Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 56
56 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 -f----------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Símon Pálsson fæddist í Reykja- vík 30. apríl 1948. Hann lést á Land- spítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 10. desember siðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Jóhönnu Simonar- dóttur, f. 6.10. 1923 og Páls Þorsteins- sonar, f. 22.11. 1921. ín Systkini Símonar eru Vigdís,f. 27.11.1943, gift Vilhjálmi Gríms- syni og eiga þau íjög- ur börn; Áslaug Katrín, f. 15.6. 1950 var gift Haraldi Dungal og eiga þau þrjú börn; Þorsteinn, f. 11.4. 1954, kvæntur Kristínu Árnadóttur og eiga þau fimm börn; Páll Ásgeir, f. 9.12. 1955 kvæntur Sigríði H. Þorsteinsdótt- ur og eiga þau fjögur börn; Gylfi Þór, f. 7.4. 1960, kvæntur Grisell Ásu Pálsson. Með Sigrúnu Stef- ánsdóttur á Gylfi Þór einn son. Öll systkinin eru búsett á höfuð- borgarsvæðinu utan hvað Gylfi býr í Washington í Bandaríkjun- um. Simon kvæntist hinn 12. nóv- ember 1981 Þuríði Vilhjálmsdótt- ur, f. 12.11.1956. Synir þeirra eru Vilhjálmur Styrmir, f. 24.9. 1984 Útierþettaævintýr. Yfir slöiggum kvöldið býi-. Vorsins glóð á dagsins vðngum dvin. Þögnin verður þung og löng þeim, sem unnu glöðum söng og trúað hafa sumarlangt á sól og vín. * Ó,hveheittégunniþér. Allt hið besta í hjarta mér vaktir þú og vermdir þinni ást Æskubjart um öll mín spor afturglóðisólogvor og traust þitt var það athvarf sem mér aldrei brást. (Tómas Guðm.) Góða nótt, ástin mín. Þín Þuríður. Þá er þinn tími kominn, elsku pabbi minn. Þótt líf þitt hafi verið stutt á þessari jörðu munt þú lifa í hjarta mínu alla mína ævi og við hitt- umst svo að lokum við hlið himnarík- Ég er stoltur af þér og mun sakna þín af öllu mínu hjarta. Þú skilur eftú’ margar góðar minn- ingar sem ég er þakklátur fyrir. Það er sannur heiður að vera sonur þinn, elsku pabbi minn. Þinn elskulegi sonur, Styrmo. Vilhjálmur Styrmir. Þetta er búið að vera skemmtilegt, pabbi, þótt þetta hafi ekki verið lang- ur tími. Ég hafði gaman að því að horfa á fótboltann með þér og fara í frí með þér. Ég hafði mjög gaman að því að þvo bílinn með þér og sjá þig á hliðarlínunni meðan ég var að keppa í ^Í'ótbolta. Ég mun aldrei gleyma þér því þú hefur verið besti pabbi í heimi. Þetta verður erfitt fyrst en ég jafna mig vonandi bráðum. Ég veit að þú munt alltaf vera hjá mér á erfiðum og góðum stundum. Það var líka gaman að fara út að borða með þér einhvers staðar og þegar mamma var úti að vinna bjuggum við oft til góðan og stundum brenndan mat. Einn dag munum við öll í fjölskyldunni vera saman í himnaríki. Ég mun passa mömmu fyrir þig. Ég mun elska þig að eilífu. Þú ert besti pabbi í heimi og ^jnundu það að ég er stoltur af því að vera sonur þinn. Kveðja, Sveinn Orri. Elsku Símon. Hér sit ég og horfi út í garðinn þinn minningamar hellast yfir mig. og Sveinn Orri, f. 11.4. 1988. Fyrri kona Símonar er Anna María Hilm- arsdóttir, f. 27.8. 