Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 40
40 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Stirðlæs börn voru
talin heimsk
BERN SKUBROT nefn-
ist nýútkomin bók
Bjarna Eiríks Sigurðs-
sonar kennara, sem
Mál og mynd gefur út. í
bókinni eru tólf stuttar
sögur um eftirminnileg
atvik úr bernsku höf-
undar og cin saga að
auki frá fullorðinsárum
hans.
í sumum sagnanna
er greint frá skóla-
göngu Bjama á fjórða
áratugnum. Iiann þótti
stirðlæs og leið mikið
fyrir það. „Það kom svo
í ljós löngu síðar að ég
var lcsblindur, en það hugtak var
auðvitað ekki til þá,“ segir Bjarni.
„Stirðlæsir krakkar voru á mín-
um uppvaxtarárum taldir heimskir
og nutu sín ekki sem skyldi. í dag er
þessu vandamáli að sjálfsögðu sýnt
ólíkt meiri skilningur og sjálfur hef
ég unnið með ótölulegum fjölda les-
blindra barna, sem hefðu líklega
verið kölluð heimskingjar áður fyrr
og lögð í einelti eins og ég.“ Bjarni
var þó ágætur í íþróttum og þræl-
sterkur en segist ekki hafa haft
áræði til að bera hönd fyrir höfuð
sér í eineltinu fyrr en sextán ára.
„Þá var hnefinn settur á loft og sá
sem hafði áreitt mig í það skiptið
stóð seint upp. Hvorki hann né aðr-
ir hafa áreitt mig síðan.“
Þegar Bjarni var tíu ára flutti
hann frá Homafirði til Hveragerðis
með móður sinni og fósturföður og
kynntist merkum mönnum eins og
Kristmanni Guðmundssyni rithöf-
undi, skáldunum Jóhannesi úr Kötl-
um, Kristjáni frá Djúpalæk og fleir-
um. „Kristmann var barnbesti
maður sem ég hef kynnst og ég bar
ómælda virðingu fyrir honum. Ég
þvældist í gegnum bók hans Gyðj-
una og uxann þótt stirðlæs væri,
mestmegnis vegna þess hvað ég
mat Kristmann mikils. Hann sýndi
mér, krakkanum, virðingu og bauð
mér í mat til sín og konu sinnar -
þeirrar sjöundu. Þar að auki geng-
um við saman upp í fjöll þar sem
hann apaði eftir fuglum og kenndi
mér að þekkja blóm og steina.
Krisfján frá Djúpalæk var líka af-
skaplega góður maður og milli for-
eldra minna og Kristjáns og Unnar,
konu hans, var góð vinátta. Ég man
þegar Krisfján las upp Ijóð sitt
Slysaskot í Palestínu
heima hjá okkur og
þau miklu áhrif sem
það hafði á mig, tólf
ára drenginn. Ég var
mjög viðkvæmur og
er í raun enn, ég má
varla hlusta á Chleo
Laine án þess að
klökkna. Jóhannes úr
Kötlum var aftur á
móti allt öðruvísi en
Kristmann og Krist-
ján. Hann heilsaði
mér ekki og hunsaði
mig. Þetta gerði það
að verkum að ég átti
afar erfitt með að
varpa birtu á ljóðin hans í æsku.“
Bjarni þekkti fleiri listamenn í
Hveragerði á æskuárum sinum,
m.a. málarana Gunnlaug Scheving,
Höskuld Björnsson og Kristin Pét-
ursson. „Ég fékk að fara inn til
þeirra og mátti horfa á þá vinna. Ég
lærði heilmikið af þeim og það nýtt-
ist mér ágætlega í kennslunni síðar,
þegar ég kenndi teikningu í grunn-
skólanum í Hveragerði."
Er einhver tiltekinn atburður
sem markar Iok bernsku þinnar?
„Já, bernsku minni lýkur þegar ég
er fimmtán ára gamall og fer í
Garðyrkjuskóla ríkisins. Skóla-
stjórinn, Unnsteinn Ólafsson, leyfði
mér að hefja nám við skólann þótt
ég væri of ungur og tveim árum sfð-
ar útskrifaðist ég sem garðyrkju-
fræðingur. Námið gekk mjög vel og
Unnsteinn hvatti mig vel áfram þótt
hann vissi af stirðlæsi mi'nu. Hann
vissi hins vegar að ég var gæddur
ágætum gáfum þrátt fyrir þessa
litlu fötlun og lánaði mér meira að
segja fyrir harmonikku, sem varð
mitt lifibrauð næstu árin, þegar ég
fór að spila á böllum. Á þessum ár-
um voru harmonikkuböllin algeng
og markaðurinn nánast óseðjandi.
