Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 16

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1869, Blaðsíða 16
16 að hvert barnið getur skilið það. Sem hæfilegleiki er kristindómurinn ekki heldur gagnstæður jarðneskum sýslunum. Hinum veraldlegu íþróttum er svo varið, að það er ekki hægt að leggja stund á margar þeirra í senn, og það væri óviðurkvæmilegt að heimta það af fátækum manni, sem verður að verja öllum tímanum til að vinna fyrir sér og sínum, að hann skyldi vera dug- legur læknir, málaflutningsmaður, eða annað þvíumlíkt. Væri nú kristindómurinn einliver þesskonar íþrótt, þá mundu fáir geta numið hann, og þessi áminning Páls postula: »verið í iðninni ólatir, í andanum brennandi, drottni þjónandi» kæmist þá í bága við sjálfa sig. En kristindómurinn er sú íþrótt, sem allir geta nUmið og eiga að nema, hvernig sem ástatt er fyrir þeim, og hversu ólík sem þeirra jarðneska köllun kann að vera, því að þessi íþrótt er innifalin í því að vera góður og breita vel. Að vera vel að sér í þessari íþrótt er sama sem að vera ráðvandur, sannsögull, hreinskilinn, ósér- plæginn, góðgjarn, þolinmóður og hreinlífur, og hvergi lærist þetta betur en í veröldinni og viðskiptum við aðra menn. Enginn getur orðið duglegur stýrimaður sem aldrei heflr komið á sjó, þótt liann heima hjá sér hafi lært allar skipstjórnarreglur, heldur lærist þetta bezt rneð því að venjast sjóferðum. Eins geta menn Kka með lestri andlegra bóka að vísu orðið fróðir í andlegum efnum, en sannkristnir verða menn þó ekki nema þeir venji sig á sjálfsafneitun, stöðuglyndi í freistingum, auðmýkt, hógværð og mannelsku, og þetta lærist ekki nema í samneyti við aðra menn. Þér megið því ekki segja, aö hinn iðjusami verkmaður hafl lítinn eða engan tíma til að vera kristinn, það væri líkt eins og að segja, að stýrimaðurinn hefði ekki tima til þess í stormviðri

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.