Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 18

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 18
18 fari. Sé hjarta þitt gagntekið af kristilegu frómlyndi, hógværð og alvörugefni, þá mun daglegt tal þitt verða kristilegt um hvað sem þú talar. Láttu Jesú elsku þrýsta þér til að vilja öllum vel; þá mun þitt hvers- dagslega líf verða andlegt og þitt andlega líf meir og meir «brennandi». Við það munu ekki einungis bænir þínar verða heitari, heldur mun þá líka allt líferni þitt stefna til himins og verða stöðug bæn, þóttvarir þínar bærist ekki. Þá muntu reyna, að þessi áminning post- ulans: «verið í iðninni ólatir, í andanum brennandi, drottni þjónandi», er bæði auðveld og eðlileg. Til þess að lifa kristilega verða því allar athafnir vorar að spretta af kristilegum hvötum; en með því er þó ekki sagt, að vér mitt í vinnu vorri getum ælíð beinlínis hugsað um guð og guðsorð. Margri vinnu er svo varið, að það verður að hafa allan hugann á henni, og á meðan er ekki hægt að hafa guðrækilegar hug- leiðingar. En samt sem áður getur kristileg trú haft áhrif á það, sem vér tölum og gjörnm án þess vértök- um eptir því, á sama hátt og vér heyrum, sjáum, göng- um og drögum andann án þess að hugsa um það nátt- úrulögmál, sem þetta á rót sína í. Eins og logn og kyrð getur búið í sjávardjúpinu, þó sjávarflöturinn sé æstur af stormi, eins getur og friður búið í djúpi hjart- ans, þó vort ytra líf óspekist af veraldlegum störfuin. Þær liugsanir, sem búa í djúpi hjartans stjórna vorum daglegu sýslunum. Hugur verkamannsins hvarflar ein- att heim til konu og barna, og þessi hugsun truflar hann ekki, heldur lífgar hann og gleður; hví skyldum vér þá ekki mitt í vinnu vorri geta rennt huganum upp til vors himneska lieimkynnis og ástvinar vors áhimn- um? Já, hvernig sem á stendur fyrir oss, er von sann-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.