1948 og eiga þau dótturina Jóhönnu, f. 19.10.1970. Símon lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1969. Hann innritaðist í lögfræði við Háskóla íslands en hvarf frá námi. Símon var skrifstofustjóri Flugleiða í Bretlandi 1973r1982, deildarstjóri Flugleiða á Islandi 1982-1984, forstöðumaður Flug- leiða í Washington í Bandaríkjun- um 1984-1987, forstöðumaður Flugleiða í Skandinavíu og Finn- landi með aðsetur í Ósló 1987- 1992, forstöðumaður Flugleiða á Bretlandseyjum með aðsetur f London 1992-1994 og frá 1994 forstöðumaður markaðs- og sölu- mála Flugleiða á íslandi. Símon var stjórnarmaður í FIF, Félagi íslenskra ferðaskrifstofa 1994- 1998 og stjórnarmaður í bresk-ís- lenska verslunarráðinu frá 1998. títför Símonar fer fram frá Ví- dalínskirkju í Garðabæ í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mörg eru þau ævintýri sem við lentum í og margt höfum við brallað saman. í raun svo margt að aldrei verður allt upp talið. Allar okkar sam- verustundir síðustu áratugi hafa ver- ið ríkar og átt þú þar stóran þátt í. Aldrei var komið að tómum kofunum hjá þér, hvorki í andlegum eða ver- aldlegum málum. Áhugi þinn á bók- menntum, tónlist, myndlist, tijárækt og mörgu öðru hafa allir í þínu um- hverfi haft stórkostlegt gagn og gam- an af. Það er þó fyrst og fremst ást þín á fjölskyldunni og heimilinu sem ég minnist, Símon. Meiri fjölskyldu- mann hef ég aldrei hitt. Umhyggju- samur, greiðvildnn og úrræðagóður og þess hafa margir notið enda fjöl- skyldan stór og vinimir ófáir. Elsku Símon, ég hef þetta ekki lengra í bili því ég ætla að setja upp festingarnar í þvottahúsinu sem þú baðst mig um þegar við hittumst síð- ast og síðan förum við Villi, Sveinn Orri og Elín að ná í jólatréð. Inga og Elín skila ástarkveðju. P.s. Ég setti áburð á græðlingana þína í morgun og líta þeir vel út. Þinnvinur, Sveinn (Svenni). Elsku Símon bróðir, það er svo erf- itt og sárt að viðurkenna að þú sért dáinn, aðeins 52 ára frá eiginkonu, bömum, foreldrum og stóru sam- hentu fjölskyldunni sem þú varst allt- af svo stoltur af. En við reynum að styrkja og styðja hvort annað í sorg- inni. Mig langar að þakka þér fyiir allt Símon minn, þú varst mér alltaf kær bróðir, ég fann svo mikið íyrir því hvað þú vildir alltaf vemda mig og barst svo mikla umhyggju fyrir mér. Ég mun ætíð halda minningu þinni vakandi og segja bömunum þínum frá æsku okkar og öllu því sem við brölluðum saman sem böm, ungling- ar og fullorðin, væntumþykjunni, rifrildum, slagsmálum okkar í milli en umfram allt mun ég lofa þeim að heyra hvað þú varst góður bróðir, Símon minn. Elsku Þun'ði þína (TI eins og þú kallaðir hana oft) og for- eldra okkar mun ég umvefja ást og hjálpa þeim að halda áfram. Starfsfólki á gjörgæsludeild og bráðamóttöku Landspítala - háskóla- sjúkrahúss, sem sá um umönnun Símonar og vafði okkur ættingjana þeini miklu hlýju sem við fundum fyrir, vO ég þakka hjartanlega fyrir. Elsku Þuríður, Jóhanna, Vilhjálm- ur Styrmir, Sveinn Orri, mamma, pabbi og við öll sem höfum misst svo mikið, við skulum vera sterk saman fyrir hann Símon okkar. Blessuð sé minning þín, elskulegi bróðir. Góða ferð, Símon minn. Þín systir, Áslaug. Elsku mágur, Símon Pálsson, þín verður sárt saknað, mmningarnar þjóta í gegnum hugann. í framhaldi af því langar mig að skrifa nokkrar línm' til þín í þakklætisskyni fyrir að hafa fengið að kynnast svo vel gerð- um manni sem þú varst. Ég kynntist þér fyrst þegar ég og bróðir þinn og eiginmaður minn, Þor- steinn, vorum að passa fyrir þig þína yndislegu dóttur Jóhönnu. Það var sérstakt við þig hvað þú varst forvit- inn og spurðir mig margra spurninga, t.d. hverra manna ég var og hvernig lífið var í sveitinn. Þú varst ættfróður og ég man hvað mér þótti vænt um þann áhuga sem þú hafðir á mínu uppvaxtarheimili. Þú spurðir margra spaugilegra spuminga sem ég kann vel að meta, sérstaklega eftir því sem árin líða. Þú fluttir