Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Listfrömuð-
ur fallinn
Knud W. Jensen og Karen Blixen á ferðalagi í Grikklandi 1951.
NAFN danska ostakaupmanns-
ins, listfrömuðarins og rithöfundar-
ins Rnuds W. Jensen segir Islend-
ingum almennt ekki mikið, en aftur á
móti þekkja ófáir til listasetursins
sem ber fallega nafnið Louisiana og
enn fleiri til bókaforlagsins Gyld-
endal sem er eitt hið
nafnkenndasta á Norð-
urlöndum. Margir hafa
efalaust lagt leið sína á
listasetrið, sem er í ná-
grenni smábæjarins
Humlebæk, 35-40 kíló-
metra frá Ráðhústorg-
inu í Kaupmannahöfn,
og lætur lítið yfir sér
líkt og fjöldi annarra
viðkomustaða á strand-
lengjunni til Helsingja-
eyrar. Færri munu
þekkja til umbrota-
samrar sögunnar að
baki uppbyggingu
þess, en ég hef nokkr-
um sinnum reifað hana
í skrifum mínum og eftir mig liggur í
það minnsta ein grein um safnið
sjálft og stofnandann. Eg hef aftur á
móti ekki tölu á þeim mikilsháttar
stórsýningum sem haldnar hafa ver-
ið innan veggja þess og ég hef fjallað
um.
Knud W. Jensen fæddist inn í vel
stæða fjölskyldu árið 1916, sonur
stórkaupmannsins, ostaframleiðand-
ans og bókasafnarans Peters Jensen.
Um fóður sinn segir Knud í bók
sinni, Andi staðarins (Stedets ánd),
að helst muni hann eftir fóður sínum
lesandi og bograndi yfir bókum á
Amazon.com ★★★★1/2
„Allir sem hafa áhuga á fótbolta
þurfa að lesa þessa bók ... hún
er reyndar líka fyrir alla hina.
Ég mæli svo sannarlega með
þessari bók!"
- Þór Bæring Ólafsson,FM 95,7
kvöldin, en tæki einhver manninn
tali lagði hann bókina frá sér og
kveikti sér í vindli. Hann var góður
hlustandi, en þegar samtalið fjaraði
út gleymdi hann samstundis um-
heiminum yfir bókunum, tal fólks í
nágrenninu, tónhst eða annar hávaði
raskaði ekki hið
minnsta ró hans. Karl-
inn í þeim mæli merki-
legur safnari að bæði er
freisting og ástæða til
þess að segja aðeins
meira frá honum hér.
Ahugasviðið náði svo til
einungis til danskra rit-
verka, allt frá endur-
reisnartímabilinu,
danskra bóka, eins og
hann sjálfur orðaði það
og lagði í róminn til
áherslu. Þótt maðurinn
þekkti til heimsbók-
menntanna áleit hann
sig ekki hafa þrek til að
stunda þær líka, en
pældi gegnum danskar bækur frá
16., 17. og 18. öld og var þar alæta,
frá skrifum hálærðra til bóka um
hjátrú og almenn húsráð, auk þess
sem bókaskrár voru honum ótæm-
andi brunnur fróðleiks og upplýs-
inga. I miðjum lestri gat hann orðið
uppnuminn af einhverju í lesefninu
og átti það til að takast á loft. Hróp-
aði um leið og hann tók ofan gler-
augun og lagði frá sér stækkunar-
glerið: Er þetta ekki afbragð?
Stórkostlegt! Maðurinn út og í gegn
altekinn og vígður danskri sögu og
menningu langt aftur í aldir og fram
til samtímans.
