Morgunblaðið - 21.12.2000, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 53
........ ..................
aftur, hefur þá lifað skoplitla stund
af eilífðinni. Þannig má líta á líf
mannkynsins sem endalausan blikk-
andi ljósaborða þar sem eitt líf
kviknar en annað deyr.
Á miðri aðventu, hinn 12. desem-
ber, lést Hulda frænka mín á Melum
í Hjaltadal eftir fárra daga veikindi
svo óvænt og fyrirvaralítið, tæplega
65 ára gömul.
Hulda fæddist í Reykjavík en ólst
upp á Siglufirði hjá foreldrum sínum
fyrstu árin. Hún missti móður sína
vorið 1944 og fór þá í fóstur til ömmu
sinnar, Maríu Guðmundsdóttur í
Lundi í Stíflu, þar sem hún ólst að
mestu upp til 15 ára aldurs. Eftir
það fór hún aftur til Siglufjarðar og
stofnaði þar síðar heimili árið 1955.
Vorið 1965 giftist hún sambýlis-
manni sínum, Sigurði Þorsteinssyni
frá Vatni á Höfðaströnd, og daginn
eftir fluttust þau upp í Hjaltadal og
tóku við búi á Skúfsstöðum þar sem
frændur Sigurðar höfðu búið,
keyptu jörðina smám saman, færðu
út ræktun og byggingar og byggðu
upp gott kúabú. Síðastliðið sumai-
2000 hættu þau búskap, seldu í
hendur Þorsteini Axelssyni, bróður-
syni Sigurðar, sem verið hafði hjá
þeim vinnumaður um tveggja ára
skeið, og fluttust um set að Melum,
nýbýli sem þau höfðu byggt yst í
landi Skúfsstaða. Þar var risið snot-
urt timburhús og þar var Hulda
byrjuð að rækta kringum sig og
byggja upp gróðurreiti. Nú stóðu
vonir til að þau gætu átt góð ár
framundan og geflð sér tíma fyrir
áhugamál sem ekki gafst kostur að
sinna með búskapnum. Þarna yrði
samastaður íj'ölskyldunnar, þangað
sem brottflutt börnin gætu komið og
barnabörn og þarna gætu þau einnig
stutt við unga fólkið á Skúfsstöðum
sem tók við búinu sl. sumar því að til
þeirra lágu sterkar taugar.
Gróður og íslensk náttúra var
Huldu sérstakt áhugamál, „ég hef
alltaf verið með nefið niðri í jörð-
inni,“ sagði hún stundum. Göngu-
ferðir um fjöll og dali voru yndi
hennar. Húsið á Skúfsstöðum stend-
ur á norðurbakka Skúfsstaðaár þar
sem grunnt er á möl og fyrri ábú-
endur höfðu þá trú að þarna myndi
enginn trjágróður þrífast. En Hulda
ól með sér draum um skrúðgarð og á
ári trésins upp úr 1980 hófust þau
hjón handa að byggja upp stóran
garð sunnan og vestan við húsið.
