Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 59

Morgunblaðið - 21.12.2000, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 59 ■". + Kristján Guð- bjartsson fæddist að Hjarðarfelli í Miklaholtshreppi 18. janúar 1909. Hann lést á heimili sínu á Dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, 10. desember síðastlið- inn. Foreldrar lians voru Guðbranda Þorbjörg Guð- brandsdóttir, f. 22.11. 1884, d. 19.8. 1957, og Guðbjartur Kristjánsson, f. 18.11. 1878, d. 9.9. 1950. Kristján var þriðji af átta systkinum en þau eru: Alexand- er, f. 5.3. 1906, látinn, maki Kristjana Bjarnadóttir, látin; Guðbrandur, f. 23.4. 1907, lát- inn, maki Kristjana Sigþórsdótt- ir, látin; Sigríður Elfn, f. 22.2. 1911, maki Sigfús Kristjánsson, látinn; Þorkell Ágúst, f. 7.10. 1915, látinn, maki Ragnheiður Björnsdóttir; Gunnar, _ f. 6.6. 1917, látinn, maki Ásthildur Teitsdóttir; Ragnheiður, f. 15.2. 1919, maki I Hjálmur Hjálms- son, látinn, maki II Halldór Jörgensson, látinn; Guðbjörg, f. 17.10. 1920, maki Helgi Hall- dórsson, látinn. Sex ára að aldri flutti Krist- ján úr foreldrahúsum með föð- ursystur sinni, Vilborgu Krist- jánsdóttur, sem þá var að hefja búskap með manni sínum, Gisla Þórðarsyni, að Olkeldu í Stað- arsveit og bjó hann hjá þeim þar til hann stofnaði heimili sjálfur. Kristján kvæntist 30.4. 1939 Björgu Þorleifsdóttur, f. 6.6. 1919. Þau slitu samvistum. For- eldrar Bjargar voru Dóróthea Gísladóttir og Þorleifur Þor- steinsson. Börn Kristjáns og Bjargar: Stúlka, f. 27.1. 1941, d. 30.1. 1941; Védís Elsa, f. 23.8. 1942, maki Þórir Sævar Mar- Mig langar til að minnast upp- eldisbróður, frænda og vinar með örfáum orðum. Kristján var átta árum eldri en ég og þegar ég man fyrst eftir mér á Ölkeldu var hann þar til staðar, hjálparhella foreldra minna við bústörfin. Mamma hafði sinnt honum sem barni á Hjarða- felli þegar hún var unglingur og ógift kona. Eftir að mamma og pabbi giftu sig og mamma flutti að Ólkeldu í Staðarsveit fór Kristján með henni, þá aðeins sex ára gam- all. Kristján var okkur systkinun- um á Ölkeldu öllum eins og stóri bróðir og foreldrum mínum var hann eins og besti sonur. Þegar ég hugsa til baka koma fram í huga mér margar góðar minningar um minn kæra uppeldisbróður. Hann var okkur systkinunum alltaf mikil fyrirmynd og þannig var hann alla ævi í lífi og starfi. Hann var mikið ljúfmenni, góður vinur og ákaflega traustur. Takk fyrir samfylgdina, kæri bróðir, megi Guð varðveita þig. Hvíl þú í friði. Elín G. Gísladóttir. Góðvinur minn og frændi, Krist- ján Guðbjartsson, hefur nú lokið sinni veraldargöngu í hárri elli. Það bar að í þann mund að vetr- arnóttin er einna lengst, en skammt framundan Ijósadýrð jólanna og hækkandi sól. Löng var lífsganga hans orðin og hörð glím- an sem hann átti að baki við þá örmu kerlingu Elli, sem að vísu fékk bugað líkama hans að mestu, en heiðum huga hans tókst henni aldrei að sigrast á. Skýrri hugsun hélt hann allt til síðustu stundar. Nú eru gengnir á vit hins eilífa bræðurnir fimm á Hjarðarfelli, synir Guðbjarts og Guðbröndu, mannkostamenn miklir sem ým- islegt áttu sameiginlegt, m.a. stjórnvisku og ríka hæfileika til málamiðlunar. Þeir eðliskostir leiddu þá bræð- onsson, f. 15.1. 1937. Börn Védísar Elsu frá fyrra hjónabandi: Elsa Dóróthea Gísla- dóttir, f. 24.8. 