Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 8
8 dregið saman. — en skurðgoðadýrkun get egekkikall- að það. FerSamaðurinn: í bréfinu til Iíólossumanna (3,5) er oss þó sagt skýlaust, að ágirnd eða auraelska sé skurðgoðadýrkun, og í bréflnu til Efesusmanna (5, 5) stendur skrifað: «í*að skuluð þér vita fyrir víst, að enginn frillulífismaður, eða saurugur eða ágjarn, sem er skurðgoðadýrkari, hefir arftöku í ríki Krists ogguðs». Látið mig og lesa yður kafla úr fyrra bréfinu til Tímó- teusar (6, 9—10.): «þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og margar hégómlegar og skaðlegar girndir, er sökkva mönnum niður í tjón og glötun; því að ágirndin er rót alls ills, í hverja nokkrir hafa svo fíkzt, að þeir liafa villzt frá trúnni og sært sig mörgurn harmkvælumn. Konan (brosandi): Þér ætlið þó, líkast til, ekki að telja okkur með ríkismönnunum? — Allar eigurnar okkar eru liér um bil 400 rd., sem við höfum látið í sparnaðarsjóðinn. Það ætti miklu betur við, að láta herramanninn hérnalieyra þessar ritningargreinir, hann, sem ekki veit aura sinna tal, enda þótt eg geti ekki sagt um hann annað en allt gott. Ferðamaðurinn: Eg hefi sannspurt, að hann gjörir mikið gott með fjármunum sínum; — en það er ekki heldur hann, sem við eigum nú að skipta okkur af, heldur við sjálf. Ef þér gœtið vel að, munuð þér sjá, að þessar ritningargreinir eru einmitt ritaðar fyrir þá, er sækjast eptir að verða ríkir, er með áhyggju og hug- sýki streitast við að raka saman auðæfum, eða halda, að auðurinn sé grundvöllur farsældar sinnar. Og sann- lega er það svo, að það sem annar mundi telja fátækt, er hinum auðlegð, og jafnvel hinn fátækasti getur stór-

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.