Morgunblaðið - 21.12.2000, Síða 82
82 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÖQ)j ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551 1200
Stóra sviðið kl. 20.00:
ANTÍGÓNA eftir Sófókles
Frumsýning annan í jólum 26/12 uppselt, 2. sýn. mið. 27/12 örfá sæti
laus, 3. sýn. fim. 28/12 örfá sæti laus, 4. sýn. fim. 4/1 örfá sæti laus, 5.
sýn. fös. 5/1 örfá sæti laus.
'HORFÐU REIÐUR UM ÖXL eftir John Osborne
Fös. 29/12, lau. 6/1, sun. 7/1.
Smíðaverkstæðið kl. 16.00:
MEÐ FULLA VASA AF GRJÓTI eftir Marie Jones
Frumsýning lau. 30/12, uppselt, fim. 4/1 kl. 20.30, fös. 5/1 kl. 20.30.
GJAFAKORT í ÞJÓÐLEIKHÚSIB - GJÖFIN SEM LIFNAR iM!
www.leikhusid.is midasala@leikhusid.is Símaoantanir frá kl. 10 virka daga.
Miðasalan er opin mán.—þri. kl. 13—18, mið.—sun. kl. 13—20.
Ath! Opið til kl. 20 á Þorláksmessu. Lokað á aðfangadag.
FOLKI FRETTUM
Leikfélag Islands
Gjafakort í Leikhúsið
— skemmtileg jólagjöf sem lifir
fe-l!l...
552 3000
Á SAMA TÍMA SÍÐAR
Frumsýn. fim 28/12 kl. 20 UPPSELT
2. sýn. fös 29/12 kl. 20, A kort gilda
3. sýn. lau 30/12 kl. 20, B kort gilda
fös 5/1 kl. 20 C&D kort gilda
lau 13/1 kl. 20
fös 19/1 kl. 20
SJEIKSPÍR EING 0G
HANN LEGGUR SIG
lau 6/1 kl. 19
fös 12/1 kl. 20
lau 20/1 kl. 20
530 3O3O
SÝND VEIÐI
fös 29/12 kl. 20
lau 6/1 kl. 20
fös 12/1 kl. 20
TRÚÐLEIKUR
fös 5/1 kl. 20
fim 11/1 kl. 20
Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18
um helgar og fram sýningu alla sýningardaga.
Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er
í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga.
Ekki er hleypt inn I salinn eftir að sýning hefst.
midasala@leik.is — www.leik.is
if)Hö
,HAf NARFjARÐARLEIKHÚSIÐ
eflir
* Olaf Hauk
Símonarson
Jólasýn, 29. des, örfá sæti laus
fös. 5. jan. laus sæti
fös. 12 jan. laus sæti
lau. 13. jan. laus sæti
Sýningar hefjast kl. 20
Vitleysingamir eru hluti af dagskrá Á mörkunum,
Leiklistarhátíðar Sjálfstaeðu leikhúsanna.
Miðasala í sima 555 2222
og á www.visir.is
^<0% DDAUMASMIÐJAN
GÓÍAR HÆGiIR
efttr Auðl HaraLds
Aukasýning fös 29/12 kl. 20
Sýnt í Tjamarbfói
Sýningin er á leiklistartiátíðinni Á mörkunum
Miöapantanir í Iðnó i sima: 5 30 30 30
líaítiLeíkhimó
Vcsturgötu 3 ■■iitJavjsiarJiiuiLTia
Missa Solemnis
eftir Kristiinu Hurmerinta
Einleikari: Jorunn Sigurðardóttir
Sýning í dag 21.12. kl. 17.30
Sýningar daglega kl. 17.30 til jóla
Sýning á Þorláksmessu kl. 24.00
Sýning á aðfangadagskvöld kl. 24.00
„Júrunn Siguröardóttir flutti einleikinn
frábærlega...einstök helgistund í Kaffileik-
húsinu...hér er sýning sem óhætt er að mæla
með á aðventunni..." SAB, Mbl.