1961, Kristján Ein- ar Gíslason, f. 1.10. 1962. Börn Þóris frá fyrra hjóna- bandi: Pálmar Örn, f. 3.2. 1958, Margr- ét Sigríður, f. 25.2. 1961, Hrönn Guð- jónsdóttir (fóstur- dóttir), f. 13.11. 1964; Heiðbjört, f. 16.11. 1951, maki Grétar Guðni Guðnason, f. 13.1. 1945. Sonur þeirra: Leifur Guðni, f. 7.2. 1990, sonur Heiðbjartai’ frá fyrra hjónabandi: Stefán Heiðar Stefánsson, f. 16.7. 1970; Krist- laug Karlsdóttir, (fósturdóttir), f. 1.8. 1948. Börn hennar: Krist- ján Helgason, f. 10.4. 1969, Anna Dóra Gestsdóttir, f. 8.4. 1974, ívar Gestsson, f. 22.5. 1979. Kristján lauk búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Var barnakennari við farskóla Staðarsveitar í átta ár. Bóndi á Búðum í Staðarsveit í níu ár, en fluttist að Hólkoti í sömu sveit árið 1948 og bjó þar til 1968 er hann fluttist til Akraness og var þar skattendurskoðandi við embætti skattstjóra Vesturlands í 12 ár, eða þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Kristján var hreppstjóri Stað- arsveitar í 31 ár, í hreppsnefnd í 22 ár, í sýslunefnd Snæfells- ness í 16 ár, auk þess að gegna fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit og hérað. Siðustu ár- in bjó hann á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi. Utför Kristjáns fer fram frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. ur gjarna, og einsog ósjálfrátt, til margvíslegra trúnaðarstarfa í því samfélagi sem þeir völdu sér og störfuðu í, miklu fremuren þeir sæktust eftir mannvirðingum með neinum hætti. Af átta börnum þeirra gömlu Hjarðarfellshjóna lifa nú systurnar þrjár eftir. Aföll, þung og sár, sem gengu yfir heim- ilið á Hjarðarfelli um síðustu alda- mót ollu því að Kristján var upp- fóstraður af föðursystur sinni, Vilborgu á Ölkeldu, og manni hennar, Gísla Þórðarsyni. Tók Vil- borg hann með sér er hún fór til búskapar að Ölkeldu. Var hvor- tveggja að henni þótti vænt um drenginn, sem þá var sex ára gam- all, og eins sá hún nauðsyn þess að létta á heimili bróður síns og mág- konu, svo erfiðar sem kringum- stæður þeirra voru. Við þetta rofn- uðu að talsverðu leyti tengsl Kristjáns við foreldra og systkini og myndi margur ætla að hann hefði hlotið skaða af einsog oft ber við í slíkum tilfellum. Svo var þó alls ekki, vegna þess að á þessu nýja heimili hans var atlæti allt og viðhorf mjög hið sama og verið hafði á Hjarðarfelli og sami menn- ingarandinn sveif yfir vötnum á báðum bæjunum. En þarmeð var Kristján orðinn Staðsveitingur og Staðarsveit var hans sveit þaðan- ífrá. Þar átti hann sín æsku- og manndómsár og þar þykist ég vita að hugur hans hafi dvalið löngum stundum þegar ellin færðist yfir. Hann unni þessari fögru sveit og helgaði henni krafta sína um marga tugi ára. Að loknu búfræði- prófi frá Hvanneyri vorið 1931 hóf hann búskap á hálfri jörðinni Búð- um, ásamt konu sinni, Björgu Þor- leifsdóttur frá Hólkoti, en á hinum jarðarhelmingnum bjuggu Ragn- heiður, systir hans, frá Hjarðar- felli og hennar maður, Hjálmur Hjálmsson. Þau fluttu síðar að Hjarðarfelli (Hvammi). Á Búðum bjuggu þau Kristján og Björg til ársins 1948, en fluttu þá að Hól- koti á æskustöðvar Bjargar og þar bjó Kristján síðan og var lengstaf við þá jörð kenndur. Vann sér orð sem góður og gegn bóndi sem