til London og við hjónin áttum oft eftir að heimsækja þig þar og alltaf stóð heimili þitt opið. Ég vil þakka þér hvað þú hvattir okk- ur til að taka foreldra mína með til London og vera í húsinu þínu og nota fina BMW-bílinn þinn en á móti þáðir þú að vera í litlu íbúðinni okkar og nota Skódann okkar. Seinna þegar þú fluttir aftur heim til íslands og hafðir kynnst þinni ynd- islegu eiginkonu, Þuríði, sem við köll- um TV og elskum öll, þið urðuð strax eins og eitt. Oft hugsa ég til þess hvað þið voruð bæði frábær þegar þið vor- uð að kíkja inn til okkar á fostudags- eða laugardagskvöldum eftir að þið höfðuð lokið huggulegum kvöldverði. Þér þótti svo vænt um litlu frænk- urnai' þínar sem þá vom orðnar fjór- ar á heimilinu en stríðnin hans Sím- onar frænda er eitthvað sem þær munu alltaf minnast og kætast yfir. Við TV urðum ófrískar á sama tíma, þið áttuð þá von á frumburð- inum ykkar, Vilhjálmi Styrmi, og við á okkar yngsta barni, Páli, báðir fæddir í september. Mynduðust við það mikil og sterk tengsl okkar á milli þó svo að á þessum tíma flyttuð þið til Washington en þið komuð stundum heim. Litlu drengimir okkar urðu strax bestu vinir og hafa haldið þeim vinskap síðan. Svo eignuðust þið ann- an yndislegan son, Svein Orra, þegar þið bjugguð í Noregi. Þú varst ætíð stoltur yfir bömunum þínum enda þau öll þrjú alveg sérstaklega vei gerð. Elsku Símon, ég er þakklát í dag, og við öll, fyrir þær stundir sem við áttum öll saman hvort sem það var í London, Noregi, uppi í bústað, hér heima eða hvar sem það var, þær get- ur enginn tekið frá okkur. Þú varst ríkur á jörðu en nú ertu ríkur á himn- um og skilur eftir þig yndislegar perl- ur, Þuríði, Villa, Svein On-a og Jó- hönnu. Við munum reyna að vernda þau fyrir þig. Að lokum vil ég trúa því að móðir jörð muni umlykja líkama þinn, því þú elskaðir allt sem hún gaf af sér, all- an þann gróður sem þér þótti svo vænt um. Einnig trúi ég því að guð og allir heimsins englar taki á móti sálu þinni og varðveiti og við munum öll um síðir hittast á himnum. Elsku Þuríður, Jóhanna, Villi, Sveinn Orri, tengdaforeldrar, systkini og allir aðr- ir aðstandendur, bið ég að guð styrki í þessari miklu sorg. Við getum öll ylj- að okkur í minningunni um góðan mann. Far þú í friði elsku mágur. Kristín Ámadóttir. Síðustu spor Símonar eru gengin. Eftir situr minning um góðan dreng og traustan félaga. Eftirsjá og sökn- uður við óvænt fráfall Símonar - orð- in eru ófullkomin til að tjá hugsanir þegar svona dynur yfir. Bestu árin áttu að vera fram undan með góðri fjölskyldu, mörgum ættingjum og vinum. Við vorum svo viss um góða og ótímasetta vegferð fram undan, þar sem Símon lagði alltaf gott til mál- anna, duglegur, áræðinn og jákvæð- ur. Kynni okkar komu til á unglings- árum Símonar þegar eldri systir hans fékk athygli mína umfram aðra. Ég átti því láni að fagna að blanda oft geði við mág minn, ekki síst þegar leiðii' okkar Vigdísar lágu til bróður hennar og fjölskyldu hans erlendis, ýmist í Englandi eða Ameríku. Ógleymanlegar stundir áttum við líka saman í Osló á meðan við Vigdís bjuggum þar á yngri árum okkar. Ar- in hér heima, ekki síður en erlendis, einkenndust af umhyggju Símonai' fyrir fjölskyldunni og reyndar okkur öllum sem vorum tengd góðri og sam- hentri stórfjölskyldu. Mættu margir taka sér þá vináttu og ræktarsemi til fyrirmyndar. Eftir standa þau sem mest hafa misst, eiginkona, ungir synir og dótt- ir. Við skiljum ekki þá ráðstöfun