Skipt var um jarðveg og plantað
trjám og á hverju ári síðan voru
keyptar blómplöntur og aukið við í
garðinum svo að síðustu árin var
þetta orðinn mjög fallegur skrúð-
garður. Ævinlega tók Hulda 2-3
tíma á kvöldin eftir eril dagsins til
starfa í garði sínum á sumrin, sama
hvað dagsverkið hafði verið langt
eða erfitt. Garðurinn var hennar að-
aláhugamál og yndisreitur og það
hlýtur að hafa orðið henni nokkurt
tilfmningamál að geta ekki flutt
hann með sér að nýja heimilinu, ekki
nema að litlu leyti. En lífið er órætt
og örlögin ófyrirsjáanleg. Allt virtist
í góðu gengi á Melum. Hulda hafði
aldrei kennt sér meins. Aðventan
var gengin í garð og nýja húsið
skreytt með ljósaböndum svo að sér-
lega fallegt var heim að líta í kvöld-
myrkrinu. Jólaundirbúningur var
kominn í fullan gang. Unga hús-
freyjan á Skúfsstöðum kom út í
Mela og saman hjálpuðust þær
Hulda að við að skera út og steikja
laufabrauðið. Tveimur dögum síðar
veiktist Hulda og var flutt á sjúkra-
húsið á Sauðárkróki. Á fjórða degi
var hún við góða líðan og flutt til Ak-
ureyrarspítala þar sem hún lést í
höndum starfsfólks, nýkomin inn á
stofu sína eftir frumrannsókn þar
sem allt virtist koma vel út. Hjartað
hafði bilað. María í Lundi missti
mann sinn í blóma lífsins og stóð eft-
ir ekkja með sjö börn. Henni hentaði
ekki sjálfsvorkunn með hendur í
skauti, heldur reis hún upp tvíefld,
stóð af sér þetta áfall og önnur,
braust áfram með eftirtektarverðum
hætti og hafði fullan sigur, kom sín-
um börnum og fjölskyldu vel til
manns. Mér hefur alltaf þótt sem
Huldu svipaði á margan hátt til Mar-
íu ömmu okkar í Lundi enda að
nokkru mótuð af henni sem var óbil-
andi að dugnaði og setti ekkert fyrir
sig, gustaði stundum í kringum
hana, ekki smámunasöm en átti
mildi og huggun til þeirra sem bágt
áttu og ákaflega artarsöm þeim sem
henni féllu í geð. Þannig finnst mér
Hulda hafa verið. Á fyrstu búskap-
arárunum á Skúfsstöðum meðan
verið var að byggja upp jörðina að
húsum og ræktun var ekki auður í
búi. Oft var fjöldi aukamanna í fæði
sem unnu að byggingum. Börnin
urðu sex og þurftu sína umönnun.
Allan fatnað á þau saumaði hún sjálf.
Að nýta hlutina og vinna úr því sem
búið gaf af sér var hennar aðall. Hin
gömlu gildi voru henni inngróin.
Þannig tókst fólki að koma undir sig
fótum á þeim tíma. Mitt í ljósadýrð
aðventunnar hefur nú slegið skugga
á Hjaltadalinn og mannlífið þar.
Ótímabært fráfall þessarar góðu og
dugmiklu konu snertir alla sem af
henni höfðu kynni þótt mestur sé
missir ástvina hennar, eiginmanns,
barna og barnabarna. Eg og fjöl-
skylda mín sendum þeim okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðjum
guð að styrkja þau í framtíðinni.
Hjalti Pálsson frá Hofi.
Okkur félagskonum í kvenfélagi
Hólahrepps langar að færa formanni
okkar, Huldu Njálsdóttur, sem burt
var kvödd svo óvænt þriðjudaginn
12. desember á sjúkrahúsi Akureyr-
ar, hinstu kveðju og þakka gifturík
störf að félagsmálum um áraraðir.
í litlum félagsskap þar sem mörg
eru verkefni og að mörgu þarf að
hyggja er þörf styrkra og fórnfúsra
handa, þar gekk Hulda ótrauð til
starfa.
Hennar heimili var mjög stórt,
barnaláni áttu þau hjón að fagna og
oftar en ekki voru aukaböm á heim-
ilinu, svo komu auðvitað barnaböm-
in fljótlega.
Ekki minnumst við þess að hafa
séð Huldu sitja auðum höndum og
ævinlega voru prjónarnir ekki langt
undan, jafnvel var gripið í handa-
vinnuna við bakstur eða elda-
mennsku og alltaf var Hulda fús til
félagsstarfa, ömgglega fóm ófáar
næturnar í að ljúka inniverkunum
áður en fara þurfti í fjós en stórt
kúabú ráku þau hjón þar til nú fyrir
hálfu ári síðan að þau byggðu glæsi-
legt hús á litlum skika í Skúfsstaða-
landi sem var þeirra jörð þar til þau
eftirlétu ungum hjónum jörðina til
áframhaldandi ábúðar, á þessum
skika ætluðu þau að njóta seinni
hluta ævinnar en enginn veit sína
ævi fyrr en öll er og varla vora þau
búin að koma sér fyrir í nýja húsinu
er reiðarslagið dundi yfir.