ræktaði og færði út tún jarðar sinnar og kom sér upp afurðamikl- um bústofni sem hann gerði sér stöðugt far um að bæta. En sam- hliða þeirri vinnu og amstri sem búskapurinn jafnan útheimtir söfnuðust að Kristjáni félagslegu störfin sem ævinlega þarf að rækja í dreifbýlli sveit, og þau voru ófá sem honum voru fengin á hendur. Eg ætla mér ekki að tína þau öll til í þessum skrifum, enda brestur mig til þess kunnáttu og þekkingu; aðeins nefna að hann var hrepp- stjóri Staðarsveitar um áratuga skeið, og árin 1932-1939 stundaði hann barnakennslu í Staðarsveit meðfram búskapnum, en þar var þá farskóli einsog í öðrum sveitum landsins. Einnig hafði hann í hjá- verkum umsjón með verslunar- útibúi sem Kaupfélag Stykkis- hólms rak á Búðum um skeið og má af þessu sjá að nóg var að sýsla. Aðeins einu vildi ég bæta við þessa upptalningu, en það voru störf Kristjáns í skattanefnd og niðurjöfnunarnefnd, sem mig minnir að héti. Þau störf, og þekk- ingin sem hann ávann sér við þau, leiddu hann síðar til starfa á öðr- um vettvangi einsog síðar kemur fram. Skemmst er frá að segja að allt það sem Kristjáni var falið að vinna í heimasveitinni var í góðum og öruggum höndum, enda mað- urinn traustur og sanngjarn í fyllsta máta og einstakur ef til þess kom að miðla þyrfti málum. Aldrei heyrði ég fundið að vinnu- brögðum hans. Kristján söðlaði um, einsog sagt er, árið 1968; brá þá búi og flutti á Akranes, tæplega sextugur að aldri. Ýmislegt bar til þess. Þau hjónin voru þá skilin, lík- amsheilsa hans nokkuð á undan- haldi, auk þess sem hin svokölluðu efri ár færðust sífellt nær einsog gengur. Sjálfsagt hefur þessi breyting ekki orðið honum sárs- aukalaus fremuren mörgum öðrum sem brjóta brýr að baki sér, en ekki er að efa að ákvörðun hans um búskaparlok hefur verið tekin eftir góða yfirvegun. Það voru heldur ekki nein starfslok í nánd hjá Kristjáni. Margháttuð kynni hans af skattayfirvöldum kjördæmisins og gagnkvæm kynni þeirra af honum urðu til þess að hann fékk nær samstundis vinnu á Skattstofu Vesturlands á Akranesi. Menn þar á bæ þekktu til vandaðra vinnu- bragða hans við gerð skattfram- tala úr heimabyggð hans og voru fegnir að fá hann til liðs við sig. Kristján var með afbrigðum tölug- löggur og ratvís um krókaleiðir skattalaganna og hafði á þeim skarpan skilning. Er ekki að orð- lengja það að hann starfaði sem fulltrúi skattstjóra fyrst, en síðar sem skattaendurskoðandi, óslitið til ársins 1979 að hann lét af störf- um vegna aldurs. Hélt þó áfram sömu störfum í tímavinnu í nokkur ár og einnig hélt hann áfram að aðstoða bændur vestur um sveitir við gerð framtala sinna; dvaldi þá gjarna tíma og tíma hjá hrepp- stjórunum, þar sem bændurnir komu til hans með vandamál sín. Fátt, eða ekkert, held ég að hafi verið honum ljúfara en að leysa úr þeim, en þó þannig að á hvorugan hallaði, framteljandann eða þann sem álögðu gjöldin hirti. Hitt var svo annað mál að stundum högn- uðust sumir bændur svo af búskap sínum að Kristjáni ofbuðu fyrirsjá- anlegar skattaálögur þeirra, en við því var auðvitað ekkert að gera. Rétt skyldi vera rétt - Ég var al- veg í stökustu með karlangann - gat hann verið vís til að segja svona eftirá. Aldursmunur okkar Kristjáns olli því að kynni tókust ekki með okkur að ráði fyrr en hann var