Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 21.12.2000, Blaðsíða 54
54 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 Ý ........ MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Jón Elís Guð- ntundsson fædd- ist í Reykjavtk 20. janúar 1973. Hann lést í Mexfkó 9. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans eru Kristfn Kristensen, f. 21. september 1942, og Guðmund- ur Hjálmars Jóns- son, f. 26. maí 1943. Systkini Jóns Elfsar < eru Edvard Hjálmar Guðmundsson, f. 6. júlí 1964. Fyrrv. maki Linda Björk Gunnarsdóttir, f. 14. október 1968. Börn þeirra eru Andri Hjálmar, f. 21. ágúst 1990, og Bjarki, f. 12. júlí 1992. Fjóla Hrönn Guðmundsdóttir, f. 26. Ástin mín. Hvað get ég sagt? Hvað get ég gert? Ekkert, það er svo sárt að horfast í augu við það að ég er ein. Alein með Tristan. Eg er svo ósátt við það að vera skilin eftir og geta ekkert gert. Því dauðinn er endalok í þessu líf. Ég vildi að ég gæti haft hlutina öðruvísi. Haft þig hér hjá ^Jíkur. Því Guð gaf okkur sanna ást. Gjöf sem ekki allir fá að njóta. Jólin eru að koma. Ég vil ekki halda þau án þín. Reyndar vil ég ekki gera neitt án þín því þú varst besti vinur minn og við gerðum allt saman, ég og þú og höfðum Tristan með. Ef ég leyfi minningunum að koma verða næstu klukkustundir of erfið- ar. Þá er betra að sleppa því og halda enn í vonina um það að þetta sé í raun bara léleg bíómynd sem hægt er að stoppa og setja nýja í. Það að þú hafir verið búinn með hlutverk 4 pitt hér er ég ekki enn búin að sætta mig við. Við áttum svo marga drauma sem við áttum enn eftir að uppfylla. Ég veit að ég á eftir að verða bæði reið og bitur áður en ég reyni að skilja ákvörðun Skaparans. Tilhugsunin um að sjá þig aldrei aftur, finna aldrei lyktina þína aftur og sjá aldrei aftur blikið í bláu aug- unum eru óbærilegar staðreyndir. Ég finn hvernig hjartað tekur enn kipp í hvert skipti sem síminn hring- ir í von um það að það sért þú og að hlutimir séu í lagi. Af hverju á ég að sætta mig við það að sagan þín sé skrifuð, að henni sé endanlega lokið. Ég er stúlka úr stáli og elskaði engan í heiminum. Égelskaðiengannemaþannsemég elskaði. Elskhuga minn elskhuga minn sem dró migaósér. Nú er allt breytt er það hann sem lifir ekki lengur. Elskhugi minn sem ekki dregur mig lengur að sér eða ég hann? Ég veit það ekki og hvaða máli skiptir þettasvosem? Nú ligg ég að rakri strámottú. Bak við lás og slá ástarmnar. Alein með öllum hinum alein og örvæningarfull. Stúlka úr blikki, ryðguð stúlka. Ó elskhugi minn, elskhugi minn, lífs eða liðinn. Ég vil þú munir þá tíð sem einu sinni var. Elskhugiminn,sásemelskaðimigogég elskaði. Ástarengillinn minn, ég mun alltaf elska þig og þú munt ávallt halda áfram í litla stráknum okkar. Ég mun passa hann vel eins og þú veist. Hann á eftir að fá að vita hve merkan pabba hann átti. Á hverju kvöldi kyssir hann mynd af okkur þremur góða nótt og líka þegar hann vaknar. Aiveg eins og hann gerði þegar þú varst hér hjá okkur. Bíddu samt eftir mér, ástin mín. Ég veit að við sjáumst aftur þótt það verði ekki al- Áveg strax. Ég elska þig. Þín alltaf, Sara. Elsku pabbi. Ég er enn svo lítill og skil ekki alveg að þú sért farinn frá mér. Mamma er búin að segja mér að þú sért orðinn fallegur engill hjá Líuði. Ég er samt búinn að biðja hana