Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ
50 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
.——..
Virt stofn-
iteí
un í vanda
Það er meðal annars fyrir þessar sakir,
sem úrskurður meirihluta Hœstaréttar
virðist vera byggður á klutdrœgni frem-
ur en grundvallarafstöðu og hefur verið
haft á orði að í raun hafi fimmmenn-
ingarnirfengið að kjósa tvisvar, fyrst í
nóvember og svo aftur í desember.
G
VIÐHORF
Eftir Karl
Blöndal
eorge Bush er nú í
óða önn að undirbúa
að taka við stjórn-
artaumunum í
Bandaríkjunum og
velta menn nú vöngum yfir því
hvemig honum muni farnast í for-
setastóli. Flestir virðast sammála
um að hann muni eiga erfítt upp-
dráttar og spyrja má hversu langt
sáttahöndin muni duga honum,
uhvort heldur sem er meðal
repúblikana eða demókrata. Það
er hins vegar vert að líta aðeins
betur á þá atburðarás, sem kom
Bush í þessa stöðu, og þá einkum
umdeilda ákvörðun Hæstaréttar
Bandaríkj-
anna í síðustu
viku. Meiri-
hluti rétt-
arins, fímm
dómarar af níu, komst að þeirri
niðurstöðu að of seint væri að láta
talningu allra vafaatkvæða fara
fram í Flórída og sneri þannig við
úrskurði Hæstaréttar Flórída.
Dómararnir miðuðu við að 12.
desember þyrfti að vera búið að
skipa kjörmenn ríkisins, þótt sú
dagsetning hafi aðeins verið sett
til að gefa nægilegt ráðrúm til að
bregðast við athugasemdum þar
til niðurstaða þyrfti að liggja fyrir
í Washington 18. desember. Þess-
ir sömu fímm dómarar höfðu hins
vegar bannað að talning færi fram
á meðan Hæstiréttur væri að
komast að niðurstöðu á þeirri for-
sendu að þá nyti áfrýjandinn, það
er Bush, ekki sannmælis. Rétt-
urinn bannaði sem sé fyrst taln-
inguna og ákvað síðan að ekki
tæki því að telja.
Sögðu fímmmenningarnir með-
al annars að það vantaði staðla
um það hvernig atkvæðin skyldu
talin umfram það að greina „aug-
ljósan vilja“ kjósandans. Mismun-
andi leiðir yrðu sem sagt notaðar
til að lesa úr atkvæðunum bæði
milli sýslna og talningahópa. í
áliti minnihlutans kom fram að
þetta væru hins vegar ekki gild
rök. Svipaðar aðstæður ríktu víða
annars staðar í Bandaríkjunum
og enginn hefði haldið fram að
það stangaðist á við stjómarskrá.
Að auki hefði sennilega verið leyst
úr slíkum málum þar sem einn og
sami dómarinn myndi skera úr
um öll vafaatriði í talningu.
Niðurstaða dómaranna fimm
hefur einnig vakið athygli fyrir
þær sakir að hingað til hafa þeir
keppst við að færa valdið út í hér-
að frá hinu svokallaða alríki. Á
bak við þá hugmyndafræði býr að
rikin skuli eins og hægt er geta
farið sínu fram án afskipta úr höf-
uðstaðnum. Það hefði því verið í
samræmi við þá stefnu, sem hinn
íhaldssami meirihluti dómsins
hefur markað að láta dómsvaldið í
Flórída leiða málið til lykta.
Það er meðal annars fyrir þess-
ar sakir, sem úrskurður meiri-
hluta Hæstaréttar virðist vera
byggður á hlutdrægni fremur en
grundvallarafstöðu og hefur verið
haft á orði að í raun hafí fimm-
menningamir fengið að kjósa
tvisvar, fyrst í nóvember og svo
aftur í desember.
Dómaramir fimm með William
Rehnquist, forseta réttarins í far-
arbroddi, færa lítil rök að nið-
urstöðu sinni og hefur verið fund-
ið að því. Munu lagaprófessorar
nú vera í öngum sínum yfir því
hvernig þeir eigi að útskýra þenn-
an dóm fyrir nemendum sínum.
Eitt sé að láta pólitísk viðmið ráða
ferðinni, en annað að fella úrskurð
án þess að virða einu sinni kröf-
una um faglegan rökstuðning.
