Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Ferðalag um Spán á
sextíu og sjö mínútum
Morgunblaðið/Kristinn
Kristinn Árnason gítarleikari.
SPÆNSK gítartónlist eða réttara
sagt „Spanish Guitar Music“ er
heitið á nýjum hljómdiski þar sem
gítarleikarinn Kristinn Arnason
leikur verk eftir Isaac Aléniz, Vinc-
ente Asencio, Miguel Llobet og
Joaquin Turina. Diskurinn er gef-
inn út af AC-útgáfunni í Hollandi
en hún er í eigu íslendinga og hef-
ur áður gefið út diska með
Sinfóníuhljómsveit Islands og
Kammersveit Reykjavíkur.
Spanish Guitar Music er fjórði
hljómdiskurinn sem Kristinn hljóð-
ritar fyrir AC CLASSICS. Hann
hefur áður hljóðritað diska með
verkum Barrios og Tárrega, Sor og
Ponce og J.S. Bach. Diskurinn með
verkum Sor og Ponce hlaut ís-
lensku tónlistarverðlaunin í flokki
klassískra hljómdiska árið 1997.
Pegar Kristinn er spurður hvaða
verk hann leiki á nýja hljómdisk-
inum segir hann það annars vegar
frumsamin verk fyrir gítar, verk
eftir Turina, Asencio og Llobet en
verkin eftir Albéniz séu útsetning-
ar á píanóverkum hans. ,AJbéniz
var píanóleikari og samdi ekki fyrir
gítar,“ segir Kristinn, „en það var
þegar farið að útsetja verkin hans
fyrir gítar á meðan hann var á lífi.
Hann hreifst mjög mikið af þessum
útsetningum og á að hafa sagt að
verk hans hljómuðu betur á gítar.“
Þau verk sem þú leikur á disk-
inum eru ekki öll þekkt gítarverk.
„Sum verkin eru mjög þekkt,
önnur lítið. Til dæmis eru verkin
eftir Asencio eiginlega bara þekkt
meðal gítarleikara. Hann er þekkt-
astur fyrir verk sín fyrir gítar en
er ekki mjög þekkt tónskáld. Hann
var frá Valencia og var skólastjóri
tónlistarskólans þar. Hin tónskáld-
in eru hins vegar fremur þekkt gít-
artónskáld."
Hvernig valdir þú verkin á disk-
in?
„Mig langaði til þess að spila
spænskt prógramm. Ég bjó á
Spáni í tvö ár fyrir um tíu árum og
mig langaði að gera prógramm
sem sýndi hugleiðingar mínar um
Spán og veru mína þar. Tónlistin á
Spáni er svo fjölbreytileg. Þar búa
fjórar meginþjóðir og hver þeirra
hefur sinn karakter - sem svo end-
urspeglast í tónlistinni."
Hvernig þá?
„Ef við tökum til dæmis fýrsta
verkið á diskinum, Suite Espanola
eftir Albéniz, þá eru það áhrif hans
frá ýmsum stöðum á Spáni. Ég leik
aðeins brot af svítunni en það eru
Sevilla, Granada og Astorias sem
hann er að lýsa í tónum. Hvert
þessara verka lýsir karakter stað-
anna mjög vel.“
Ertu til í að lýsa þeim út frá tón-
unum?
„Sevilla er þrískipt verk; fyrst er
dagur, allt í fullu fjöri og dansinn
er stiginn, síðan kemur dulúðlegur
kafli sem gæti verið að lýsa kvöld-
inu þar sem er ilmur af jasmínum
og öðrum blómum og svo kemur
fyrsti kaflinn aftur og kominn dag-
ur á ný. Þetta er mjög fjörugt
verk.
Yfir Granada er miklu meiri
kyrrð og stilling, eiginlega ang-
urværð. Síðan er Astorias sem er
hérað á Norður-Spáni. Þetta er
mjög fjörlegt verk með sterkum
rytma.
Eitt verkið sem Kristinn leikur
eftir Asencio er Suite Valenciana
en sjálfur bjó hann í borginni Alic-
ante sem er í þessu héraði. Verkin
þrjú sem Kristinn leikur svo eftir
Llobet eru fjögur katalónsk þjóð-
lög.
