Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 7
7 í sömu bók, 21. kapít., 8. versi stendur enn fremur: «En þeir ístöðulausu og ótrúu, syndarar og glæpamenn, manndráparar og frillulítismenn, galdramenn og skurð- goðadýrkarar, og allir lygarar, — þeirra hlutfall skal vera í því díki, sem logar af eldi og brennisteini; það er sá annar dauði». Konan: En eg er hvorki manndrápari ne frillu- líDsmaður né afguðadýrkari né lygari, og verð ekki talin meðal slíkra. Ferðamaðurinn: Bíðið við, kona góð! tér þurfið ekki að vera þetta allt; en eg er hræddur um, að þér liljótið þó að ásaka yður sjálf um sumar af synd- um þessum. Mér virðist sem þér séuð í tölu hinna vantrúuðu og skurðgoðadýrkaranna. Konan; f>að held eg þó ekki! Eg trúi á guð föður, skapara himins og jarðar, ogeg dýrka enga hjá- guði. Ferðamaðurinn: Það er ætlun mín, að við mun- um hljóta að kannast við, að ritningin kallar íleira skurð- goðadýrkun en það, að dýrka falsguða-myndir. Kristur segir: ofú átt að elska drottinn guðþinn af öllu hjarta þínu, og af allri sálu þinni, og af öllum mætti þínum, og af öllu hugskoli þínu« (Lúk. 10, 27.). Hver sá hlut- ur, er vér elskum meir en guð, er vor hjáguð. Finnið þér það ekki, að yður er kærara að hugsa um það, að verða rík, en að hugsa um heilagan guð? Konan: Jú, herra minn! l’egar eg hugsa um guð, — en það gjöri eg, satt að segja, ekki mjög opt, — þá hugsa eg mér hann fremur sem dómara en sem þann, er eg elski heitt. Eg kannast fúslega við, að mér þykir harðla vænt um skildingana, sem við höfum

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.