Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 47
46 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 47
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Arvakur hf., Reykjavík.
Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson.
Ritstjórar: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
TEKJUTENGING í
TRYGGINGAKERFIN U
HÆSTIRÉTTUR hefur fellt
þann dóm, að óheimilt sé að
skerða tryggingabætur ein-
staklings með þeim hætti að tengja
þær við tekjur maka.
I dómi sínum í máli Öryrkjabanda-
lagsins gegn Tryggingastofnun ríkis-
ins vísar Hæstiréttur til þess, að
heimild hafi skort í almannatrygg-
ingalögum frá 1993 til að skerða til-
kall bótaþega til fullrar tekjutrygg-
ingar með setningu reglugerðar.
Gera verði þá kröfu til löggjafans, að
lög geymi skýr og ótvíræð ákvæði um
skerðingu greiðslna úr sjóðum al-
mannatrygginga, sem ákveða megi
með reglugerðum. Þar sem lagastoð
hafi skort fyrir reglugerðinni er
skerðing árin 1994-1998 óheimil.
Lögum um almannatryggingar var
breytt frá 1. janúar 1999 til að nægi-
leg lagastoð væri fyrir setningu
reglugerða um skerðingu bóta, en
Hæstiréttur telur þau stangast á við
þau lágmarksréttindi, sem felist í 76.
grein stjórnarskrárinnar, og þar með
að notið verði mannréttinda, sem 65.
grein stjórnarskrárinnar kveður á
um. í þessum efnum vísar Hæstirétt-
ur m.a. til mannréttindasáttmála,
sem ríkið hafi staðfest.
Dómur Hæstaréttar er um margt
athyglisverður. í fyrsta lagi hefur
enn og aftur komið í ljós, að settar eru
reglugerðir, sem standast ekki lög og
jafnvel stjórnarskrá. Augljóst er, að
endurskoða verður það vinnulag, sem
verið hefur á setningu reglugerða, til
að tryggja, að þær standist. Hvaða
leið er vænlegust í þessum efnum
þarf að kanna, en sú leið er t.d. hugs-
anleg, að áður en reglugerð er gefin
út leggi ráðherra hana fyrir þá þing-
nefnd, sem fjallaði um upphaflegt
frumvarp á Alþingi. Nefndin kanni,
hvort reglugerðin sé í samræmi við
tilgang og vilja Alþingis við lagasetn-
inguna. Leiki vafi á því, að ný lög
samræmist stjórnarskrá, þarf að
sjálfsögðu að afla sérfræðiálits á því í
tíma.
I öðru lagi mun dómur Hæstarétt-
ar vafalaust hafa áhrif á tekjuteng-
ingu almennt í þjóðfélaginu og um-
ræður um réttmæti hennar og
tilgang. Rökin fyrir tekjutengingu
hafa verið þau, að efnaðir og tekjuhá-
ir eigi ekki að fá greiðslur úr al-
mannasjóðum, sem ætlaðar eru til að-
stoðar þeim verst settu. í staðinn sé
hægt að hækka greiðslur til þeirra,
sem þurfa á þeim að halda. Um þetta
snerust umræðurnar um tekjuteng-
ingu, þegar hún var tekin upp að ráði
í efnahagsþrengingunum í upphafi
áratugarins.
Framkvæmd tekjutengingar hefur
hins vegar augljóslega farið úr bönd-
unum og þröskuldurinn verið settur
svo lágt, að hópar manna, sem sátt er
um að eigi að njóta aðstoðar sam-
félagsins, hafa orðið fyrir barðinu á
henni. I þeim efnum hefur m.a. verið
horft til þeirrar fornu reglu, að hjón
hafi gagnkvæma framfærsluskyldu.
Hún á ekki lengur við eftir dóminn,
þegar um skerðingu er að ræða vegna
tekjutengingar.
Dómur Hæstaréttar felur í sér, að
skerðing vegna tekjutengingar megi
ekki eiga sér stað án tillits til stjórn-
arskrárbundinna ákvæða um jafn-
ræði, lágmarksréttindi til aðstoðar
vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnu-
leysis, örbirgðar og sambærilegra at-
vika og án tillits til mannréttinda-
kafla stjórnarskrárinnar og ákvæða
alþjóðlegramannréttindasáttmála.
