Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 21.12.2000, Qupperneq 92
'ttW'i-.'V-íff !.!TI.A A\wmn\ iii. lUföÁNÝ v,ðiiiíii á mvndbaná ii W2l MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNl 1,103 REYKJAVÍK, SÍMl 5691100, SÍMBRÉF 5691181, PÓSTHÖLF3040, ÁSKRIFT-AFGREWSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL JS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 21. DESEMBER 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Kerum skipað -w.pp á Grund- artanga SEXTÍU gríðarstórum kerum til ál- framleiðslu var skipað upp í Grund- artangahöfn í gær. Til verksins var notaður nýr krani GP-krana en sá er stærsti skotbómukrani landsins. Kerin eru ætluð í annan áfanga ál- vers Norðuráls á Grundartanga og vegur hvert um sig ríflega 36 tonn. Framleiðsla í stækkuðu álveri á samkvæmt áætlun að hefjast íjúní á '«6fR:sta ári. Morgunblaðið/RAX Knatt- spyrnumenn í verkfalli KNATTSPYRNUMENN á Akranesi hófu verkfallsaðgerð- ir í fyrrakvöld með því að mæta ekki á æfingu. Þeir eru ósáttir við að hafa ekki fengið greiddan bónus frá síðasta tímabili. ■ Verkfallsaðgerðir/B2 Afram fundað í dag SAMNINGANEFNDIR framhalds- skólakennara og ríkisins sátu á fundi hjá ríkissáttasemjara í fjórtán klukkustundir frá í gærmorgun og fram á kvöld, er fundi var slitið. Annar fundur er boðaður strax í morgunsárið, að sögn Þóris Einars- sonar ríkissáttasemjara. Þórir vildi ekki tjá sig um efnisatriði viðræðn- anna seint í gærkvöldi, en á þriðju- dag setti hann fréttabann á deilu- aðila. Verkfall framhaldsskólakennara hefur nú staðið í tæpar sjö vikur. Nýjar eftirlitsreglur með fískimjöli hjá ESB um áramót Framkvæmdastj órnin sló af kröfum sínum HERTAR eftirlitsreglur með fiski- mjöli voru samþykktar á fundi dýra- heilbrigðisnefndar Evrópusam- bandsins í Brussel í gær og eiga þær að taka gildi 1. janúar 2001. Fram- kvæmdastjórnin kom til móts við at- hugasemdir nokkurra ríkja, þar á meðal Islands, og sló af kröfum varð- andi flutninga og blandaðan búskap og að nokkru leyti varðandi fóður- mjölsverksmiðjur. Fyrst og fremst voru gerðar at- hugasemdir við þrennt í fyrstu til- lögum framkvæmdastjómarinnar og hún tók þær til greina í meginatrið- um, að sögn Snorra Rúnars Pálma- sonar, fulltrúa sjávarútvegsráðu- neytisins í íslenska sendiráðinu í Brussel. í fyrstu tillögum voru gerð- ar mjög strangar kröfur til flutn- ingatækja og krafist að þau væru sérhæfð til flutninga á fiskimjöli en verulega var slegið af kröfunum. Fyrst lagði framkvæmdastjórnin til að fóðurblöndunarverksmiðjur yrðu að sérhæfa sig í fóðri sem væri eingöngu fyrir önnur dýr en jórtur- dýr. Við þetta voru gerðar athuga- semdir og lagt til að verksmiðjur mættu framleiða hvort tveggja ef framleiðsluferlin væru aðskilin. Framkvæmdastjómin féllst ekki á það og í breyttum tillögum var lagt til að verksmiðjur mættu framleiða fóður fyrir allar skepnur að því til- skildu að framleiðsla fyrir jórturdýr yrði skilin frá annarri framleiðslu og var það samþykkt. Upphaflega vildi framkvæmdastjómin banna notkun fiskimjöls þar sem væri blandaður búskapur með jórturdýram en dró í land í því efni. Nú geta yfirvöld heimilað notkun fiskimjöls á slíkum búum. í atkvæðagreiðslu vora Þjóðverj- ar á móti og Finnar, Austurríkis- menn og Portúgalar sátu hjá. Tillag- an fékk því 65 atkvæði, 10 vora á móti og 12 sátu hjá. ■ Hafa ekki mikil áhrif/26 Morgunblaðið/Hallur Forsætisráðherra um dóm Hæstaréttar