janúar 1967. Maki Pálmi Hjaltalín, f. 8. marz 1965. Barn þeirra er Sindri Snær, f. 5. júlí 1998. Unnusta Jóns El- ísar er Sara Reg- insdóttir, f. 18. apr- íl 1975. Sonur þeirra er Tristan Alex, f. 14. septem- ber 1998. Jón Elís lauk grunnskólaprófi frá Fellaskóla. Hann starfaði lengst af sem einkaþjálfari og sem sjálf- stæður atvinnurekandi. Útför Jóns Elísar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. um að fara til Guðs og sækja þig. Hún segir að það sé ekki hægt en að þú munir alltaf vaka yfir okkur mömmu. Vonin styrkir veikan þrótt, voninkvíðahrindir, voninhverjavökunótt vonarljósið kyndir. Mamma verður hér hjá mér og passar mig þangað til við sjáumst aftur. Þú varst besti pabbi sem hægt var að eiga. Tristan Aiex. Árið 2000 hefur að mörgu leyti verið erfitt ár. Enn og aftur þarf fjöl- skyidan að kveðja ástvin. I dag er það Jón Elís unnusti og barnsfaðir Söru elstu dóttur okkar. Ég sá Jón Massa í fyrsta sinn í sjón- varpinu. Þar útskýrði hann af mikl- um móð með góðlátlegri kímni, hvemig hægt væri að ná umtalsverð- um árangri í líkamsrækt. Til þess þurfti bara að hlaupa, puða, fetta sig og bretta, jafnvel gera svona og hins- egin. Því til sönnunar birtist á skján- um fólk á mismunandi aldri sem náð hafði þvílíkum árangri að undrum sætti. Ég hugsaði mitt og lagði nafn hans Jóns á minnið ef ske kynni að eldmóður rynni á mig. Næst sá ég Jón í eldhúsinu mínu, þama stóð hann, heldur lægri en ég hélt, snyrtilegur, sérlega vel á sig kominn, alvarlegur en í augunum þessi sérstaka kímni. Hann var kom- inn til að heilsa uppá „tengdó“ eins og hann kallaði mig alltaf. Handtakið var óvenju þétt, hendurnar sterkar og vel snyrtar, eins og alltaf. Við- veran var ekki löng í það skiptið, en þægileg. Jón var alltaf að flýta sér. Nokkrum mánuðum síðar hittumst við á fæðingardeildinni til að vera viðstödd fæðingu Tristans, ég fékk að vera með. í Tristan Alex samein- uðu Sara og Jón alla sína bestu eig- inleika og mannkosti, framtíð Jóns var tryggð í barninu. Jón þurfti að sinna öðru, leiðir skildi að sinni. Næst, Jón, Sara og Tristan að hitta okkur í Portúgal, ung, ástfang- in, glöð og bjartsýn, tilbúin að byija uppá nýtt og það gerðu þau. Humarveisla á Stokkseyri sem stóð allan daginn, í minningunni yndislegur dagur, Jón bauð til veisl- unnar örlátur að vanda. Sumarið er liðið, Jón alltaf öðm hverju í heim- sókn eins og gengur, alltaf að flýta sér, alltaf að drífa sig. Jón var ein- lægur, örlátur, stórtækur og færðist e.t.v. of mikið í fang. Það eirðarleysi og hraði sem einkenndi hann var e.t.v. afsprengi þess lífsstíls sem ungt fólk lifir í dag. Viðveran var ekki löng í eldhúsinu forðum, hún var heldur ekki löng í þessu lífi, þvi miður. Ég vildi óska þess að Jóni hefði enst tími eða hann fengið tækifæri til að móta líf sitt og lífsstíl á svipaðan hátt og honum tókst að móta líkama sinn og ann- arra með réttri þjálfun og ákveðnum aga. Jóni var ekki gefið annað tæki- færi, því miður. I Tristan Alex býr tækifærið og framtíðin. Ég þakka Jóni samfylgdina, allt er breytt. Megi algóður guð umvefja Jón Élís með kærleika sínum. Guð blessi Söm dóttur mína, Tristan minn ljúfa, Kristínu, Guðmund og aðra ástvini í þessari miklu sorg. Drottinn er minn hirðir, migmunekkertbresta. Ágrænumgrundum lætur hann mig