Minnihluti ráttai’ins var ómyrk-
ur í máli og í séráliti sagði John
Paul Stevens að þótt tíminn
myndi að lokum lækna það sár,
sem úrskurður meirihlutans veitti
trú fólks á dómskerfið, væri eitt
víst: „Þóttvið munum aldrei vita
með fullri visu hver var sigurveg-
ari forsetakosninganna er full-
komlega ljóst hver tapaði. Það er
traust þjóðarinnar á dómarann
sem óháðan vörð réttvísinnar.“
Clarence Thomas var einn
dómarana fimm, sem komust að
þeirri niðurstöðu að ekki skyldi
talið. Hann sagði þegar hann var
spurður af grunnskólakrökkum
hver áhrif flokkstengsla væri á
niðurstöðu dómara að þau væru
engin: „Eg hef verið hér í átta ár
og ekki séð slíkt gerast.“
Repúblikanar höfðu aldrei í
hyggju að láta forsetastólinn eftir.
Vitaskuld beittu bæði demókratar
og repúblikanar sér af alefli í rétt-
arsölum og hefur meira að segja
komið í ljós að einn lögmanna
demókrata reyndi að stinga gögn-
um undir stól. En utan þeirra
mátti brátt heyra ákveðinn tón
hjá liðsmönnum Bush, þótt sjálfur
héldi hann sig til hlés. Gore var
sakaður um að vera að reyna að
sölsa undir sig forsetastólinn.
Dómarar Hæstaréttar Flórída
voru vændir um að láta hlut-
drægni eina ráða för og nið-
urstaða þeirra yrði ekki látin við-
gangast. Repúblikanar, sem eru
með meirihluta í ríkisþinginu í
Flórída, undirbjuggu sig undir að
velja sjálfir kjörmenn burtséð frá
lyktum talningar ef á þyrfti að
halda. Þegar málið var síðan kom-
ið í hendur Hæstaréttar Banda-
ríkjanna fóru leiðtogar repúblik-
ana að láta að því liggja að þeir
myndu grípa til sinna ráða á þingi
og mátti ráða að þeir myndu láta
koma til stjómarskrárkreppu ef
sigurinn yrði tekinn frá þeim.
Ymsir fjölmiðlar og samtök
hafa í krafti upplýsingalaga farið
fram á að fá að telja þau atkvæði,
sem Hæstiréttur úrskurðaði að of
seint væri að telja. Það er því
sennilegt að nýjar kosningatölur
muni koma frá Flórída þótt op-
inberri talningu sé lokið.
Sagt er að lyktirnar í síðustu
viku sýni að kerfið virki þrátt fyr-
ir allt. Valdaskiptin munu fara
friðsamlega fram og Bandaríkin
halda valdastöðu sinni þótt þau
séu höfð að skotspæni víða um
heim í hvert skipti sem minnst er
á lýðræði og kosningar. Það hefði
hins vegar enginn sagt að kerfið
virkaði ef sama atburðarás hefði
átt sér stað í Mexikó. Sennilega
hefðu bananar orðið vinsælt orð 1
dálkum fréttaskýrenda, en nið-
urstaðan verið sú að það væri svo
sem ekki við meiru að búast.
MINNINGAR
SIGURJÓN F.
JÓNSSON
+ Sigurjón F.
Jónsson fæddist
í Reykjavík 6. aprfl
1925. Hann lést á
Landspítalanum 8.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Jón K. Sigur-
jónsson, prentari, f.
10. aprfl 1885, d.
19. nóv. 1956. Hann
var fæddur í Njarð-
vík eystri. Kona
hans var Sína Ingi-
mundardóttir, f. 11.
aprfl 1889, d. 17.
nóv. 1960. Hún var
fædd á Sörlastöðum í Seyðis-
firði. Systkini Sigurjóns eru
Hjördís, f. 2. sept. 1922, starfs-
maður hjá Landlækni, og Ingi-
mundur prentari, f. 29. sept.
1927, kona hans er Elísa Krist-
jánsdóttir, f. 23. sept. 1927.
Eiginkona Sigurjóns er Ragn-
heiður Sigurðardóttir, lyfja-
tæknir, f. í Vestmannaeyjum
hinn 20. mars 1929, dóttir
hjónanna Sigurðar Bogasonar
frá Búðardal og
Matthildar Ágústs-
dóttur frá Valhöll í
Vestmannaeyjum.
