Ný félagsrit - 01.01.1850, Blaðsíða 137
UM FJARSYKINA A ISLANDI.
157
ab. Læknar nokkrir í Vesturálfu, sem nýlega hafa
tekiS eptir þessu, hafa á seinni tímum brúkab brenni-
steins-vatnsefni (c/ff.v hydrothionicum), bæíii
móti cholera og ymsum öf)rum drepsóttum, og eptir
því sem mælt er meb mestu heppni. Af þessum og
öbrum ástæbuin þætti mér mikils áríbanda ab vita,
hvort fjárpestin stíngur sér nokkurntíma nibur í nánd
vib brennisteinsnámur og hvera, eba hvort bæir þeir,
sem næst liggja, eru fríir fyrir brábdaubanum. Mér
þykir mikib áríbanda, ab nákvæmlega sé tekib eptir
þessu, því ekkert væri aubveldara en ab hafa brenni-
steins-vatnsefnib, ef líkindi væri til ab þab
mundi verja fjárpestinni, þab er bæbi hægt ab búa
þab til og aldrei gæti þab heldur orbib dýrt á Islandi,
þar sem nægb er af brennisteininum.
Eg vil því bibja ybur ab grennslast um, hvort
fjárpestin gengur í grennd vib námur og hveri, og
láta mig vita þab í haust.
Svo sem nú á stendur get eg ekki ráblagt annab
en þab, sem nú er sagt, þab er: blóbtökur, kalda-
böb og chlorreykíngar; mér væri raunar yfrib
hægt ab nefna ybur mörg meböl, sem reynd hafa verib
erlendis, en meb því eg veit ab þau muni lítib eba
ekkert gagn gjöra, sleppi eg þvi. Einúngis vil eg
bibja ybur ab taka eptir því, ab injög ríbur á ab
hindra útbreibslu sóttarinnar, svo mjög sein verbur,
og ab naubsynlegt er ab hafa rúingób fjárhús og
vel bygb, því þab er ebli allra drepsótta, ab þær
verba verri þegar loptib er ekki hreint, eba þegar
margar skepnur eru látnar vera í litlum húsuin.
30- Marts 1850.
J. H.