BORGARLEIKHUSIÐ
Leikfélag Reykjavíkur
Næstu sýningar
MÓGLÍ e. Rudyard Kipling
Þri 26. des kl. 14 FRUMS. - UPPSELT!
Lau 30. des kl. 14 -ÖRFÁ SÆTI LAUS
Sun 7. jan kl. 14
Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson.
Tónlistarstjóri: Oskar Bnarsson.
Leikarar: Friðrik Friðriksson, Ðlert A. Ingimundar-
son, Thedórjúlíusson, lóhann G. Jóhannsson,
Gunnar Hansson, Halldór Gylfason, Katla Margrét
Þorgeirsdóttlr, lóhanna Vigdfs Amardóttir og Edda
Björg Eyjólfsdóttir. Lýsing: Ögmundur Þór
Jóhannesson. Hljóð: Jakob Tryggvason. Búningar:
Linda Björk Ámadóttir. Leikmynd: Stígur Stein-
þórsson. Leikgervi: Sóley Björt Guðmundsdóttir.
FALLEG GJAFAKORT Á MÓGLÍ,
ÁSAMT VÖNDUÐUM STUTTERMABOL,
ERU TILVALIN í JÓLAPAKKA YNGSTU
FJÖLSKYLDUMEÐLIMANNA!
Litla svið
ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh
Fös 29. des kl. 20
Lau 30. des kl. 20
Stóra svið
SKÁLDANÓTT e. Hallgrfm Helgason
Fös 29. des kl. 20
Lau 30. des kl. 20
HEILL HEIMUR f EINU UMSLAGI!
NÝ OG FALLEG GJAFAKORT Á LEIKSYNINGAR
BORGARLEIKHÚSSINS ERU GLÆSILEG
JÓLAGJÖF. HRINGDU (MIÐASÖLUNA OG
VIÐ SENDUM ÞÉRJÓLAGJAFIRNAR UM HÆL!
HÁTÍÐARTILBOÐ Á
GJAFAKORTUM FYRIR JÓLIN!
Miðasala: 568 8000
Miðasalan er opin kt. 13-18 og fram að sýningu
sýningardaga. Sfmi miðasölu opnar kl. 10 virka
daga. Fax 568 0383 midasaia@borgarieikhus.is
www.borgarleikhus.is
Barnaplata í hrárra lagi
TOJVLIST
Geislaplata
LITLA VÍSNAPLATAN
Litla vísnaplatan - krakkar syngja
inniheldur íslenskar vísur og dæg-
urlög. Fram koma: Álfheiður
Björgvinsdóttir, Katrín Sigurð-
ardóttir, Brynja Ingólfsdóttir,
Matthildur Ingadóttir, Mist Hálf-
dánardóttir, Björk Jómundsdóttir,
Klara Sveinbjörnsdóttir, Kristrún
Sveinbjörnsdóttir, Sigrún Svein-
björnsdóttir, Vala Hauksdóttir,
Þórir Úlfarsson, Jóhann Asmunds-
son, Ásgeir Óskarsson, Þórir Úlf-
arsson, Axel Einarsson og Dan
Cassidy. Kórstjórn: Axel Einarsson.
Upptökur og upptökusljóm: Axel
Einarsson og Þórir Úlfarsson.
Hljóðblöndun: Þórir Úlfarsson.
Stöðin gefur út.
REGLULEGA koma á markaðinn
hljómdiskar með sungnum íslenskum
vísum. Litla vísaplatan er slík plata en
samkvæmt hulstrinu inniheldur hún
íslenskar vísur og dægurlög. Allt efn-
ið er sungið af bömum. Þar sem út-
gáfa sem þessi er algeng og vísumar
oft hinar sömu þykir mér algjört
frumskilyrði að þeir sem standa að
slíkum plötum hafi eitthvað nýtt fram
að færa í flutningi þeirra. Þótti mér
lítið fara fyrir slíkum tilburðum á
þessari plötu. Reyndar finnst mér
heildarsvipurinn bera nokkur ein-
kenni fljótfærni og hraðsuðu. Ég
þekki það af eigin raun sem tónlist-
arleiðbeinandi á leikskóla að böm em
kröfuharðir neytendur. Það þarf
mikla lagni til þess að ná hlustun
þeirra og einbeitingu. Það krefst lif-
andi framsetningar og frumleika. A
Litlu vísnaplötunni þótti mér votta
fyrir hvomgu.
