Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 58

Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 58
58 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 -?--------------------------- MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SÍMON PÁLSSON bíða eftir svari á þeim bænum, það vöPíí'ekki allir jafnánægðir með svar- ið, en flestir sáu að þar fór stjórnandi sem var að vinna verk sitt og beið ekki eftir hrósi. En öryggið var að hann vissi hvert hann stefndi og það fann jafnvel hans nánasta samstafsfólk ekki fyrr en seinna í sumum tilfellum. Vinnan var honum mikils virði, traustari og trúverðugri starfsmann er og verður erfitt fyrir hvaða fyr- irtæki sem er að finna, en fjölskyldan var hans heimur, konan, bömin, og hans stóra fjölskylda. Garðyrkja var hans afþreying og þar gat hann siáþpað af. Farðu í friði gamli vinur, megum við sem lifum hafa styrk fyrir þitt fólk. Steinn Lárusson. Símon Pálsson, góður vinur minn og samstarfsfélagi til margra ára, er látinn langt um aldur fram. Andlát hans kom sem reiðarslag. Hann var alltaf hress og heilsuhraustur. Fjar- vistir frá vinnu vegna veikinda var eitthvað sem ekki átti við hann. Hann hóf ungur starf hjá Flug- félagi íslands og gegndi þá ýmsum störfum þar, svo sem hleðslu- og af- greiðslustörfum. Hann starfaði síðan WiFlugleiðum við sölu- og markaðs- mál bæði heima og erlendis. Má þar nefna Bandaríkin, Noreg og Bret- land. Undanfarin ár var hann for- stöðumaður fyrir sölustarfsemi Flug- leiða á íslandi. Pað var mjög kreíjandi starf, sem hann skilaði með miklum ágætum. Símon var ákveðinn og fylginn sér. Hann var ekki allra. En eitt er víst að hann var með stórt hjarta. Þegar eitt- hvað bjátaði á hjá samstarfsfólki reyndist hann alltaf raungóður. Þetta sýndi hann í verki og án þess að státa séhaf. Samstarf okkar var mjög gott og bar þar aldrei skugga á. Við vorum ekki alltaf sammála en áttum auðvelt með að komast að sameiginlegri nið- urstöðu. Símon var mjög metnaðarfullur fyrir félagið og vildi veg þess ávallt sem allra mestan. Framsækin sölu- markmið voru hans ær og kýr og lagði hann sig ásamt starfsfólki sínu allan fram um að ná þeim. Hann var keppnismaður af lífi og sál. Markmið- in voru sett til þess að ná þeim. Það var alltaf gaman að hitta Sím- on. Hann sagði skemmtilega frá og var hrókur alls fagnaðar á góðri stundu. Hann var með fingurinn á 'yúisi félagsins og hafði alltaf skoðun á því hvað betur mætti fara í rekstr- inum. Starfsmannamál voru vissulega viðfangsefni okkar. Hvemig hægt væri að auka framleiðni og jafnframt veita viðskiptavinum félagsins sem allra besta þjónustu. Fjölskylda Símonar var honum allt. Drengimir þeirra Þuríðar vora augasteinar þeirra og gleðigjafar. Skógræktin við sumarbústaðinn í Biskupstungum og allur áhuginn og kappið að gera þar sem mest og best. Þar átti fjölskyldan ógleymanlegar, góðai' stundir og sælureit eins og Símon sagði mér svo oft frá. Knatt- spyrnan var ofarlega í huga hans. #ínion var dyggur stuðningsmaður Stjömunnar og valdist sem liðsstjóri fyrir lið Stjömunnar á drengjaknatt- spymumóti á Akureyri í sumar. Hann var mjög stoltur af því. Þar gerðist margt skemmtilegt. Það var eftirminniiegt að hlusta á Símon lýsa skemmtilegum uppákomum þar. Það er mikill sjónarsviptir að Sím- oni. Hans er sárt saknað. Við Steinunn færam Þuríði, drengjunum þeirra, Jóhönnu, for- eldram, systkinum og öllum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. . Minning um góðan dreng lifir. “ Már Gunnarsson. Kær samstarfsmaður og vinur, Símon Pálsson, er allur. Þegar sú harmafregn barst mér gat ég ekki varist því að mér varð þungt um brjóst, enda erfitt að sætta