Ein félagskonan sagði „hún Hulda
nefndi aldrei að hún mætti ekki vera
að þessu þegar um var að ræða
félagsmál,“ sem jafnan var þegn-
skylda.
Frá sínu stóra heimili gekk hún til
starfa, gædd þeim lífskrafti sem var
hennar fylginautur til æviloka.
Fús til að styrkja öll líknarmál í
héraði, sjúkrahúsið, fatlaða og aldr-
aða.
Ein félagskonan minnist þess að á
vinnuvöku, sem haldin er af S.S.K.
ár hvert til fjáröflunar til líknar-
starfa, var gengið seint til náða en
hún reis snemma úr rekkju og fór
hljótt um dyr. Þá mætti hún Huldu
með vatnskönnuna, Hulda var að
vökva mörgu og fallegu blómin
hennar Margrétar, þar fóru grænir
fingur sem ræktuðu garðinn sinn,
trén og allan jarðargróðurinn.
Bústofninn hlaut sömu næmu
umönnun frá hennar hendi.
Við getum ekki látið hjá líða að
færa Huldu og þeim mætu hjónum
báðum kveðjur og þakkir frá gmnn-
skólanum að Hólum. Þau, aðrir for-
eldrar og velunnarar skólans í þess-
um smáu hreppum, studdu hans
framgang með þeim dáðum að þar
er samastaður fyrir grunnskólabörn
hreppanna og þurfa þau því ekki að
sækja skóla um allan fjörð. Þar lagði
Hulda sinn skerf á vogarskálina
ásamt öðmm til farsældar sinnar
byggðar.
Grafskrift Huldu Njálsdóttur,
sem og margra annarra genginna
kvenna, mætti vera „Hinn fórnandi
máttur er hljóður," þessar konur
lögðu granninn að íslenskri sveita-
menningu.
Sigurði og í'jölskyldu færam við
samúðarkveðjur.
Kvenfélag Hólahrepps.
ÞÓRIR GUÐMUNDUR
ÁSKELSSON
+ Þórir Guðmund-
ur Áskelsson
fæddist á Skugga-
björgum í Dalsmynni
í Suður-Þingeyjar-
sýslu hinn 18. júlí
1911. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri
sunnudaginn 10. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Áskell Hannesson og
Laufey Jóhannsdótt-
ir, bændur á Skugga-
björgum. Þórir var
áttunda barnið í hópi
ellefu systkina sem öll eru nú lát-
in. Þórir var sjómaður um árabil
og sigldi m.a. á milli landa öll
stríðsárin. Eftir að hann kom í
land vann hann lengst af hjá
Slippstöðinni og Skipasmiðastöð
KEA á Akureyri. Hann lauk
sveinsprófi í seglasaumi og stund-
aði þá iðn allt fram á
elliár. Oft var gest-
kvæmt á verkstæði
Þóris við Norður-
götu og gjarnan far-
ið með kvæði þjóð-
skálda - ekki síst
Davíðs Stefánssonar
sem Þórir kynntist í
Fagraskógi er for-
eldrar hans bjuggu
þar í nokkur ár. Með
Davíð og Þóri tókst
góð vinátta.
Þórir kvæntist ár-
ið 1943 Dóru Ólafs-
dóttur fá Sigtúnum á
Kljáströnd í Höfðahverfi. Hennar
dóttir er Ása, búsett í Bandaríkj-
unum, og sonur þeirra hjóna er
Áskell, ritstjóri Bændablaðsins.
títför Þóris fór fram frá kaþ-
ólsku kirkjunni á Akureyri 15.
desember. Hann hvflir í Grenivík-
urkirkjugarði.
