Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 39

Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 39 mm mmmmmmmm JON MULIA DJASSSKÍFU DJASS Geisladiskur SÖNGDANSARJÓNS MÚLA ARNASONAR Óskar Guðjónsson og Delerað: Ósk- ar Guðjónsson tenór- og sópr- ansaxófón, Eðvard Lárusson og Hilmar Jensson gítara, Þórður Högnason bassa, Birgir Baldursson og Matthías M.D. Hemstock, trommur og gjöll, og Pétur Grétarsson slagverk. EITT og eitt lag helsta djass- fræðara Islendinga, Jóns Múla Árnasonar, hefur ratað á djassskíf- ur, en það var sannarlega tími til kominn að gefa út heilan djassdisk með söngdönsum hans. Þeir eru sosum ekki allir auðveldir fyrir djassleikara, enda samdir fyrir söngleiki fyrst og fremst. Það er komið á þriðja ár síðan Óskar Guð- jónsson stofnaði hljómsveitina Del- erað til að flytja söngdansa Jóns Múla og voru þrettán þeirra fluttir á frábærum tónleikum í Iðnó hinn 11. ágúst 1998. Húsfyllir var og tónleikarnir endurteknir daginn eftir. Hljómsveitin var hin sama og á disknum, sem hljóðritaður var á tónleikun í Salnum í Kópavogi 31. apríl 1999, utan hvað Einar Valur Scheving sat bakvið trommusettið í stað Birgis Baldurssonar. Þess er skemmst að minnast að tónleikarnir í Iðnó, voru einhverjir bestu íslensku djasstónleikarnir er ég hlýddi á það árið, en ekki var ég viðstaddur í Salnum árið eftir. Oft er svo með tónleika að hlusti mað- ur á hljóðritun frá þeim kemur hún ekki heim og saman við tónleika- upplifunina. Þar spilar margt ann- að inn í en tónlistin. Stemmningin í salnum, útgeislunin frá tónlistar- mönnunum, sefjun augnabliksins. Og svo fór er ég hlustaði fyrst á söngdansa Jóns Múla með Oskari og félögum að mér fannst mikið vanta til að ná þeirri upplifun er ég varð fyrir í Iðnó fyrir vel tveimur árum. Þetta eru að vísu aðrir tón- leikar. Kannski skiptir einhverju máli að Einar Valur, einhver snjall- asti trommari er íslandsdjassinn hefur eignast, er ekki með í Saln- um. Kannski hefur endurtekinn flutningur og tíminn deyft leikgleð- ina og kraftinn sem ríkti í Iðnó, eða kannski var upplifun augna- bliksins svo sterk að endurhljómur úr hljómflutningstækjum fær ekki endurvakið hana. Þetta þýðir þó ekki að diskurinn sé ekki hinn príma. Hann upphefst á ljóðrænum hugleiðingum Oskars um Einu sinni á ágústkvöldi. Hér blæs Óskar í beina tenórinn sem er heldur tónmattari en sá bogni þar sem Rollins skín oft í gegn hjá Óskari einsog í næsta ópusi, Brest- ir og brak, þarsem sveiflan var leidd til hásætis. Óskar lætur gamminn geisa í sóló sínum og gít- arleikaramir eins ólíkir og dagur og nótt. Hilmar er yfirvegaður og mjúkur, Eðvarð harður og blús- ER MAMMA EÐA PABBI TANNLÆKNIR? Segðu þeim að gleyma alls ekki jólaballinu í Síðumúlanum, laugardaginn 30. desember kl. 15.00! Með kveðju, Jólasveinninn aður. Næst á diskinum er Sérlegur sendiherra, sérlega fallega blásinn af Óskari í beina tenórinn. Fröken Reykjavík grúvar vel og svo er Ikavikív/Víkivaki leikin afturábak og fundnir skemmtilegir fletir á valsinum til að glíma við. Rjúkandi ráð eru í anda Spike Jones með viðkomu hjá Albert Ayler og félög- um og diskinum lýkur á þeirri ljúfu melódíu, Augun þín blá, en í stað himinblámans íslenska er Karíba- hafið allt í kring. Þrátt fyrir varnaglann er ég sló í upphafi er diskur Oskars og Deler- að með söngdönsum Jóns Múla stórskemmtilegur og vinnur á við hlustun. Bassasóló Þórðar Högna- sonar er aðeins einn, enn í þeim frábæra bassaleikara höfum við því miður heyrt lítið upp á síðkastið. Auk Óskars á Hilmar bestu sólóa disksins en Eðvard Lárusson stendur sig með prýði - hefur þó farið mikið fram sem djassleikara frá því þessi diskur var tekinn upp. Svo er bara að þakka trommurun- um og Pétri Grétarssyni fyrir slag- verkið og marimbuna í Rjúkandi ráði. Vernharður Linnet Jólavaka Sam- ganga l garð kórs Selfoss SAMKÓR Selfoss heldur sína tíundu jólavöku í Selfosskirkju annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 22. Kórinn flytur jólalög frá ýmsum löndum undir stjóm Editar Molnar. Undirleikari er Miklós Dalmay. Gestir jólavökunnar era yngri bamakór Selfosskirkju sem syngur undir stjórn Glúms Gylfasonar. Jólasveinn í heimsókn á hverjum dcgi kl. 15 fram að jólum! TUÖLSKYLDU-OG HOSDÝRACARÐURINN ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Munið eftir skötunni í hádeginu á Þorláksmessu í veitingastofu Þjóðmenningarhússins. Opið alla dagafrá kl. 11.00—17.00. Heitt súkkulaði, heimabakað brauð og kökur. Matur og menning Þar sem gæði og gott irerð fara saman. Jólagjafir fyrir alla! Zllmðit otj mp< . .. ' V. - ; . CðHÍflB 7 ' Nýkomið glæsilegt úrval af kvenfatnaði! Munið raftækin, lækkað verð! Nýtt Uortatímabi' ' Opið virka daga 10-18 Laugardaga 11-18 Sunnudaga 12-18 Full búÖ af vönduðum fatnaði á góðu verði! m 1 húsi Fálkans, Suðurlandsbraut 8, sími: 533 50 90 '' Hnoðmör, hamsar, hangiflot. FISKBUÐIN HAFBERG Gnoðarvogi 44, sími 588 8686 Þorláksmessuskata stórskötumarkaður Hjá okkur færðu ekta vestfirska skötu, þykka, þunna, sterka, milda, saltaða og ósaltaða. Verið vandlát, það erum við. Opið frá kl. 8,00—18.30 Jólahumarinn kominn > + \ V T »'4* _* , . % ■CHX’V- K!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.