Sigurjón og Ragn-
heiður gengu í
hjónaband 17. des-
ember 1949. Þeirra
börn eru: 1) Jón Ari,
vélvirki, f. 26. janúar
1952, maki Sigríður
Oddný Gunnlaugs-
dóttir, f. 26. maí
1951. Dætur þeirra
eru Hjördís, f. 16.
júní 1974, og Ingileif,
f. 19. maí 1975. Jón
Ari á Hrafnhildi, f. 6. desember
1970, hún ólst upp í Vestmanna-
eyjum. Móðir hennar er Lovísa
Gísladóttir. Jón Ari er búsettur í
Kanada. 2) Matthildur, skrif-
stofumaður, f. 21. janúar 1957,
maki Börkur Bragi Baldvinsson,
kvikmyndagerðarmaður, f. 8.
júní 1963. Börn þeirra eru Breki
Mar, f. 10. janúar 1985, íris
Katrín, f. 5. júlí 1986, og Sig-
urjón Mar, f. 23. júní 1992. 3) Ir-
is Ólöf, textflforvörður, f. 29.
september 1958. Giftist Jóni
Árnasyni, innanhússarkitekt, f.
15. maí 1954. Þau slitu samvistir.
Börn þeirra eru Ragnheiður, f.
18. mars 1986, Árni, f. 20. febr-
úar 1989, og Finnbogi, f. 19. des-
ember 1994. Fyrir átti Jón son-
inn Grím, f. 23. nóvember 1977.
4) Frosti, rekstrarhagfræðingur,
f. 19. desember 1962, maki Auð-
ur Svanhvít Sigurðardóttir, fata-
hönnuður, f. 9. október 1966.
Börn þeirra eru Sindri, f. 20.
mars 1991, Sóley, f. 27. júlí 1992,
og Svandís, f. 30. október 1998.
5) Sigurjón Ragnar, ljósmyndari,
f. 15. inars 1967. Dóttir hans er
Karen Ýr, f. 16. mars 1993, móð-
ir hennar er Ólöf Reynisdóttir.
Sambýliskona Sigurjóns er
Steinunn Þorsteinsdóttir, bókari,
f. 2. aprfl 1970. Börn hennar eru
Anna og Þorsteinn Birgisbörn.
Sigurjón lauk loftskeytaprófi
1946 og prófi í loftsiglingafræði
1958. Hann var símritari og loft-
skeytamaður í Vestmannaeyjum
árin 1946-1961, loftsiglinga-
fræðingur hjá Loftleiðum árin
1961-1972 og flugumsjónarmað-
ur hjá Flugleiðum til ársins
1992.
Útför Sigurjóns fór fram í
kyrrþey 18. desember.
Vinur minn og samferðamaður
Sigurjón Jónsson, siglingafræðing-
ur, loftskeytamaður og flugumsjón-
armaður lést föstudaginn 8. des-
ember sl. eftir langa og stranga
baráttu við sjúkdóm sem bar hann
að lokum ofurliði.
Fregnin um dauðsfall hans kom á
óvart þótt vitað væri hvert stefndi
en því er oft þannig farið um sterk-
ar persónur eins og Sigurjón heit-
inn óneitanlega var.
Leiðir okkar Sigurjóns lágu fyrst
saman er við sóttum loftskeytaskól-
ann veturinn 1945/1946. Var hann í
bekk er Jón Skúlason verkfræðing-
ur stjórnaði, þá nýkominn frá námi
erlendis en ég í hinum bekknum
sem Gunnlaugur Briem stjórnaði.
Samskipti okkar Sigurjóns voru því
minni en efni stóðu til í skólanum,
þó er hann minnisstæður fyrir
skopskyn sitt og félagslyndi.
Að skólanum loknum skildi leiðir
um sinn er hann réðst til starfa við
Vestmannaeyjaradíó en ég hjá
Flugmálastjórn. Árið 1947 lágu
leiðir okkar saman að nýju, er við
kynntumst konuefnum okkar í
Vestmannaeyjum sem leiddi til
stöðugrar og haldgóðrar vináttu til
æviloka hans. Sigurjón starfaði hjá
Landssímanum í Eyjum þar til að
stóra ævintýrinu í lífi hans kom, er
hann sagði störfum sínum í Eyjum
lausum og hóf störf sem siglinga-
fræðingur og loftskeytamaður hjá
Loftleiðum. Hann starfaði sem slík-
ur um árabil m.a. á meðan
„Monsa“-tímabil Loftleiða stóð yf-
ir. Hann sýndi þessu starfi mikla
alúð enda lifandi og skemmtilegt
starf sem jafnframt fylgdi mikil
ábyrgð. Að því loknu starfaði Sig-
urjón sem flugumsjónarmaður á
Keflavíkurflugvelli við góðan orð-
stír.