VINNSLA GAGNAGRUNNS
AÐ HEFJAST
NÍU heilbrigðisstofnanir undirrit-
uðu á Akureyri í fyrradag samn-
inga við Islenzka erfðagreiningu hf.
um söfnun og skráningu upplýsinga í
miðlægan gagnagrunn á heilbrigðis-
sviði og samningar við fleiri heil-
brigðisstofnanir eru í burðarliðnum.
Jafnframt voru undirritaðir samning-
ar ÍE og Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri um kostun ÍE á innrétting-
um og að endingu stofnuðu ÍE og Há-
skólinn á Akureyri upplýsingatækni-
braut við skólann.
Undirritunin fór fram tveimur ár-
um eftir samþykkt laga um gagna-
grunn á heilbrigðissviði. Heilbrigðis-
stofnanirnar níu, sem áttu aðild að
samningnum, voru: Fjórðungssjúkra-
húsið á Akureyri, St. Jósefsspítali í
Hafnarfirði og heilbrigðisstofnanirn-
ar í Vestmannaeyjum, Hólmavík,
Siglufirði, Hvammstanga, Húsavík,
Keflavík og á Akranesi, og við und-
irritunina upplýsti Kári Stefánsson,
að á næstunni kæmi að undirritun við
Landspítalann - háskólasjúkrahús.
Þetta samstarf íslenzkrar erfða-
greiningar við alla þessa aðila mun
skapa tugi nýrra starfa út um allt
land, hátæknistörf, sem verða vel
launuð. Kári Stefánsson sagði: „Þetta
eru umfangsmikil þróunarverkefni,
sem flytjast munu út á landsbyggðina,
þarna skapast spennandi möguleikar
til að búa til eitthvað nýtt í heilbrigð-
iskerfinu."
Ingibjörg Pálmadóttir sagði við
undirritun samninganna, að sjúkra-
stofnanirnar yrðu sterkari eftir en áð-
ur. Samningurinn væri mikilvægur
fyrir íslenzka heilbrigðisþjónustu og
Islendingar gætu horft með tilhlökk-
un til nýrrar aldar. Kristján Þór Júlí-
usson, bæjarstjóri á Akureyri, sagði:
„Með þessu býðst ungu fólki, sem er
að koma úr námi, annar valkostur en
að setjast að á höfuðborgarsvæðinu og
er það vel.“
Éins og af framansögðu má sjá eru
miklar vonir bundnar við þennan mið-
læga gagnagrunn á heilbrigðissviði,
sem mun, sé rétt á haldið, veita ungu
menntuðu fólki mun meiri atvinnu-
möguleika en það áður hafði og von-
andi á þetta framtak einnig eftir að
blása vindi í segl vísindarannsókna á
íslandi, bæði íslendingum sem öðrum
til góða.
Ovissa ríkir um hve víðtækar afleiðingar dómur Hæstaréttar í máli Oryrkjabandalagsins hefur
Forsætisráðherra telur dóminn vekja undrun lögfræðinga
Morgungblaðið/Sverrir
Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður ræðir við félagsmenn í Öryrkjabandalaginu í dómssal,
Reikna skatta og bætur út frá
tekjum hjóna eða einstaklinga
V ekur spurningar um
úrskurðarvald dómstóla
DAVÍÐ Oddsson forsætis-
ráðherra telur að sá hluti
dóms Hæstaréttar, þar
sem segir að skerðingarákvæði
tekjutengingar við maka öryrkja
samræmist ekki jafnræðisreglu
stjómarskrárinnar, sé frekar til-
vísun í pólitískar hugmyndir en
lögfræðileg rök. Sú niðurstaða
hljóti að vekja undrun lögfræð-
inga. Davíð segir dóminn í heild
afar athyglisverðan.
í samtali við Morgunblaðið segir
Davíð að varðandi fyrri hluta
dómsins, um að tenging tekju-
tryggingar öryrkja við tekjur
maka hafi ekld haft nægjanlega
lagastoð á árunum 1994-1998, sé
ekki ástæða til að gagnrýna þá
niðurstöðu. Hún sé í samræmi við
viðteknar kenningar sem leiddar
séu af svonefndri lögmætisreglu,
þegar skýrar lagaheimildir þurfi
til að skerða lögbundin réttindi.
„Síðari hluti dómsins getur hins
vegar vakið margar spurningar
um valdheimildir löggjafans ann-
ars vegar og úrskurðarvald dóm-
stóla hins vegar. í þessum
hluta eru jafnræðisregla
65. greinar stjórnarskrár-
innar og fjölþjóðlegir
samningar notaðir til að
víkja af þeirri leið sem
löggjafinn hefur valið.
