Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 2
2 hefir mér þann tíma ekki gefizt tækifæri til að fara til kirkju. Ferðamaðurinn: í*ér sækið þá líkast til aðra kirkju ? Konan: Nei, í okkar bygðarlagi er engin kirkja önnur en þessi; en hjá mér og ættfólki mínu hefir hvorki verið skýrt né jarðað þennan tíma, né neitt annað borið við, er gæfi mér tilefni til að fara til kirkju. Seinasta barnið mitt skírði gamli presturinn, og í hans tíð var það líka jarðað, — blessað barnið ! Ferðamaðurinn: Hvað hafið þjer þá fyrir stafni á sunnudögunum? |>ér verjið þeim þá til að skemmta yður, — er ekki svo? IConan: Nei, herra minnl Yið hefðum þá eins vel tíma til að fara til kirkju. Það væri þó betra. í kirkjunni þyrftum við að minnsta kosti ekki að eyða peningum, er ekki verður hjá komizt, þá er menn ætla að skemmta sér; en ef víð förum til kirkju eða eitt- livað annað, vinnum við okkur ekkert inn; það getum við þó lijerna heima. Ferðamaðurinn: Maðurinn yðar hefir þá, vænti eg, sölubúð, er hann hefur opna á sunnudögunum. Konan: Sölubúð! Nei, ekki þvílíkt. í*ó við hefð- um sölubúð, væri það til litils, því hingað mundu fáir kaupeudur koma. En maðurinn minn á landskikann hjerna hjá kotinu okkar, og á sjö dögum í hverri viku má starfa meira og vinna sér meira inn en á sex. Ferðamaðurinn: Vinnur maðurinn yðar þáásunnu- dögunum eins og á virku dögunum? Konan: Ekki vil eg segja það, að hann vinni þá einmitt sömu vinnu; en það er svo margt, sem þarf að taka til handargagns og færa í lag, — og hvað ælli komi

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.