Norðurfari - 01.01.1848, Page 64

Norðurfari - 01.01.1848, Page 64
Gi NORDtJRFAltÍ. eiga sjálfir í mestu eymd, líki vel sameignar lærdómurinn, því þeir græddu allt ef honum yrói framgengt cn misstu ekkert; en síóur treysta þeir hinum sem vilja gjöra þeim gott meö því að fræða þá og bæta, því hjálp þcirra kemur ei og getur ei komið eins fljótt og áþreifanlega og hinna , þó þeir í raun og sannleika sjeu þeim langtum veiviljaðri. helður engin undur þó fatæku mennirnir sjeu tortryggnir orðnir i þessu máli, því þcir sjá svo opt, að þeir sem ríkir eru fara svo fyrirlitlega með þá, og viija ei hafa þá öðru vísi enn sem þræla sína. Fátæklingarnir bíða og dvelja lengi með þolinmæði, svo þeim er enginn gaumur gefinn, nema ef það skyldi vera til að hrækja á þá; en einhvern tíma verður þessi þolinmæði lika að vera á enda, og þá rísá þeir líka upp sem óðir menn; enda eru þeir þá iíka voðalegir, því ekkert dyr er ógur- legra enn maðurinn þegar hann er rekinn að heijarþröminni — og hvað mun fremur knýja menn til örvinglnnar og æðis cnn hungur og sultur. Ef nú ríku mennirnir aptur á mót færu ætíð vel með fátæklingana og reyndu með alúð og lempni að bæta þá og fræða, þá þyrfti aldrei þetta að verða, því í raun og veru eru þeir ei voðalegir, en meinlausir og góðir; þeir eru, eins og hinn nafnfrægi villudýra tcmjari, Yan Amburgh, sagði um úlfana, í eðli sínu trygglyndustu og beztu dýr. Van Am- burgh sagðist hafa sjeð marga úlfa deyja af sorg á gröf sumra Raudumanna, sem þeir höfðu fylgt, svo tryggir voru þeir; en þegar þeir væru soltnir sagði hann þeir hefðu ei hið sanna cðii sitt, þá væru þeir sjúkir, óðir og rjeðu sjer ei. Eins eru fátæklingarnir. hungrið rekur eptir cr von að þeir taki bezt hverju því sem fyrst gefur þeim von um að gcta stiilt sult sinn , og þvj eru þeir sem prejdika sameignina svo háskalegir, að þeir eiga hægt með að fá alla fátæka menn, sem nóg er af, í lið með sjcr. Og þó tilgangur þeirra sem fyrst kcnndu þenna lærdom væri góður, þá hafa opt fantar notað hann til að koma fram áformum sínum. Af þessu er nú frakk- ncska fríríkinu mest hætta búin, og lítill vottur þess sást 16da Apríl sem fyrr er getið; þann dag fór Loðvik Blanc með eitthvað 30,000 erfiðismanna út á Marzvöll, sem hcitir í Parísar- borg, og áttu þeir þá oð heimta að jafnt væri skipt verkalauum milli erfiðismanna og verksmiðja eiganda J>ctta ætluðu áköfustu sameignarmenn að nota sjer til þess að feila stjórnina, og var fyrir því Cabct nokkur og Blanqui, fantur mesti sem hatar Lamartine. Ljetu þeir því menn fara að tala i þá átt við fólkið, sem stóð uti í ýmsum hópum og var skelkað mjög; því sá orðrómur gekk að þann dag ætluðu sameignarmenn að brenna og bræla allt, skipta jafnt með sjer öllum eignum og drcpa niður þá sem ei vildu þetta. Allir búsettir, menn í Parísarborg urðu mjög hræddir, og þjóðliðið þaut upp til handa og fóta og tók vopn sín, og var sagt þar hefðu komið 150,000 vopnaðra manna.

x

Norðurfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurfari
https://timarit.is/publication/71

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.