Skírnir - 01.01.1838, Blaðsíða 23
sögn, að í fáum ríkjum NorSurálfunnar, séu framd-
ar eins miklar endurbætur og á Prússalandi; [>ar
er mentun mikii og flestir vaidamenn vaxnir kalli
"sínu og hafa forsljórarnir mikinn styrk af frura-
vörpum þeirra til u5 laga [>a8 sem þykir ábóta-
vant, aðrar þjóÖir dást og aÖ því hvaö innanrikis
stjórn, umsjón og lögsögn fari þar vel fram; nú
sem stendur lætur konúngur sér annast um aS
samgángurinn eblist við aðrar þjóðir, og lætur hann
af alúð styrkja tii þess að járnbrautir séu lagðar
um landið, og þykir það miklu varða að þær verði
sem flestar; inargir höfðu efast um það, að kon-
úngur mundi vilja láta sameina járnbrautirnar um
Ilinarlönd við þær i Belgiu, en nú er það komið
fram, að hann leyfir það sé gjört og kættust
verðslunarmenn eigi lítiö við það. A fulltrúaþíng-
inu liinu síðasta gáfu menn sig mest við aÖ endur-
bæta bústjórn landsins og þjkir það athugandi,
að fulltrúarnir urðu á það sáttir, að öldúngis
frjáls atvinna væri lakari enn hin bundna (Laugs-
væsen) og mun nú framveigis verða tilreynt að rata
meðalhófið; þetta þjkir því heldur markverðt, að
Prússar hafa fyrrum mælt með atvinnufrelsinu,
/
og ýmsar þjóðir aðrar tekið það eptir þeim. A
l’rússalandi er þess vandlega gætt, að hlýðt sé'
þeim lagaboðum er varna takmörkum einvalds-
stjórnarinnar, og hafa því áriÖ sem leið margir
svonefndir afbrotsmenn ígégn henni mátt sæta
ransóknum, varðhaldi og málasóknum, og hafa
dómar geingið yfir mörgum, en þó hafa refsíng-
arnar sjaldan orðið miklar á cptir. Eins manns
ber að géta sem mikill órói heflr afhlotist, en