sig við að bjjrt séu teknir menn í blóma lífsins, sem enn eiga svo margt eftir. Kynni okkar Símonar hófust þegar ég kom til starfa hjá Flugleiðum fyrir tæpum tuttugu áram. Þótt við væram nálægir í aldri, Símon hafði tvö ár umfram mig, hafði hann starfað mun lengur hjá Flugleiðum og prófað það flesta. Við kynntumst þó ekki að ráði fyrr en nokkra síðar, eða 1987 þegar Símon varð svæðisstjóri í Noregi og þau Þuríður kona hans settust að í Oslo. Ég var þá svæðisstjóri í Skand- inaviu og búsettur í Stokkhólmi. Upp frá þessu hófust náin dagleg sam- skipti, sem segja má að staðið hafi næstu tólf árin. Með Símoni bárast ferskir vindar inn í markaðsstarf okkar í Skand- inaviu og hann reyndist þar harðdug- legur sölu- og markaðsmaður. Hefð- armaður í fasi og aristokrat í framkomu, sem ýmist heillaði menn eða skelfdi. Ameríkanar hefðu ef til vill kallað hann „streetwise", enda ekki til það bragð í bókinni, sem hann ekki kunni. Þar bjó hann að langri reynslu að heiman, London og Wash- ington en eldskímina hlaut hann þó sem sölumaður hjá Flugleiðum í Suð- urríkjum Bandaríkjanna, með aðset- ur í Norður-Karólínu. Sölumönnum vora misvel vandaðar viðtökumar í þessum landshluta í þá daga og hér dugðu menn eða drápust. Sagði Sím- on mér að þetta hefði verið hans harð- asti skóli og fæ ég ekki betur séð en að hann hafi numið þar fræðin vel. Þegar að því kom að ég ílutti heim frá Stokkhólmi varð það strax sjálf- sagt að Símon tæki við sem skand- inaviustjóri og fór honum það starf vel úr hendi. Aflaði hann sér trausts og vinsælda á Noregsáranum og er mér minnisstætt þegar kom að því að þau hjónin kvöddu vini og samstarfs- menn í Noregi að þeirra yrði sárt saknað. Að loknu starfi í Noregi tók Símon við starfi svæðisstjóra í Bretlandi og tveimur áram síðar tók við stærsta og jafnframt mikilvægasta sölusvæðið, ísland. Símon gegndi starfi svæðis- stjóra Norðvestursvæðis frá árinu 1992 til dauðadags. Það svæði nær yf- ir Island, Færeyjar og Grænland auk þess, sem hann var ábyrgur fyrir As- íumarkaðnum um árabil. Það er al- mennt talið innan Flugleiða að þetta starf sé með þeim erfiðari og að þar geti menn brunnið hratt upp. Þar hafa áður setið ýmsir valinkunnii- menn, en enginn eins lengi og Símon. Á því er ekki nokkur vafi að í þessu starfi hefur Símon unnið mörg sín bestu verk. Með harðfylgi sínu og hugmyndaríki átti hann ríkan þátt í því að markaður Flugleiða á íslandi hefur verið í stöðugum vexti mörg undanfarin ár, bæði að farþegafjölda ogverðmætum. Ég dáðist oft að því hvemig Símoni tókst að halda sér lifandi og vakandi í starfi, stöðugt með nýjar hugmyndir á takteinum og alltaf í baráttuhug. Áhuginn var ódrepandi. Mig grunar þó að oft hafi Símon gengið nærri sér og haft streitu í óhófi í farteskinu en um það var hann einn til frásagnar. Starfsár Símonar á markaðssviði Flugleiða vora ár mikilla breytinga og framfara. Þar var Símon fremstur meðal jafningja í þéttum og einstak- lega samstæðum hópi sölu- og mark- aðsmanna fyrirtækisins. Verk þeirra sjást glöggt í sívaxandi farþegafjölda og það er ekki síst fyrir þeirra störf að ferðaþjónusta varð alvöra atvinnu- vegur á Islandi. Efth- heimkomuna komu Símon og Þurríður sér upp sumarbústað í Bisk- upstungum á landi sem þau deildu með systldnum Símonar og foreldr- um. Þar demdi Símon sér í skógrækt og kom sér fljótt upp góðri þekkingu á því fagi og þótti mér gott til hans að leita um ráð. Við ræddum oft skóg- rækt og yndisleik útivistarinnar. Við áttum sameiginlega tilhlökkunina til vorsins og sumarsins, með erfiðis- vinnu og púli, sem skilaði stæltum og spengilegum körlum að hausti. En kæri vin, nú plantar þú ekki fleiri trjám