Frá þessu einkum hermt hér,
vegna þess að sitthvað mjög verð-
mætt virðist sonurinn hafa sótt til
pabba síns, ekki einungis blómlegt
fyrirtækið sem hann tók við að hon-
um látnum árið 1944 heldur vakti
það þjóðarathygli er hinn ungi osta-
kaupmaður keypti öllum að óvörum
meirihluta hlutabréfa bókaforlagsins
Gyldendal árið 1952 og gerðist um
leið stjórnarformaður þess. Forlagið
var í úlfakreppu og ekki skorti úr-
töluraddimar og hrakspárnar, en í
Ijós kom að hér var eldsál á ferð með
brennandi áhuga á listum, bók-
menntum og danskri tungu, sem reif
það upp úr lægð til þeirrar forystu
sem það hafði fyrrum. Ekki er gott
að spá í hver örlög hins sögufræga
forlags hefðu orðið ef ekki hefði kom-
ið til framsýni og menningarhungur
Knuds W. Jensens. Er táknrænt
dæmi þess, að menn eiga að koma til
hlutanna en hlutimir ekki til þeirra,
sömuleiðis til vinnunnar en vinnan
ekki til þeirra, síst af öllu skítugir
fingur misviturra sjórnmálamanna.
Það er aftur á móti sallaklárt, að án
þessa manns hefði vinsælasta, nafn-
kenndasta og mest sótta listasafn
dönsku þjóðarinnar, Lousiana í
Humblebæk, ekki orðið til. Og á
sama hátt og menn koma til vinnunn-
ar koma þeir einnig til hugmynd-
anna, en þær eru síður hlaupandi eða
si-sona fljótandi á fjöl, allt hefur sinn
aðdraganda, maður leitar þeirra ekki
heldur finnur og grípur á lofti og þótt
hægt sé stigið fetið miðar samt veg-
inn fram. Það skeði einmitt á göngu-
ferð 1954, þá Knud var að viðra
hundinn sinn, að gamla herrasetrið
Louisiana bar fyrir augu og mikil
sjónræn fegurð umhverfisins um
leið, Eyrarsund og strandlengja Sví-
þjóðar einnig í sjónmáli. Varð Rnud
fyrir hugljómun og fannst honum
þama kominn tilvalinn staður fyrir
safn danskra og alþjóðlegra núlista
og þar sem hann var maður verk-
anna, „handlingens mand“, eins og
það heitir, tók hann strax til óspilltra
málanna, stofnaði Louisiana-sjóðinn
og keypti húsið og jörðina, héldu þá
ófáir að maðurinn væri endanlega
búinn að missa vitið. Og það vom
með sanni mörg Ijón á veginum,
hann var í samkeppni við sveitar-
félagið þegar hann vildi umbreyta
herrasetrinu í safn og sýningarstað.
Það helst, að sveitarstjórnarmenn
vom búnir að samþykkja að íðilfag-
urt svæðið skyldi lagt undir sorpeyð-
ingarstöð, elliheimili og/eða kirkju-
garð. Ekki gafst Knud upp þótt
hvorki blési byrlega þá né stundum
síðar, sótti mál sitt fast og barst leik-
urinn að lokum inn á borð ráðherra.
Lauk honum trúlega á sögufrægum
fundi þar sem sitt sýndist hverjum,
hart var deilt og flestir á móti, en
skeleggur ráðherrann batt enda á
orðræðuna með því að slá krepptum
hnefa bylmingshögg á borðið og
segja eitthvað á þessa leið: „Ef hing-
að kemur maður sem búa vill til llf
þar sem á að vera sorp og/eöa dauði
ber okkur skylda til að leyfa honum
það.“ Knud bar framgang allrar
framsækinnar myndlistar mjög fyrir
bijósti og hafði þegar haft fram-
kvæðið að stofnun samtakanna List
á vinnustað (Kunst pá arbejdsplads-
en) sem keypti og miðlaði aðallega
list yngri kynslóða. Honum var á
þessum ámm fengið það hlutverk,
ásamt Juliusi Bomholt, mennta- og
menningarmálaráðherra, að leggja
línurnar um framtíð listmenningar í
Danmörku, sem var kímið að þeiiri
blómstrun sem við blasir í dag. Halar
líkast til inn beint og óbeint hundmð
milljarða í beinhörðum gjaldeyri ár-
lega og eykur stóram við ris þjóð-
arinnar fyrir manneskjulega ásýnd.