Elskulegur tengdafaðir minn, Þór-
ir Guðmundur Áskelsson, er nú látinn
eftir erfið veikindi. Sumir menn
marka dýpri spor en aðrir og í þeim
flokki var Þórir.
Eg kynntist Þóri fyrst fyrir rúmum
tuttugu árum þegar ég hafði tekið
upp samband við son hans, Áskel.
Þórir hafði strax mikil og sterk áhrif á
líf mitt. Hann varð fljótt einn af mín-
um bestu og traustustu vinum - boð-
inn og búinn til að rétta fram hjálp-
arhönd hvenær sem var.
Þórir bjó lengst af á Akureyri með
fjölskyldu sinni. Hann byggði hús við
Norðurgötu fyrir rámum 50 áram og
þar bjó hann til hinsta dags. Þórir
vann ýmis störf en sjómennska var
hans aðalstarf framan af ævinni.
Þannig sigldi hann til dæmis á far-
skipum öll stn'ðsárin en sú reynsla
setti á hann sitt mark. Eftir að hann
náði miðjum aldri nam hann segla-
saum en eftir að hann kom í land var
hann m.a. starfsmaður Slippstöðvar-
innar og Skipasmíðastöðvar KEA.
Þórir var hið mesta Ijúfmenni, ein-
staklega bamgóður og tráði á hið
góða í hverjum og einum. Umhyggja
Þóris fyrir sínum nánustu var ein-
stök. Þórir hafði mikið og gott minni
og hafði yndi af Ijóðum og gömlum
kveðskap. Þá var hann margfróðui-
um menn og málefni.
Missir aðstandenda er mikill og þá
ekki síst eiginkonu hans, Dóru, en
þau gengu í hjónaband árið 1943. Hún
hefur ekki aðeins misst eiginmann
heldur líka sinn besta vin og félaga.
Þau hjón vora samstiga í öllu sem þau
tóku sér fyrir hendur en það er mikið
lán að fá tækifæri til að kynnast slíku
fólki.
I veikindum Þóris síðustu árin var
Dóra alltaf til staðar og naut Þórir
umhyggju hennar og ástríkis á heim-
ili þeirra hjóna. Áram saman gerði
hún Þóri kleift að vera heima en ekki
á sjúkrastofnunum, en sú staðreynd
hefur án efa lengt líf Þóris til muna.
Það var fyrir fáum vikum hins vegar
að heilsubrestur Þóris kom í veg fyrir
að Dóra gæti sinnt honum öllu lengur
og Þórir fór á Fjórðungssjúkrahúsið
á Akureyri. Dóra heimsótti hann nán-
ast daglega og æ fleirum varð ljós sá
mikli sálarstyrkur sem hún býr yfir -
styrkur sem byggist á sannri trá og
bjartsýni. Dóra hefur ekki hátt en
stýrir með hægð og yfirveguðum orð-
um.
Elsku Dóra. Það er gæfa að eiga
tryggan lífsfóranaut á borð við Þóri.
Missir þinn er því mikill. Megi góður
Guð styrkja Jpig og vernda í sorg
þinni. Elsku Asa og Áskell. Þið áttuð
elskulegan föður. Megi minning hans
lifa í hjarta ykkai-. Minningar um Þóri
eru margar og fallegar. Eg varðveiti
þær í hjarta mínu.
Elsku Þórir. Þessi síðasta orasta
var erfið en nú ert þú kominn á þann
stað sem sjúkdómar finnast ekki. Þú
auðgaðir líf mitt og margra annarra
með góðmennsku þinni og hjarta-
hlýju. Ég kveð þig með broti úr ljóði
föður míns, Aðalsteins Gíslasonar,
sem hann sendi þér sem afmælis-
kveðju þegar þú varðst áttræður.