hvflast, leiðirmigaðvötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann er hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrirsakirnafns síns. Jafnvel þó ég fari um dimman dal, óttast ég ekkertillt, því að þú ert hjá mér sproti þinn og stafur hugga mig. (23. Davíðssálmur.) Ellen Björnsdóttir. Þegar fólk sem manni þykir vænt um er tekið frá manni svo snögglega- að maður fær ekki tækifæri til að kveðja og segja „mér þykir vænt um þig“ verður miklu erfiðra að skilja hlutina, hvers vegna þeir eru eins og þeir eru núna. Ég þekkti þig ekki eins vel og ég hefði kosið en ég veit hvaða mann þú hafðir að geyma. Ég man eftir því að í eitt af fyi’stu skipt- unum sem ég hitti þig hugsaði ég oft með mér hversu skemmtilegur og fyndinn þú varst en svo þegar ég kynntist þér betur sá ég margt fleira, þú vildir öllum svo vel og gerð- ir hluti fyrir mann sem flestir hefðu ekki látið sér detta í hug að gera, t.d. þegar ég var búin að vera með bíl- próf í fjóra daga lánaðir þú mér bíl- inn sem var í svo miklu uppáhaldi hjá þér og gerði þig að algjörum töffara og mig að gellu sem fólk tók eftir. Þegar ég hugsa um þetta minnir þetta mig á hversu einstakur þú varst. Sara, systir mín, var yfir sig ástfangin af þér og elskaði þig svo heitt og innilega og það hvernig hún gat talað um þig heilu stundirnar sannfærði mig enn þá meira um að mann eins ogþig væri ekki að finna á hverju strái. Tristan Alex, litli engill- inn eins og ég kalla hann oft, spyr svo oft af hveiju hann fái ekki að leika við pabba sinn eins og hann hafði svo gaman af og það er svo sárt að segja honum að núna sértu hjá Guði og komir ekki aftur. En ég veit að þú munt vaka yfir honum og Söru og fylgja þeim hvert fótmál því þú elskaðir þau meira en allt annað og ef maður leit á þig þegar þú talaðir- um þau eða horfðir á þau fékkstu stjörnur í skærbláu augun þín. í komandi framtíð mun ég segja Trist- an Alex reglulega frá þér og segja honum hversu vænt þér þótti um hann. Ég sakna þess mikið að fá ekki að umgangast þig lengur en minningin um þig mun lifa í huga mínum. Þín, Sólrún. Og því varð allt svo hijóttvið helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn ég veit margt hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt hjarta vor í hugum vina þinna. (Jón Thoroddsen) Við systkinin viljum minnast okk- ar kæra frænda, Jóns Elísar, með nokkrum orðum. Við vorum svo heppin að alast upp í stórum frændsystkinahópi og allt frá því að við vorum böm hittumst við alltaf reglulega. Því við áttum því láni að fagna að amma og afi okkar lögðu mikla rækt við fjölskyldubönd- in og fátt gladdi þau meir en þegar húsið þeirra í Hófgerðinu var und- irlagt af galsafullum bamabömum og í garðinum bófahasar og elting- arleikir eins og þeir gerast bestir. Það tilheyrði einnig að við barna- börnin kæmum með eitthvert skemmtiatriði þegar stórfjölskyldan hittist og er okkur öllum ógleyman- legt þegar Jón Elís, sem smápolli, stóð á miðju stofugólfinu og reytti af sér hvern brandarann af öðmm við mikla hrifningu viðstaddra. Hann var heldur ekki hár í loftinu þegar bíladellan gerði vart við sig og eftir að hann eignaðist sjálfur bila leit hann oft við í Básendanum hjá Páli þar sem lagt var á ráðin með jeppa- ferðir og ósjaldan enduðu þær heim- sóknir á bílasölum. Þó að ömmu og afa njóti