Ekki liðu nema fjögur ár þar til
Louisiana-safnið var formlega opnað
sem gerðist 14. ágúst 1958 og síðan
hefúr það dafnað og aukið við sig til
að verða loks að þeirri fjölbreyttu
miðstöð sjónlista og sjónmennta sem
það er í dag. Þó ekki án á köflum
heiftúðugra mótmæla héraðsbúa
sem lengstum sáu meiri nytsemi í
sorpeyðingarstöð, elliheimili og/eða
kirkjugarði og í raun margra ann-
arra erfiðleika, svo sem þegar Knud
vildi að gestum liði vel og innréttaði
stóran veitingasal þar sem fram-
reiddur skyldi heitur og kaldur mat-
ur ásamt áfengu öli og víni, og á
tímabili einnig rekstarörðugleika.
Hann hefur verið minnugur þess, að
er hinn hlédrægi bókasafnari faðh-
hans vildi gera vel við útsendara sinn
á bókauppboðin sem menn nefndu
einfaldlega Th, en sá var lítið á móti
heimsins lystisemdum og þungum
mat, feitu fleski og pönnukökum.
Brýndi hann þá fyrir konu sinni að
gefa Th þessum snafs með matnum,
nokkur glös af góðu koníaki með
kaffinu og loks vel útilátinn viskí-
sjúss. Á Louisiana-listasetrinu geta
allir látið sér líða vel, þangað kemur
fólk í hátíðarskapi og fær sér hress-
ingu í dásamlegu umhverfi um leið
og það skoðar samtímalist frá öllum
heimshornum og vel hannaðar stór-
sýningar. Hér er ekki talað niður til
fólks og engir múrar reistir, heldur
miðast allt við heilbrigða miðlun til
fjöldans.
Knud varð fyrsti forstöðumaður
safnsins og helgaði því allt sitt líf, var
driffjöðrin og sálin í öllu þar til fyrir
nokkram áram að hann lagði rekst-
urinn fyrst í hendur Lars Nittves og
svo Pouls Eriks Töjners en var þar
áfram daglegur gestur.
Skrifaði nokkrar bækur; Slareff-
enland eller Utopia. Velfærdstatens
kulturpolitik (1966), Mit Lousiana liv
(1985), En samtale með Niels Birger
Wamberg (1992), Stededs ánd (1994)
og De glade givere (1994).
Einn helsti rökstuðningur Knuds
Wadums Jensens í upphafi var að
safnið í 0rdrupgárd í nágrenni
Klampenborgar sæktu 8.000 gestir
heim árlega, hann vísaði einnig til
þess í hinum hörðu deilum vegna
stækkunar Louisiana löngu seinna
að þegar Hanne Finsen varð for-
stöðumaður 0rdrupgárd-herraset-
ursins og safnsins í nágrenni Char-
lottenlund og Klampenborgar og fór
að skipuleggja sýningar hafi talan tí-
faldast. Nú koma að jafnaði 500.000
gestir á Louisiana árlega, talan hefur
farið yfir 600.000 og rekstur safnsins
sem og skipulag, gjöf listhöfðingjans
til dönsku þjóðarinnar, hefur verið
tekin til eftirbreytni víða um heim.
Hér hefur verið farið hratt yfir
mikla sögu, málið er að maðurinn
með ljáinn sótti hinn aldna hal heim
þriðjudaginn 12. desember, nokkr-
um dögum eftir að hann varð 84 ára.
Bragi Ásgeirsson
Knud W. Jensen
(1916-2000)
„Ég held að jafnvel hörðustu
antisportistar geti skemmt sér
konunglega við lestur Fótbolta-
fárs og betri einkunn er varla
hægt að gefa bókinni."
- Stefán Hrafn Hagalín, Strik.is
„Fyndnasta bók ársins."
-GQ
Uppruni, útlit
og eðli yfii'130
skrautsteina
íítskýrt í þessari
vönduðu og
efnismiklu bók.
Ari Trausti
Guðmundsson,
þýddi og
staðfærði bókina.
Yfir 800 ljósmyndir prýða
þessa skemmtilegu bók.
Tryggvi Ólafsson
ART GALLERY
Besta jólagjöfin
Rauðarárstíg 14 - 16, sími 551 0400
Kringlunni, sími 568 0400
fold@artgalleryfold.com, www.myndlist.is