Hvað milliríkjasamn-
ingana varðar er einkar
athyglisvert að þeir skuli
vera notaðir með þessum
hætti. Þeir eru ekki not-
aðir til skýringa á lögum eða til að
fylla inn í lagalegt tómarúm, eins
og viðtekin venja hefur verið hér,
heldur eru þessir samningar bein-
línis notaðir til að víkja frá lögum
sem Alþingi hefur sett. Það sem
meira er að engin ákvæði finnast í
þessum samningum sem hægt er
að nota til að rökstyðja þessa nið-
urstöðu,“ segir Davíð.
Dómarar á bólakafi í
skylmingum stjórnmálanna
Forsætisráðherra segir það
sömuleiðis athyglisvert að jafn-
ræðisregla stjórnarskrárinnar
Davíð
Oddsson
skuli vera notuð til að
mæla borgurum önnur
réttindi en löggjafinn
hafði gert. Við það vakni
sú spuming hvort virki-
lega hafi verið verið ætlun
stjórnarskrárgjafans að
færa lagasetningar og
fjárstjómarvakl frá lýð-
ræðislega kjömum
fulltrúum á Alþingi ti!
dómstóla.
„Hafi það verið ætlunin hafa
þarna átt sér stað grundvallar-
breytingar á valdahlutföllum milli
Alþingis og dómstóla þar sem
dómarar, sem ekki era lýðræð-
islega kjörnir, era komnir með
ígildi lagasetningar og fjárstjórn-
arvalds á ákveðnu sviði og þar
með sokknir á bólakaf í hinar
hefðbundnu skylmingar stjómmál-
anna. Það er einmitt það sem mér
finnst hafa gerst í þessu máli,“
segir Davíð. Hann segir ríkis-
stjórnina þurfa að skoða málið en
heilbrigðisráðherra hefur farið
fram á ríkisstjórnarfund í dag.
Stjórnarandstaðan um dóm Hæstaréttar í máli
Öryrkj abandalagsins Regn Tryggingastofnun
Sigur fyrir öryrkja
og réttlæti í landinu
Engin regla gildir um það í íslenskum lögum hvort
leggja skuli skatta eða greiða bætur á grundvelli fjöl-
skyldutekna eða á grundvelli tekna einstaklinga.
Egill Ólafsson fjallar um afleiðingar dóms Hæsta-
réttar í máli Öryrkjabandalagsins en í lok hans er
bent á ákvæði laga um fyrningu
SAMKVÆMT íslenskri löggjöf era
lagðir á skattar og bætur greiddar
ýmist á grandvelli fjölskyldutekna
eða á grandvelli tekna einstaklinga.
Dómur Hæstaréttar í máli Öryrkjabandalags-
ins gæti orðið til þess að knýja löggjafarvaldið
til að taka ákvörðun um það hvora leiðina eigi
að fara. Bæði samtök aldraðra og námsmanna
telja að dómurinn hafi fordæmisgildi íyrir
skjólstæðinga þeirra og viija að lán og bætur til
þeirra verði reiknaðar á grandvelli tekna ein-
staklinga en ekki á grundvelli fjölskyldutekna.
Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur
ASÍ, segir að það hafi aldrei verið tekin pólitísk
ákvörðun um það á íslandi hvort leggja eigi á
skatta og greiða fólki bætur á grandvelli fjöl-
skyldutekna eða tekna einstaklinga. Á sumum
sviðum væri því miðað við fjölskyldutekjur
meðan á öðram sviðum væri miðað við tekjur
einstaklinga. Hún sagði þetta valda ýmiss kon-
ar ósamræmi í greiðslum og skattlagningu.
Víða í lögum er að finna ákvæði þar sem seg-
ir að leggja skuli til grandvallar sameiginlegar
tekjur hjóna. Þetta á m.a. við um skattalög.
Þannig er persónuafslátturinn millifæranlegur
milli hjóna og mörkuð hefur verið sú stefna að
hann verði millifæranlegur að fullu árið 2002.
Hátekjuskatturinn er millifæranlegur að fullu í
dag. Vaxtabætur og bamabætur era reiknaðar
á grundvelli fjölskyldutekna, en ekki tekna
hvers einstaklings fyrir sig. í lögum um félags-
lega aðstoð er einnig miðað við fjölskyldu-
tekjur.
