
margir svelta svo dögum skiptir og
draga fram lífið á hrísgrjónum og
hafragraut. Það er einnig athyglis-
vert hvemig félagsþjónustan vísar
óhikað á okkur þegar fólk leitar að-
stoðar hjá henni og er synjað. Það
eru bara engin tengsl á milli okkar
og félagsþjónustunnar þar sem
mæðrastyrksnefnd er sjálfseignar-
stofnun."
Spurð hvers vegna hún telji
ásóknina alltaf svo mikla svarar hún:
„Það er ekki við almenning eða fyr-
irtæki að sakast. Fyrirtækin veita
okkur ómælda aðstoð með matar-
gjöfum og fatnaði og almenningur
aðstoðar eftir megni. Við fengum til
dæmis afar góð viðbrögð þegar við
óskuðum eftir sparifötum á böm og
fengum mikið af fínum telpukjólum.
Það em allir meðvitaðir nema stjóm-
málamennimir - fólkið sem þjóðin
kýs inn á þing, það sefur þyrnirós-
arsvefni þótt allir vilji auðvitað vel.
Menn hafa bara ekki gert sér grein
fyrir því hve vandinn er mikill." Til
að vekja þingmenn til umhugsunar
hefur mæðrastyrksnefnd hvatt þá til
að koma í heimsókn og sjá hvemig
staðan er. Sumir hafa hlýtt kallinu -
aðrir ekki. „Menn verða slegnir þeg-
ar þeir sjá hvemig vemleikinn er,
skjólstæðingar okkar hafa svo litlar
ráðstöfunartekjur og fólk hefur það
mjög slærnt."
Jólakjötið á þrotum
Þörfin fyrir aðstoð hefur að sögn
Asgerðar verið svo brýn að mjög
hefur gengið á matarbirgðirnar.
„Núna stöndum við frammi fyrir því
að við eigum ekkert kjöt eftir - það
er allt búið. Þá grípum við til mat-
armiðanna en við verðum auðvitað
að hugsa til þess að þá verðum við að
borga til verslananna í janúar. Þetta
er erfitt eins og gefur að skilja og
sumir skjólstæðinganna em mjög
kröfuharðir og ganga út frá því sem
vísu að hér bíði jólamaturinn degi
fyrir jól. En við höfum ekkert úr
meiru að spila en við fáum.“
Þeir finnast líka sem launa fyrir
veitta aðstoð. Eldri maður kemur
með hangikjötsrúllu og jólapakka,
hann hefur komið færandi hendi fyr-
ir hver einustu jól í 15 ár til að þakka
fyrir „gjafir í æsku“. Hann minnist
þeirra jóla sem bláfátæk og barn-
mörg móðir hans leitaði og naut að-
stoðar nefndarinnar.
„Mæðrastyrksnefnd hefur starfað
í 72 ár en samt sér ekki högg á
vatni,“ segii’ Ásgerður. „Fátækt er
samfélagslegt vandamál sem verður
að leysa. Það er t.d. skelfilegt að
heyra tölur frá Félagi einstæðra for-
eldra þar sem er ályktað að 17% ein-
stæðra foreldra lifi undir fátæktar-
mörkum."
Fátæktin þungur áfellisdómur
yfir samfélaginu
Þegar blaðamann bar að garði
vom þingmennirnir Ögmundur Jón-
asson, Vinstri-grænum og formaður
BSRB, og Guðmundur Hallvarðs-
son, Sjálfstæðisflokki, að kynna sér
aðstæður.
„Þessi félagslegu vandamál em af-
ar víðfeðm og það er erfitt að taka á
þeim með einni lausn, hún er ekki til.
Það þýðir því ekkert að segja að mál-
ið verði bara leyst á einu bretti niðri
á Alþingi - það þarf miklu meira til
en að segja það og við eigum mikið
verk íyrir höndum. Húsnæðismál,
svo sem leigumál og lán til íbúðar-
kaupa til þeirra sem eiga hvað erf-
iðast, þarf að skoða niður í kjölinn og
það þurfa margir að koma til og
leggjast á eitt við lausn vandans. Við
viljum það markmið að öllum líði vel í
þjóðfélaginu - en hvaða leiðir við för-
um til að ná því markmiði greinir
menn á um,“ sagði Guðmundur.
