Skírnir - 01.01.1831, Page 113
— 113 —
§ 3. „Öllum yfirliöfufc er gcfiS leyfi ab sselja
nm premíu, en {jó sen'lagi fátækum, framkvæmd-
arsömuin og ráövömlum mönnum í bændastett.
Engin premía má vera minni, enn fimm ríkis-
bánkadalir reiSu silfrs, en meiri ef fjársjóösins
efni leyfa það, og það að öSruleiti er áliktað, að
sá, sem sækir um premíu, hafi forjjenað að öðl-
ast stærri verðlaun.”
§ 4. „Eingin premiu-ósk má til álits koma,
sem ei er skrifuð og vitnisfest af geistligum eða
verðsligum cmbættismanni, og þarhjá af einum al-
kendum góðum mauni, í bóndaslandi. }>cir scin
vitnisburðinn gefa skulu, uppá æru og samvizku,
vitna, að þeir sjálfir hafi seð þann hlut, fyrir livörn
um premíu er beðið, og að þeir þannig hafa sann-
fært sig um, að hlutarins ásigkomulag se sain-
kvæmt [ní, sem [>ar um er sagt í bónarbréfinu;
þeir mega ei vera [>eim, sem um verðlaunin biðr,
svo nær skildir eða mægðir, sem í síðulínunnar
öðrum grað.”
§ 5. „Amtmaðrinn í vestr-amtinu og sá sýslu-
maðr í sama amti, sem býr næst hönuin, skulu
sífeldliga vera fjársjóðsins stjórnarmenn, og mega
ei skora sig undan því. þeir sknlu lialda bók út-
af fyri sig, yfir sín stjórnarverk, og þar í innfæra
öll [>au bréf, «r viðkoma stjórninni, sem og reikn-
ing árliga yfir fjársjóðsins inntektir og útgiptir.
Af reikníngnum senda [>eir árliga útdrátt, til við-
komandi konúngligs stjórnarráðs. Að öðruleiti er
[>eim leyft, að skipta stjórnarverkum milli sín,
en báðir séu jafn-ansvarligir fyri syórninni.”
§. 6. „Premíu-óskirnar sendast amtmanninum
(8)