I dómi Hæstaréttar er hins vegar bent á að
tekjur maka skipti ekki máli við greiðslu slysa-
trygginga, sjúkratrygginga, atvinnuleysisbóta
og fæðingarstyrks.
Námsmenn og aldraðir
telja á sér brotið
í reglum Lánasjóðs íslenskra námsmanna er
ekki eingöngu horft á tekjur námsmannsins
heldur eru fjölskyldutekjur lagðar til grand-
vallar ákvörðun um lán. Stúdentaráð hefur
sent frá sér ályktun vegna dóms Hæstaréttar.
„í Ijósi niðurstöðu Hæstaréttar í máli Trygg-
ingastofnunar ríkisins gegn Öryrkjabandalagi
íslands vill stjórn Stúdentaráðs benda á þá
tekjutengingu við maka sem viðgengst í náms-
lánakerfinu. Stúdentaráð hefur lengi gagnrýnt
tekjutenginguna og bent á að hún kunni að
stangast á við 65. gr. stjórnarskrárinnar.
Stjóm Stúdentaráðs telur niðurstöðu Hæsta-
réttar í dag hafa fordæmisgildi varðandi náms-
lánakerfið. Stjómin hefur falið Réttindaskrif-
stofu stúdenta að láta reyna á málið hjá stjórn
LÍN. Verði úrskurður stjómar LÍN neikvæður
verður málið kært til málskotsnefndar LÍN.“
Eiríkur Jónsson, formaður Stúdentaráðs,
sagði að stúdentar hefðu ítrekað bent á þetta
og óskað eftir breytingu á lánareglum. Ekki
hefði verið tekið tilUt til þess enn. Hann sagðist
telja augljóst að gera yrði breytingu á regl-
unum enda væri verið að brjóta stjórnar-
skrárbundinn rétt á stúdentum með sama
hætti og Hæstiréttur hefði dæmt í máli ör-
yrkja.
Sömu reglur gilda um tengingu bóta við
tekjur maka aldraðra og um tekjur maka ör-
yrkja. Það má því draga þá ályktun að dóm-
urinn þýði að stjórnvöld verði að breyta regl-
unum jafnt gagnvart öldraðum sem
öryrkjum. Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt-
arlögmaður telur líklegt að svo sé. Hann
sagðist í þessu máli fyrst og fremst hafa ein-
beitt sér að stöðu öryrkja, en vissulega hefði
hann gert sér grein fyrir að ef málið ynnist
kynni það að hafa áhrif á fleiri.
Benedikt Davíðsson, formaður Landssam-
taka eldri borgara, sagðist telja að dómurinn
snerti aldraða með sama hætti og öryrkja.
Hann sagði að samtök aldraðra hefðu oft
rætt þetta mál við stjórnvöld og óskað eftir
að þessari tengingu bóta ellilífeyrisþega við
tekjur maka yrði breytt. Benedikt sagði að
lögíræðingur landssambandsins myndi fara
yfirþettamál.
Aðalreglan að miða skuli við tekjur
einstaklingsins, segir Hæstiréttur
Eins og áður segir er ýmist miðað við fjöl-
skyldutekjur eða tekjur einstaklings við
álagningu skatta og greiðslu bóta. I dómi
Hæstaréttar segir hins vegar: „Verður að
telja það aðalreglu íslensks réttar að réttur
einstaklinga til greiðslna úr opinberam sjóð-
um skuli vera án tillits til tekna maka. Er það
í samræmi við þá stefnumörkun sem liggur
að baki íslenskri löggjöf um jafna stöðu og
jafnan rétt kvenna og karla nr. 28/1991, sbr.
og 2. mgr. 65. gr. stjómarskrárinnar. í lögum
er þó víða tekið tillit til hjúskaparstöðu fólks.
Má hér nefna skattalög og ákvæði laga um
félagslega aðstoð. Talið hefur verið að ein-
staklingur í hjúskap eða sambúð þurfi minna
sér til framfærslu en sá sem býr einn. Getur
það því átt við málefnaleg rök að styðjast að
gera nokkum mun á greiðslum til einstak-
linga úr opinberum sjóðum eftir því hvort
viðkomandi er í sambúð eða ekki.“
Hæstiréttur telur að almennt eigi að miða
við tekjur einstaklinga frekar en fjölskyldu-
tekjur og vísar í því sambandi til 65. gr.
stjórnarskrárinnar. En tekið er þó fram að
leggja megi fjölskyldutekjur til grundvallar ef
málefnaleg rök séu færð fyrir því. í þessu
sambandi má minna á að þegar málið var flutt
í Hæstarétti lagði lögmaður ríkisins höfuð-
áherslu á að löggjafinn hefði lagt fram mál-
efnaleg rök fyrir gildandi reglum um tekju-
tengingu maka. Á þessi rök féllst Hæstiréttur
hins vegar ekki.
