Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 4
4 Konan: Sjálfsagt að deyja, eins og allir menn aðrir. Feröamaðurinn: Og hvað eigið þið svo í vændum eptir dauðann? Konan: Við fáum heiðarlega greptrun fyrir pen- ingana, er við höfum dregið saman. Feröamaðurinn: En þið hafið ekki einungis lík- ama, heldur lika sálir. Og hvaða umhyggju hafið þér borið fyrir sálu yðar? Er sálunni borgið, ef líkaminn fær heiðarlega greptrun? Konan: Það veit eg ekkl! Eg hefi aldrei hugs- að mikið um sh'kt. Feröamaðurinn: f*ér hafið svo alúðlega svarað spurningum mínum, þó yður hafi, ef til vill, virzt sumar þeirra býsna undarlegar, að mig langar til að leggja fiyrir yður enn þá eina spurningu, sem er hin mikilvæg- asta fyrir yður, mann yðar, mig og allan heiminn, en sem enginn hefir svarað upp á til þessa. Konan: Það hlýtur að vera þung spurning, fyrst enginn hefir hingað til getað svarað lienni. Ferðamaðurinn: Drottinn vor Jesús Iíristur lagði þessa spurningu fyrir oss fyrir meir en átjan hundruð árum, þá er hann steig niður af himnum, til að lifa í heimi þessum, og deyja fyrir syndarana. Spurningin er þessi. «Að hverju gagni kæmi það manninum, þótt hann eignaðist allan lieiminn, ef hann liði tjón á sálu sinni?» (Matt. 16, 26.)* Misvirðið ekki, kona góð, þó eg segi eins og mér býr í brjósti. Eg er bræddur um, uð þótt þið væntið ekki að eignast allan lieiminn, þá liafi það, að vilja eignast nokkuð af honum. stofnað ykkur í mikinn liáska, þann háska, að biða tjón á sál- um ykkar. Ileimur þessi er ykkur allt; þið hafið ekki

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.