Skírnir - 01.01.1853, Blaðsíða 11
15
ing hefur orfcib á stjórnarandanum, þar sem hinir
fyrri rá&herrar voru úr llokki þjóBernismanna. þaö
má segja meí) sanni, aö hinar tíöu breytingar á ráö-
herrum árib 1851 voru undanfari og fyrirbobi þess,
sem nú er fram komið. þriðji llokkurinn er bænda-
vinirnir. þeir hugsa mest urn aö bæta kjör bænd-
anna, einkum leiguliða. Abalmál þab, sem þeir berj-
ast fyrir, er, ab allir eignist jarbir sínar, og vilji
jarbeigendur ekki góbviljuglega selja leigulibum jarbir
sínar, þá sjeu þeir meb lögum skyldabir til ab gjöra
þab, þegar annars Ieigulibar vilja kaupa og geta þab.
Um önnur mál hefur flokkur þessi lítib skipt sjer,
og þegar hann hefur gjört þab, þá hefur hann veitt
þjóbernismönnum; og á hinum fyrri þingum hafa
þeir ekki lilíft stjórnarherrunum, og þótt hinir
frjálsustu.
En nú er ab víkja til sögunnar. Konungsaug-
lýsingin, sem dagsett er 28. dag janúarm. 1852, sýnir
stefnu þá, sem stjórnin hefur tekib þetta ár, og
ætlar ab fylgja frain, og er hún því undirstaba allra
þeirra stjórnaratburba, er gjörzt hafa þetta ár í Dan-
mörku. Auglýsingin geymir í sjer tvö atribi — hún
er bæbi lög og loforb eba bobsrit stjómarinnar. Hún
er lög ab því leyti, sem hún skipar fyrir ab önnur
stjórnarabferb skuli verba vib höfb; en loforb er
hún, þar sem hún segir, ab koma skuli á sameigin-
legri stjórn á sameiginlegum málum. þess er getib
í Skírni í fyrra, ab settir voru tveir stjórnarherrar
fyrir hertogadæmin. Annar, Reventlow-Crimiml,
fyrir Holsetaland og Láenborg, og hinn, Carl Moltke,
fyrir Sljesvík. Bábir þessir rábherrar fengu setu í
ríkisrábinu, sem er samsett af öllum rábgjöfunum,