Ögmundur var ómyrkur í máli og
sagði ástandið greinilega slæmt.
„Það er skelfílegt að svo skuli vera
komið hjá einni ríkustu þjóð heims
að fólk þurfi að standa í röð til að
biðja um brýnustu nauðþurftir, mat
og klæði fyrir jólin. Þetta er þungur
áfellisdómur yfir samfélaginu og við
verðum að sameinast um að þvo
þennan smánarblett í burtu.“ Að-
spurður sagði hann enga eina lausn
vera á vandanum heldur þyrftu
margþættar breytingar að koma til.
„Undanfarin ár hafa staðið harðvít-
ugar deilur um hver kjör skuli búa
öryrkjum, öldruðum og láglaunafólki
og hvemig við eigum að skipa hús-
næðismálum okkar, en á flestum
þessum sviðum hefur hallað undan
fæti. Það er vissulega hvatning til að
gera róttækar breytingar að koma
hingað og sjá við hvernig aðstæður
allt of margir íslendingar lifa. Það er
svo margar brotalamir að finna.
Húsnæðisvandinn^ er gífurlegur og
fólk er á götunni. Utgjöld heimilanna
eru meiri en tekjumar þrátt íyrir að
unnið sé myrkranna á milli. Þessi at-
riði og fleiri era fyrst og fremst nið-
urlægjandi fyrir það samfélag sem
býr þegnum sínum þessi kjör og
hlutskipti. Þetta hörmulega ástand
kallar á sameiginlegt átak allra,
hvort sem þeir em í pólitík, verka-
lýðsbaráttu eða hvar sem er; lausnin
er á ábyrgð samfélagsins alls.“
Samanburður á fram-
leiðni atvinnugreina
Samdráttur
í framleiðni
í fískiðnaði
FRAMLEIÐNI í atvinnulífinu hefur
aukist mest á seinustu áram í land-
búnaði, iðnaði, verslun og veitustarf-
semi, eða 1,7-2,6% að meðaltali á ári.
Á sama tíma hefur verið 1,3% sam-
dráttur í framleiðni í fiskiðnaði.
Þetta kemur fram í grein eftir
Svein Agnarsson, hagfræðing á
Hagfræðistofnun Háskóla Islands,
sem bht er í VR-blaðinu, blaði Verzl-
unannannafélags Reykjavíkur.
Sveinn bendir á að árin 1973-1997
hafi svonefnd heildarþáttaframleiðni
vaxið að meðaltali um 0,9% á ári í öll-
um atvinnugreinum nema hjá hinu
opinbera. Mestur var vöxturinn í
fiskveiðum eða 2,2% á ári, en í bygg-
ingarstarfsemi og landbúnaði dróst
framleiðni saman. Framleiðni í land-
búnaði hefur hins vegar tekið við sér
á seinni áram og jókst að meðaltali
um 2,64% á ári á tímabilinu 1993-97
en 0,65% meðalvöxtur var í fiskveið-
umog2,41%íiðnaði.
Lítill framleiðniaukning
í veitingahúsarekstri
Hjá peningastofnunum, í smásölu-
verslun, tryggingastarfsemi og gisti-
húsarekstri óx framleiðni vinnuafls
um 1,5—1,7% á ári á tímabilinu 1973-
1996, en stóð því sem næst í stað eða
dróst saman hjá heildverslunum,
veitingahúsum og í fasteignarekstri
á þessu tímabili. Framleiðni hefur þó
farið mjög batnandi í flestum þess-
ara atvinnugreina á seinustu áram
að veitingahúsarekstri undanskild-
um en meðalvöxtur framleiðni vinnu-
afls í veitingahúsum jókst aðeins um
0,05% á tímabilinu 1993-1996. Svein
segir það vekja sérstaka athygli hve
framleiðni hefur aukist lítið í veit-
ingahúsarekstid.
----------------
Kambanesskriður
Arnarfell með
lægsta tilboðið
ARNARFELL ehf. átti lægsta til-
boðið í hluta af Suðurfjarðarvegi á
Austfjörðum um Kambanesskriður,
tæpar 140 milljónir kr, sem er tæp
80% af kostnaðaráætlun Vegagerð-
arinnar, sem hljóðaði upp á rúmar
175 milljónir kr.