hérna megin lífs, en áfram mun það vaxa, sem til var sáð öðram til hagsbóta. Far þú í friði. Pétur J. Eiríksson. Aðventan er gengin í garð og starfsfólk sölusviðs Flugleiða er i ár- legu jólaboði Símonar Pálssonar for- stöðumanns. Allir era í jólaskapi og ekki síst þú, leikur á als oddi og hrók- ur alls fagnaðar. Hvem hefði granað að sólarhring seinna værir þú allur? Margs er að minnast, margterhéraðþakka. Guðiséloffyrirliðnatíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku Þuríður, Jóhanna, Vilhjálm- ur og Sveinn, fyrir hönd sölufólks Flugleiða sendum við ykkur og öðr- um ástvinum okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Guð veri með ykkur öllum. Guðrún Pétursdóttir, Hólm- fríður Júlíusdóttir, Kristín S.R. Guðmundsdóttir og Þorbjörg Bjömsdóttir. Jólafastan gengur í garð. Fólk skreytir hús sín með fogrum Ijósum til að flýta komu Ijóss og friðar. Þá skellur á myrkur. Yfirmaður okkar og vinur, Símon Pálsson, er hrifinn á brott og við sem stöndum eftir höllum höfði og spyrjum um tilganginn. „Gleði er aldrei ein á ferð. Hún leið- ir sorgina sér við hönd. Allt sem þú elskar veldrn- þér sorg, þannig er nú einu sinni kjöram mannsins háttað“ (D.G. Monrad). Þetta upplifum við nú við ótímabært andlát Símonar Páls- sonar. Enn og aftur eram við harkalega minnt á hverfulleikann og hve ör- mjótt bil er á milli lífs og dauða. Þau endalok sem nú era staðreynd komu eins og köld vatnsgusa framan í okk- ur. Öllu öðra áttum við von á en að Símon myndi yfirgefa okkur um ald- ur fram. Tíminn er sannarlega af- stæður. Þegar við heyrðum af andláti hans setti okkur hljóða og söknuður fyllti huga okkai'. Minningar liðinna ára streyma í huga okkar. Við minn- umst ófárra ánægjustunda með Sím- oni, jafnt í vinnu sem utan vinnu. Allt- af var hann mættur fyrstur allra til vinnu og búinn að lofta ærlega út, svo oft fannst manni nóg um. Hann minnti alltaf á „kaffifundinn" á fóstu- dagsmorgnum þar sem hann deildi með okkur skemmtilegum sögum og passaði alltaf upp á að ekki gleymdist að kaupa með kaffinu. Við eigum hon- um svo margt að þakka og þá ekki einungis vinnutengt. Hvatning hans og stuðningur er okkur ómetanlegur. Við áttum okkar síðustu stund með honum föstudaginn 8. desember, þeg- ar hann hélt Jólaboð fyrir starfsmenn sína. Óhætt er að segja að það boð hafi tekist einstaklega vel og var starfsmönnum hans tíðrætt um hve vel hann Símon gerði við okkur öll þegar hann tók sig til. Sú stund er okkur afar dýrmæt og mun hún lengi lifa í hugum okkar allra. Símon Pálsson var „Flugleiðamað- ur“ út í gegn. Hann hafði starfað far- sælt fyrir félagið í yfir þijá áratugi og hann hafði mikla þekkingu á og ánægju af því sem hann var að gera. Oft á tíðum voram við ekki sammála honum en oft áttuðum við okkur á því á endanum að hann vissi betur og eft- ir á að hyggja þá finnst varla betri leiðbeinandi. Símon var alltaf sam- kvæmur sjálfum sér og stóð fast á sínum skoðunum þó svo að sumir samferðamenn hans hafi ekki alltaf verið sammála honum. Símon stóð sem klettur okkur við hlið og varði okkur hvar sem hann kom. Það var gott að geta leitað til hans, hann var fljótur að taka ákvarðanir og studdi okkur til að taka sjálfstæðar ákvarð- anir. Hann skilar af sér góðu búi til okkar og erum við honum þakklát fyrir það. Ennfremur vitum við að hann er að fylgjast með okkur og vilj- um við sýna honum hve vel hann ól okkur upp. Símon bar mikla umhyggju fyrir fjölskyldu sinni og kom hún ávallt í fyrsta sæti. Það var lærdómsríkt að fylgjast með hve stóran sess fjöl- skylda hans skipaði í lífi hans og hve mikla ánægju hann hafði af samvera- stundum með þeim. Það vora ófá skiptin sem hann