Það var því yfirdrifið nóg að gera
fyrir duglegan harmonikkuleikara,
sérstaklega þann sem ekki bragð-
aði áfengi." Þú segir frá því á ein-
um stað að þú hafir verið eitt kvöld
að losna við skaftfellska flámælið
þegar þú komst til Hveragerðis af
þvf þér var strítt á því. Var það eft-
irminnilegt?
„Já, ég skildi ekki hví í ósköp-
unum fósturfaðir minn hafði ekki
lagfært framburðinn hjá mér tím-
anlega til að forða mér frá því að
segja bijóstsekur og veka í stað
viku fyrir framan alla krakkana
sem hlógu bara að sveitakrakk-
anum. Hann tók sig þá til og ruddi
burtu flámælinu á einu kvöldi. Á
fullorðinsaldri hef ég þó unun af því
að hlusta á flámæli og er í raun
skotfljótur að tileinka mér þennan
framburð ef ég dvelst meðal flá-
mælts fólks.“
Fólk var svo ólíkt. Sumir voru
þannig að hann vildi fus-
lega vera hjá þeim, eins og
amma og afi. Þau voru allt-
af svo góð við hann og stríddu honum
aldrei. Meira að segja stóra systir
stríddi honum stundum. Hún fékk
oftast að vera hjá mömmu en hann
var hjá afa og ömmu. Mamma var
fráskilin, hafði farið frá pabba hans,
sagði fólkið. Hann mundi ekkert eftir
pabba sínum.
Hann var bara tveggja ára þegar
hann kom til afa og ömmu. Þar hafði
hann verið meira og minna síðan.
Mamma var stundum heima hjá
þeim en þó vann hún oftar fjarri
heimilinu. Hann saknaði hennar
stundum mikið, sérstaklega þegar
hann varð fyrir glósum fólksins. Þeg-
ar mamma var heima vogaði enginn
sér að uppnefna hann eða skensa.
Hann undi sér vel í sveitinni, átti
leggi, kjúkur og mikið af hornum.
Einnig safnaði hann tómum
tvinnakeflum. Þau voru hvít og svört
en eitt þeirra var rautt eins og hára-
litur hans. Honum þótti vænst um
það.
Afi var með alveg hvítt hár, þykkt
og mikið. Hann var vel þybbinn og
fólkið sagði að hann hefði verið mjög
sterkur þegar hann var ungur. Hann
söng mjög vel og spilaði á orgelið á
bænum. Einnig spilaði afi í kirkjunni
við messur og var forsöngvari þar.
Afi söng mjög hátt og þess vegna
þorði drengurinn líka að syngja hátt
þar sem hann stóð við hliðina á afa í
kirkjunni. Hann ætlaði líka að verða
sterkur eins og afi. Amma var jafn-
stór og afi, nokkuð þybbin líka og af-
skaplega mjúk þegar hún tók hann í
fangið. Hárið grátt og mjög mikið og
náði alveg niður á bak. Hún var alltaf
brosandi en þegar hún sagði eitthvað
og var alvarleg þá vissi hann að allir
hlustuðu og enginn myndi andmæla
henni.
Ur Bernskubrotum
—--------
Bjarni Eiríkur
Sigurðsson
Meint dálæti
á svínum
GRACE
ROSNER
Kvensíöbuxur
þrjár skálmalengdir
mikið úrval
Suðurlandsbraut 50, simi 553 0100,
(bláu húsin við Fákafen).
Opið virka daga 10-18, laugard. 10-16.
Bókerbamagaman
Bókatíðindi 2000
komin út
Félag íslenskra
bókaútgefenda
BÆKUR
B a r n a b « k
ÍSLENSKU HÚSDÝRIN
Teikningar eftir Brian Pilkington
og vísur eftir Hákon Aðalsteinsson.
Iðunn 2000.
HÚSDÝRIN hafa tekið á sig
nýja mynd á harðspjaldamynda-
bókum fyrir yngstu börnin og þá
sem hjálpa þeim að lesa.
Bækurnar eru þrjár talsins, sex
dýrategundir í hverri bók. í þeirri
fyrstu gefur að líta gæsir, svín,
hesta, kýr, refi og hrúta, í bók tvö
endur, kindur, hunda, kalkúna,
kanínur. Og svín. I bók þrjú eru
folöld, geitur, hænsn, kettir, naut
og grísir. Því má velta fyrir sér
hvort refir séu húsdýr, nema átt
sé við eldisrefi, sem einhverjir
vilja kannski gleyma, eða kalkúnn
og kanínur, sem ekki sáust í slíku
hlutverki „í þorpinu heima“. Hvað
þá svín.