Níu tilboð bárast í verkið og vora
sex þeirra yfir kostnaðaráætlun. Það
hæsta hljóðaði upp á 226 milljónir kr.
Vegarkaflinn er 4,6 kílómetrar að
lengd og liggur um Kambanesskrið-
ur milli Stöðvarfjarðar og Breiðdals-
víkur. Lögð verður klæðning á veg-
inn og fylgir hann að mestu
núverandi vegi nema á 1,3 km kafla
þar sem hann færist neðar í landið.
Matsveinar á hafrannsdknaskipum semja
Um 30% hækkun á
samningstímanum
SKRIFAÐ var í gær undir kjara-
samning ríkisins og Sjómannafélags
Reykjavíkur hjá ríkissáttasemjara
vegna matsveina á hafrannsókna-
skipunum. Gildir hann fram í apríl
árið 2004 og hækka laun á þeim tíma
um nálægt 30% skv. upplýsingum
Jónasar Garðarssonar, formanns
Sjómannafélags Reykjavíkur.
Er samningurinn svipaður samn-
ingum sem gerðir vora í sumar
vegna sjómanna á hafrannsókna-
skipunum. Jónas sagðist vera
ánægður með samninginn og að
meðal mikilvægustu atriða væru
ákvæði um tryggingar matsveina.
SA semur við verkstjóra
í gær var einnig undirritaður nýr
kjarasamningur á milli Samtaka at-
vinnulífsins og verkstjóra og gildir
hann til loka janúar 2004. Laun
hækka um 5,4% frá og með 1. des-
ember 2000 en engin áfangahækkun
er 1. janúar nk. 1. janúar 2002
hækka grannlaun og kjaratengdir
liðir um 3% og aftur um sama hlut-
fall 1. janúar 2003.
í samningnum er m.a. kveðið á
um persónubundin laun í samningn-
um, en þar segir að samið skuli sér-
staklega um laun verkstjóra í ráðn-
ingarsamningi. Umsamin laun
verkstjóra ákvarðist að jafnaði af
fjölda þátta eins og ábyrgð, fjölda
undirmanna, eðli starfs, menntun og
starfsreynslu. Við ákvörðun launa
milli vinnuveitanda og verkstjóra í
ráðningarsamningi skuli laun end-
urspegla vinnuframlag, hæfni,
menntun og færni svo og innihald
starfs og þá ábyrgð sem starfinu
fylgir. „Gæta skal ákvæða jafnrétt-
islaga við launaákvarðanir. Starfs-
maður á rétt á viðtali við yfirmann
einu sinni á ári um störf sin og hugs-
anlega breytingu á starfskjörum,“
segir í samningnum.
Samkomulag
um jarðhita-
veitu í Kína
SAMKOMULAG milli yfirvalda í
Peking í Kína annars vegar og Orku-
veitu Reykjavíkur og Virkis hins
vegar var undirritað í síðustu viku en
það nær til undirbúningsvinnu vegna
áforma um að byggja og reka jarð-
hitaveitu í Lishuiqiao í Peking og
áforma um stofnun sameiginlegs fyr-
irtækis þessara aðila í því skyni.
Samkvæmt upplýsingum frá
Orkuveitunni er þarna hiti í jörðu en
Kínverjar hafa sótt um að halda Ól-
ympíuleikana árið 2008 á þessu
svæði og kann það að auka enn frek-
ar á uppbygginguna.
Samkomulag Peking-borgar, OR
og Vfrkis felur í sér samstarfsverk-
efni næstu 6-8 mánuði, þar sem sér-
fræðingar munu rannsaka nánar
jarðhitasvæðið sem um ræðir og
vinna að forathugun og arðsem-
isáætlun fyrir verkefnið. Þá mun
einnig verða unnið að undirbúningi
að fjármögnun verkefnisins og að
stofnsamningi fyrir sameiginlegt
jarðhitafyrirtæki í Peking. Að sögn
forsvarsmanna Orkuveitunnar hefur
undirbúningurinn notið þýðingar-
mikils stuðnings Ólafs Egilssonar,
sendiherra í Peking. Ennfremur hef-
ur utanríkisráðuneytið aðstoðað hér
á landi við samskipti við Kínverja.