ekki leng- ur við hafa tengslin ekki rofnað. Aðr- ir fjölskyldumeðlimir hafa tekið við og haldið þessum góða sið að hittast reglulega. Þar gefst okkur tækifæri til að fylgjast með hvert öðru, kynn- ast yngsta frændfólkinu og spjalla og forvitnast um hvað á daga okkur hefur diifið frá því við hittumst síð- ast. Þess höfum við notið innilega. Nú þegar við kveðjum þig, kæri frændi, þá minnir það okkur óþyrmi- lega á hve lífið er dýrmætt og á stundum ótrúlega stutt. Þegar við hugsum um Jón Elís er það fyrst og fremst glaðværðin og glettnin sem kemur fram í hugann og við sjáum fyrir okkur stríðnisglampann í aug- um hans. Það er sárt til þess að hugsa að þú verðir ekki með okkur næst þegar stórfjölskyldan hittist. Við fáum ekki notið hins sterka handataks þíns, þessa hlýja faðm- lags og viðmóts sem þú sýndir okkur alla tíð. Við munum ætíð minnast þín, kæri frændi, og biðjum Guð að styrkja þig og veita þér blessun sína þar sem þú dvelur nú. Hugur okkar og bænir eru hjá foreldrum þínum, Gúðmundi frænda okkar og Krist- ínu, Söru, Tristan litla, Fjólu, Pálma, Edda Hjálmari og litlu frændum þín- um. Við biðjum almáttugan Guð að veita ykkur frið og blessun sína í sorg ykkar. Hann veitir dánum ró, - líknar þeim sem lifa. Ferð þín er hafin. Fjarlægjastheimatún. Núfylgirþúvötnum sem falla til nýrra staða ogsjónhringarnýir sindra þér fyrir augum. (Hannes Pétursson) Ellen, Þórdís, Linda og Páll. Góðar og glaðar stundir geymastíhugaogsál vina sem oma sér ennþá við æskunnar tryggðarmál. Þær stundir leiftrandi lifa; svo ljúfsárt minningaflóð, og okkur til æviloka yljarsúfomaglóð. Ailt er í heimi hverfult hratt flýgur stund, lán er vait. Góðar og glaðar stundb- þú geyma við hjarta skalt og tendra eld sem að endist þótt annað flest reynist hjóm. Hann logar fegri og fegri þótt fólni hin skærustu blóm. (Ómar Ragnarsson) Elsku frændi. Um leið og við kveðjum þig viljum við þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum með þér. Guð blessi minningu þína. Bára, María, Óli, Kristrún, Þorleifur, Atli Már og Berglind. Þegar mamma sagði mér að þú værir farinn, síaðist sú hörmulega frétt ekki inn í mig alveg strax. Að svona ungur maður, jafnaldri minn og frændi, skyldi vera horfinn frá okkur var eitthvað óhugsandi sem ég gat ekki trúað í einni svipan. En með hveijum degi frá fráfalli þínu er þessi sára staðreynd að festa sig bet- ur í kolli mínum. Þú ert horfinn og kemur ekki aftur. Ég teldist hræsnari ef ég segði að við hefðum verið nánir vinir á ung- lingsárum okkar og fram til fullorð- insaldurs. Svo var því miður ekki. Við hittumst sárasjaldan öll þessi ár og þá oftast á fömum vegi í erli dags- ins eða úti á lífinu þegar Bakkus byrgði sýn. Ég kenni sjálfum mér um. Nóg varst þú búinn að reyna að endumýja kunningsskapinn. Hvattir mig ítrekað til að koma til þín í einkaþjálfun og vildir ólmur hjálpa mér að losna við aukakílóin. En alltaf dró ég í land og frestaði því að líta til þín. Mikið sé ég eftir því að hafa ekki þegið boð þitt. Samt sem áður er ég þakklátur fyrir þessi fátæklegu sam- skipti sem við þó áttum. Þau em mér mikils virði á þessum sorgartímum. Sagan var önnur í æsku. Þá var samgangur okkar systrasonanna JON ELIS • GUÐMUNDSSON mun meiri. Við, Tommi bróðir og Egill frændi hittumst þá oft. Tala nú ekki um yfir