Hæstiréttur benti á ákvæði
um fymingu eftir tvö ár
Ekki liggur fyrir hvaða áhrif dómur Hæsta-
réttar hefur á útgjöld ríkissjóðs. Öryrkjar
sem nutu örorkulífeyris frá Tryggingastofn-
un vora 8.673 á síðasta ári. Ekki liggja fyrir
nýjar tölur um hvað margir fengu skerðingu á
tekjutryggingu vegna tekna maka á því ári,
en árið 1998 vora þeir 2.335. Á síðasta ári
fengu 24.635 ellilífeyri frá Tryggingastofnun,
en ekki liggur fyrir hvað margir voru skertir
vegna tekna maka. Reglum um tengingu bóta
við tekjur maka var breytt í september á
þessu ári. Dregið var úr tekjutengingunni og
hafði sú breyting áhrif á um 3.500 einstak-
linga, 2.000 öryrkja og 1.500 ellilífeyrisþega.
Fyrir Hæstarétti krafðist lögmaður ríkis-
ins þess í varakröfu að dæmt yrði að krafa Ör-
yrkjabandalagsins næði aðeins til tveggja ára
og vísaði þar til fyrningarákvæðis laga.
Hæstiréttur tók ekki afstöðu til þessarar
kröfu frekar en gert var í undirrétti. Hins
vegar segir í lok dóms Hæstaréttar:
„Samkvæmt 3. mgr. 25. gr. laga nr. 91/1991
um meðferð einkamála verður gagnáfrýjandi
talinn réttur aðili máls þessa. Einnig hefur
hann samkvæmt 2. mgr. sömu greinar lög-
varða hagsmuni af því að fá viðurkenningar-
dóm um réttmæti skerðingar tekjutrygging-
ar. Hins vegar er tekjutrygging háð
umsóknum, sem rökstyðja á til dæmis með
skattframtölum og skýram upplýsingum um
hagi bótaþega, sbr. 18. gr. almannatrygginga-
laga. í 48. gr. sömu laga era jafnframt ákvæði
sem huga verður að við ákvörðun lífeyris til
hvers örorkulífeyrisþega um sig. Af ákvæðum
þessum leiðir að af niðurstöðu máls þessa
verður ekki dregin ályktun um rétt hvers ein-
staks lífeyrisþega, enda er hér samkvæmt
kröfugerð gagnáfrýjanda einungis því ráðið
til lykta hvort skerðingarákvæði 5. mgr. 17.
gr. almannatryggingalaga samrýmist ákvæð-
um stjómarskrár.“
í 48. gr. laganna sem Hæstiréttur vísar til
segir: „Bætur, aðrar en slysalífeyrir og
sjúkradagpeningar, skulu aldrei úrskurðaðar
lengra aftur í tímann en tvö ár.“
Hæstiréttur virðist þannig gefa til kynna að
ríkinu sé heimilt að beita fymingarákvæðinu
og greiða bætur aðeins tvö ár aftur í tímann í
stað síðustu sjö ára. Það skiptir að sjálfsögðu
miklu máli varðandi útreikning bóta hvort
þær verða reiknaðar tvö eða sjö ár aftur í tím-
FULLTRÚAR stjórnarand-
stöðuflokkanna á Alþingi
fagna niðurstöðu Hæsta-
réttar í máli Öryrkjabandalagsins
gegn Tryggingastofnun og telja
hana mikinn sigur fyrir öryrkja og
réttlæti í landinu. Um leið gagnrýna
þeir stjómvöld og telja að ekki hafi
þurft að ganga þetta langt með mál-
ið. Formaður Frjálslynda flokksins,
Sverrir Hermannsson, vill að ein-
hverjir verði dregnir til ábyrgðar í
málinu og telur að heilbrigðisráð-
herra ætti skilmálalaust að segja af
sér.
ann.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Öryrkja-
bandalagsins, sagði að öryrkjar væra marg-
sinnis á síðustu árum búnir að benda á að
þessi tenging bóta við tekjur maka fælu í sér
lögbrot eins og Hæstiréttur hefði nú staðfest.
