Fjölnir - 01.01.1839, Blaðsíða 16
10
gjeta lært af eígin reíuslu, hvað helst hamlar |)vi, að
landsmönnum ekki tekst að eíga sjálfum hlut í verslun-
inni, so hvurnig sem Jtessu h'kur, eru {>etta eínhvurjir
merkilegustu viðburðir, sem timar {jessir í ljós leíða.
Fjelagsskap þessnm verður ekki greínilegar líst að þessu
sinni, því það er enn ekki ákveðið, hvunær hann skal
iieijast, og skal til f>ess fundur haldinn í Reíkjavík þann
20. þessa mánaðar, og undir eins tekið ráð «m það
annað, sem í þessum efnum er eínkum athugavert.
Nú er að víkja frá bjargræði landsins og athöfnum
í líkamlegum efnum og þeírn stjettunum, sem aiS því
eíga mestan hlut, enn verja þeím blöðum sem eptir eru
first og fremst til að líta nokkuð á atgjörðir embættis-
mannanna og stjórnarinnar, að því ieíti sem oss varðar
— og hefir að vísu ár þetta ekki verið ófegra í sumuin
hiutum, þegar þángað er litið, enn veðuráttufarið var
leíngst af, þegar horft var til jarðarinnar og loptsins.
það má sjá á mörgu, að menn eru almennar farnir að
liugsa um liagi landsins, enn verið hefir, og láta sjer
hugað um að kippa því í lag, sem helst fer í ólestri.
J>að hefir eítt verið landi voru til meína leíngi, að
vanskapnaðurinn liefir verið heldur stór á lieímilis- og
sveíta-stjórninni, hjúa ráðríki og ódigð, útsláttarsemi,
lausamennska, giptíngar öreíga og uppflosnan, bónbjargir
og fleíra þvllíkt hefir leíngi ómjúkt við brunnið og erv-
iðað búendum kostina. Aldreí veít eg síslumenn Iiafa
orðið betur samtaka í, að hafa upp lausamenn og stemma
stiga firir slíkri varmennsku, enn á seínasta vori, og mörgum
búenda ætla eg það hafa að haldi komið, að vinnumenn
höfðu ekki eíns í fullu trje að brjótast úr vistum, af
því lausamennskan virtist þeím heldur viðsjárverðari, enn
að undanförnu. {>að er kunnugt, að giptíngum manna
verður ekki hamlað, hvurnig sem á þeím stendur,
eínkum ef að jörðin er feíngin, og sveítarfjelagið má
láta sjer linda, að teknir sjeu í flokk búendanna, þegar
so ber undir, eíns og væri það fullgild vara, öreigar,