Á þessum árum voru samskipti
fjölskyldna okkar mikil, konur okk-
ar saman í saumaklúbbi og ýmsum
félagsstörfum. Sigurjón var léttur í
lund og hrókur alls fagnaðar á
gleðistundum. Hann stundaði sund
og göngur reglulega og golfíþrótt-
ina af kappi en eflaust verða aðrir
til að segja frá afrekum hans þar. í
einkalífi var hann gæfumaður og
naut mikils barnaláns.
Á stundum sem þessari rifjast
upp löngu liðnar samverustundir
svo sem gönguferðir um Heimaey
og aðrar sameiginlegar ánægju-
stundir í tilhugalífi okkar beggja.
Það vakti furðu mína hve handlag-
inn hann var sem kom í ljós þegar
hann tók til hendi við húsbyggingu
þeirra hjóna. Einnig minnist ég
greiðvikni þeirra er þau fóstruðu
dóttur okkar, Hönnu Kristínu, þeg-
ar eiginkona mín undirbjó heim-
sókn til mín vestur um haf þar sem
ég var við nám 1950.
Eg og fjölskylda mín erum þakk-
lát fyrir að hafa átt Sigurjón að vini
og samferðarmanni og vottum eig-
inkonu hans, Ragnheiði, og fjöl-
skyldunni, okkar innilegustu sam-
úð. Minningin um Sigurjón mun
ávallt vera okkur kær.
Guðmundur Matthiasson.
Ég þakka fyrir mig.
Ég þakka fyrir þig.
Ég þakka fyrir börnin mín.
Ég þakka fyrir börnin þín.
Ég þakka fyrir írisi.
Ég þakka fyrir Ragnheiði.
Ég þakka fyrir dansinn, sönginn og
ærslin.
Ég þakka fyrir skapfestuna og
þrjóskuna.
Ég þakka fyrir lífsgleðina og þróttinn.
Ég þakka fyrir næmið.
Ég þakka og kvaka í þúsund ár.
Ég þakka fyrir mig.
Þinn
Jðn Árnason.
Góður vinur og Akógesfélagi er
látinn.
Sigurjón Jónsson var þeirrar
manngerðar að þegar við hugsum
um lífshlaup hans kemur í hugann
svo margt sem minnir á þennan
góða dreng og samferðamann, sem
margt mátti af læra og ljúft er að
hafa átt fyrir vin.
Við sem stöndum að þessum
minningarorðum áttum margar
samverustundir með honum og fjöl-
skyldu hans við útivist, ferðalög og
veiði, iðulega á vegum félagsins
Akóges. Allt þetta tómstundastarf
var sérstaklega ánægjulegt og skil-
ur eftir góðar minningar.
Það má segja að Sigurjón hafi
verið sérfræðingur á sviði útivistar
og veiðiskapar, enda í eðli sínu mik-
ið náttúrubarn. Hann fór ekki í
ferðalög eða veiðiferðir bara til að
gera eitthvað, heldur til að njóta
náttúrunnar. Veiðiskap stundaði
hann af fagmennsku og vandaði all-
an undirbúning. Hann hafði líka
mikla og góða reynslu af ferða-
mennsku og hafði t.d. verið leið-
sögumaður í Grænlandsferðum.
Það væri hægt að segja frá
mörgu fróðlegu og skemmtilegu af
samverustundum okkar með Sigur-
jóni. Hann kunni margar sögurnar
og sagði skemmtilega frá, enda víð-
förull, bæði sem ferðamaður, leið-
sögumaður og til margra ára loft-
siglingafræðingur. Hann hafði víða
farið og var því mikill heimsmaður.
Ánægjulegustu samverustund-
irnar voru þó þegar hans elskulega
kona, hún Ragga, var með. Gleðin
sem af henni geislaði, söngur henn-
ar og fegurð smitaði samferðafólkið
og gerði samveruna að ævintýri,
sqm aldrei gleymist.
Okkar kæra Ragga. Við undirrit-
uð flytjum þér og fjölskyldum ykk-
ar Sigurjóns okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jólin nálgast. Megi helgi þeirra
og friðarboðskapur færa þér og að-
standendum öllum huggun og frið.
Blessuð sé minning Sigurjóns
Jónssonar.
Hilmar, Ólafur Á.,
Sigurður R., Teitur,
Þorsteinn, Þórhallur og
eiginkonur.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer
fram. Ætlast er til að þessar
upplýsingar komi aðeins fram í
formálanum, sem er feitletrað-
ur, en ekki í greinunum sjálf-
um.
UTFARARSTOFAISLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útíararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útfararþjónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
Sverrir
Einarssoti
útfararstjóri,
sími 896 8242
Sverrir
Olsen
útfararstjóri.
Baldur
Frederiksen
útfararstjóri,
sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is