Á Skuggabjörgum sést ei sól
samfelltmargadaga.
Þar áttu þreyttir öruggt skjól,
enóskrádsúersaga.
Ótalmörgþareruspor
eftir litla fætur.
Þar lifðir þú þín ljósu vor
og langar, bjartar nætur.
Við gamlar hlóðir heitast var,
og hópast var þar saman.
Mamma sagði sögumar
og sitthvað annað gaman.
A jólum pabbi lestur las,
þá lagðist vinnan niður.
Inni þekktist ekkert þras,
þar ávallt ríkti friður.
Úti á sjónum erfitt stríð ■
þúárumsamanháðir.
Þó öldur risu hátt í hríð,
höfiiþúætíðnáðir.
Árin liðnu eru nú
orðinmörgaðbaki.
Yfirþérogþinnifrú
þengillhimnavaki.
Guð blessi þig, kæri vinur.
Vilborg.
í tímans rás er dauðinn eitt af þeim
hugtökum sem fólk hefur mikið velt
vöngum yfir og öll tráarbrögð hafa
sína skýringu á hvað verður um
manninn eftir dauðann. En hvort sem
dauðinn er endir, upphaf eða eðlilegt
framhald af lífinu hér á jörðu þá er
hann óumdeilanlega mikil tímamót. Á
þessum tímamótum Þóris langar mig
til þess að segja nokkur orð um kynni
mínafhonum.
Ég hef alltaf þekkt Þóri sem gaml-
an mann og í minningunni er hann
maðurinn sem tók mig og fjöldamörg
önnur böm fjölskyldunnar á hné sér
og kenndi okkur vísur. Þetta var
ímyndin sem ég hafði lengi vel af hon-
um og má kannski segja að hann hafi
verið mér eins og nokkurskonar afi.
Svo var það vorið 1999 þegar ég
fékk það verkefni í Menntaskólanum
að skrifa ritgerð í samtímasögu að ég
ákvað að taka viðtal við Þóri og leggja
þá sérstaklega áherslu á milliland-
asiglingamar sem hann stundaði öll
stríðsárin. Eftir nokkum umhugsun-
arfrest ákvað Þórir að leyfa mér að
skrifa þessa ritgerð sem nokkurskon-
ar ævisögu hans. Það var við þessi
skrif sem ég kynntist fortíð Þóris
fyrst af einhverri alvöra. Ég vissi það
að hann hafði verið mikið á sjó og í
siglingum öll stríðsárin og að sjálf-
sögðu hafði ég tekið eftir húðflúrun-
um sem hann var með á handleggj-
unum. En einhvernveginn hélt ég það
lengi vel að það væri eitthvað sem
bara tilheyrði gömlum mönnum.
Sennilega hef ég þjáðst af þeim kvilla,
sem er svo einkennandi fyrir mína
kynslóð, að halda að eldra fólk hafi
fæðst gamalt og alltaf verið þannig.
Viðtal mitt við Þóri breytti þeim rang-
hugmyndum mínum svo um munaði
því Þórir hafði svo sannarlega lifað
tímana tvenna.
Þessa kvöldstund sem ég dvaldi hjá
Þóri og ræddi við hann sagði hann
mér frá ýmsu sem á daga hans hafði
drifið. Hann sagði m.a. frá frostavetr-
inum mikla þegar allt var ísi lagt og
þeir sváfu þrír bræður saman í rámi
til að halda á sér hita, fyrsta starfi
sínu sem mjólkurpóstur á Hjalteyri
þegar hann var 11 ára og skólaáran-
um fjóram við Bamaskólann að
Reistará. Hann sagði einnig frá
kreppunni sem hafði þó ekki mikil
áhrif á líf hans því hann vai' hvort eð
er fátækur fyrir og síðast en ekki síst
sagði hann frá 23 ára ferli sínum á sjó.