farinn að vinna á Skatt- stofunni á Akranesi. Þá þóttist ég að vísu vera orðinn nokkurnveginn sjálffær um eigið framtal og farinn að burðast við af veikum mætti að hjálpa öðrum, en sífelldar breyt- ingar á skattalögum og reiknings- kúnstir þeim fylgjandi voru sjald- an til þess fallnar að gera mér eða öðrum hægara um hönd eða að auðvelda málin. Því vai’ð mér oft að leita í smiðju til Kristjáns frænda míns og þiggja af honum góð ráð og leiðbeiningar. Þá gat oft orðið gaman. Erindið var af- greitt af skyndingu, væri það ekki því snúnara, en síðan hófst alla- jafna hin skemmtilegasta umræða og til hennar tekinn drjúgur tími. Það var nefnilega ríkur þáttur í eðli Kristjáns að vilja fylgjast með málum og láta sem fæst framhjá sér fara. Yfirleitt var byrjað að gera úttekt á veðrinu, kostum þess og göllum, en Kristján var afar minnugur á veðurfar frá ári til árs og átti því auðvelt með samanburð á árum og árstíðum langt afturí tímann. Þá var hann vanur að þaulspyrja mig tíðinda vestan úr sveitum, en síðan var farið vítt og breitt yfir það sem helst var á döf- inni hverju sinni bæði í héraði og á landsvísu. Álitsgerð fylgdi, því Kristján hafði skoðanir á flestu eða öllu og lá ekki á þeim. Skemmtilega stórorður gat hann orðið, einkum þegar hann hneyksl- aðist á, að hans dómi, hæpnum að- gerðum máttarstólpa þjóðfélagsins það og það sinnið og gerðist heitt í hamsi. - Og hugsaðu þér nú bara andskotans vitleysuna - sagði hann þá oft, rómsterkur og kvað fast að orði. Síðan var næsta efni tekið fyrir. Kristján var einlægur framsóknarmaður alla tíð og breytti þar engu um þótt riðluðust nokkuð og féllu ýmis þau gildi sem flokkurinn hafði stuðst við frá stofnun, en illa munu hafa komið við hann ýmsar þær breytingar sem orðið hafa í þjóðlífmu á seinni árum og er það ekki nema að von- um. Honum var mikill fengur að því að hitta fólk að máli, taka það tali og skiptast á skoðunum. Þann- ig aflaði hann sér þekkingar víða að. Kristján gerði ekki mikið af því að ferðast um dagana. Samt sem áður virtist hann þekkja til fólks og staðhátta hvarvetna á landinu. Hann hafði stálminni sem brást honum ekki ævina á enda, einsog fyrr er að vikið. En líkamskrafta þraut og síðustu árin var hann bundinn við hjólastól. í fyrrasum- ar (1999) komu þau Hjarðarfells- systkini eftirlifandi saman á forn- um slóðum fyrir vestan, ásamt fjölmörgum afkomendum, einsog þau hafa oft gert. Með dyggri að- stoð dóttur og tengdasonar tókst Kristjáni að slást í þá för og fá augum litið sína kæru heimahaga í síðasta sinn. Þar er nú margt breytt frá því sem forðum var. Hann hefði getað hugsað með sér svohljóðandi ljóðlínur nóbels- skáldsins: - en brott ég fór, en fjöllin urðu kyrr, ég fer nú hér sem þúsundára gestur. Mikill heiðursmaður er kvaddur í dag. Ég þakka fyrir mitt leyti, og fjölmargra annarra sem gengu lífsgötuna með Kristjáni um lengri eða skemmri tíma, samfylgd og góðar minningai’. Og gangi það nú eftir sem okkur er innprentað í trúnni á ég ekki von á öðru en að hann víki sér kumpánlega að næsta manni, þegar innfyrir tjald- ið kemur, og spyrji almæltra tíð- inda úr byggðarlaginu. Aðstandendum óska ég blessun- ar og velfarnaðar. Erlendur Halldórsson frá Dal. Kristján Guðbjartsson, fyrrum bóndi og hreppstjóri á Hólkoti í