al- mættisins að þau fengu ekki að njóta lengri samvista. Nú taka minningar við. Þrátt fyrir þá vitneskju að við för- um öll héðan þegar yfir lýkurer brott- förin svo ótímabær í blóma lífsins, áfall sem erfitt er að lýsa, ekki hægt að segja frá í orðum. Okkur finnst svo sjálfsagt að foreldrar ali upp börn sín til fullorðinsára og taki þátt í lífi þeirra. Það gerði Símon svo sannar- lega á meðan hans naut við. Símon gaf oþkur ótal margt sem við þökk- um. Ég tel það ekki upp hérenda aðr- ir betur tO þess fallnir - mér er það vel ljóst að mesta þakklætið verður aldrei skráð og bestu orðin um Símon Pálsson verða aldrei mælt af munni fram. Bestu minningamar og falleg- ustu hugsanimar um góðan dreng eru með Þuríði, Jóhönnu, VOhjáimi Styrmi og Sveini Orra. Geymast þar til ævOangrar varðveislu. Hlutskipti þeirra er nú eftirsjá, sorg og sökn- uður umfram aðra - vegna þess að þau eiga innra með sér það besta sem Símon lagði tO á meðan hans naut við. Við biðjum guð um að styrkja þau í þeirri raun sem hann nú hefur lagt á þau. Blessuð veri minning Símonar Pálssonar. Vilhjálmur. Kæri Símon. Þegar ég fór að átta mig á að þeir sem tengjast þér fá ekki lengur notið nærvem þinnar varð mér mikið hugs- að til þín og aOs þess sem þú hafðir fram að færa. Kynni okkar vora alltof stutt en þó næg tíl að taka eftir tveim- ur áberandi þáttum í fari þínu. Ann- ars vegai’ ákveðnar og sterkar skoð- anir sem þú lást sjaldan á og hins vegar metnaðurinn sem þú hafðir fyr- ir hönd allra sem tengdust þér. Þú hvatth’ alla krakkana áfram tO að læra sem mest og kynnast fjölbreyti- leika lífsins og maður fann vel er þú talaðir um ættina að þú varst stoltur og ánægður með að vera hluti af svona sterkri og áhugaverðri heild. Ég minnist þín mest í öllum sum- arbústaðarferðunum, þar var þinn griðastaður. Mér þótti vænt um, eftir sem árin liðu og maður komst örlítið inn fyrir skel þína, þegar þú spjallaðO' við mig um nám mitt og framtíðina, þá var ég stoltur og fannst merkdegt að þú hefðO- áhuga á því sem ég var að gera. Enn vænna þótti mér um er þú talaðir við mig um strákana og leyfðir mér að fyigjast með því sem þeir vora að gera. Ég man fyrst eftir Villa fyrO' mörgum áram og minnist þess enn hve sérstakur mér fannst hann svona ungur með skoðanir og tónlistai'- smekk sem var allt annar en stráka á hans aldri. Nú er Villi orðinn stór, sjálfstæður og þroskaður og ég vona að hann spjari sig á þessu erfiða tíma- bili. Það var gaman að ræða við þig um Orra og hvað þessi litli strákur er ótrúlega duglegur, hugsandi og metnaðarfullur. Eg get lofað þér að það verður mér ánægjulegt að fylgj- ast með honum í framtíðinni. Svona er lífið segja margir en mér finnst þetta langt frá því að vera sanngjarnt líf þegar ég hugsa til þeirra sem nú standa eftO’ með sorg í hjarta. En við vitum báðir að litla mafían þín, þessi sterka fjölskylda, mun passa upp á þau og styðja á meðan þau ná aftur áttum í lífinu. Kæra Þuríður, Jóhanna, Villi og Orri, ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og ég vona að með tímanum getið þið tekist á við líf- ið og yfirstigið þessa miklu sorg. Erlendur Þór Gunnarsson. Nú er elskulegur frændi farinn og verður hans sárt saknað. Ég á erfitt með að meðtaka það að ég eigi ekki ufc SIMON PÁLSSON eftir að sjá Símon frænda aftur í þessu lífi. Þessi elsti bróðir föður míns var einn sá litríkasti og skemmtOegasti kai’akter sem ég hef kynnst og alveg hrikalega mikiO húmoristi. SOnon