Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 62

Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 62
MORGUNBLAÐIÐ 62 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 ísland verður byggilegt. „Skemmtilega og ftörlega skrifuð“. JónÞ.Þár/MbL Klapparstíg 40, sími 552 7977. Falleg jólagjöf Handgerðir grískir íkonar Verð frá 1.990-30.000 kr. Opið til kl. 22 r Sígildur ^ stOI fyrir fagurkera! Stálborðvifta kr. 7.950 Stálávaxtapressa kr. 5.950 W7777 Einar ’rfi;:6: Farestveft & Co hf Borgartúni 28, » 562 2901 www.ef.is UMRÆÐAN Félagsleg ein- angrun yfir- stettarinnar Hin fegursta rósin er fundin - hugleið- ing um kristnihátíð við aldarlok FORSETI íslands sagði í frægri ræðu að hann teldi þingmenn vera í litlum tengslum við almenning. Mér skilst að sumir þing- menn hafi ekki drukk- ið kaffi hjá honum síð- an vegna vonsku. En aldrei hef ég verið for- seta vorum jafn sam- mála. Þingmenn eru harla einlitur hópur, flestir úr svipuðum jarðvegi, hafa gengið í sömu skólana, eru á svipuðum aldri og ganga í samskonar fötum. Þetta á reynd- ar alls ekki við um þingmenn sér- staklega. Þetta á við um það fólk sem ég kalla yfirstéttina, þ.e. þá sem stjórna málum í þjóðfélaginu og trúir því að allir lifi eins og það sjálft. Að hér sé bara ein stór milli- stétt þar sem allir séu á sama báti og efnaleg misskipting varla til lengur. Þetta er fyrst og fremst hin fræga 68 kynslóð háskólanna sem lærði aldrei neitt um söguna og baráttu alþýðunnar fyrir lífinu. Þetta er fólkið sem talar um að skólakerfið geti leyst velferðar- kerfið af hólmi og veitir Megasi Jónasar Hallgrímssonar verðlaun- in, að Björk sé táknmynd íslenskr- ar menningar og peningagildið það eina sem skiptir máli. Allar sam- anburðarskýrslur sýna að hér á landi er miklu meiri mismunur á kjörum fólks en t.d. annars staðar á Norðurlöndum. Þennan mismun reyna þeir sem geta að vinna upp með stanslausum þrældómi, en hvaða áhrif hefur hann á heimilislíf og barnauppeldi? Og hvað um þá sem gefast upp, þola þetta ekki? Darvínisminn er á fullu skriði: Þeir hæfustu lifa af, skítt með hina. Falskir útreikningar Pétur Blöndal alþm. er hvorki verri né heimskari en obbinn af því fólki sem að ofan er lýst, aðeins hreinskilnari. Útreikningar sem hann birti um kjör alþýðufólks og ollu deilum sýna, að ekki er nóg að vera doktor í stærðfræði gefi menn sér falskar forsendur við útreikn- inga vegna þekkingarskorts. Hann reiknar fólki tekjur sem það hefur ekki, gleymir öllum vísitölum og tekjutengingum, sköttum og álög- um heilbrigðisþjónustunnar o.fl. Hann heldur að öryrkjar séu far- lama fólk á sambýlum! Ólafur, fyrrv. landlæknir, hefur birt skýrslu um kjör aldraðra. Þar sést að þriðjungur hefur ekki lágmarks framfærslu og þykir mér hún þó lágt áætluð kr. 66 þús. á mánuði. Ólafur sýnist gleyma húsnæðis- kostnaðinum eins og hér er lenska. Vitlaus húsnæðisstefna Ögmundur Jónasson o.fl. ræddu ástand húsnæðismála á Alþingi fyrir skömmu og Rannveig Guð- mundsdóttir þm. skrifaði vandaðar greinar í Morgunblað- ið. En borgarstjórinn í Reykjavík segist í Morgunblaðinu 9. des. „óttast mismuninn milli þeirra sem geta eignast húsnæði og hinna sem geta það ekki“. Þessi mismunur er þegar til og hefur alltaf verið til, þótt borgarstjóri virðist ekki hafa frétt það. Lífskjör fólks eru ekki „skynjun“ heldur blá- kaldur veruleiki. Húsnæðismálin eru einn meginþáttur lífs- kjaranna og þannig á að fjalla um þau eins og Ögmundur og Rannveig gerðu og fleiri. ís- lenska húsnæðisstefnan er vitlaus Húsnæðisstefna íslensk húsnæðisstefna er reist á mannfyrirlitn- ingu og ruddaskap