Skírnir - 01.01.1853, Blaðsíða 53
57
Peel. Honum tókst svo vel ab fá hina beztu af
Mi&fg-mönnum og úr sínum flokki ti! stjórnar meS
sjer, ab aldrei hafa, ef til vill, jafnmargir reyndir og
stjórnvitrir menn verib fyrir stjórn Englands. Aber-
deeti varö æösti ráöherra, Jón Russel ráöherra yfir
utanríkismálefnum, Palmerston yfir innanríkismálefn-
um, hertoginn frá Neivcastle yfir nýlendunum, Glad-
stone ríkisfjárhiröir, Sidney Herbert yfir hermálum
og James Graham yfir skipaliÖinu.
Englendingar hugsa gott til stjórnar þessara
manna, því flestir þeirra hafa tekiö þátt í og unnib
aö hinum miklu endurbótum, er hafa svo mjög aukiö
hagsæld Englands á marga vega næst Iiöin ár, svo
sem áÖur er sagt.
þetta er nú stutt ágrip þess, er gjörzt hefur á
þingi Englendinga áriÖ sem leiÖ, en þá er eptir aö
skýra frá þvi, sem enn meira er vert, og þaö er aö
lýsa framfaralífi sjálfrar þjóöarinnar, sigurvinningum
þeim er einstakir menn vinna yfir misbrestum þjóö-
lífsins, og þessai4 siöferöislegu endurbætur eru ekki
síöur aödáanlegar hjá Englendingum en framfarir
þeirra í stjórnarefnum, þó minni frásagnir sjeu gjöröar
um þær.
þannig eru ýmisleg fjelög í Lundúnum og stund-
um einstakir menn, sem stofna skóla handa fátækum
ungmennum og börnum, sem ala aldur sinn á stræt-
um borgarinnar og enga grein kunna góös og ílls,
sem iöjuleysi og atvinnuleysi leiöa til alls konar ill-
lifnaöar og ódyggöa. þessi fjelög beita engri hörku,
þau laöa börnin smátt og smátt aö sjer, gefa þeim
aÖ borÖa, klæöa þau og veita þeim húsaskjól á nótt-
unni, þegar því veröur viÖ komiö; þau revna meö