Það væri því í meira lagi óeðlilegt ef ríkið færi
að beita fyrningarákvæði vegna þess að ör-
yrkjar hefðu ekki á sínum tíma gert form-
legar og skriflegar kröfur um þessar
greiðslur.
Reglunum hefur
tvívegis verið breytt
Fyrir liggur að það er gríðarlega mikið og
flókið verkefni að reikna bætumar aftur í tím-
ann. Hjúskaparstaða fólks getur hafa breyst á
þessum tíma. Maki getur hafa fallið frá, fólk
getur hafa slitið hjúskap o.s.frv. Það flækir
enn málið að á þeim áram sem hér um ræðir
hefur reglum um tekjutengingu bóta við
tekjur maka tvívegis verið breytt.
Síðast var reglunum breytt í september á
þessu ári. Þegar sú breyting var gerð sagði
Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra að
hún teldi að ekki væri hægt að ganga lengra í
að draga úr tengingu bóta við tekjur maka án
þess að huga þá um leið að stöðu annarra hópa
öryrkja og aldraðra. Hún sagðist telja að
þessi hópur, þ.e. öryrkjar og ellilífeyrisþegar
sem ættu maka á vinnumarkaðinum, væri
ekki sá sem hefði það verst efnalega og því
væri þörf á að huga að stöðu annarra. Hún
lagði áherslu á að gera best við þá sem verst
stæðu.
Nú er starfandi starfshópur sem falið hefur
verið að skoða greiðslur tryggingabóta til
aldraðra og öryrkja. Starfshópurinn, sem er
undir forystu Ölafs Davíðssonar ráðuneytis-
stjóra, var settur á fót í haust í kjölfar mót-
mæla aldraðra og öryrkja við setningu Al-
þingis. Upphaflega var áformað að hópurinn
skilaði áliti fyrir áramót, en nú er rætt um að
hann skili áliti í febrúar. Hætt er við að hóp-
urinn verði í störfum sínum að taka mið af
dómi Hæstaréttar.
Áhyggjuefni að
Hæstarétt þurfti til
að leiðrétta brotið
Ásta Ragnheiður Jóhann-
esdóttir, þingmaður Samfylking-
arinnar, hefur nokkram sinnum
lagt fram þing-
mál á Alþingi
um afnám tekju-
tengingarvið
maka örorku- og
ellilífeyrisþega.
Þegar Morg-
unblaðið ræddi
við hana um
dóm Hæsta-
réttar sagði hún
sínfyrstuvið-
brögð vera þau að niðurstaðan væri
sigur réttlætisins. Þetta væri einnig
sigur fyrir sjónarmið Öryrkja-
bandalagsins og Samfylkingarinnar
og ástæða væri til að óska öryrkjum
til hamingju með niðurstöðuna.
„Það er ánægjulegt að Hæsti-
réttur skuli hafa komist að þessari
niðurstöðu. í raun er það áhyggju-
efni að það þurfi hæstaréttardóm til
að leiðrétta svpna augljós mann-
réttindabrot. Ég hef margoft bent á
þetta á Alþingi, ásamt öllum þing-
mönnum Samfylkingarinnar. Við
höfum einnig lagt til við fjár-
lagagerð að afnema regluna sem
heimilaði þessa tekjutengingu.
Stjórnarmeirihlutinn hefur aldrei
verið tilbúinn að samþykkja það.
Maður veltir því fyrir sér hvort
stjórnvöld átti sig ekki á því undir
hvaða alþjóðasamninga og -sátt-
mála við höfum gengist. Þessi regla
er arfur frá gömlum tíma og löngu
úrelt. Hún er frá þeim tíma þegar
sjálfsagt þótti að yarpa franifærslu
yfir á ættingja á þeim sem gátu ekki
séð sér farborða með atvinnu. Það
hefði átt að vera búið að afnema
regluna fyrir löngu. Augljóslega var
verið að bijóta mannréttindi á þess-
um hópi fólks,“ sagði Ásta Ragn-
heiður.
Hún taldi það ólíklegt að stjóm-
arflokkarnir gerðu framvarp hennar
að sínu. Þeir þyrftu þó að leggja
fram sambærilegt mál. Ásta Ragn-
heiður benti á að það sama ætti að
gilda um aldraða og ellilífeyri þeirra.