Staðarsveit, er látinn í hárri elli. Kristján á Hólkoti, eins og hann var jafnan kallaður af mínu fólki, var vinur foreldra minna og tíður gestur á heimili þeirra á meðan hann bjó á Hólkoti með frænku minni, Björgu Þorleifsdóttur. Milli fjölskyldunnar á Hólkoti og móð- urömmu minnar, Þuríðar Þor- steinsdóttur, og fjölskyldu hennar í Mávahlíð í Fróðárhreppi, var mikill samgangur og vinátta. Þur- íður amma var föðursystir Bjarg- ar. Fjölskyldan á Hólkoti voru ná- grannar föðurfólks míns í Böðvarsholti og var mikill sam- gangur milli þeirra heimila. KRISTJÁN GUÐBJARTSSON Ég kynntist því sem barn hversu Kristján var ræðinn og skemmtilegur gestur og hvað hann tók börnum vel. Eftir að Kristján fluttist til Akraness og hóf þ«i’ störf hélt hann góðu sambandi við vini sína á Snæfellsnesi og ekki síður ættmenni svo ættrækinn sem hann var. Ég kynntist því vel en eiginkona mín, Hallgerður, er bróðurdóttir Kristjáns. Síðar á fullorðinsárum naut ég þess mjög að ræða við hann og kynnast góðri þekkingu hans á sögu, ættfræði, náttúrufræði, jarðfræði og ekki síður stjórnmálum sem hann fylgdist vel með af miklum áhuga. Hann var rökvís og einarður mála- fylgjumaður og setti skoðanir sín- ar og frásagnir fram í skýru og af- dráttarlausu máli. Þegar Kristján hætti búskap hóf hann störf á Skattstofunni á Ákra- nesi. Hann hafði þá þegar kynnt sér vel allt er laut að skattalögum og framtalsskyldu sem hreppstjóri í sinni sveit. Nutu margir sveit- ungar hans og fleiri aðstoðar hans við framtöl og ýmsa ráðgjöf varð- andi framtöl. Áttu þau störf vel við hann svo glöggur sem hann var á allar tölur og regluverk skattalag- anna. Naut Kristján mikils trausts hjá þeim sem hann vann fyrir. Kristján var fæddur á Hjarðar- felli í Miklaholtshreppi en ólst upp frá sex ára aldri hjá frænku sinni, Vilborgu Kristjánsdóttur, -síí^. bónda hennar, Gísla Þórðarsyni á Ölkeldu í Staðarsveit, sem hann hélt ætíð mikilli tryggð við. Þrátt fyrir það fór ekki milli mála að Kristjáni var kært að koma að Hjarðarfelli og heimsækja bróður sinn Gunnar og hans fólk. Milli þeirra var traust vinátta og skiln- ingur. Hjarðarfellssystkinin hafa sagt að Kristjáns hafi verið sárt saknað úr systkinahópnum stóra sem ólst upp hjá foreldrum sínum á því rómaða menningarheimiU sem á Hjarðarfelli var hjá þeinf Guðbjarti Kristjánssyni og Guð- bröndu Guðbrandsdóttur. í allri framkomu og fasi bar Kristján hið sterka svipmót systkinanna frá Hjarðarfelli. Hann var prúður í framgöngu en jafnframt óragur við öll tækifæri og naut sín vel í fjölmenni meðan heyrnin truflaði ekki eins og gerðist hin síðari ár. Um leið og ég minnist Kristjáns með virðingu og þökk, viljum við Hallgerður og börn okkar senda dætrum hans, fósturdóttur og barnabörnum samúðarkveðjur. Megi minning hans lifa. Sturla Böðvarsson Frágangur afmælis- og minn- ingar- greina MIKIL áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vél- rituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning- @mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fyigi- Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöð- ugrein af hæfilegri lengd, en aðrar gi’einar um sama einstak- ling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir grein- unum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.