kap- ítalismans, segir Jón Kjartansson, og algeru virðingarleysi fyrir heimilisréttinum. vegna þess hún byggist á einka- lausnum og bíssness en ekki á fél. grunni og samábyrgð og hún hvet- ur til skuldasöfnunar í stað hag- kvæmni. Hún gerir heimili fólks að markaðsvöru. Þetta birtist m.a. skýrt í opnum aðgangi innheimtu- manna að heimilunum. Það þykir sjálfsagt að rukkarar vaði inní íbúðir og hirði þaðan verðlaust dót og krefjist útburðar á fólkinu vegna skulda.Víða um heim er slíkt athæfi bannað, enda litið á heim- ilisréttinn sem heilagan rétt. Enda er þetta fremur refsing en inn- heimta. Hér er þetta kjarni lán- astarfseminnar og húsnæðisstefn- unnar. Formaður Húseigenda- félagsins hefur lýst vinnubrögðum byggingameistara og fasteignasala sem gjarnan eru á mála hjá selj- endum. Sú lýsing er hárrétt og vel þekkt frá gerð leigusamninga. Þetta er kjarni málsins: Islensk húsnæðisstefna er reist á mannfyr- irlitningu og ruddaskap kapítal- ismans og algeru virðingarleysi fyrir heimilisréttinum.Við þetta bætist skipulagsvitleysa borgar- innar, flöt útþensla stórra fjöl- skylduíbúða um allar trissur með- an 40% borgarbúa búa einir. Það verður stór dragbítur næstu 200 árin eða svo. Hvenær fáum við stjórnendur sem þekkja sitt eigið samfélag og vita hvað þeir eru að gera? Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. MIKLAR væntingar voru um góða hátíð í sumar, kristnihátíð á Þingvöllum. Og þær gengu eftir. Á Þingvöllum áttum við saman ljós og líf. Tvo unaðslega daga, heita og sterka, sem voru einstakir í upplif- un og verða nú æ ríkari í endurminningunni. Hátíð þjóðar og kirkju, sem varð raunverulegt ævintýri. Og þegar æv- intýrin verða lifandi, þá líður manni vel. Þannig var, að við hátíðarmessuna á sunnudegi var okkur borgfirskum prestum skipað efst í hraunbrekk- una mót hátíðartjaldinu; enda vissu skipuleggjendur sjálfsagt að við værum góðir göngumenn upp bratt- ar hlíðar. Við erum gamlir smalar, margir hverjir og vanir að fara hratt upp stífar brekkur. Þarna uppi stóðum við síðan með ungmennum okkar og leikfólki, um- kringdir söfnuði er hlýddi á messuna er biskup íslands söng og eftirvænt- ingin var alls staðar. Þegar biskup- inn var að ljúka predikun sinni stóð allt í einu snáði fyrir framan mig, á að giska 7 til 8 ára gamall. Hann sagði glaðleitur: Heyrðu prestur er það satt að það verði bráð- um boðið upp á brauð og vín? Ég horfði rannsakandi á æsku hans og spurði á móti, veistu vinur hvað það er? Brauð og vín? Já, svaraði strák- urinn að bragði. Það er líkami og blóð Krists. Eru pabbi og mamma með þér? sagði ég þá. Já, svaraði hann, jafn bjartur á svip og fyrr, á ég að ná í þau og sýna þér? Nei, sagði ég. Komið þið bara öll saman á eftir. Já, við komum strax, sagði hann. Þar með var hann rokinn. Og þau komu síðan öll, undir Agnus Dei, og með- tóku heilagt sakramenti. Þetta er ein einfóld og dýrmæt minning mín af Þingvallahátíð. Áminning um einlægni og ákafa hinna ungu sem vilja vera Krists og eignast undireins hlut í leyndardóm- um nóðar hans. Þeir voru hins vegar margir sem gerðu sitt besta til að sverta hátíð kirkju og þjóðar og fæla fólk frá Þingvallahátíð. Margir sem montuðu sig af því, að þeir vildu enga hátíð hafa. Ekki á Þingvöllum, hvergi, aldrei. Enga hátíð varðandi kirkju og kristni og auglýstu þannig siðblindu sína á sögu og gerð íslenskrar menn- ingar. Og oft var viljandi, eða af óvitaskap, farið rangt með um sögu og stöðu kirkjunnar. Þeim óhróðri sem kirkjan mætti þá verður að svara með einurð, einingu og sterk- um orðum, til að verja það sem er í veru og býr í þjónustu kirkjunnar. Sigurbjörn