„Llobet samdi eiginlega aðeins
gítartónlist," segir Kristinn. „Hann
var gítarleikari sjálfur og útsetti
fjölda píanóverka, til dæmis eftir
Albéniz og Granados og fleiri fyrir
gítar. Hann útsetti einnig þjóðlög
frá sínu heimalandi fyrir gítar og
verkin sem ég leik á þessum diski
eru úr því safni.“
Heimalandi? Er það héraðið
þeirra?
„Katalónar kalla það heimaland.
Þeir eru of stoltir til þess að kalla
það hérað; í huga þeirra er þetta
land og þeir vilja helst tala katal-
ónsku.“
Hver er svo Turina?
„Hann var tónskáld sem byrjaði
að semja fyrir gítar að hvatningu
Segovía. Hann samdi fyrsta gít-
arverkið 1923 og samdi alltaf endr-
um og eins fyrir Segovía. Turina
var alhliða tónskáld og samdi alls
kyns tónlist. Hann var líka hljóm-
sveitarstjóri í Teatro Real sem er
konunglega óperan í Madríd. Ég
leik þrjú verk eftir hann: Rafaga,
sem þýðir vindgustur, Fandangu-
illo sem er eins konar fandangod-
ans, en stílfærður, og Hommage á
Tarrega sem er minningarverk um
hinn mikla gítarsnilling Tarrega."
Þú spannar mjög stóran hluta af
tilfinningalífi mannsins á diskinum.
„Já, Spánn er stórt land með
ríka menningu og hefðir. Þar búa
• VÍSNABÓK um fslensku dýrin
er litprentuð barnabók í stóru
broti með myndum eftir Freydísi
Kristjánsdóttur. í bókinni eru vís-
ur og þulur um tólf íslensk dýr.
Sumar vísurnar eru nýjar en aðrar
gamlar, ýmist eftir þekkta höf-
unda eða gamlar þjóðvísur. Kvæði
og vísur um ketti og hunda, hænur
og kýr, hesta, tófur og fleiri dýr
sem búa á íslandi, tamin og villt.
Meðal vísnahöfunda eru Jónas
Hallgrímsson, Hulda, Þorsteinn
Erlingsson, Bólu-Hjálmar, Sigrún
ólíkar þjóðir þótt andalúsíska
menningin sé sú sem Islendingar
þekkja best. En þarna búa líka
þjóðir sem okkur er ekki eins
kunnugt um.“
Var markmið þitt að sýna þá
miklu fjölbreytni sem er í tónlistar-
menningu Spánar?
„Nei, þetta er ekki heildarúttekt
á spænskri tónlistarmenningu.
Þetta er ferðalag á sextíu og sjö
mínútum þar sem mig langaði bara
til þess að spila nokkur af upp-
áhaldsverkum mínum.“
Árnadóttir og Hákon Aðalsteins-
son.
Freydís Kristjánsdóttir hefur
áður myndskreytt fjölda bóka.
Hér teiknar hún íslensku dýrin í
íslensku umhverfi. Freydís og
Oddný S. Jónsdóttir völdu efnið í
bókina.
Útgefandi er Vaka-Helgafell.
Umbrot og hönnun önnuðust Anna
Cynthia Leplar og Björg Vil-
hjálmsdóttir. Bókin er 28 bls. og
prentuð í Danmörku. Leiðbeinandi
verð: 1.990 kr.
Syng
barna-
hjörð
TOJVLIST
G r a f a r v « g s k i r k j a
KÓRTÓNLEIKAR
Aðventutónleikar Gospelsystra
Reykjavíkur, Stúlknakórs Reykja-
víkur og Vocis Feminae. Einsöngv-
ari: Björk Jónsdóttir. Arnhildur
Valgarðsdóttir, orgel/píanó; Krist-
ján Þ. Stephensen, óbó; Eiríkur Ö.
Pálsson, trompet. Sljórnandi:
Margrét J. Pálmadóttir. Þriðjudag-
inn 19. desember kl. 20.30.