og Tíví bjuggu langtímum erlendis og er mér svo minnisstætt hvað mér fannst gaman þegar þau komu tO Islands í heim- sóknir. Mig langaði alltaf að sitja inni í stofu með fullorðna fólkinu og hlusta á þau tala saman, því að það var alltaf svo mikið líf og fjör í kringum þau. Maður fann Kka alltaf hvað maður vai’ velkomin hjá þeim og var ég svo heppin að fá að vera hjá þeim um stund í Baltimore og Noregi og heim- sótti ég þau svo seinna í Bretlandi. Símon frændi vai’ Oka svo oft „lúmskt" hjálplegm’við mann, eins og á mínum erfiðustu gelgjuáram þegai' árekstrarnir voru oft margir á milli mín og föður míns. Þá átti Símon það til að muna eftir mjög svo „ófullkomn- um“ sögum af pabba. Ég gat þá hleg- ið og sá pabba í öðru ljósi. Það er líka óhætt að segja að Símon frændi hafi verið með„græna fingur" og var ávallt driffjöðrin í hinum þekktu vinnudögum skógræktarfélagsins Ekrannar (uppi í bústöðum) þar sem var gróðursett, mokað skít og vökvað yfir daginn en menn grilluðu og skemmtu sér um kvöldið. Ég er samt nokkuð viss um að Símon hafi afkast- að mestu í öllum þessum ferðum því að ekki vora allir jafnáhugasamir og hann um þessa skógrækt. Elsku frændi, mér finnst svo órétt- látt að Guð hafi tekið þig svona snögglega í burtu frá eiginkonu þinni og bömum, komandi hátíð og tíminn fram undan á eftir að vera þeim erf- iður og ég vil að þú vitir að við munum öll vera til staðar og styðja við bakið á þeim. Góður maður var tekinn frá okkur en minningin um hann lifir. „Guð snart hann með fingri sínum og hann sofnaði." (Tennyson.) „Hinir dánu era ekki horfnir að fullu. Þeir era aðeins komnh’ á und- an.“ (Cypríanus.) Elsku Þuríður, Jóhanna, Villi, Sveinn Orri, afi og amma. Innilegar samúðarkveðjur og megi Guð styrkja ykkur þau sem mest hafa misst. Eva Þorsteinsdóttir og fjölskylda. Ég var 12, þú 29, við fjölskyldan vorum í þriggjalandaferð; Noregur (sem kom seinna við sögu hjá þér), Kaupmannahöfn og endað í London þar sem þú bjóst og starfaðir hjá Flugleiðum. Þú hringdir frá London yfir á hótel Hebron í Kaupmannahöfn og spurðir systur þína - mömmu - hvort við yrðum ekki á hótelinu á sama tíma á morgun. Jú, af hverju? „Ég hef samband." Daginn eftir birtist þú í Kóngsins Köben - og þá var gaman. Við ætluðum að enda ferðina hjá Símoni - sem við og gerðum - en hann tók forskot á sæluna með okkur í Tívolí - hann kenndi mér á skot- bakkana þar. Svo fórum við öll saman til London. Bjuggum í fimm daga í íbúðinni þinni í Nott Hill Gate og Símon sagði sögur um London; hættumar, tækifærin, lífið og tilverana í heimsins suðupotti. Símon var heimsmaður. Þetta riíjaði ég allt upp þegar ég bjó í London 13 ánim seinna. I London kenndi Símon mér á tvö- faldan McDonalds - fyrir 22 áram. Símon var yfirleitt á undan í tilver- unni - þú nenntir engu slóri. Og núna ertu kallinn farinn, aðeins á undan - of snemma samt. Garðar Vilhjálmsson. Símon frændi var ekki gefinn fyrir málalengingar. Hann vatt sér fyrir- varalaust að fólki og bar upp erindið. Sjálfsagt hefur það ekki fallið í kram- ið hjá öllum. Beinskeytt framkoma var honum eðlislæg og þegar maður áttaði sig á að undir yfirborðinu var hann huguisamur og úrræðagóður var engin ástæða til að misskilja hann. Símon var upplýstur maður. Hann var vel lesinn og hafði áhuga á aðskilj- anlegustu fyru’bæram. Einu sinni bað hann mig að finna fyrir sig nið- urstöðu jarðfræðirannsóknar austur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.