sumartímann. Mér er einmitt núna sérstaklega minnis- stæð veiðiferðin með afa í Gíslárslæk í Ölfusi. Einnig sumarbústaðardvöl- in í Vatnsfirði við Breiðafjörð. Síðast en ekki síst minnist ég allra afmæl- anna og aðfangadagskvöldanna sem við frændurnir áttum saman. Ég dáðist að þér í æsku og leit upp til þín. Þú áttir svo auðvelt með að sýna þínar sönnu tilfinningar gagn- vart þeim sem þér þótti vænt um. Slík einlægni var þér eins eðlileg og að draga andann. Þú varst svo ófeim- inn og óhræddur við að láta bara vaða, meðan ég var varkárari og meira til baka. Þú varst svona náungi sem komst hiklaust með upp- byggilega gagnrýni á mig, hirðulaus- an strákpjakkinn sem stundum gleymdi að þrífa á sér eyrun eða var of feiminn til að horfast í augu við fólk meðan það talaði við mig. Þú lést mig heyra það þegar þér fannst hegðun minni eða útliti vera ábóta- vant. Og fyrir það fæ ég þér aldrei nægilega þakkað. Eg vil þakka þér fyrir allt of stutt en góð kynni. Ég varð vissulega að betri manni við að þekkja þig í æsku. Leitt að hafa ekki kynnst þér betur seinni árin. Þar er missirinn minn. Ég veit að ég mun aldrei gleyma þér. Megi Guð geyma þig, elsku frændi, og styrkja þína nánustu í sorg sinni. Edvard Kr. Guðjónsson. Þóttégsélátinn harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. ók.) Fyrir réttum mánuði sátum við Jón heima hjá honum, frá miðri nóttu fram á morgun, og ræddum lífshlaup hans. Þótt hann væri undir áhrifum fikniefna skynjaði ég þá ein- lægni og þann lífsneista sem ein- kenndi hann alla tíð. Honum vai’ mikið í mun að segja mér frá fram- tíðaráætlunum sínum, hvernig hann ætlaði markvisst að losna úr þeim fyrirlitlega heimi fíkniefna sem hann hataði, hvemig hann vildi greiða skuld sína við þjóðfélagið, vini og vandamenn og endurheimta mann- orð sitt. Hann þráði að einbeita sér að því af öllu hjarta að verða eig- inmaður, faðir og vinur. Jón sá fram á bjartari tíð og uppbyggingu eigin lífs og hlakkaði til að takast á við það. Þessa nótt sýndi Jón mér ljós- myndir sem endurspegluðu líf hans og líðan síðustu árin. Það var aug- ljóst á hvaða myndum og við hvaða tækifæri Jón var glaður, eins og hann orðaði það, og hvenær skugga- hliðar neyslunnar lágu á honum eins og mara. Hann var glaður í hjarta þegar við fórum við þriðja mann vestur á Snæfellsnes, riðum út, tók- um sundsprett, klifum fjöll og nutum kvöldverðar á Hótel Búðum. Við ræddum um lífið og dauðann, áfeng- is- og fikniefnaneyslu og það sem stóð hjarta okkar næst. Það er ógleymanlegt þegar við ókum sælir til Reykjavíkur að kvöldi dags og hlustuðum á útvarpsþátt kunningja okkar. Jón hefur ætíð verið maður augnabliksins þannig að hann hringdi í útvarpsstöðina og bað félaga sinn um að spila lagið Care- less Whisper fyrir þijá þreytta ferðalanga. Litlu síðar ómaði eftir- lætislagið okkar á öldum ljósvakans. Við ókum út í kant, drápum á bílnum og nutum listarinnar. Og þagnarinn- ar. Ég er þakklátur fyrir að Jón skyldi sækja mig umrædda nótt og treysta mér fyrir hugrenningum sín- um. Hann þráði svo heitt að finna aftur hinn tæra hjartslátt lífsins og gat ekki sætt sig við að aðrir þyrftu að líða fyrir gjörðir hans. Hann vildi ekki bregðast fjölskyldu sinni og vin- um. Það er kaldhæðni örlaganna að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.