Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 13

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 13
13 að flýa út á eyðimerkur til að komast undan háreysti heimsins og búa sig þar undir eilífðina. tessu eru menn nú hættir á vorum dögum, en hafa tekið annað til bragðs, sem ekki er betra. Menn gefa sig alla við jarðneskum sýslunum, en vilja þó ekki missa himininn-, festa hug og hjarta við tímanlega hluti, en þykjast þó vera sannkristnir. Menn skoða guð og heiminn eins og tvo skuldaheimtumenn, sem ekki verði borgað báðum í senn ; þess vegna skipta þeir hjarta sínu milli þeirra, og það er svo sem auðvitað, að heimurinn verður ekki út- undan í skiptunum. »Allt hefir sinn tíma«, halda menn. Bæn, prédikun, heyrn og lestur guðsorða, já, jafnvel umgengnina við guð láta þeir heyra til sunnudagsins, en jarðnesku störfin til rúmhelgu daganna. DÞað er nóg«, segja þeir, »að liafa sunnudaginn til umhyggju fyr- ir sálunni; menn geta ekki alltafverið að biðjast fyrir og lesa í biflíunni. Það geta prestarnir og aðrir þess- háttar menn, sem ekki hafa annað að gjöra, en að hugsa um andlega hluti, en vér verðum að annast um hið timanlega». Þannig gjöra menn kristindóm og guðrækni að tómri sunnudaga vinnu, að nokkurskonar sparifötum, sem mönnum þykja of skrautleg lil að bera rúmhelgu dag- ana, sem menn ekki taka upp úr kistu sinni nema þegar mikið er viö haft, og láta þau ofan í aptur, þegar helgin er liðin. tessi meðferð á kristindóminum sýnir, að menn ætla, að hann eigi ekki skylt við daglegt líf, og að menn skoða hann eins og beizkan heilsudrykk, sem þeir verði einstöku sinnum að taka inn vegna sál- arinnar, en sem ekki geti verið dagleg fæðsla eða við- urværi. En heilög ritning lítur öðruvísi á þetla og í texta

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.