SAMEINAÐIR kraftar ofan-
greindra kóra, eða samtals 207 döm-
ur á ýmsum aldri, sungu troðfullri
Grafarvogskirkju aðventusöngva á
þriðjudagskvöldið var. Jafnvel þótt
fríðara kynið eigi í hlut, kemst á
þriðja hundrað barka vart hjá því að
mynda glettilegan gildan radda-
massa, og var þar e.t.v. komin meg-
inskýringin á því hvað sumt á jóla-
lagadagskránni virtist hæggengt og
jafnvel þungt í vöfum. En tök
Margrétar Pálmadóttur á samkynja
kórsöng brugðust ekki frekar en
fyrri daginn, og þrátt fyrir þetta
gríðarmikla apparat tókst furðuoft
að laða fram léttleika sem líktist
frekar 20 manna kór en 200.
Þó ekki með öllu án fegurðar-
bletta. 1. sópraninn í Regina Coeli
(Palestrina) og þónokki-um númer-
um í viðbót var fremur loppinn og
hrár á efstu tónum, hljómborðsleik-
urinn hefði mátt vera öruggari og
sínkari á feilnótur, einsöngvarinn
hafði þrátt fyrir glæsilega mezzo-
hæð áberandi tilhneigingu til að
renna sér upp í tóninn, og þrátt fyrir
sætferskleikann áttu yngstu hnát-
urnar stundum til að glissa á milli í
stað þess að styðja. Eigi að síður var
heildarhjómurinn fallegur og laga-
valið fjölbreytt innan þess þrönga
ramma sem aðventutónleikar bjóða
uppá.
Svo lauslega sé reifuð 22 atriða
dagskrá, var tilbreyting að hlutfalls-
lega sjaldheyrðu en fallegu lagi eins
og Kom þú, kom vor Immanúel.
Maríukvæði Björgvins Þ. Valdi-
marssonar var ljúft og ekki án per-
sónuleika (þrátt fyrir hvað fylgiradd-
ir óbós og trompets gátu í
útsetningunni minnt á Esurientes úr
Magnificat Bachs) sem annað og
nýrra lag hans sem hér var frum-
flutt, Maríubæn, náði ekki að skáka.
Fyrrgreind upprennsli í tóninn
drógu heldur úr annars fallegum ein-
söng Bjarkar Jónsdóttur í Ave
María Kaldalóns en minna bar á
þeim í öðru lagi Sigvalda, Nóttin var
sú ágæt ein, þar sem Stúlknakórinn
myndaði hugljúfan kontrast í viðlagi
annars erindis. Reisn var yfir Jerú-
salem eftir Adolphe Adam, og m.a.s.
slitnasta „lumma“ hans, Ó, helga
nótt, kom nokkuð vel út. Hið velska
Skreytum hús með greinum græn-
um var eitt léttasta jólalagið á dag-
skrá, og hefðu þau mátt vera miklu
fleiri miðað við hvað stjórnandanum
fellur flestum betur að laða fram
jytma og léttleika í hröðum lögum.
Ég get hér ekki stillt mig um
snöggvast að vefengja upprunaleika
þeirrar lokahendingar hvers erindis
í þessu lagi sem nú heyrist oftast
sungin (lalalala so- fa mí re do) - eft-
ir öllu að dæma gömul yfirrödd sem
sölsað hefur undir sig aðalröddina
(remífare mí- re do tí do) og væri
fleygjandi í yztu myrkur.
Næstsíðustu tvö lögin á dagskrá
voru afar fallega mótuð í söng kór-
anna. Fyrst Þá nýfæddur Jesús
(sungið án undirleiks), og svo hið eft-
irtektarverða Jól Jórunnar Viðar
sem vegur salt milli fegurðar og sér-
kennileika. Heims um ból setti síðan
lokapunkt við hæfi.
Ríkarður Ö. Pálsson
Amerískar lúxus
Glæsilegt jólatilboð
Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum
Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með
King Koil heilsudýnunum.
Rekkjan
Skipholti 35 • sími 588 1955
For-
tíðin
könnuð
Fomleifafræðing-
urinn Bretislav
Vachala, frá tékk-
nesku egyptafræða-
stofnuninni virðir
hér fyrir sér lág-
mynd úr steini með
myndum af faraóum
sem nýlega fannst, í
nágrenni Giza í
N orður-Egypta-
landi.
Lágmyndin
fannst auk annarra
muna 14.000 ára
gamalli gröf þar
sem tékkneska
egyptafræðistofn-
unin vinnur nú að
uppgreftri i sam-
vinnu við hóp
egypskra fornleifa-
fræðinga.
Nýjar bækur