Dómur Hæstaréttar myndi því hafa
víðtæk áhrif. Hún sagðist vita mörg
dæmi þess að tekjutenging við maka
örorkulífeyrisþega hefði skaðað
margar fjölskyldur, komið í veg fyrir
hjónabönd og jafnvel valdið skiln-
uðum. Ásta Ragnheiður sagði enn-
fremur að niðurstaða Hæstaréttar
væri sigur fyrir fjölskyldur lífeyr-
isþega. Hún vonaðist til að stjórn-
völd myndu bregðast skjótt við
dómnum og leiðrétta mál lífeyr-
isþega sem fyrst, áður en Alþingi
kæmi saman að loknu jólaleyfi í lok
janúar.
Að mörgu leyti
tímamótadómur
Þuríður Backman á sæti í heil-
brigðis- og trygginganefnd Alþingis
fyrir hönd Vinstri hreyfingarinnar
-græns fram-
boðs. Hún sagði
við Morgun-
blaðið að nið-
urstaða Hæsta-
réttarímálinu
væri ánægjuleg
en jafnframt
hefði hún komið
sér þægilega á
óvart.
„Þetta hefur
verið eitt af mörgum baráttumálum
okkar í Vinstri hreyfmgunni, að af-
nema eigi tekjutengingu bóta í
tryggingakerfinu og að hver og einn
verði metinn sem einstaklingur en
ekki tengdur við maka. Út frá þeim
reglum og lögum sem hafa verið í
gildi hefur Tryggingastofnun talið
sig getað tekjutengt bæturnar við
maka. Samkvæmt því hefði maður
talið fyrirfram að Hæstiréttur kæm-
ist að annarri niðurstöðu. En órétt-
lætið var eftir sem áður viðhaft og
þess vegna er ánægjan enn meiri
með niðurstöðuna. Dómurinn er í
Þuríður
Backman
raun rýmri en bein lagatúlkun segfri
til um. Ég man ekki eftir öðram
dómi þar sem ákvæði í stjórn-
arskránni vísar veginn. Það er
framsækni sem maður hefði viljað
sjá í fleiri dómum varðandi jafnrétti
og mannréttindi. Þetta er að mörgu
leyti tímamótadómur, sérstaklega
fyrir þá sem minna mega sín, og
umfram það sem margir töldu að
næði fram að ganga,“ sagði Þuríður.
Hún sagði að lögin hefðu greini-
lega verið afgreidd og samþykkt í
snarhasti á Alþingi á lokasprett-
inum fyrir jólin 1998. Vinnubrögðin
væru oft og tíðum forkastanleg þeg-
ar lög væra keyrð í gegn með litlum
undirbúningi og lítilli yfirvegun.
Ráðherra
segi af sér
Sverrir Hermannsson, formaður
Fijálslynda flokksins, velti því upp,
þegar viðbragða hans við dómi
Hæstaréttarvar
leitað, hvort heil-
brigðisráðherra
ogríkisstjómin
öll þyrfti ekki að
segja af sér
vegna þessa
máls. Stjórnvöld
hefðu brotið lög
á öryrkjum og
öldraðum í mörg
ár.
„Hvemig
ætla þeir að taka á slíku framferði?
Það er búið að hamast á þessu áram
saman og svo kemur þessi nið-
urstaða. Svar heilbrigðisráðherra
er að hún deili ekki við Hæstarétt.
Það er mikil frétt, eða hitt þó held-
ur. Ég öfunda ekki þá stjómarherra
sem fá slíka rassskellingu eins og í
dóminum felst. Ef að þetta væri
venjulegt lýðræðisríki, þar sem að
framkvæmdavaldið færi ekki sínu
fram í öllu eins og því sýndist og
þverbryti lög, þá hlyti þetta að .
koma harkalega niður. Að minnsta '
kosti hlýtur sá ráðherra sem aðal-
ábyrgð ber að segja af sér, alveg
sldlmálalaust. Hvenær ætti að
draga einhvern til ábyrgðar, ef ekki
í þessu falli? Ég átta mig ekki á
því,“ sagði Sverrir og vonaðist til að
stjórnvöld hlýddu dómi Hæsta-
réttar og endurgreiddu öi-yi-kjum
það sem oftekið var af þeim.
Sverrir
Hermannsson