Skírnir - 01.01.1853, Blaðsíða 61
65
indum innan skamms allan þann hluta þessa lands,
sem byggSur ver&ur. Meginlandib Nýja-Holland er
138,000 ferhyrningsmílur a& stærb; þaí> er enn lítt
kunnugt nema strandirnar, og er mest byggb á því
sunnanver&u. Uppi í landi, þar sem menn hafa
kannaÖ þaö, eru stór fen og foræ&i, og vir&ist sem
aö landiö hafi myndazt seinna en lönd í ö&rum
heimsálfum, því sumar árnar eru enn ekki búnar
a& ry&ja sjer farveg til sjáfar, en flæ&a gegnum mýrar
og flóa, vaxna sefi og ö&ru hávöxnu grasi. Ekki
hefur land þetta rnargar nýjar nytsamar ávaxta- e&a
dýra-tegundir, sem ekki voru til í ö&rum heims-
álfum , og voru þar þó ýmisleg náttúruafbrig&i,
t. a. m. svartir svanir og hvítir ernir og annaö þes9
konar, en bæ&i ávextir og skepnur, sem hafa veri&
flutt til landsins, hafa þróazt þar og fjölgaö ágæta
vel, þó er landiö a& ðllu samtöldu ekki vel falli&
til akurræktar, en fjárland hi& bezta í heimi.
Eptir a& Vasco de Gama haf&i fundiö veginn
su&ur fyrir Gó&rarvonarhöf&a komust menn á þá trú,
a& til mundi vera stórt land í su&urhafinu, er hjeldi
jafnvægi vi& hin stóru lönd, er íiggja fyrir nor&an
mi&jar&arlínu. A&Ur var og til landauppdráttur eptir
hinn nafnfræga Marco Polo, og var þar sýnt, hvar
hi& stóra meginland su&urheims lægi, gjör&i hann
þa& eptir sögusögn Iíínverja, er án efa hafa fyrstir
manna fundi& þessi lönd. Eptir a& Spánverjar voru
búnir a& leggja undir sig vesturströnd Su&ur-Amer-
iku, sigldi Fernandez de Qiiiros frá Peru til a&
•leita uppi hi& ókunna suöurland fterra australis);
hann fann fyrst margar eyjar í Kyrrahafinu og
5