Einarsson biskup tal- aði um hleypidómana, róginn og ill- viljann. Hann talaði teprulaust. Eins og alltaf. Hann sagði satt. Hann nefndi nasista og kommún- ista, illar tungur þeirra og áróður. Þetta fór nú ekki vel í alla. Margir voru þeir hins vegar sem áttuðu sig á því að biskupinn var ekki að jafna saman múgmorðum á saklausu fólki við það sem óvildarmenn kirkjunnar létu úr sér í vor. Hugmyndir eða órar brjálæðinganna voru annað en óhæfuverk þeirra. Sigurbjörn, bisk- up í vöm sinni og í hjartans reiði, lagði fram það sem heitir á máli guð- fræðinnar apólógía eða trúvörn. Apólógían var í raun fyrsta guð- fræðiiðkun kirkjunnar. Grísku kirkjufeðurnir byrjuðu þessa hefð. Áfram hélt hún. Helsti meistari hennar er heilagur Tómas frá Akv- íno. Það er önnur saga. En trúvörn er skylda okkar sem erum Krists; leikra sem lærðra - að vitna um hann í orði og verki, og verja kirkju hans þegar að henni er sótt. Til þess höfum við ólík- ar forsendur, engin ein uppskrift er til af því, sem betur fer. Við búum nú í sam- félagi sem er ekki leng- m’ einsleitt. Hér eru uppi skoðanir og hug- myndir um allt milli himins og jarðar. Það höfum við lengi vitað. Og það er vel. Langt er síðan kirkja og ríki réðu ein miklu um skoðanamyndun fólks, og enginn annar komst að með innræt- ingu og uppeldi. Ekki vildum við lifa þannig tíma aftur. íslensk þjóðkirkja fagnar umræðu og gagnrýni. Kirkjan er lifandi sam- Kristnihald Forfeður og formæður okkar, segir Þorbjörn Hlynur Arnason, var fólk sem þakkaði daginn sem var að líða og bað um annan dag - vitandi að mennirnir áforma en drottinn ræður. félag þar sem margt gerist og gerj- ast. Þar finnast líka andstæð sjón- armið, líkt og í hverju öðru mannlegu félagi. Það er eðlilegt og sjálfsagt að um þessa stofnun sé fjallað. En okkur þykir vænt um efn- isleg rök, byggð á þekkingu um sögu kirkjunnar og raunverulega stöðu hennar. Einnig að fjallað sé af virðingu um trúarlíf og aðstæður þeirra sem þjóna og þiggja þjónustu. Islenskir fjölmiðlar eru, því miður, margir hverjir, sárlega vanbúnir, og hafa lengi verið, til að fjalla af einhverju gagni um trúarleg efni í röklegu og akademísku samhengi. Snautt land og fátæk þjóð værum við ef við ættum ekki Krist sem kon- ung, í þúsund ár. Kirkju og sið sem kenndi okkur að lesa og skrifa; presta og biskupa sem voru skjól lít- ilmögnum, stofnuðu skóla, og lögðu mikið til íslenskrar menningar. Við þökkum líka kirkju heimilanna í landinu, sem kunni bænir sínar og vers. Lét hvern dag hafa sína þján- ingu, og þekkti orð drottins um fugla himinsins og liljur vallarins, vegna þess að það voru engar innistæður til í bönkum, verðbréfum eða fjárfest- ingum, sem gátu tryggt daginn þar á eftir. Þetta var fátækt fólk sem þræl- aði frá morgni til kvölds til að lifa af og sjá fyrir sér og sínum. Forfeður og formæður okkar. Fólk sem þakk- aði daginn sem var að líða og bað um annan dag - vitandi að mennirnir áfoi-ma en drottinn ræður. Á nýrri öld lítum við fram á veg með spurn og nokkrum ugg um hvað verður og hvernig íslenskt samfélag lítur út á nýrri öld. Það er áleitin spuming. Hvað munu börn okkar og barnabörn, niðjar okkar á nýrri öld segja, þegar þau leita að leiðsögn og styrk í lífi sínu? Hvar liggja mis- kunnarbænir þeirra? Og hvert munu þau beina lofgjörð sinni fyrir líf og lán? Hin fegursta rósin er fundin. Hún blómstraði á Þingvöllum með þúsundum þakklátra. Hún er drott- inn Jesús Kristur; ..ég held þér mín rós - og ei kvíði.“ Gleðilega hátíð. Höfundur er prófastur á Borg A Mýrum. Jón Kjartansson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.