Það var ótrúlegt að heyra frá
fyrstu hendi lýsingar frá stríðinu og
prastum sem Þórir hafði sjálfur lent í.
ímynd mín af gamla hvíthærða
manninum með stafinn breyttist
snögglega. Þórir lenti í mörgum árás-
um meðan á stríðinu stóð og oft mun-
aði mjóu. Hann hafði lagt af stað frá
Kaupmannahöfn daginn áður en Dan-
mörk var hertekin og lenti oftar en
einu sinni í því að sjá skipið við hliðina
sprengt í loft upp. Fyrsta árásin sem
hann lenti í var í september 1941 og
vora þá 16 skip skotin niður allt í
kringum hann. Það var ekki áreynslu-
laust að lenda í þessu en verst fannst
Þóri að þurfa að sigla framhjá mönn-
unum sem vora á björgunarflekum og
mega ekkert hjálpa þeim. En það
vora reglur að meðan á árás stóð bar
öllum skipunum að halda áfram sinni
stefnu. Stríðið reyndist Þóri erfiðara
eftir því sem leið á og síðustu árin gat
hann ekki sofnað eftfr árás, þá hafði
langvarandi stríðsástand markað
djúp spor. Þórir varð klökkur þegar
hann sagði mér sumar sögumar og
sagði að þetta væri lífsreynsla sem
fylgdi honum alla ævi. Þegar ég
spurði hann hinsvegar hvort hann
hefði aldrei hugleitt að hætta og fá sér
vinnu í landi sagði hann að það hefði
aldrei verið valkostur. Hann hefði
ekki getað litið framan í félaga sína ef
hann hefði hætt þar sem honum fynd-
ist þá sem hann hefði flúið af hólmi.
Það sem mér fannst samt virðing-
arverðast er hvað Þórir sýndi aldrei
neina reiði eða beiskju í gai-ð Þjóö-
verja. Nokkram áram eftfr stríð hitti
Þórir þýskan skipstjóra héma heima.
Þefr komust að því að þeir vora jafn
gamlir upp á dag og það sem meira
var að þeir höfðu verið í sömu árás-
inni sem átti sér stað milli Skotlands
og Bandaríkjanna árið 1942. Þá hafði
annar þefrra verið skjálfandi af
hræðslu undir yfirborði sjávar í kaf-
báti, en hinn skjálfandi af hræðslu á
yfirborðinu í skipi. „Og sérðu nú mun-
inn á okkur núna?“ sagði skipstjórinn
við Þóri, en þessi setning var Þóri
einkar minnisstæð.
Við skrifin á ritgerðinni um Þóri
lærði ég margt. í fyrsta lagi jókst
skilningur minn á hörmungum og
ósanngfrni stríða en í öðra lagi þji
fékk ég nýja sýn á Þóri og ég held að
það séu ekki mjög margir sem þekkja
þennan bakgrunn hans.
Fyrir allt þetta vil ég þakka þér,
elsku Þórir. Þú munt alltaf í mínum
huga vera gamli, góðlegi maðurinn
sem kenndi mér vísur þegar ég var
lítil og baðst fyrir mér þegar mér leið
ekki sem best á skiptinemaári mínu í
Guatemala. Ég held að ég hafi aldrei
sagt þér hvað ég mat það mikils.
Þú hefur mikla reynslu af ferðalög-
um og nú þegar þú ert farinn sit ég
hér eftir og horfi á styttuna þína af
Maríu mey, sem nú er komin inn í
herbergi til mín. Ég velti því fyrir
mér hvort þú sért kominn á leiðar-
enda, hvort hluti af þér sé ennþáj.
héma á meðal okkar sem þykir vænt
um þig eða hvort þú sért ennþá á
ferðalagi. Hvemig sem það nú er ...
góða ferð.
Ég votta Dóra, ömmusystur minni,
og fjölskyldu hennar mína dýpstu
samúð.
Guðrún Sif Friðriksdóttir.