Álfheiður Björgvinsdóttir á hrós
skilið fyrir þann dugnað að syngja svo
mörg lög inn á plötu. Annars ero öll
börnin mjög lagviss og hafa fallegai-
raddir. Þau flytja líka lögin af miklu
öryggi og ki’afti. Þó virðist það vera
að þau séu keyrð í gegnum pró-
grammið án þess að kórstjórinn
staldri við atriði eins og blæbrigði,
textaframburð, nótnagildi og styrk-
leikabreytingar. Krakkar syngja ekki
eins og fullorðnii’ og vissulega kann
þetta því að hljóma eins og einhver
fullkomnunarárátta. Staðreyndin er
samt sú að með lítilsháttar tilsögn
sem þyrfti ekki einu sinni að vera
fræðileg væri hægt að ná fram mun
tilþrifameiri söng hjá svona augljós-
lega músíkölskum bömum.
Ég nefndi áður að mér hefði þótt
lítið fara fyrir tilburðum í átt að ein-
hverju nýju í framsetningu laganna.
Þó má segja aðstandendum hennar tO
hróss að þegar nýjungar í útsetning-
um heyrðust vom þær yfirleitt frekar
vel heppnaðar. Annars var undirleik-
urinn jafnt og söngurinn að mestu
keyrslukenndur og tilbreytingar-
snauður. Með keyrslukenndum á ég
við að litlar sem engar breytingar
verði á andblæ í laginu. Böm þreytast
fljótt á tilbreytingarleysi.
Loks er komið að því sem mest fór
fyrir brjóstið á mér við þessa plötu.
Það er að mínu mati gjörsamlega
óþolandi þegar rangt er farið með
texta. Meridlegt er að textabútur úr
þjóðlaginu „Hani, kmmmi, hundur,
svín“ skuli hafa sloppið í gegn í svo af-
bakaðri mynd sem „Verður ertu
vísnaklár/vísugamli Jarpur", þegar
flestir vita að rétt myndi vera „Verður
ertu víst að fá/vísu gamli Jarpur“.
Einnig hnaut ég um aðra, ekki eins al-
varlega, villu. Það var í „Alfareiðinni“
þar sem börnin sungu: „Blésu þeir á
sönglúðra, bar það að mér skjótt“,
þegar „bar þá að mér skjótt“ er aftur
rökréttast og rétt með farið. Þykir
mér allar rangfærslur á gömlum góð-
um vísum í opinberri útgáfu ekki for-
svaraniegar.
Annars var rangt farið með upp-
mna laga í tveim tilfellum á lagalista.
Annars vegar er „Hann Tumi fer á
fætur“ ekki þjóðlag, heldur var það
samið af Mozart í allt öðrum tilgangi
og samhengi löngu áður en það fékk
íslenskan texta. Hins vegar þótti mér
svolítið skoplegt að sjá að „Gamli
Nói“ væri skrifaður réttilega á Bell-
mann en ,jVllir krakkar" titlað þjóð-
lag þegar um nákvæmlega sama lag
er að ræða, aðeins sitthvom textann.
Eins og segir hér að framan hefði
mátt betur standa að ýmsu varðandi
þessa útgáfu.
Ég vonast þó til að heyra meira
með þeim efnilegu söngvuram sem Ijá
plötunni rödd sína. Eitthvað örlítið
vandaðra.
Ólöf Helga Einarsdóttir
Sýningar á Evu, Háalofti og Stormi og
Ormi verða teknar upp aftur á nýju ári.