Svo má velta því fyrir sér hvaða
dýr teljast íslensk og hvaða dýr
ekki íslensk, eða hvort yfirhöfuð
séu til rammíslensk dýr, hvað þá
húsdýr. Hér er kannski um að
ræða dýr úr ýmsum áttum. Svínin
eru bæði í bók eitt og tvö og grísir
í bók þrjú, myndirnar og vísurnar
reyndar mismunandi en hverju má
kenna meint dálæti á svínum?
Uppáhalds vísa þessa lesanda er
kalkúnavísa í bók tvö: Vappar
hann um víðar lendur/virðulegur
kalkúninn./Á öðrum fæti stoltur
stendur/með stóra rauða trefilinn.
Annað ágætt dæmi er vísan um
naut (með hring í nefi): Stundum
þegar geðið grátt/gengur allt úr
lagi,/öskrað get ég ógnarhátt/eins
og naut í flagi. (Geðstirðir í jóla-
ös?)
Vísurnar eru léttar ög leikandi
og teikningarnar prýðilegar, bæk-
urnar standa því að nokkru leyti
fyrir sínu, þótt sitthvað skorti á
samhengi í útgáfunni. Veruleiki
margra barna er sá að skoða dýr
um helgar í Húsdýragarðinum. Og
kannski í framhaldi af því, á þrem-
ur harðspjaldamyndabókum.
Helga K. Einarsdóttir
Sagnaheimur
Suður-Ameríku
BÆKUR
Skáldsaga
DÓTTIR GÆFUNNAR
Eftir Isabel Allende. Kolbrún
Sveinsdóttir íslenskaði. Mál og
menning, 2000,316 bls.
SAGNAHEIMUR suður-amer-
ískrar menningar er ekki lengur
framandi í huga íslensks lesanda
heldur gamalkunnur. Þessi saga Isa-
bel Allende hefst í Chile hjá bresku
Sommers-íjölskyldunni í kringum
1850. Systkinin Rósa og Jeremy búa
saman og tilheyra betri stétt bresku
nýlendubúanna. Þau fluttust þó frá
Englandi vegna flekkaðs mannorðs
hennar. Hún kynntist ung ástinni
með eldri manni sem þegar var
kvæntur og hafði það áhrif á stöðu
allrar ijölskyldunnar. Jeremy er stíf-
ur og hefur lítinn áhuga á öðru í lífinu
en að koma sér áfram og lifir skírlífi.
Rósa telur sig mun frjálsari sem bú-
stýra bróður síns en eiginkona og
eign ókunnugs karlmanns. Það hent-
ar þeim ágætlega að halda heimili
saman þar sem hvort um sig hefur þá
meira frelsi. Hún sér um heimilis-
haldið og hann sleppur við að taka sér
konu en hann hefur óbeit á náinni
snertingu. John bróðir þeirra er skip-
stjóri sem siglir um öll heimsins höf
og kemur í stopular heimsóknir til
systkina sinna. Hann er glaðsinna og
lifir sjómannslífi með konu í hverri
höfn. Hann og Rósa eiga ágætt skap
saman.
Dag einn er nýfætt stúlkubam skihð
eftir á tröppunum hjá þeim. Sitt sýnist
hveijum um hvort bamið er af bresk-
um eða chileískum ættum. Somm-
ers-systkinin taka það engu að síður
upp á arma sína, ala það og mennta.
Stúlkan, sem hlýtur nafnið Elísa,
lærir þó ekki einungis breska efri-
stéttasiði því hún heldur einnig mikið
til í eldhúsinu hjá móður Fresíu og
öðm innfæddu þjónustufólki. Hún til-
einkar sér það besta úr báðum menn-
ingarheimum en lifir frekar einangr-
uðu lífi innan húsveggja fjölskyld-
unnar. Þegar hún verður gjafvaxta
tekst hún á hendur ferðalag til Kah-
fomíu. Þetta er á tímum guhæðisins
og bjargvættur hennar í þessu nýja
lífi er kínverskur læknir sem rekm- til
og frá um heiminn eftir að hann miss-
ir fótanna þegar eiginkona hans lést.
Þessu verki svipar til flestra suður-
amerískra verka þar sem söguleg
rýni, póhtík og heitar ástríður skipa
stóran sess. Fréttin um gull í
Kalifomíu berst út um heiminn allan.
Næstum allir vfija taka þátt í ævin-
týrinu, fátækir og ríkir, einstæðingar
og heimihsfeður. Margir losa sig á
svipstundu við klafa hugsjóna og
leggja upp í langferð með glýju í aug-
um. Það sem gerir þetta verk ólíkt
mörgum öðmm suðm’-amerískum
verkum er sú fjölbreytta flóra per-
sóna sem þar birtist. Sögusviðið fær-
ist á milU heimsálfa.