um tekjutengingu tekna maka Frekar vísun í pólitískar hugmyndir en lagaleg rök Ekki tekst að leiðrétta greiðslur T ry ggingastofnunar fyrir áramót DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra telur að sá hluti dóms Hæstaréttar í fyrradag, þar sem segir að skerðing- arákvæði tekjutengingar öryrkja vegna tekna maka samræmist ekki jafnræðisreglu stjómarskrárinnar, sé frekar tilvísun í pólitískar hug- ^gpyndir en lögfræðileg rök. Hann segir það einnig athyglisvert að jafn- ræðisreglan skuli notuð til að mæla borgurunum önnur réttindi en lög- gjafínn hafði gert. Vakni sú spuming hvort það hafi verið ætlun stjómar- skrárgjafans að færa lagasetningar og fjárstjómarvald frá Alþingi til dómstóla. Mikið álag var á síma Trygginga- stofnunar ríkisins í gær er lífeyris- þegar vildu afla upplýsinga um rétt sinn og stöðu. Karl Steinar Guðna- son, forstjóri Tryggingastofnunar, sagði við Morgunblaðið að gærdag- urinn hefði farið í það hjá sér og fleiri yfirmönnum stofnunarinnar að fara rækilega yfir dóminn. Hann hefði reynst flóknari en haldið var við fyrstu sýn. „Mitt lið er komið á fullt við að skoða þetta og reikna út en okkur sýnist að ekki náist að miða greiðslur næstu mánaðamóta við niðurstöðu dómsins. Svo langt er liðið á þennan mánuð. Við viljum ekki eiga á hættu villur við þessa útreikninga. Þrátt fyrir að þessi dómur hafi komið upp hefur ekki verið fjölgað í starfsliði okkar. Við höfum beitt öllum þeim mögulega mannskap sem við höfum. Vanda þarf til verka því hvert ein- asta skref getur numið hundraðum milljóna til eða frá,“ sagði Karl Steinar. Óvíst hversu margir eiga rétt á endurgreiðslu Hann sagði að á þessu stigi væri ógemingur að vita hversu margir ör- orkulífeyrisþegar ættu rétt á endur- greiðslum. Fjölskylduaðstæður hefðu víða breyst vegna andláta, hjónabanda og skilnaða. Að sögn Karls Steinars tekur enn lengri tíma að reikna endurgreiðslur út en rétt- ar greiðslur næsta mánaðar. Allt kapp yrði lagt á að ljúka þeirri vinnu sem fýrst. Fulltrúar stjómarandstöðuflokk- anna sem Morgunblaðið ræddi við í gær telja dóminn sigur fyrir öryrkja. Asta R. Jóhannesdóttir sagði áhyggjuefni að þurfa að fá dóm Hæstaréttar til að leiðrétta augljós mannréttindabrot. Þuríður Back- man sagði dóminn rýmri en bein lagatúlkun segði til um og að hann markaði tímamót. Sverrir Her- mannsson varpaði fram þeirri spurn- ingu hvort heilbrigðisráðherra og ríkisstjómin ættu ekki að segja af sér, stjómvöld hefðu í mörg ár brotið lög á öryrkjum og öldruðum. I stuttri tilkynningu, sem Trygg- ingastofnun og heilbrigðisráðuneyt- ið sendu sameiginlega frá sér í gær vegna málsins, segir að lögfræðingar þeirra séu að yfirfara dóminn með tilliti til þess hvaða áhrif hann hefur á bætur örorkulífeyrisþega, bæði hvað varðar bótagreiðslur í framtíð- inni og leiðréttingar aftur í tímann. ■ Dómurinn/12/46-47 Sólarlag við Iðu ÞAÐ var giska tignarlegt á að líta, sólarlagið við ána Iðu á dög- unum þegar íslensk náttúra sýndi fram á allt sitt besta á fögrum vetrardegi. I dag er stystur sól- argangur á árinu og samkvæmt almanakinu verða vetrarsólstöður kl. 13:37 í dag. Héðan í frá tekur dag að lengja á ný. Eflaust verða margir til að fagna þeirri þróun, en fyrir hina er gott til þess að vita að hringrás lífsins er óum- breytanleg og á eftir birtu kemur myrkur og svo aftur birta og svo koll af kolli. 6LU öíjAGÆGíE
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.