MIÐASALA I SIMA 551 9055
Rúnar Þór gefur út safnplötuna Fimmtán
Snjórinn búinn
að frysta í
okkur heilann
Hann er í hópi athafnamestu tónlistar-
manna landsins þó fáir viti af því. Rúnar
Þór hefur nú safnað saman sínum þekkt-
ustu lögum á eina plötu. Birgir Örn Stein-
arsson hringdi í kappann og fræddist um
manninn og nýja gripinn.
ÞEIR ERU ekki margir popparar
landsins sem geta státað sig af því
að eiga fleiri sólóplötur að baki en
þeir geta talið á fingrum beggja
handa. Rúnar Þór Pétursson er
einn þeirra sem nú þegar er byrj-
aður að þurfa að horfa niður á tær
þegar hann telur þær plötur sem
hann hefur plantað niður á lífsleið-
inni.
„Tólf eða þrettán, það fer eftir
því hvernig á það er litið,“ svarar
Rúnar þegar blaðamaður rukkar
hann um fjöldatöluna. „Maður hef-
ur náttúrulega verið á safnplötum
og með öðrum, en þetta er tólfta
sólóplatan."
Þar á Rúnar við nýútkomna
safnplötu, Fimmtán, gefin út í til-
efni þess að 15 ár eru liðin frá því
að hann hóf sólóferil sinn. Á plöt-
unni er að finna 17 lög, þar af 2
tökulög en hin 15 eru valin af ferl-
inum. Tökulögin eru „What a
wonderful world“, sem Louis Arm-
strong gerði ódauðlegt, og lagið
„Maria Isabel“.
„Ég byrjaði að spila Maria Isa-
bel á ísafirði með hljómsveit sem
ég var í þar. Svo þegar ég var út á
Spáni að spila fyrir þremur árum
þá mundi ég eftir því, prufaði það
og það tókst bara vel. Ég heyrði
það fyrst hjá Ingimar Eydal fyrir
fjölda mörgum árum. Ég breytti
því aðeins, setti það í dansbúning
og bætti inn í nautabanafrasanum.
Spánverjarnir voru mjög hrifnir af
þessu og ég ætla að gefa það út
þar.“
Spánverjar helmingi hrifnari
Spilamennskan á Spáni blés
nýju lífi í Rúnar Þór og er hann
Morgunblaðið/Ásdís
Rúnar Þór ásamt Öldu Karen, dóttur sinni.
þessa dagana að endurvinna nokk-
ur lög sín á ensku.
„Ég var þarna tvö sumur. Við
fórum bara til þess að spila og
gerðum það í þrjá mánuði. Við vor-
um í Torrevieja og þar í kring. Ég
setti lagið [Maria Isabel] í spilun
og því var vel tekið. Þegar disk-
urinn kemur ætla ég að fylgja
þessu vel eftir og fara með plötuna
til Valencia og Barcelona. Þá kýli
ég á þetta lag þar. Það má eig-
inlega segja að Spánverjar séu
helmingi hrifnari af mér en allir
aðrir.
Það er einhvernveginn miklu
auðveldara að spila fyrir útlend-
inga en íslendinga. Islendingar
eru svo þungir, þeim finnst bara
sú tónlist góð sem útvarpsstöðv-
arnar segja þeim að sé góð. En hjá
útlendingum er allt gott þangað til
annað kemur í ljós. Ég held að
snjórinn sé búinn að frysta í okkur
heilann.“
Þegar Rúnar horfir um öxl til
tónlistarafreka sinna er útsýnið
fallegt.
„Mér finnst ég hafa verið vand-
virkur frá fyrstu plötu. Mér hefur
tekist það sem ég ætlaði að gera.
Þegar ég hlusta t.d. á lagið „Frið-
ur“, af fyrstu plötunni, og hiusta
svo á „What a wonderful world“,
sem ég hljóðritaði síðast, er ég
mjög ánægður að heyra hvernig ég
hef unnið þetta,“ segir Rúnar Þór
sáttur að lokum.
Hvaö er
Iki HSut?
Fljúgandi isbjörn? Marbendill? Sæskrímsli? Eöa ......besti vinur þinn?