Persónumar koma hvaðanæva að
úr heiminum og freista gæfunnar í Utt
byggðu landi, landi tækifæranna. Við
þessar skrýtnu kringumstæður mæt-
ast ólíkir menningarheimai’ og oft
sýður upp úr í samskiptum manna á
miUi. Allir vilja gi’æða og verða stór-
laxar, en veraleikinn er allur annar,
lífið gengur út að lifa af. Leit er það
sem knýr persónumar áfram, allar
leita einhvers. Þessi leit hefur eitt-
hvað takmark en snýst oftar en ekki
upp í andhverfu sína og á meðan
missa persónumar oft af guUnum
tækifæram.
Verkið er skemmtilegt og strax á
fyrstu síðum vaknar þægileg tiUinn-
ing um að framhaldið lofi góðu, sem
það og gerir.
Kristín Ólafs
Beint í hundana
BÆKUR
H a n d b ó k
HUNDARNIR OKKAR
Ritstjóri Herbert Guðmundsson,
Ijósmyndir Ljósmyndastofan Graf-
arvogi. Prentvinnsla Grafík. Útgef-
andi Muninn. 148 bls.
ÁHUGI fólks á hundum og hunda-
haldi virðist fremur fara vaxandi
heldur en hitt og því fengur að öllum
upplýsingum um
hinar ýmsu
hundategundir
og mismunandi
eiginleika þeirra.
Hundabókin okk-
ar svarar ákveð-
inni grundvallar-
þörf á þessu sviði,
þar er að finna
Ijósmyndir af 67
hundategundum sem sagðar era til
hér á landi eða höfundar bókarinnar
telja sig hafa spurnir af hérlendis.
Efnistök bókarinnar eru með
þeim hætti að ein opna er lögð undir
umfjöllun um hveija tegund þar sem
Ijósmynd af hundinum þekur hægri
síðu en á vinstri síðu eru upplýsingar
um upprana tegundarinnar og
helstu einkenni hennar, s.s. skap-
gerð, eðli, útlit, hárafar, þyngd o.þ.h.
Allt eru þetta gagnlegar upplýs-
ingar fyrir lesanda sem er að leita
sér fyrstu upplýsinga um tiltekna
tegund. Bókinni er skipt upp í 10
kafla/flokka eftir flokkunarkerfi sem
kennt er við „fjölþjóðasamtökin
FCI“. Ekki er útskýrt hvað sú
skammstöfun stendur fyrir.
Enginn titlar sig höfund að texta
bókarinnar en í formála er sagt að
texti bókarinnar sé að mestu fenginn
úr „viðurkenndum hundabókum og
af Netinu" og verður ekki annað séð
en útgefendur hafi gengið frjálslega
um höfundarrétt þessa texta. Á öft-
ustu síðu er þó birtur nokkuð ófull-
kominn heimildalisti sem bætir eitt-
hvað úr. En sérkennilegt er að
hvorki skuli nefndir höfundar né
þýðandi/þýðendur textans. Stór galli
er að tegundaheiti skuli ekki birt á
íslensku en þau munu vera til staðar
í langflestum tilfellum. Skýring rit-
stjórans er að þetta sé gert „til þess
að þeir sem það vilja geti leitað beint
eftir frekari upplýsingum á Netinu.“
Fyiir þann sem hér ritar væri ein-
faldast að fara beint á netið og
sleppa bókinni. Eðlilegt hefði verið
að birta tegundaheitin á íslensku og
síðan ensk eða alþjóðleg heiti á
minna áberandi hátt.
Þá er í bókinni stuttur kafli um
uppruna hunda og í bókarlok er kafli
um fóðrun dýra og hvers beri að
gæta þegar fólk velur sér hund.
Fremst í bókinni era tvær síður
helgaðar hundum á íslandi og hefði
sá þáttur allur mátt vera mun ítar-
legri til þess að bókin yrði annað og
meira en stuttaraleg samsuða af
textum úr ýmsum áttum.
I sem stystu máli má segja að
þessi bók leysi úr þörf fyrir þá sem
vita ekkert um hunda og vilja afla
sér fyrstu upplýsinga. Fyrir aðra
sem komnii’ era heldur lengra bætir
hún engu við. Myndirnar eru mjög
misjafnar að gæðum og myndvinnslu
er í sumum tilvikum ábótavant.
Svartir hundar verða að svörtum
klessum svo engin leið er að átta sig
á hárafari þeirra og viðvaningsbrag-
ur er á því hvernig sumar myndanna
hafa verið skomar út og settar sam-
an á síðunum. Allt bendir þetta til
nokkurs flýtis svo koma mætti bók-
inni út íyrir þessi jólin.
Hávar Sigurjónsson