talaði um börn sín við okkur og sá maður fljótt hve stolt- ur hann var af börnum sínum. Gaman var að eyða tíma með þeim hjónum, Símoni og TV. Mikill kærleikur var á milli þeirra og stóðu þau þétt saman og vógu skemmtilega upp á móti hvort öðra. Minningin um þennan indæla heið- ursmann hefur á sér hugljúfan blæ. Nærvera hans var notaleg. Nú þegar Símon er horfinn af sjónarsviðinu myndast skarð sem er vandfyllt. Og þannig munum við minnast hans, sem manns sem bar umhyggju fyrir fjöl- skyldu sinni og samferðamönnum, sem góðs vinar og félaga. Komið er að leiðarlokum og kveðjustund sem engan granaði að yrði svo skammt undan. Á henni stendur eftir björt mynd af þessum góða dreng. Við kveðjum þennan mikla mann með söknuði og virðingu. Við biðjum þess að sá er öllu ræður vemdi og leiði þá sem eftir standa. Þeirra er sorgin og söknuðurinn mestur. Þeim til handa eigum við þá ósk að tíminn reynist góður græðari sem mildi sársaukann og að þau geti yljað sér við minningamar. Við biðj- um góðan Guð að styrkja Þuríði, Jó- hönnu, Vilhjálm, Svein og aðra að- standendur í þeirra miklu sorg. Starfsfólk Sölustjómar Flugleiða, Birkir, Sigríður, Vilborg, Ema, Hannes, Svava og Svana. „Skjótt hefur guð bragðið gleði góðvina þinna“ orti Jónas að gefnu tilefni fyrir 160 áram, orð sem í hug- ann koma við skyndilegt fráfall félaga okkar, Símonar Pálssonar. Við héldum hópinn níu saman árin í Menntaskólanum á Akureyri, bekkj- arbræður úr öllum deildum skólans, víða að og ólíkir um margt en tókst kannski einmitt þess vegna að mynda okkur vettvang sem varð okkur mik- ilvægur þá og æ síðan. Vináttubönd sem hnýtt era á þessu æviskeiði halda heilt líf. Allir töldumst við geta lært af skólabókum og sumir lærðu mildð og með prýði, aðrir lærðu minna og líka með prýði. Þetta var ekki jábræðra- félag þó við værum sammála um margt og samferða í átökum, heldur hópur talsmanna margra sjónarmiða þar sem tekist var á í góðu. Við héld- um þá að þessi vettvangur væri þroska okkar jafnvel mikilvægari en skólinn sjálfur en í rauninni var hóp- urinn okkar hluti af skólanum, skól- inn skóp hann og skýldi honum, þessu þarfaþingi okkar. Þetta var á umbylt- ingartíma, menningarheimar að renna saman, gróin viðhorf og venjur að daga uppi. Margt að ræða. Símon Pálsson var höíúðborgar- drengurinn í hópnum, fumkvöðull að myndun hans og mótun, stilltur og prúður, tranaði sér ekki en vissi hvað hann vildi og vann að því einarður og metnaðarfullur. Það var hans háttur. Þegar mikið lá við í góðu máli og mik- ilvægu, hitnaði prúðmennið stundum og hirti þá jafnvel ekki um hvert hann sótti þau vopn sem dugðu. Símon þoldi illa ofríki og oflátungshátt og gat þá orðið skeinuhættur í tali. Hann unni tónlist og bókmenntum en ekki öllum; hafði skýrar skoðanir. Okkur hinum fannst sem Símon hefði haft glugga með útsýni til heimsins alls í uppvextinum og víst gat hann talað sig heitan um afdalamennsku og aft- urhald sem honum fannst ríkja í þjóð- félagi og skóla og í hópnum okkar var nóg af sveitamönnum að norðan til að fást við. Við settum upp hvítu kollana einn sólskinsdag í júní 1969 með góðum skólasystkinum, kvöddumst og hitt- umst aldrei allir aftur. Leiðir okkar lágu í margar áttir en oft hafa lýst þær minningaglampar úr hópnum okkar í MA. Símon hóf strax starfs- feril sinn hjá Flugleiðum á meðan við hinir voram svona að huga að náms- ferli. Höf og lönd skildu okkur um árabil, sumir námu í útlöndum og Símon fór til starfa vestur um haf, síðan austur um. Stöku símtal frá Washington, London, Osló. Nokkrir héldu þó hópinn áfram og við fundumst einn og einn eða tveir og tveir og höfðum spurnir af hinum. Svo er enn. En við náðum því ekki að hittast allir saman eftir útskriftar- daginn góða. Hópurinn okkar í MA skipti okkur alla sköpum, hver okkar hafði þýð- ingu í lífi hinna. Á meðan við lifum lif- ir með okkur minningin um hinn góða félaga og vin, Símon Pálsson. Svoerþvífaiið: Sáereftirlifir deyrþeimsemdeyr en hinn dáni lifir íhjartaogminni mannaerhanssakna. Þeireruhimnamir honumyfir. (Hannes Pét.) Við sendum fjölskyldu Símonar, einkum Þuríði, Jóhönnu og sonunum ungu, samúðarkveðjur og vitum að minningin um góðan dreng mun gefa þeim styrk. Árni Ragnarsson, Sigmundur Stefánsson, Sigurður G. Jósafatsson. Þegar ég kom til Flugleiða 1974, rétt um ári eftir stofnun félagsins, kynntist ég ungum og einbeittum manni, sem hafði byijað störf hjá Flugfélagi íslands nokkram áram áð- ur og kom til liðs við Flugleiðir við stofnun félagsins. Hann helgaði félaginu starfskrafta sína allt þar til hann lést 10. desember síðastliðinn, langt um aldur fram. Flugleiðir hafa misst liðsmann úr framvarðasveit og starfssystkin góðan og tryggan félaga. Símon Pálsson sýndi snemma þá mannkosti sem gerðu hann að lykil- manni í markaðs- og söluliði Flug- leiða. Hann var næmur á hvemig straumar lágu á markaðnum, hafði alltaf skýr markmið og fylgdi þeim vel eftir. Fyrir vikið var hann snemma valin til trúnaðarstarfa. Þeg- ar ég fór til Bandaríkjanna árið 1983 til að stýra sölustarfi Flugleiða þar kom Símon Pálsson fljótt til liðs við mig og þar átti ég hauk í homi. Og alla tíð síðan. Um það leyti að ég fór heim til að taka við stjórn félagsins 1985 varð Símon svæðisstjóri á Washingtonsvæðinu, varð síðan svæðisstjóri á Norðurlöndunum og seinna á Bretlandseyjum. Við unnum síðan aftur töluvert náið saman hér heima síðustu sex árin þegar Símon var yfirmaður markaðs- og sölumála á íslandi, mikilvægasta markaðs- svæðis Flugleiða í alþjóðaflugi. Þar sýndi hann sannarlega hvers hann var megnugur í sínu starfi. Á þessu tímabili hefur sala Flugleiða á Islandi hérambil tvöfaldast. Símon og hans lið hafa byggt hér upp fyi-irtaks þjón- ustu við viðskiptamannamarkað sem hefur skotið nýrri stoð undir starf- semi Flugleiða hér á landi. Símon Pálsson nam við föðurhné. Páll Þorsteinsson, faðir hans, sem lif- ir son sinn, var yfirgjaldkeri Flug- félags íslands, þegar íslensku flug- félögin vora að brjótast út á alþjóðamarkað. ísland var þá enn hneppt í fjötra hafta og heimóttar- skapar og flugfélögin vora meðal fyrstu fyrirtækja að sækja af krafti á alþjóðamarkað og flytja hingað heim alþjóðleg viðhorf í viðskiptum. Þetta umhverfi skipti tvímælalaust sköpum fyrir ungan mann og víkkaði sjón- deildarhring hans á mótunarárum. Okkur sem þekktum Símon var vel ljóst hve miklu máli fjölskyldan skipti í lífi hans, bæði foreldrar og sterkur systkinahópur, en umfram allt Þur- íður og drengirnir þeirra tveir og dóttir hans af fyrra hjónabandi. Þetta var fólkið sem skipti máli í lífi Sím- onar Pálssonar. Hann var stöðugt vakandi yfir velferð þess, en þangað sótti hann líka mikinn styrk. Hans at- hvarf var heima í Garðabænum eða austur í sumarbústað með Þuríði og drengjunum og þar naut sín áhugi hans á skógrækt. Símon Pálsson helgaði íslensku al- þjóðalflugi og ferðaþjónustu ævistarf sitt. Hann var allt of skjótt brott kvaddur, en meðan honum entist ald- ur vann hann félaginu sínu vel hvar sem hann kom að verki. Ég þakka allt það sem hann lagði af mörkum bæði sem samstarfsmaður og góður félagi. Ég votta Þuríði, bömum Símonar og fjölskyldu allri djúpa samúð og vona að góður guð sefi þunga sorg. Sigurður Helgason. • Fleirí minningargreinar um Sím- on Pálsson In'thi birtingar ogmunu birtast íblaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.